Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1977, Blaðsíða 12
Þorsteinn Einarsson íþróttaf ulltrúi: sér fyrir á hinum nýja stað, sendir Jökull til hans menn til þess að ráða Finnboga af dögum. Sá fyrri (Þorgrímur) var garð- hleðslumaður duglegur. Tók Finnbogi hann til sín og lét hlaða garða. Hinn siðari sendimaður Jökuls, Þorbjörn, er sláttumaður mikill. Báðir þessir sendimenn eru látnir ráðast á Finnboga er hann lætst sofa. Verða í bæði skiptin harðar sviptingar sem ljúka með þvi að Finnbogi hefur þá undir þ.e. í óhagræðisaðstöðu og deyðir þá. Þessar tvær siðustu frásagnir um fangbrögð í sögu Finnboga greina frá fangi vopnlausra manna upp á líf eða dauða. Niöurstöður: Tvenns konar til- gangur fangbragða. Hér hafa verið dregnar út úr Glæsileg glfma. Hér gifma þeir Guðmundur Ágústsson frá Hróarsholti og Gfsli Guðmundsson frá Hurðarbaki f Flóa. lifir á, og þá einnig af meðferð þess fólks, sem varðveitt hefur sagnirnar. „Fang“ og „Glíma“. Athugum því í -ljósi þessa orðin „fang“ og „glíma“, „taka fang við“ og „að glima“. í Snorra-Eddu, sem talið er að Snorri Sturluson hafi lokið við um 1220, er lýst viðureign Þórs i höll Útgarða-Loka við Elli kerl- ingu. Hér er frásagnarefni sótt aftur i forneskju. Snorri lætur Þór mæla svo í reiði sinni í veiztu, sem honum er gert til skemmtun- ar: ..gangi nú til einn hverr ok fáisk við mik; ...“, en hann lætur Þór eigi segja og glfma viö mig eins og höfundur Finnbogasögu myndi hafa gert. Þar sem höfund- ur Finnbogasögu lætur Hákon jarl segja: „Hér er, Finnbogi, pilt- ur einn, er þú skalt glíma við“, þá lætur Snorri Útgarða-Loka segja við Elli fóstru sína: .. að hon skal taka fang við Ása-Þór“, og Þáttur úr þróunarsögu hinna íslenzku fangbragða — glímu Eins og fyrr segir gripu þeir Jökull og Bersi vopn sín, eftir byltu Jökuls og vilja ráðast á Gunnbjörn. Úr þessari atför verður eigi, vegna þess, að aðrir halda þeim. Þegar Gunnbjörn ríð- ur heim, er setið fyrir honum af þeim Jökli og Bersa. Jökull ávarp- ar Gunnbjörn þannig, er þeir hitt- ast: „Skal nú vita, hvárt þú ert betr vápnfimr eða glfmufærr.“ Vegna þess hvernig höfundur notar orðið „glíma“ f riti sínu um óskipuleg áflog jafnt sem fang- brögð, þar sem lífið er að veði, er eigi unnt að taka þessa ágætu setningu, sem sönnun þess, að Gunnbjörn og Jökull hafi fengist við hvorn annan að Hvammi í glfmu — og þó skal þetta talinn hlekkur í röksemdakeðju að fang- brögð með föstum tökum, þar sem önnur höndin hafi betra tak og voru höfð til skemmtunar og leiks, nefndust glíma og sá sem frækinn var í þeirri fþrótt gleð- innar var talinn glímufær. Finnbogi kemur syni sinum til hjálpar og síðar, er Finnbogi hefur vegið Bersa og hann hefur lif Jökuls undir sverði sínu, koma að bræður Jökuls, en vinir Finn- boga, og skilja þá. Verða þessar viðsjár milli þeirra Jökuls og Finnboga til þess, að Finnbogi verður enn að flytja til annars héraðs. Tvennar viðureignir vopnlausra manna Þegar Finnbogi hefur komið einni Islendingasögu fangbragða- lýsingar. Sagan er að vísu talin ein þeirra ómerkari. Höfundur hennar skráir á 14. öld þó lýsing- ar á fangbrögðum eins og honum eru þau þá kunnug og hefur á þeim nokkurn mismun. Þessi mis- munur mun vart vera tilviljun ein eða til þess að gagna þræði sög- unnar, heldur minning sú um forn fangbrögð, sem lifir með þjóðinni í sögum eða sögnum og jafnvel kunnugleiki höfundar á fangbrögðum samtíðar hans og eru þá kölluð glíma. Þennan mismun lýsinga fang- bragðanna má flokka niður þann- ig: 1. Fangbrögð til skemmtunar eða leiks: 1. skipulagslaus áflog eða tusk, t.d. viðureign Finnboga við griðkonur. 