Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 17
Þó samhljómurinn sé fagur, er hópur- inn sundurleitur. Þeir elztu eru um sjötugt og voru bún- ir að leika með útvarpshljómsveit- inni í mörg ár, þegar sinfóníuhljómsveitin var stofnuð árið 1950. Þeir yngstu eru tvítugir eða rúmlega það, — sumir tala ensku, aðrir þýzku, sumir eru af slavneskum uppruna. Hér var hljómsveitin að taka upp nokkur verk til flutnings í sjónvarpi. Fyrst er rennt í gegn og Páll lætur taka aftur það, sem hon- um þykir að betur mætti fara. Síðan kviknar rauða Ijósið — og þá gildir það. 1 öftustu röd: Básúnur og túba. Talió frá vinstri: Ole Kristian Hansen, norskur básúnuleikari, sem leikió hefur meó hljómsveitinni síöan 1974. Arni Elfar, sem leikió hefur á básúnu síðan 1963 og meóal þeirra, sem teikna í Lesbókina á undanförnum árum. Björn R. Einarsson, básúnuleikari f hljómsveitinni síðan 1957 og Bjarni Guðmundsson túbuleikari, sem verið hefur í hljómsveitinni síðan 1973. Indriði Bogason leikur á Iágfiðlu og á langan feril að baki. Hann hóf að leika með útvarpshljómsveitinni 1942 og sfðan með sinfónfunni eftir 1950. Hér er vfstekkertkynsióðabil til: Indriði Bogason og Sesselja Halldórs- dóttir leika á fiðlur. Sesselja hefur verið í hljómsveitinni sfðan 1975, en Indriði hóf að leika rúmum 30 árum áður. Talið frá vinstri: Jón Heimir Sigurbjörnsson á 1. flautu. Hann hefur leikið með hijómsveitinni sfðan 1968. Kristjan Stephensen leikur á 1. obo og hefur verið með sfðan 1965. Marian Whittow, bresk, leikur einnig á obo og var ráðin í haust. HHI || : Mikil alvara á ferðinni og allt á fullu. Páli P. Pálsson stjórnar upptöku á Schöne Galathea eftir Supé til flutnings í sjónvarpi. Páll er fastur stjórnandi hljómsveitarinnar og stjórnar æfingum, en erlendir stjórn- endur eru oft til kvaddir að stjórna á tónleikum. Páll hefur starfað með hljómsveitinni frá stofnun hennar 1950. Hluti fiðluleikaranna. Næst á myndinni fyrir miðju situr Helga Hauksdóttir, sem verið hefur í hljómsveitinni sfðan 1968, en lengst til vinstri er Arni Arinbjarnarson, sem verið hefur í hljómsveitinni síðan 1961, þá Rut Hermanns, Claudia Holtje, Pierre Anderson og Imogen Fletcher. A æfinguna vantaði Guðnýju Guðmundsdóttur konsertmeistara og Þorvald Steingrfmsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.