Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 8
listamann. Þeir skipa sér einnig i ýmsa flokka og fylkingar meö öndveróar skoðanir. En ég er fyrir utan þ'etta allt. Þó eiga þeir flestir, ekki allir, eitt sam- eginlegt og gætu þess vegna verið I ein- um og sama flokki: ÉG-flokki. Kannske væri þó heppilegra, að einn væri i hverj- um flokki. Nú vilt þú líklega segja, að ég sé kominn í mótsögn við sjálfan mig, þvi þarna hafi ég þó komist að niðurstöðu, þrátt fyrir allt. Það er að vísu rétt eins og sakir standa, i þessu tilfelli. En það er engan veginn víst, að sú niðurstaða sé rétt eða fái staðist, þegar dýpra er grafið til rótar. Ég hef þó gaman af þessari skoðun..Hún sannar það, að einstaklings- hyggjan og íslendingseðlið eru enn óbreytt innst inni. Sjálfstæðishneigð ís- lendinga, sjálfsstjórnarhvöt einstakl- ingsins og þrá að mega ráða sér sjálfur sem mest, en þurfa ekki að lúta stjórn annarra, hefur löngum verið snar þáttur í eðli okkar. Og sennilegra er erfiðara að stjórna þessu landi en mörgum öðrum, þótt stærri séu, einmitt vegha þess. En þvi fylgja einnig þeir kostir, að siður þarf að óttast múgsefjun. Og ég vil að persónuleg sérkenni haldist og fái að njóta sin, svo framarlega að öðrum stafi ekki hætta af. Ég vil einnig að sérkenni sjáist og fái að njóta sín i verkum lista- manna. Þá fyrst er höfundur viður- kenndur, svo ekki verður um deilt, þegar hann þarf ekki lengur að setja nafn sitt undir það sem hann skrifar. Mér þykja hinir ungu, islenzku höfundar ekki nógu persónulegir í list sinni. Mér gengur illa að þekkja þá hvern frá öðr- um af verkum þeirra. Gisli Sigurðsson ritstjóri drap nýlega á þetta í grein í Lesbókinni. Mér þótti það merkilegt þar sem ég hélt áður, að þetta væri aðeins mín persónulega skoðun, sem stafaði ef til vill af því, að ég hefði ekki lengur nógu skarpa sjón eða næma heyrn. En enginn mun væna Gísla um slikt. — Áður en við látum staðar numið, þá langar mig að spyrja þig um kynni þín af rithöfunduin. — Eg lel mig hafa kynnst alltof fáum. Ég fer sjaldan til Reykjavíkur, en þar eru þeir flestir búsettir og all- ir þeir mestu og frægustu eins og eöli- iegt er. Ég sæki aldrei fundi i rithöfundafélögum og neyti ekki at- kvæðisréttar míns þar. Ég hef ákaflega gaman af að ræða við fólk, ekki sérstak- lega rithöfunda fremur en aðra menn. Sumir menn eru samræðusnillingar, opinskáir, dómhvatir, eru víða heima, skjótir til svars, fyndnir og skemmtileg- ir. Aðrir eru sérlega góðir hlustendur, en segja fátt. Þeir.eru mjög hyggnir og skynsamir og festa sér vel í minni það bezta og frumlegasta, sem þeir heyra, og skrifa það gjarnan niður svo hægt sé að grípa til þess síðar og vinna þá gott verk úr efninu. En þá er hinn sifjói andans- maður löngu búinn að gleyma öllu saman. Einstaka rithöfundur hefur báða þessa höfuðkosti. En það er sorgleg stað- reynd, að oft verður minna úr mestu gosbrunnunum en efni standa til, nema í endurminningu áheyrenda. Góður blaða- maður sagði við mig nýlega, að rithöf- undar og þó sérstaklega ljóðskáld væru allra lökustu og erfiðustu viðmælendur sínir. Ég sýni honum fram á, að það gæti verið mjög eðlileg afleiðing hins knappa og hnitmiðaða forms ljóðsins. Höfundur þess er sifellt að strika út orð og hend- ingar, þjappa efninu saman, sverfa og fága. Þegar hann siðan sest fyrirframan blaðamann, sem hefur segulband í gangi eða pennan á lofti, þá leitar hinn vand- láti ljósasmiður í ofboði aö réttum orð- um, það stendur kannske i honum hvaö eftir annað og hann getur jafnvel farið aö stama, þótt slikt hafi aldrei borið viö áður. Hins vegar þekkti ég góð ljóðskáld, sem einnig voru fjúkandi mælsk í við- tali. Svo þessi kenning blaðamannsins sannar aðeins það, að enginn regla er án undantekningar. Alkunn er hraðmælska Einars Benediktssonar. En reynsla mín er sú, að fólk hafi meira gaman af að tala en hlusta. Því eru margir innilokaðir og einmana mitt i hringiðunni og í sárri þörf fyrir að blanda geði við aðra og tjá þeim hugsanir sínar. Og þá er mikils virði að hafa góðan og skilningsríkan áheyranda. Fyrir fáeinum árum las ég þá hugleiðingu (essay) eftir Sir Francis Bacon sem hann nefnir Of seeming wise. Ein tilvitnun kom þar fyrir mjög kunnugleg, þótt þekking mín næði ekki svo langt að ég hefði nokkurn tíma lesið hana áður, bein- linis. Höfundurinn ræðir ýmsar til- tektir manna sem vilja sýnast djúp- skyggnari en þeim er