Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 4
Gegnumstungnar hendur. Gyðingurinn Sol Nezermann lifði fangabúðir nazista af og fluttist til New York eftir stríðið. En þjáningarn- ar fylgja honum; að horfa á börnin sín liflátin. að horfa á konu sina svívirta og tekna af lífi — allt hefur þetta mótað þennan hæggerða veðmang- ara í Harlem-hverfinu. Hann vill ekki þurfa að lifa slíkar ólýsanlegar þján- ingar aftur, hann mætir lífinu með sinnuleysi og innri doða. í skáldsög- unni „The Pawnbroker" hefur rithöf- undurinn Edward Wallant lýst lífi þessa þjáða manns. í Harlem gengur lífið ekki þjáning- arlaust fyrir sig og Gyðingyrinn kemst ekki hjá því að taka þátt i lífinu. í búðina til hans kemur alls konar fólk: ófrisk stúlka vill veðsetja gervidemant fyrir trúlofunarhring, niðurbrotinn faðir veðsetur skó af ungbarni. Fyrir hugskotssjónum Gyðingsins svífa myndir frá stríðsárunum en hann bælir allt niður. Hámarki nær þessi samruni þjáningar i fortið og nútið, þegar hópur ungmenna ræðst inn i búðina til þess að ræna gamla mann- inn. Aðstoðarsveinn hans, svertingja- drengur frá Puerto Rico, Jesu Oritz að nafni, sem hefur næstum tilbeðið gamla manninn en ekki náð athygli hans og kærleika, hefur gengið í lið með glæpaflokknum. Þegar einn mannanna dregur upp skammbyssu og miðar á Gyðinginn, tekur Jesu Oritz þá skyndilegu ákvörðun að kasta sér á byssuna og verður þá fyrir banvænu skoti, mennirnir flýja. Veð- mangarinn krýpur niður að aðstoðar- sveini sínum; hann hefur verið kalfað- ur til mennskunnar á óvæntan hátt fyrir dauða svertingjadrengsins Jesu Oritz, sem er næstum of greinileg „Jesú-ímynd". í kvikmyndagerð sögunnar öðlast hún nýja dýpt. Svertingjadrengurinn liggur á götunni fyrir utan búðina. fólk dregst að, móðir hans hrópar æðislega að Gyðingnum, hann geng- ur inn í verzlunina, stendur við búðar- borðið, augu hans fyllast tárun, kvik- myndavélin beinist að andliti hans og síðan niður á hendur hans, sem hvila hvor ofan á annarri. Gegnum þær þrýstist hægt og rólega teinn, sem notaður er til að stinga nótum á. Það blæðir úr höndum hans gegnum- (, stungnum — hann gengur út og læsir á eftir sér. I kvikmyndahandrítinu „Falsche Bewegung" eftir Peter Handke, einn athyglisverðasta rithöfund, sem um þessar mundir ritar á þýzka tungu, kemur fyrir mjög svipaður atburður. Iðnrekandi, rikur maður, fær heim- sókn af rithöfundi og nokkrum gest- um hans. Rithöfundurinn og iðnrek- andinn taka tal saman og þar kemur. ©■' að iðnrekandinn fer að tala um líf manna i Þýzkalandi nútímans, um óttann og tilgangsleysið. Það er ekki laust við að rödd hans titri; kona hans hefurframið sjálfsmorð nýlega. Þegar hann hefur talað lengi beinist kvik- myndavélin að höndum hans, i lófa annarrar handar hefur hann þrýst kúlupenna hægt og rólega meðan hann var að tala, sjálfsagt óafvitandi, með sliku afli, að út blæðir. Hér kann einhver að þekkja stef úr pislarsögu frelsarans. gegnum- stungnar hendur, tema krossins, þjáningarinnar — en að visu ekki sömu hendur og ekki sama pislar- saga. Má vera að guðfræðingurinn hugsi sem svo, að þau temu, sem hann fjallar um, sem sé kross og upprisa, kunni að bergmála, — eða jafnvel uppgötvast af sjálfu sér — utan veggja kirkjunnar. Bæði temu, kross og upprisa, eru vissulega miklu eldri kristindómnum og gætu þess vegna tilheyrt mannlífinu sem slíku. Fyrir þjáningu sína og blindu „sér" Ödipus fyrst; heimspekingurinn Plato þekkti þjáningar hins krossfesta rétt- láta; — og hinn upprísandi guð laun- helganna leiðir vigsluþegann gegn- um þjáningu og dauða, áður en hann fær hlutdeild í upprisunni. Gunnar Kristjánsson AÐ OPNA VER ULEIKANN Um þekkt yrkisefni í bókmenntum og kvikmyndum nútímans- lausn og endurlausn í kirkju og utan Þjáning Páls. Pfslarvætti Páls postula eftir Rubens. Þjáning Krists. Miðalda glermynd í þýzkri kirkju. Iðnrekandi Peters Handkes hengdi sig að lokum eins og kona hans hafði áður gert, við vitum ekki, hvað varð um Sol Nazermann. En eitt er víst: upprisan er ekki hér með. Hér tjáir hinn þjáði maður hlutskipti sitt, hinn þjáði maður, sem þekkir vissulega kvöl krossins og hinna gegnum- stungnu handa, en ekki upprisuna. Það er guðfræðinni sem existential visindagrein ekki óviðkomandi, hvernig þessi tragíska lífssýn er birt í nútímanum. Maðurinn, sem þekkir krossinn en ekki upprisuna er einmitt maðurinn, sem Kristur og kirkja hans á erindi við. Og það er listamanninum ekki heldur óviðkomandi, hvort hinn þjáði nútímamaður, sem hann lýsir gjarnan svo vel, megi ekki einhvers staðar eygja lausn þjáninga sinna. Bergmann og veruleikinn Listamaðurinn telur sig gjarnan sjá heiminn næmar en aðrir menn, enda er það hlutverk listamannsins að tjá, opna veruleikann, sjá inn í innsviði lífsins á hverjum tima. Þetta „opnun- arhlutverk" listarinnar er ósjaldan tal- ið eitt hennar merkasta hlutverk. Það er ekki óalgengt, að listamennirnir reyni á mátt kirkjunnar til að svara spurningum um lif þeirra. Þetta á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.