2. bundin reglum — 2 eða 3 lotur — t.d. viðureign Gunnbjarnar og piltsins hjá Bárði bónda i Noregi; viðureign Gunnbjarn- ar og Jökuls i Hvammi (ákveð- in tök og reglur, sem eru brotnar) Undir þetta mætti einnig fella viðureignir á sundi (fang- brögð i vatni eða sjó): Viður- eign Finnboga við björninn, sem er samstofna viðureign þeirra Ölafs konungs Tryggva- sonar og Kjartans Ölafssonar í ánni Nið. II. Fangbrögð upp á lff og dauða. 1. hryggspennutök (föst tök) t.d. viðureign Finnboga við Moð- skegg og viðureign Finnboga við sendimenn Jökuls: viður- eign Finnboga við björninn. 2. laus tök og fanghella — allra taka og bragða neytt. t.d. við- úreign Finnboga við blámann hjá Hákoni jarli og við Alf. 1 mörgum Islendingasögum er getið fangbragða. Sögurnar eru ritaðar á tímabilinu um 1200 og fram á 15. öld og lýsa atburðum sem eiga að gerast á 10. og 11. öld. Sögurnar eru taldar misjafnlega áreiðanlegar. Finnboga saga ramma er talin vera rituð undir áhrifum riddarasagnastílsins eða ævintýranna. Hvað, sem sann- leiksgildi sögunnar í heild líður, þá er ljóst að söguritarinn hefur spurnir af fangbrögðum eða eins og álitið er um tilkomu ísiend- ingasagna, að höfundar þeirra skrá munnmælasagnir, sem þeir raða saman. Hafi atburðir þeir, sem sögnin greinir frá, raunveru- lega gerzt, breytist framsetning hennar í munni og minni kynslóð- anna i samræmi við viðhorf þeirra og aldarhátt. Sammerkt mun það Finnboga sögu ramma og hinum Islendingasögunum, að hún mun samin um sagnir, sem lifa á vörum fólksins og knýja höfund sögunnar að færa í letur. Frásögnin mótast því af viðhorfi höfundar og þess tima sem hann líklegast er, að þau Elli og Þór eigist við I fangbrögðum með föst- um tökum og beiti brögðum (sbr. „leitaði hon nú bragða") og sá er fær hnésig telst fara halloka, en þó ekki fallinn. Færðar eru líkur að því, að Snorri sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar, sem talin er rit- uð 1220—30. Höfundur segir svo á einum stað:, „Egill var mjök at glfmum" (kafli 40). Er Egils saga talin ein af elztu sögunum. 1 Gunnlaugs sögu ormstungu (kafli 10) er notkun orðanna „fang“ og ,,glíma“ athyglisverð. Um bóndason, Þórð að nafni, sem þeir Gunnlaugur og kaupmenn hitta fyrir á Melrakkasléttu, er sagt: „Hann gekk i glímur við þá kaupmennina...“, og þar sem far- mönnum gekk illa við hann, „þá var komit saman fangi með þeim Gunnlaugi", og svo er þeir hitt- ust:...tóku þeir til glímu“. Þó okkur nútímamönnum virð- ist vera ruglingur á heitunum fangbrögð (fang) og glíma hjá sagnariturunum, þá er þó eitt sammerkt, að þegar viðureignir eru framkvæmdar til leiks eða skemmtunar, þá nota þeir fleir- töluorðið glfmur. Dæmi úr hinum merkari sögum. Egils saga (40. kafli): „Egill var mjök at glfm- um“. Grettis saga (72. kafli): „Þá töluðu til sumir menn ungir, at veðr væri gott ok fagrt ok nú sé gott að hafa glfmur og skemmt- un“. I Finnboga sögu er nafnorðið Hjá sumum þjóðflokkum f Afrfku tfðkast fangbrögð meðal kvenna og er upphafsstaðan eins og hér sést.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.