Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 6
Bolli Gústafsson í Laufási ræðir við
HEIÐREK GUÐMUNDSSON skáld á Akureyri
Enn var komið vor og þrestir sungu
fjörlega í görðum á Oddeyri viö Eyja-
fjörö. Reynitré, sem Heiörekur skáld
haföi forðum gróðursett við hús sitt og
löngu eru vaxin þvt upp yfir bak, voru
senn allaufguð. Þá vaknaði sú hugmynd
eins og þegar brumhnappur springur,
hvort sumt af þvi, sem hafði borið á
góma á fundum okkar, bæði heima hjá
honum i húsinu við Eyrarveg og úti í
Laufási alllöngu fyrir sauðburðinn,
mætti ekki sem hægast festa á blað. —
Siðla dags sátum við í stofu skáldsins.
Þar inni ber allt þekkan svip hógværðar
og smekkvísi. Ég undraðist þessa síðdeg-
isstund, hve kyrrlátt var í kaupstaðnum.
En þannig er Akureyri. Það er líkast þvi
sem limmiklir trjágarðar hennar dragi
úr hverskyns þys, hvort heldur er véla-
gnýr eða veðurdynur, og hún búi í hag-
inn fyrir þá, sem æskja næðis. Þar er
oftast veður til að skapa. En lindin hans
Heiðreks kom upp við jaðar Aðaldals-
hrauns, sú „eina djúpa æð, sem ekki
hefur lokast nokkru sinni“, og því hygg
ég að hann líti öðrum þræði á sig sem
gest á Akureyri. Hún fúnar seint taugin,
er knýtir skáldið við Sand og gengin spor
um föðurtún við hraunsins jaðar. Um-
hverfið er þar gætt fegurð, sem ekki
verður iýst eða skilgreind með hvers-
dagslegum orðum. Jafnvel Skjálfanda-
fljótið býr yfir fegurð, sem flestum gest-
um er hulin.
,,Að minun dómi ertu fallegt
fljót,
þó fegurð þinni skáldin
lítið hrósi“.
En munurinn er sá, að Heiðrekur Guð-
mundsson átti fljótið að vini frá því
hann mundi fyrst eftir sér. Auðskýrð var
almannahylli Laxár, sem var fjær í
bernskuheimi drengsins, og þvi segir
skáldið nú í kvæði sínu Við fljótið:
„Þó mundi verða metin
fegurð þín,
ef mikill afli bærist hér
að landi.
En gott er enn að una við
þinn straum,
þó ekki gíni lax við hverri flugu.
Á bökkum þínum sat ég
tiðum tæpt,
er tíbrá dansinn sté á
kvikum sandi.“
Þó er fyrrgreind taug ekkert tjóður-
band; skáldið Iætur hana ekki hefta sig
né heldur felur það sig undir askloki
heimalningsháttar. Þótt Heiðrekur sé
enginn heimshornaflakkari fer næmur
hugur hans í langferðir og ekkert fer
framhjá án þess að snerta hann. Og
Akureyri er skáldmæltum gestum sínum
góð, hvort heldur þeir koma frá Skógum
í Þorskafirði, Fagraskógi á Galmaströnd,
Djúpalæk í Skeggjastaðahreppi, Litlu
Laugum í Reykjadal, Hvammi i Langa-
dal eða Sandi í Aðaldal. Um þessar
mundir reyna menn að mæla alla hluti
og samanburðar er leitað. Við vitum
hvar i heiminum menn ná hæstum aldri,
hvar þeir drekka mest brennivín og hvar
flest börn deyja úr hungri. Ég hygg, að
ef hægt væri að bregða mælitækjum á
fsland, til þess að sjá, hvar mest hafi
verið ort á þessari öld, þá myndi Akur-
eyri ekki vera neðarlega á blaði. En það
skiftir raunar engu máli. Hitt er meira
um vert, að þar hafa verið ort Ijóð mikil
að gæðum og gildi og mun engum dylj-
ast, hve veigamikinn þátt Heiðrekur
Guðmundsson á í því sannmæli. — Nú
sitjum við þarna í stofunni og ég hefi
hlýtt á skáldió segja frá strangri glímu
við hugsanir og orð, sem kviknuðu af
efa. Án þess uppnáms, er efinn vekur,
verður kvæöið andlaust eins og væng-
stífður fugl. Og jafnframt vék það að
þeirri uppgjöf margra skálda, er þeim
varð ofviða að fella hugsanir í meitlað
form látlausra orða og þau urðu að hefja
sig á loft í óskiljanlegar geimferðir há-
fleygra iýsinga og torræðra orða, sem
aldrei verða skýrð og vekja grun um, að
glitið sé froða.
