Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Side 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1976, Side 22
Brotabrot Framhald af bls. 17. ið Heklu á Eyrarbakka, sem fór á hausinn ok uppúr því atvikaðist það svo, að ég fór að verzla við Egil í Sigtúnum fremur en að leita suður til Reykjavíkur. Það var alltaf ttaman að hitta Kf»i 1 og éf; var oft nætursakir hjá honum og þá ræddum við um félagsmál bænda. Um leið og Kaupfélag Árnesinga tók til starfa — réðist ég þangað. IIvorttveggja var, að Egill vildi fá mig og eins hitt, að sökum heilsufars varð ég að hætta búskap". „Engum var Egill líkur — mátti víst segja. Féil þér vel að starfa með honum?" ,,Já, hann var fáum líkur. Og mér þótti svo mikið til hans koma, að helzt var ekkert ráð ráðið, nema hann kæmi þar við sögu. Þeir sem þröngsynastir voru í pólitík, voru ekkí allir ánægðir með að hann umgekkst heildsala og yfirhöfuð menn úr öilum flokkum. Menn eins og Magnús Kjaran, Fálmi Hannesson rektor og Jóhannes Kjarval voru þar tíð- ir gestir. Alltaf var Egill þó veill til heilsu, en hress og lét það ekki á sig fá. Okkur kom alltaf vel saman og mér fannst þægilegt að vinna með honum. I kaupfélaginu gekk allt rólega fyrir sig í dagleg- um störfum. En það var fremur á fundum, að Egill reiddist, því hann þoldi illa mótmæli og tók hart á móti ef á hanri var ráðizt. Það var þó sjaldgæft og yfirleitt „átti“ Egill fundina. Hann hafði makalaust lag á fólki og vissi vel hvers virði það er að hafa konurn- ar með sér. Ég held að hann hafi aldrei notið sín betur en á hús- æðrafundunum, sem hann kom . Þar nutu persönutöfrar hans ,ín til fulls og stundum hafði íann listamenn úr sýslunni með ;ér á fundina; til dæmis Kristmann, sem þá bjó í Hvera- gerði." Finnst þér mest til um Egil þeirra manna, sem þú hefur starfað með?“ „Já, mér þykir Egill svipmestur allra þeirra, sem ég hef kynnst hér. Það var svo margt í honum. Hann var alveg einstakur í per- sónulegri viðkynningu, höfðingi heim að sækja og búinn óvenju rikulegum persónutöfrum. Frek- ur gat hann verið, en á hinn bóg- inn voru í honum finlegir drættir og listrænar gáfur. Grímur faðir hans í Kirkjubæ var allur miklu stórskornari, en móðir hans, Jónína Egilsdóttir frá Múla í Biskupstungum, var afar fíngerð kona og fágunina hafði Egill frá henni.“ Ekki vil ég þó gerast svo djarf- ur að telja Egil mesta manninn, sem ég hef kynnzt, því að marga höfum við átt afreksmenn hér. Oft hef ég í huganum borið þá saman frændurna, Egil og Gest á Hæli Einarsson. Báðir voru þeir ógleymanlegir afreksmenn, en Gestur féll frá fyrir aldur fram. Hann er mér þó minnisstæðari flestum öðrum. Egill álti hins vegar alllangan starfsferil, sem hæst ber þar sem Kaupfélag Árnesinga er. í augum almennings var hann og félagið eitt og hið sama, enda var Egill upphafsmaður þess stýrði því síð- an i full þrjátíu ár. „Og núna þegar Egill er geng- inn til feðra sinna og þú sjálfur hættur að starfa hjá kaupfélag- inu, — hvað hefurðu þá fyrir stafni?" „Þegar ekki er hægt að vera úti, les ég mikið; hef eignast talsvert Framhald á bls. 24 Bræðurnir Helgi og Skúli Ágústssynir í Birtingaholti. Helgi er til vinstri á mynd- inni. Hundrað kílómetrar hlaupnir og gengnir á einum degi / Helgi Agústsson rifjar upp Reykjavíkurför, sem hann fór ásamt Skúla bróður sínum árið 1913. Það var árið 1913. Við Skúli bróðir minn vorum þá á bezta aldri heima hjá foreldrum okk- ar, Móeiði og Ágúst í Birtinga- holti; ég 22 ára og Skúli 18 ára. Við gengum þá að allri algengri vinnu á búi foreldra okkar og lögðum