Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1977, Page 14
Ingólfur Guðmundsson lektor
FÁNI
TUNGA
OG TRÚ
Hugleiðingar um
sameiningaröfiin
í þjóðfélaginu
I eina tíö var talað um austmenn og
vestmenn. Við tölum um vestur-
íslendinga og þá væntanlega einnig
austur-fslendinga. Þessi heiti geta áður
en varir fengið nýja merkingu.
Það er undarlegt að gera sér grein
fyrir þessari spennu i jarðskorpunni —
gliðnun landsins eða landreki í austur
og vestur. Gæti ísland klofnað í tvær
eyjar Austurey og Vesturey? Liklega
kemur gosvirknin i veg fyrir það. Von-
andi. Fátt er svo með öllu illt.
Þessi spenna í jarðskorpunni leiðir
hugann að spennunni i jarðlifinu. Við
erum nær stöðugt — frá morgni til
kvölds — minnt á þessa spennu milli
þjóðaheilda, einstakra þjóða og innan
þjóða.
Þetta er ekkert spennandi — miklu
fremur þrúgandi ófögnuður. Það er
þakkarefni að vera fremur laus við
þessa raunaþulu á hátiðum. Hátíðir eru
til heilla bestar. Þær geta verið mikið
sameiningarafl.
Við þurfum að leggja sérstaka rækt
við sameiningaröflin.
Mig langar til að minna á þrjú slík öfl
— fánann — tunguna og trúna.
FÁNINN.
Vísast er mörgum ekki ljóst hvers
virði þaó er að eiga sameiningartákn —
þjóðfána. Við getum að visu hrifist af
þvi að sjá hann á hátíðastundum t.d. á
erlendri grund einkum ef það er tengt
afrekum eða sæmdarauka.
Undanfarin ár hefur Hjálparstofnun
kirkjunnar boðið hingað ungu fólki frá
Norður-írlandi til einskonar sáttabúða.
Þegar við vorum í þessum fyrstu sátta-
búðum leituðum við mikið að samein-
ingartákni fyrir þessa ólíku hópa —
kaþólska og mótmælendur. Fáninn fyr-
irfannst enginn. Opinberlega er breski
fáninn — Union Jack — fáni Norður-
írlands — en hann var nú einmitt eitt
aðal deiluefnið vegna sambandsins við
breta. Meira að segja íslenski fáninn
gat verið óþægilegur — þvf hann er svo
líkur þeim breska.
Gleymum ekki að þakka fyrir þjóð-
fánann og virða hann sem ber.
Nokkurt átak hefur verið gert til að
vekja athygli á þessu einingartákni á
undanförnum árum m.a. í skólum.
En betur má ef duga skal. Ættum við
að taka upp fánahyliingu I skólum og
æskulýðsfélögum? Hvað segja skóla-
menn og æskulýðsleiðtogar? Sr. Frið-
rik Friðriksson var ekkert hikandi í
þessu. Hann orti og lét syngja — Fáni
vor sem friðarmerki.. . 1 öðrum fána-
söng hans er þessi játning og bæn
„Fyrir þig er ljúft að lifa, ljúft að deyja
með ef þarf. Leið þú oss til þroska og
þrifa þúsundfalda allt vort starf“.
Er ekki full þörf á svona söng enn?
TUNGAN.
Flestum mun ljóst að tungan er eitt
sterkasta sameiningaraflið. Hún hefur
lika mikla sérstöðu — mikil forréttindi
i landinu. Hér ríkir að visu tungumála-
frelsi en engan veginn tungumálajafn-
rétti. í opinberu lífi t.d. í skólum og
fjölmiðlum hefur islenskan nánast ein-
okun. Þó eru kennd önnur tungumál og
það er leyfilegt að nota þau að vissu
marki. Þetta veldur litlum deilum.
Þetta þykir sjálfsagt. Við höfum sér-
staka málhreinsunarþætti í útvarpinu.
Svona viljum við hafa þetta og teljum
þetta þarft til eflingar máli okkar og
menningu. Málblöndun köllum við
hrognamál eða graut. Hreint mál er
sjálfstæðismál og sameiningarmál.