Skyndilega réttir Heiðrekur sig í sæti,
bregður lófa yfir hvirfilinn og segir: —
Ertu nú viss um, að ástæða sé til þess, að
festa þetta skraf okkar á blað? Hvað hef
ég að segja? Ekkert, nema það, sem
ótalmargir eru margsinnis búnir að
segja áður. Og þótt ég hefði eitthvað nýtt
í pokahorninu, nennir þá nokkur að lesa
það? Leikur fólki ekki mest forvitni á
einkalífi manna. Þar kemur þú að tóm-
um kofanum hjá mér. Ég vísa til ljóða
minna. Þar eiga flest þeirra upptök sin
að meira eða minna leyti. En kannske
eru þau ort á dulmáli. Og þá er að ráða
það. Ég minntist áðan á annríkið og
tímaskortinn. Það koma mörg blöð út á
íslandi daglega, með löngum greinum og
viðtölum. Flestir lesendur þurfa að flýta
sér. Fyrirsagnir eru lesnar, fyrst og
fremst. Stundum finnum við forvitni-
lega grein, leggjum blaðið til hliðar og
ætlum að lesa hana siðar. En þá er nýtt
blað komið, greinin gleymist og lendir í
ruslakörfunni að lokum, ólesin. Utvarpið
malar sautján stundir á dag, sjónvarpið
sex kvöld i viku og síminn hringir þar að
auki. Hefur nokkuð næði til að hugsa
eða muna það, sem hann les eða heyrir,
stundinni lengur. Sumir ákafamenn lita
yfir blöðin á kvöldin með öðru auganu
og horfa á sjónvarpið með hinu eða
hlusta á sjönvarpsþulinn með hinu. Get-
ur heili okkar þolað slíkt álag án þess að
bíða tjón af? Er minni okkar ekki farið
að sljóvgast? Þegar ég var í barnaskóla í
sveitinni, þá setti gamli kennarinn okk-
ur fyrir námsefni, sem við áttum að lesa
rækilega. Þeir næmustu þurftu þess
ekki nema tvisvar sinnum, en gátu þó
þulið upp úr sér heilu kaflana næsta
dag, orði til orðs, án þess að líta á bókina.
Og þótti engum mikið. En líklega hef-
ur skilningurinn verið í samræmi við
það.
— Þegar Kristinn E. Andrésson
sendi frá sér rit um (slenzkar nútíma-
bókmenntir 1918 — 1947, þá ertu ungur
maður, Heiðrekur, og hefur aðeins sent
frá þér eina Ijóðabók, ARF ÖREIGANS,
enda segir sá glöggi maður, að þú hafir
ekki enn smfðað þau vopn, sem hæfi
vilja þfnum og skapgerð. Sfðan hefur þú
sent frá þér fjórar Ijóðabækur á þrem
áratugum. Sfst af öllu er hægt að ætlast
til þess, að þú svarir spurningu um
framför og þroska, en ekkert sakar þótt
ég spyrji þig um aldur þinn. —
Það er ekki hægt lengur að leyna aldri
sinum. Þjóðskráin sér um það. En ég-
þekkti einu sinni konu, sem lækkaði
aldur sinn um 10 ár áður en hún náði
fimmtugu og breytti einnig um nafn. Svo
fluttist hún i nýtt umhverfi og vann þar
síðan vel og lengi i þjónustu góðs fyrir-
tækis. En þá var farið að glugga í þjóð-
skrána og konunni var sagt upp störfum
fyrirvaralaust, enda var hún þá orðin 77
ára gömul. En það er ekki öllum jafn illa
við það að eldast. Ég spurði góðkunn-
ingja minn að því fyrir nokkrum árum,
til hvers hann hlakkaði mest. „Að kom-
ast á ellilaun“, svaraði hann, „þá get ég
átt góða. og náðuga daga.“ Og þegar sá