jafnframt kapp á að stunda íþróttir eftir því sem við varð komið. Mikið var og rætt um íþróttir og fylgzt með þvf, sem okkur þótti merkilgast. Var ungmennafélagahreyfing- in þá að byrja að breiðast út og margt gerðist markvert hjá ungu fólki. Lengst var þetta komið í Reykjavfk og þar komnir fram menn, sem við dáðumst mjög að. Voru þeir og venjulega nefndir f þessari röð; Hallgrfmur Benediktsson, Sigurjón Pétursson og Guðmundur Stefánsson, sem fór ungur vestur yfir haf og kom ekki aftur. Hinir urðu síðar merkir athafnamenn, hver á sfnu sviði og lands- kunnir. Mjög voru nöfn þeirra og frægð tengd glímunni fyrst f stað, en sfðar varð Sigurjón mjög alhliða og fannst okkur sem hann gæti gert hvað sem hann reyndi til við, og afl og leikni þyrfti til. Vorum við nýbúnir að frétta af léttleik hans og þoli til göngu um vorið og langaði að reyna hvað við gætum lafað f honum. Sjálfsagt hefur Skúli náð fréttinni, þvf hann var okkar miklu meiri fþróttamaður og sat sig ekki úr færi að ná fréttum af því sem gerðist á fþróttasviðinu. — Bar þetta til tfðinda rétt fyrir hvftasunnu um vorið. Voru vegir þá farnir að þorna og snjólítið á Hellis- heiði. Var þvf ákveðið að hlaupa suður um hátíðina á einum degi heiman frá okkur til Reykjavíkur, sem var að vfsu nokkuð strembið, 100 km. leið og aldrei farin rfðandi á svo skömmum tfma, nema nokkuð lægi við og á tveim hestum. Var ferðin svo ráðin og lagt af stað árla dags laugar- daginn fyrir hvftasunnu. Var foreldrum okkar ljúft að leyfa ferðina þó nóg væri að gera og rúmhefgur dagur sem færi til lftils, en komið skyldi aftur á annan, svo þriðjudagurinn færi ekki sömu leið. — Föstudaginn var unnið eins og vant var til kvölds, og man ég nú ekki betur en þá værum við f skurð- greftri, en okkur þótti tilgangs- laust að taka hvfld áður og vfst engum dottið það f hug. Við vorum léttklæddir, á einni léreftsskyrtu og hnébux- um, sem þá voru að komast f tfsku. Annar okkar hélt á jakka; hinn var af ástæðum f Reykjavfk. Héldum við sfðan á jakkanum til skiftis, því ótrúlega miklu verra var að hafa hann á öxlinni þegar hlaupið var. Smurðum brauð- bita var stungið f vasann. Var svo lagt af stað klukkan 5 á laugardagsmorguninn í sól- skini og blfðu sem hélst allan daginn. Gamall vinnumaður, Bjarni Halldórsson að nafni, fylgdi okkur á hestum fram yfir Stóru-Laxá, svo við þyrftum ekki að væta okkur í henni. Skildu þar leiðir er upp á árbakkann kom; Bjarni sneri til baka, en við bræður skálmuðum af stað niður Skeiðin. Höfðum þann hátt á að hlaupa milli hverra tveggja sfmastaura, en ganga hratt milli tveggja næstu og þannig koll af kolli. Fyrsti áfanginn var að Skeggjastöðum, en þar var þá greiðasala og áfangastaður margra. Höfðum við þá farið nær 40 km og tók að þyrsta. Fengum við okkur þar skyr, vissum sem var að það mundi fljótframreitt og supum við fljótt skyrið, svo sem Egill hjá Ármóði skegg forðum. Var þetta hin besta hressing þyrstum mönnum. Var nú snar- lega lagt af stað aftur og brokkað niður Flóann og út ölfusið án þess að stansa og út að Kömbum. Þar beið okkar erfiður áfangi; gengum við þann spöl rólega til þess að þreyta okkur ekki um of. En þegar á Kambabrún kom hvöttum við aftur sporið út Fjallið. Þegar vestur á svo- nefnda Smiðjuhæð kom og fór að halla vestur af, urðum við þess varir, og varð illt við, að veskið okkar var horfið, hafði runnið úr treyjuvasanum sem við héldum á og þar með var farareyririnn glataður, sem ekki var mikill, lfklega 20—30 krónur — þá var það þó þriðjungur úr kúgildi. Snéri ég þá brátt aftur og hljóp