Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1977, Qupperneq 5
YVES SAINT LAURENT hinn feimni tízkukonungur Parísar Jafnvel keppinautar hans, sem annars eru svo afbrýðisamir, segja það öfundarlaust: Yves Saint Laurent er áhrifaríkasti ' tízkuhöfundur í heimi. Fyrir tuttugu árum varð tízkulærlingur- inn frá Alsír á einni nóttu arftaki Diors. Hann er fyrir löngu búinn að afla sér frægðar og frama á við læriföður sinn. Þegar Yves Saint Laurent sýnir nýjustu tfzkuverk sin . minnir það á Versali á dögum sólkonungsins, Lúðvlks XIV. Að neðan: Það vakti athygli, þegar tlzkufrömuðurinn lét mynda sig i gleraugum einum fata. Myndin var slðan > prentuð á veggspjöld. bragðið frábært. Auk þess eru þeir, hvað stil snertir, ðvallt að minnsta kosti einum árstima á undan i rikjandi tizkustefnu — og þess vegna hægt að klæðast þeim mjög lengi. Hann hefur fundið upp kven- smókinginn, gert regnkápur, bux- ur og stigvél að samkvæmis- klæðnaði, látið fellingapils, sport- jakka og skyrtublússur verða að eftirsöttum, sígildum fatnaði — og jafnframt innleitt kvenlegt tildurlcysi i tízkuna. 1 fjóra daga hef ég haft tæki- færi til að fylgjast með Yves Saint Laurent að starfi við undir- búning haust- og vetrartízkunnar. Það er enginn vafi á því: Feimni hans og óframfærni er engin upp- gerð — er kross hans, en ekki ánægjuefni. Á fimmta degi sit ég við hlið tízkuhöfundarins á ljósbrúna leðursófanum i 12 herbergja íbúð hans við Rue de Babylone, sem hann hefur búið í i sex ár ásamt vini sínum og samstarfsmanni, Pierre Bergé og Chihuahua- tíkinni Hazel. 6 manna þjónustu- lið annast um þau. Mikill anna- og átakatími liggur að baki. Saint Laurent hefur þegar sýnt hina 106 módel- kjóla haust- og vetrartízkunnar, en á hverju ári teiknar hann tvívegis röð eða safn af kjólum bæði „Haute-Couture“ (þ.e. sem aðeins er framleitt einu sinni) og til almennrar framleiðslu. Síðast vann hann daga og nætur á teikni- stofu sinni — allt var fullkomið — og síðan tekur hann að nýju út þjáningar við sýningu á hverju módeli: Grár og gugginn og titrandi var hann að tjaldabaki i tvo tíma að vefja sýningar- dömurnar sínar sjölum, vinda þeim vefjarhetti um höfuð og stinga f jöðrum og gullrósum I hár þeirra, en gleymdi allan tfmann að kveikja 1 sígarettunni, sem hann hafði f munninum, þó að annars sé hann sfreykjandi. Að sýningunni lokinni er honum ýtt fram á sviðið, þar sem hann stendur eins og illa gerður hlut- ur, honum er ákaft fagnað, hann er faðmaður. og kysstur, hann andar léttara og það er ekki laust við, að hann brosi — og þarna er þá konungur Parísar. Hann var búinn að kynna tfzku sem myndi gera konurnar aftur að konum. Engar stakar buxur — en aftur á móti vfð pils með mjóu mitti og víðar blússur. Viðbrögð blaðanna voru snögg. „Hcrald Tribune" kallaði sýninguna „byltingu“, „New York Times“ birti mynd af einum módelkjólnum á forsíðu — og það var í fyrsta sinn, sem slíkt myndefni hafði verið á þeirri síðu — og Tony Snowdon, sem hefur snúið sér frá ensku hirðinni en að sfnu fyrra starfi, tók að sér að taka myndir af Saint Laurent- módclum fyrir 20 sfður i ameríska ritinu „Vouge“. „Þetta var miklu meira en venjuleg sýning", segir Saint Laurent á leðursófanum í Rue de Babylone, „þetta var smekksyfir- lýsing mín, opinberun á því, á hverju ég hefði mest dálæti í öllum efnum.“ Hvort hann geri sér Ijóst, að hann sé áhrifamesti tízku- höfundur í heimi? „Já“, segir hann, „ég er sann- færður um það. Og þar að auki: Ef maður gerir eitthvað vel, alveg sama á hvaða sviði það er, þá veit maður það. Það kemur ekkert mikilmennsku eða stærilæti við. Framhald á bls. 15 Fyrir sýningu rtkir feyki- leg spenna I aðalstöSv- um tfzkukóngsins; mikið liggur við að halda þvt orðspori, sem fengizt hefur. St. Laurent legg- ur sjðlfur slSustu hönd á búnað sýngarstúlkn- anna, hvert smðatriði er háð samþykki hans. 1 öllum hinum 35 herbergjum tfzkubyggingar Yves Saint Laurent í París hangir mynd af honum, og það er jafnóhaggan- legt lögmál, eins og að mynd af Bretadrottningu hangi f opinber- um, enskum skrifstofum. Sá sem vinnur fyrir Yves Saint Laurent skal ekki gleyma þvf eitt augna- blik. Myndirnar eru f svartri um- gjörð, og meistarinn er alvarleg- ur á svipinn. Svo virðist sem þessi tfzkuskapari brosi aidrei. Það er sagt, að hann sé erfiður viðfangs og feiminn. Honum er jafnvel gerð upp sjúkleg feimni. Er hér um auglýsingabragð að ræða? Þegar til lengdar lætur eykur það á frægðina að vera alltaf í felum. Og frægðin eykur aftur söluna: Fyrirtæki Yves Saint Laurent sem stofnað var fyrir 15 árum, veltir nú árlega jafnvirði 50 milljónum marka. Ennfremur velta þeir fram- leiðendur viðs vegar um heim 500 milljónum marka, sem selja alls 43 vörutegundir undir vöru- merkinu „Yves Saint Laurent‘% frá ilmvötnum og sólgleraugum til karlmannafatnaðar og gólf- teppa. Fyrir það greiða þeir tízku- húsinu verulegar upphæðir í leyf- isgjöld. Yves Mathieu Saint Laurent, fertugur að aldri, er sagður áhrifamesti tfzkuhöfundur í heimi. Enginn — og um það eru menn í faginu sammála — kann betur en hann að túlka sam- tímann f tízku. Hann hefur fundið uppskriftina að þvf, hvernig eigi að búa til klæðnað, sem nútfma konur einmitt óska sér. Og síðan fer allur heimurinn eftir þeirri uppskrift. Vissulega eru módelkjólar Saint Laurents dýrir, en efnið er dýrmætt, hand-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.