draumur var orðinn að veruleika, þá
spurði ég, hver h'eitasta ósk hans væri
nú. „Að mega starfa áfram,“ svaraði
hann. Og þá er vist mál til komið, að ég
svari spurningu þinni. Það eru bráðum
67 ár síðan ég fæddist í þennan heim, svo
ellilaunin eru nú skammt undan. Við
erum alltaf að keppa að þvi að ná settu
marki og þegar því er náð, þá er annað
nýtt í sjónmáli, ef ekki framundan, þá
fyrir aftan okkur. —
Þegar ég huga að verkum skálda á
Akureyri, þá virðist mér þú eina skáldið,
sem ekki hefur birt neitt af lausu máli,
a.m.k. ekki sögur eða leikrit. Nú þegar
nær sjö áratugir eru að baki sýnist ekki
fráleitt að þú farir að undirbúa ritun
æfiminninga. —
Nei, ég held ekki. Hjá mér hefur ekk-
ert gerst, sem i frásögur sé færandi og
æviminningar sínar skrifar liklega á
næstu árum annar hver maður á Islandi,
ef ekki um sjálfan sig, þá um aðra, sem
getur stundum orðið dulbúin sjálfsævi-
saga, ef höfundinn langar til að vera
mikið i sviðsljósinu. Svo þar er ekkert
nýtt svið óplægt handa mér. Og þó svo
væri, þá má helst ekkert við því hreyfa.
Það skoplega, hversdagslega og mann-
lega verður að liggja í þagnargildi.
Myndin verður að vera fögur og galla-
laus, helzt glansmynd, séð frá einni hlið.
Annars rísa upp vinir og vandamenn
þeirra, sem um er fjallað og mótmæla.
Þeir þekktu fólkið, komu sem gestir um
helgar eða í sumarfríum. Og allir hafa
auðvitað rétt fyrir sér, því lífið er fjöl-
breytilegt og margvislegar myndir hægt
að draga upp af hverjum einstaklingi.
Það þekkir þú, sem ert dráttlistarmaður.
En það eru ekki jól nema bara einu sinni
á ári. Það er nú meinið. Þó hafa verið —
og eru enn — skrifaðar ágætar ævisögur
á tslandi, og margar þeirra les ég mér til
fróðleiks og ánægju. Að öllu verður þó
að fara með gát. Sérstaklega verða skáld
og bréfritarar að vera vel á verði, ef allt
skyldi verða birt, er i ruslakistunni ligg-
ur, strax eftir jarðarför þeirra. Góðskáld-
in hafa stundum orðið illa fyrir barðinu
á þvi, einnig bréfritarar. Þeir skrifuðu
ekki bréf sin í þvi augnamiði, að þau
kæmu fyrir almenningssjónir. Þetta
voru kunningjabréf, vinarbréf, jafnvel
trúnaðarbréf. Og enginn skyldi misnota
trúnað vina sinna. „Ekki skal ég á þessu
níðast og engu öðru því, sem mér er til
trúað,“ lætur höfundur Njálu Kolskegg
segja endur fyrir löngu. En nú er ég
kominn nálægt skáldskaparsviðinu og ég
mátti svo sem vita, að þangað mundir þú
leiða mig. En i framhaldi af þvi, sem ég
sagði um birtingu sendibréfa og ófull-
gerðra handrita, sem finnast i fórum
látinna höfunda, vil ég bæta við: Þess
vegna lágu þau þar, að höfundarnir
vissu sjálfir manna bezt, að þau voru
ekki fullfrágengin og þeir vildu ekki láta
þau þannig frá sér fara.
Hvi skyldu þá aðrir leyfa sér að gera
það á móti vilja þeirra. Sama gildir um
einkabréf látinna manna. Það verður að
vega það og meta vandlega, hvort bréf-