Móðurmálið tengir okkur einnig við
þjóðarbrotið í Vesturheimi. Vestur-
íslendingar lita a.m.k. á rækt við ís-
lenskuna sem veigamikinn þátt í þjóð-
ræknisstarfinu. Nú er hafið átak til að
auka islenskukennslu í framhaldsskól-
um vestra a.m.k. I Manitóba. Við þurf-
um að finna leiðir til að leggja þessu
starfi lið og efla þjóðrækni okkar aust-
ur-íslendinga um leið.
í fyrra sumar dvöldust nokkrir ungl-
ingar af íslenskum ættum hér i boði
þjóðkirkjunnar. Þetta var ánægjuleg
tilraun sem vonandi verður hægt að
endurtaka. Kirkjan var löngum vold-
ugt vígi vestur-íslendinga i þjóðrækni
og sambandinu við gamla Frón. Móður-
máiið og feðranna trú áttu hér samleið
sem einingarölf — þrátt fyrir margs-
konar ágreining.
TRÚIN.
En hvernig er þessu háttað hér? Er
trúin einingarafl eða fremur ágrein-
ingsefni? Fljótt á litió virðast trúmálin
aðallega vera deiluefni. Þetta þarfnast
nánari athugunar.
Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000
var róttæk einingarákvöróun. Þá lá við
klofningi. Síðan hefur kristnin haft
nánast einokunaraðstöðu — lengst af
— hér á landi. Þetta hefur mótað mál
okkar og menningu óafmáanlega fram
á okkar daga. Þjóðkirkjan er stærsta
félag þjóðarinnar — og elsta — en það
er erfitt að gera sér grein fyrir raun-
verulegum áhrifum hennar. Þetta er
verðugt rannsóknarefni fyrir félagsvis-
indin. Haraldur Ólafsson lektor i þjóð-
félagsfræðum við Háskóla tslands fjall-
aði um þetta efni í útvarpserindi sl.
sumar. Erindið nefndist: „Staða kirkj-
unnar í íslensku nútímaþjóðfélagi". Og
var það flutt vegna ráðstefnu um
kristni og þjóðlíf sem haldin var i Skál-
holti í júní s.l. í erindinu og á ráðstefn-
unni kom mjög margt athyglisvert
fram.
Tveir ungir guðfræðingar birtu ný-
lega niðurstöður kannana á kirkju- og
trúarlifi á Ólafsfirði og Akureyri.
Það væri þarft að kynna þessar
niðurstöður nánar.
Hér verður ekki gerð tilraun til að
fjalla fræðilega um þetta efni en þó
minnt á nokkur umhugsunarefni.
Fyrst vil ég nefna einingaráhrif
jarðarfara undir merkjum þjóðkirkj-
unnar. Kirkjan gerir lítinn mannamun
við útför og greftrun. Við liggjum sam-
an að lokum — þótt oft gangi illa að
standa saman. Nú vilja sértrúarmenn
— eða sérvitringar — fá sérstakan
heiðinn grafreit. Er það gæfulegt?
Eykur það eininguna? Hér mætti rifja
upp mörg sorgleg dæmi úr reynslu
annarra þjóða. Danir hafa t.d. reynt
aðra leið. Nokkrir stjórnmálaleiðtogar
þeirra að undanförnu hafa verið utan-
kirkjumenn þar á meðal a.m.k. einn
forsætisráðherra. Við útförina tekur
þá flokkurinn við hlutverki kirkjunnar
með kveðjuathöfn frá ráðhúsinu.
Stuðlar slikt að þjóðareiningu? Hver.
hefði viljað að stjórnmálaflokkur hefði
annast hlutverk kirkjunnar við jarðar-
för Hermanns Jónassonar eða útför
Bjarna Benediktssonar? Hefði það
stuðlað að þjóðareiningu?
Hugsum málið og reynum að móta
okkur vel grundvallaða skoðun.
örlagaatburðir tengja okkur fastar
saman. En við þurfum líka farveg fyrir
þessa reynslu. Kirkjan og trúin eru
okkur flestum eðlilegur farvegur á
slíkum stundum.
Dagurinn dimmi eftir brunann á
Þingvöllum um árið verður lengi
minnisstæður. Um hádegið kom ég með
hóp erlendra ferðamanna þangað. Við
áttum að fá veitingar i Valhöll. Það var
útilokað. Allt lokað. Við vorum sem
lömuð af sorg og samúð. Hvað gátum
við gert? Kirkjan var opin. Þar áttum
vió dýrmæta minningar- og bænastund.