austur á Kambabrún, en ekkert fannst. Skúli lagði sig fyrir á meðan I snjóinn. — Þótti okkur súrt I brotið, en löbbuðum lltinn spöl til baka og komum þar sem við höfðum farið lftið eitt utan vegarins eins og sjá mátti I snjónum og þar liggur veskis- skollinn. Snérum við nú hinir hressustu aftur og stefnan tekin á ný til Reykjavíkur og hlaupið greitt niður Hveradala- brekkurnar niður af Fjallinu. Næst köstuðum við mæðinni hjá Kolviðarhóli á Bolavöllum. Fleygði ég mér niður og lofaði þreytunni að lfða úr meðan Skúli hljóp heim á Hólinn að sækja okkur hressingu, bæði matarbita og drykk.Var nú enn haldið af stað og farið greitt niður Svfnahraun, þvf degi var tekið að halla, en við þurftum að ná til Reykjavfkur áður en búðum yrði fokað, vegna nokkurra erinda. 1 Ártúns- brekku við Elliðár mættum við fyrsta manninum sem við þekktum þegar suður kom. Var það Bogi A. J. Þórðarson þá bóndi á Lágafelli og var þarna á heimleið um kvöldið. Heilsumst við og tókum tal saman.„Hvenær fóru þið af stað strákar“? spyr Bogi, en hann var alinn upp á Torfa- stöðum og kunnugur okkur og feiðinni. Við sögðumst hafa fagt af stað um morguninn. Virtist hann ekki alveg taka okkur alvarlega og ræddum við ekki meira saman. Hélt hann áfram, en við héldum á sfðasta spölinn sem reyndist mér drjúgur, þvf ég var fast tekinn að þreytast, en ekki sá á Skúla. Varð ég og fyrir þvf, að um þessar mundir sprakk stór bfaðra sem komin var neðan á hælinn, svo bullaði upp úr skónum. Atti ég nú erfitt um gang, bæði vegna hælsins og þreytu, en nú var lokasprettur- inn eftir og ekki nema 5 km. leið, svo ekki kom til mála annað en halda áfram. Enn var hlaupið við fót og ekki kominn lokunartfmi þegar f bæinn kom. Gátum við þvf fokið okkar erindum og takmarkinu var náð, og var það þá f svip fyrir mestu. — Ekki var nein met- hugsun þá til f huga okkar, svo okkur varð ekki fyrir að lfta á klukkuna, hitt var okkur nóg sem orðið var. Þegar hér var komið sögu, létum við verða okkar fyrsta verk að fara beina feið f Baðhús Reykjavíkur sem þá var. Þar réði húsum Guðmundur sem nefndur var nuddlæknir. Hja honum fengum við rækilega kerlaug og nudd, sem hann taldi okkur nægja og var það góð hressing. Næst var að leita náttstaðar og þar lagt að, sem vant var, hjá frændfólki okkar f Kennaraskólanum, þeim séra Magnúsi og frú Steinunni, og okkur tekið með sömu alúð og vant var, þó fyrir hátfðina væri, sem þau höfðu ætlað sér að hafa sem crilslausasta. En það sýndist okkur og heyrðist á séra Magnúsi, sem var unnandi fþrótta og afreka, að hann hefði lúmskt gaman af, að okkur dugði dagurinn að fara þessa leið, sem hann hafði stundum farið á sama tfma á tveim hestum og þótzt rfða illa. Brátt var okkur borinn kvöldverður og þá boðið að hátta, þvf þurfandi mundum við þess eftir erfitt dagsverk. Þáði ég það með þökkum og háttaði, en Skúla þótti ekki karlmannlega að verið og kvaðst fara f bæinn og hitta kunningja og skemmta sér með þeim fram á nóttina. Sá þá ekki á honum þreytu enda skilaði hann sér ekki f rúmið til mfn fyrr en undir morgun. Ekki fengum við harðsperrur og þökkuðum það mest baðinu góða og nuddinu kvöldið áður. Vorum svo f góðu yfirlæti eins og vant var f hinum mjög svo ágæta stað, Kennaraskólanum, á Hvftasunnudag. Á mánudagsmorgun var svo ætlunin að snúa heim á leið og láta daginn nægja heim. En nú leit allt léttar út. Frændi okkar góður skaut undir okkur hestum og reiddi okkur upp f Svfnahraun og þá var okkur engin vorkunn að ganga sem Framhald á bls. 24.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.