gefið að vera, láta til að mynda eins og þeir gjörla sjái hvernig í málum liggur þá eða þá, en þegi um álit sitt fyrir vits- muna sakir. Haldreipi margra þess háttar manna, segir höfundur, eru svipbrigði, fas og hyggindalegar bendingar; „þannig hefur Cíceró mælt um Písó, að hann svaraði fyrir sig með því að hleypa annarri auga- brún upp á enni, en hinni niður að höku: Respondes, altero ad frontem sublato, altero ad mentum depresso supercilio, crudelitatem tibi non placere." („Þú svarar mér til, að grimmd sé þér eigi að skapi, með því að hleypa annarri bún upp á enni, hinni niður að höku ") HANNES PÉTURSSON V Enýmsum hleypti kann Það skal játað að ég hrökk lítið eitt við þegar þessi orð bar fyrir augu mér, því þarna var lýst svip- drætti sem ég hélt að væri léður Agli Skallagrímssyni á Borg einum manna, að því leyti sem andlit hans er til vor komið i Egilssögu. Þegar Egill situr í sal Aðalsteins konungs á Englandi, harmi sleginn eftir lát Þór- ólfs bróðursíns, þá er hann teiknað- ur mjög gaumgæfilega og meðal annars svo: ....En er hann sat, sem fyrr var ritað, þá hleypti hann annarri brún- inni ofan á kinnina, en annarri upp i hárrætur. Egill var svarteygur og skolbrúnn. Ekki vildi hann drekka, þó að honum væri borið, en ýmsum hleypti hann brúnunum ofan eða upp." Þegar Egill hafði þegið gull- hring af konungi „fóru brýnn hans í lag". Þótt svipbrigði Pisós, eins og Cíceró farast orð um þau, séu söm og Egils Skallagrímssonar i sögu hans, þá hafa þau aðra merkingu, þvi Pisó er að sýnast fyrir mönnum, en svipbrigði Egils lýsa innibyrgðum skapþunga. Samt sem áður stang- ast lýsingin á við visu sem Egill kvað að þessu sinni, er hann hafði þegið fébætur úr konungshendi og tekið gleði sína aftur, þvi að þar segist hann hafa veríð brúnasíður af harmi, en nú fundið þann mann (þ.e. Aðalstein konung) sem lyfti upp brúnunum og sléttaði úr hrukk- um ennisins. Sá sem línur þessar skrifar grúsk- ar ekki í fornsögum né heldur latn- eskum fræðum og hefur þvi ekki borið sig að eltast neitt við þann einkennilega skyldleika sem er með lýsingu Cicerós og Egluhöfundar í nefndu dæmi, jafnvel má vera að brúnunum... kunnugt sé um hann, þótt ekki sjái þess stað i Egluútgáfu Hins islenzka fornritafélags. Eftirtalin fróðleiksat- riði, nærtæk i bókum, skýra hins vegar hvernig á orðum Cicerós stendur: Lúcíus Calpúrníus Pisó var höfð- ingi í Róm. Júlíus Caesar gekk að eiga dóttur hans, Calpúrníu, og lét kjósa Pisó ræðismann árið 58 f.Kr. Pisó hafði einnig skattlandsstjórn í Makedóniu árin 57—55. Hann gekk i félag við Gabínus, sem var ræðismaður ásamt honum, svo og þriðja mann um að bola Cíceró úr vegi. Svo var það i öldungaráðinu árið 55, að Ciceró felldi yfir honum harðan áfellisdóm vegna stjórnsýslu hans i Makedóniu. Pisó var þá kvaddur til Rómar og flutti vörn fyrir sig í öldungaráðinu. Ciceró and- mælti honum i þrumulestri sem nefnist In Pisonem, og þar er að finna þau orð sem Sir Francis Bacon vitnar til. Dr. Bjarni Einarsson hefur fjallað um það i doktorsritgerð, að Egill á Borg, í þeirri sögu sem við hann er kennd, muni smiðaður upp úr öðr- um forsagnapersónum, einkum Vagni Ákasyni i Jómsvikingasögu og Sveini Ásleifarsyni í Orkneyinga- sögu, nánast með aðferð gullgerðar- manna, alkemista, á miðöldum. Alkemistum tókst aldrei að búa til gull, en Snorra (?) heppnaðist að búa til, þarsem er Egill Skallagríms- son, gullvæga persónu. Hvorki Vagn Ákason né Sveinn Ásleifarson léku þann leik, svo sagnir hermi, að hleypa „brúnunum ofan eða upp" á vixl, og þess vegna hefði þetta get- að ratað inn í Egilssögu eftir annarri leið en úr fornbókum á íslenzku, þ.e. úr latneskri fyrirmynd. Sú leið var i vissum skilningi ekki lengri en hin, þvi rit latneskra höfunda voru skólalesning á miðöldum, þar á meðal ræður Cícerós. Tveir höfundar fá stundum mjög áþekka hugmynd, sjálfstætt hvor á sinum stað eða á sinum tima. En þar sem eignarréttur á hugmyndum var ekki hér fyrrmeir virtur til jafns við það sem nú gerist, eins og margvis- leg rittengsl i íslenzkum fornbók- menntum sýna deginum Ijósara, þá er engin goðgá að álykta, að hin kostulegu svipbrigði Egils skálds þegar hann situr i sal Aðalsteins Englakonungs — svipbrigði sem ásamt með öðru gera ásjónu Egils Skallagrímssonar ógleymanlega þeim sem lesa sögu hans — séu komin allar götur úr Róm, úr penna Cícerós.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.