Þessi reynsla þjappaði okkur saman.
Ferðin gekk óvenju erfiðlega eftir
þetta. Snjór og ófærð var á Kaldadal og
ýmis óhöpp komu fyrir. En djúptæk
sameiginleg reynsla styrkti okkur og
gerði okkur að einhuga samferðamönn-
um á hverju sem gekk.
Hátiðir eru til heilla bestar. Þáttur
kirkjunnar í hátiðum einstaklinga,
hópa og þjóðarinnar allrar er veigamik-
ill bæði í gleði og sorg. Miklu meiri en
við gerum okkur ljóst í fljótu bragði.
Hvað kemur í staðinn ef kirkjan verður
látin víkja?
ÞJÓÐKIRKJAN OG TRÚFRELSIÐ.
Margir telja að afnám þjóðkirkjunn-
ar myndi auka áhuga manna og virkni í
safnaðarstarfinu. Menn benda á lifandi
fríkirkjusöfnuði bæði hér og erlendis
máli sinu til suðnings.
Ég var þessarar skoðunar lengi vel
og því mjög hikandi i afstöðunni til
þjóðkirkjunnar. En ég hefi orðið að
endurskoða afstöðu mína eftir ihugun
og reynslu. Meðal annars hefur reynd-
ur starfsbróðir minn, sem starfaði
lengi að kirkjumálum vestanhafs og
eins hér í þjóðkirkjunni, haft mikil
áhrif á mig. Trúarlegur ágreiningur er
eðlilegur en hann getur komist á
óæskilegt stig. Þetta er líklegra ef við
leysum upp þjóðkirkjuna i eintómar
fríkirkjur eða sértrúarflokka — með
auknum erlendum áhrifum.
Kristnin fékk hér sérstaka stöðu árið
eitt þúsund. Og hin evangelisk-
Lútherska grein hennar hefir notið
sérstaks stuðnings ríkisvaldsins síðan
um miðja sextándu öld. Þetta er nú
staðfest í stjórnarskrá lýðveldisins.
Menn eru þó frjálsir að því að hafa og
iðka aðra trú — likt og að tala erlend
tungumál.
Kristnin hefur forréttindi t.d. í mót-
un skóla- og uppeldismála en önnur
trúarbrögð hafa einnig nokkurn rétt.
Þessu má líkja við stöðu móðurmálsins
og annarra tungumála i skólum. Þessi
skipan er staðfest með lögunum um
grunnskóla frá árinu 1974 og námskrá
grunnskóla sem út var gefin sl. sumar.
Það er að mínu mati ekki til bóta að
auka stórlega áhrif annarra trúar-
bragða í skólum. Það er lika mikið
álitamál hve mikið og hve snemma á að
kenna erlend tungumál i skólum. Slíkt
getur ruglað málkennd manna og stuðl-
að að grautarmáli eða málagraut. Þetta
á einnig við um trúkennsluna. Það er
heldur ekki rétt eða heiðarlegt að
reyna að blanda ýmiskonar heiðnum
áhrifum og framandi trú inn í kristin
fræði. Það leiðir til trúvillu og grautar-
trúar. Þetta á einnig við um þjóðkirkj-
una. Það er vftavert og ómálefnalegt að
nóta predikunarstóla hennar og
kennsluaðstöðu til að boða kenningar
sem ekki samrýmast evangelisk-
Lútherskum grundvallarstjónarmið-
um. Um trúfrelsi er þar ekki að ræða.
Trúfrelsi innan kirkjunnar er mótsögn
f sjálfu sér og leiðir til upplausnar,
trúarbragðablöndunar og grautartrúar
eða trúleysis.
Kristni var lögtekin hér á landi fyrir
nær eitt þúsund árum og ef við ætlum
að láta krossins orð frá allri villu klárt
og kvitt blessun valda — þá verður það
að fá aðstöðu til áhrifa sem viðast í
þjóðlifinu. Og betur má ef duga skal.
Hátíðir eru til heilla bestar. Nú nálg-
ast árið 2000.
Verður ekki næsta þjóðhátíð á Þing-
völlum minningar- og endurnýjunar-
hátið kristnitökunnar og kristninnar i
landinu?
Vinnum heilög heit. Hittumst heil og
samhuga.