Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1977, Blaðsíða 13
Fjórar teikningar eftir
Rubens: Efst: Isabella Brandt,
fyrri kona hans. Til Suegri:
Venus grætur Adonis dáinn. Að
neðan: Portret af Sir Theodore
Turquet de Mayerne. Til
hægri: Ignudo snýr sér til
hægri. Rauðkrítarmynd eftir
teikningu Michelangelos.
Hlutskipti hins venjulega
manns er að lifa og deyja án
þess að margir taki eftir og
gleymast fullkomlega. Aðrir
hljóta frægð og frama og verða
á sinni tfð áhrifamenn, en
frægðin dofnar og áhrifin verða
að engu eftir þeirra dag. Að-
eins örfáum snillingum og eins-
konar risum f andans rfki er
áskapað að halda frægð sinni
og hafa jafnvel áhrif á skap-
andi listamenn öldum eftir að
þeir voru allir.
Það sfðasttalda á kannski
framar öllum öðrum við
flæmska málarann Peter Paul
Rubens, sem fæddist í þennan
heim fyrir sléttum 400 árum,
28. júnf 1577 og dó liðlega
sjötugur f Antwerpen. Hann
ber ekki aðeins langsamlega
hæst samlanda sinna úr listsög-
unni, heldur hefur hann þá sér-
TIL
HEIÐURS
T^T TT">Tm\ TC^i Peter Paul Rubens lifði glæsilegu lífi og
Lf 1 I íjUc [M \ bjó við mikinn meðbyr á öllum sviðum í
^ ^ J | ) I J 1 lifi sínu. Á 400 ára afmælinu hefur honum
einnig verið mikill sómi sýndur, enda
fullyrt, að liann sé áhrifamesti myndlistarmaður allra alda. í tilefni þess að senn
lýkur afmælisári Rubens, birtir Lesbók hér nokkrar teikningar og frumgerðir verka
hans, sem sýna minna kunna hlið á honum og það, hver afbragðs teiknari hann hefur
verið. Gísli Sigurðsson tók saman.
stöðu að mati ýmissa erlendra
listfræðinga, sem ritað hafa um
Rubens á þessu ári, að vera
áhrifamesti myndlistarmaður,
sem nokkru sinni hefur verið
uppi. Alkunnugt er að jafnvel f
fremstu röð verða menn mis-
jafnlega áhrifamiklir í samtfð-
inni, að ekki sé nú talað um
seinni tíma. Óhætt mun til
dæmis að slá því föstu, að áhrif
Vermeers voru ekki til jafns
við snilli hans og á þessari öld
hefur stórmeistarinn Salvador
Dali ekki haft eins vfðtæk áhrif
og Picasso til dæmis.
Picasso er án efa meðal
þeirra áhrifamestu á samtíð
sfna; áhrif hans stóðu f hálfa
öld, eða frá 1905 til sfðari
stríðsioka, þegar nýjar stefnur
tóku að ryðja sér til rúms og
frumkvæðið var ekki lengur
bundið við Parfs og franska
skólann. Eftir að abstrakt flata-
list varð ráðandi og sfðar, með
tilkomu abstrakt expressjón-
isma, popplistar og nýraunsæis,
hafa áhrif Picassos ekki verið
sýnileg lengur. Hlutverk hans
hefur aungvu að sfður verið
stórt.
En Rubens var ekki aðeins
áhrifamesti málari
barokskeiðsins um og eftir
1600, þegar hann var uppá sitt
bezta og stóð á hátindi mikillar
frægðar. Ahrif hans voru lif-
andi og sterk tvö hundruð ár
eftir dauða hans og raunar
lengur. Listfræðingar, sem rit-
að hafa um Rubens f ýmis blöð
á þessu ári, nefna Rubensáhrif
á landa hans Van Dyck og
Jakob Jordaens og meðai
franskra málara Watteau,
Fragonard, Delacroix og
Renoir, en Reynolds, Gains-
borough og Constable meðal
enskra. Það er jafnvel fullyrt,
að enn sæki menn lærdóm og
áhrif til Rubens. Á þessu ári
hefur legið þungur straumur
áhugamanna og myndlistar-
fólks að berja með eigin augum
snilldarverk Rubens í hinum
og þessum Evrópusöfnum, en
fyrst og fremst f heimaborg
hans Andwerpen.
Rubens kunni vel að meta
meðbyr og viðurkenningu og
hefði Ifklega orðið bæði glaður
og undrandi, ef hann hefði
mátt lfta allt tilstandið í heima-
borg hans á 400 ára afmælinu.
Það var ekki aðeins að fólk á
öllum aldri, einkum þó ungl-
ingarnir gengu á Rubens-
peysum og með Rubens-hatta,
heldur átu þeir Rubens-pylsur
og hengdu Rubens-plaköt á
veggina hjá sér. Frægð hans f
lifanda lífi hefur vart verið
öllu meiri; fjölmiðlarnir sáu
um það rncðal annars. Afmælið
var næstum eins ævintýralégt
og Iff Rubens, sem Bragi Ás-
geirsson rakti í ágætri grein í
Morgunblaðinu fyrr á árinu.
Verður þvf aðeins stiklað á þvf
stærsta hér.
Það er held ég cinsdæmi í
sögunni, að listamaður f al-
fremstu röð, sé um leið jafnvel
eins kunnur fyrir eitthvað ann-
að og óskylt. Atvikin höguðu
þvf svo til, að Rubens varð
sendimaður milli kónga og