Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Page 7
'■'* **$&&*%*&'* * ''%rí*ír Heyról :ha'nn lilálrasköll hiikil .inilli husaraó- anna, rann 'í Jiljó^jd ojf i'aiin maifn iiokkurn or sat fiötum hciijuni í cnui hlandpoiiiilu ’ . Sigurður Guðjónsson „BÖMMER” „Bömmer!" Hvílíkt orð mig yfir dynur. Ég þekki ekkert íslenzkt oró er nær öllum þeim óræðu og dularfullu merkingum er felast í kitlandi hryllingi þessa lífsveruleika sem læðist á eftir okkur og sveimar f kringum okkur einsog váfrétt frá því við rifum upp augun á morgnana og þar til við lokum þeim á kvöldin og hverfum inn í land draumanna og enn ferlegri bömmers. Mörgum nægir þetta þó ekki. Bömmerinn er rauði þráðurinn í lífi íslendinga. Og þeir vilja ekki aðeins vaka og sofa í honum. Þeir heimta líka að deyja í honum. Bókmenntir okkar eru fjölskrúðugar af krassandi bömmer- lýsingum, stranglega vottfestum og sign- eruðum af framliðnum bömmermeistur- um, er þreytast aldrei á að gera gys að okkar tíkalega bömmer hérna megin og útmála fyrir okkur þann hasabömmer er geisist á móti okkur hinum megin. Islendingar eru sannarlega bömmers- ins útvalda þjóð. Arum saraan var bömmerinn, þessi æsandi og tælandi leyndardómur, mitt hjartfólgnasta óskiljanlegasta og von- lausasta umhugsunarefni. Ég hef spurt marga vitra menn og fagrar konur hvað sé bömmer og hvers vegna fólk fari á bömmer. Og ég hef spurt enn fleiri heimska menn og ljótar konur. Enginn hefur getað svalað forvitni minni. Vitr- ingarnir og fallegu konurnar eru á ei- lífum bömmer vegna visku sinnar og fegurðar en flónin og ljótu konurnar sökum fávisku sinnar og ófrýnileika svo þau hafa ekki gefið sér tóm tii að ihuga máiið. Þó er þetta mál málanna. EINA MALIÐ. Ef ég rölti á kaffihús grúfir þar sót- svart bömmerský svo ekki þekkjast bömmerarnir á básunum. Heimsæki ég vini mína eru þeir í einum bömmer- rembihnút. Rekist ég á kunningja á förn- um vegi færir hann sig yfir á hina gang- stéttina til að fá að vera i friði með sinn einkabömmer. Liti ég í bók brosir bömm- erinn þar. Skoði ég myndlistarsýningu dansar bömmerinn þar. Hlusti ég á nýjustu músik ærist bömmerinn þar. Horfi ég á íþróttakappleik hleypur bömmerinn þar. Fylgist ég með skák- móti mátar bömmerinn mig þar. Alpist ég á pólitískan fund er bömmerinn sam- þykktur samhljóða þar. Fylgist ég með umræðum á alþingi, er bömmerinn skjal- festur þar. Reyni ég að slappa af á bíó fer bömmerinn hamförum þar. Hlusti ég á útvarp umlar bömmerinn þar. Glápi égá sjónvarp ísmeygist bömmerinn þar. Liti ég í dagblað formælir bömmerinn þar. Búi ég mig upp á til að faa í leikhús er bömmerinn alls ekki þar. Leiti ég þá réttar míns fyrir dómstólum lögbannast bömmerinn á mig þar. Verði ég svo vitlaus af öllu saman og læðist til lækna og sálspekinga er bömmeruð sál mín umsvifalaust afsönnuð þar. Hefji ég að lokum hugann til himna í kirkjum og musterum forherðist bömmerinn yfir mig þar út yfir rúm og tíma, lif og dauða. Bömmer hið efra. Bömmer hið neðra. Bömmer allt um kring. Þegar ég hafði fylgst með þessum bömmerska skollaleik langa lengl varð ég aldeilis hlessa og einsetti mér að svara í eitt skipti fyrir öll spurningu spurninganna. Hvað er bömmer? Og ég sá og skildi að bömmerinn er ekki einn heldur tvieinn. Þar vil ég aðgreina hinn góða bömmer og hinn vonda bömmer. Hinn góði bömmer er eins konar hitasótt i andanum sem er óhjákvæmileg til að ráða niðurlögum baktería og annarra skaðræðis kvikinda. Og hann hefur .þann eiginleika, alveg eins og hitasóttin, að hverfa jafnskjótt og allar eitur pöddur eru dauðar eða hafa gefist upp skilyrðislaust. Mann- kynssagan kann ýmislegt að greina frá frægum figúrum er fóru á hinn góða bömmer. Skal þar fyrstan frækinn telja sjálfan lausnarann er rauk á súper- bömmer upp á vatn og brauð úti i eyði- mörk í fjörutíu daga og fjörutiu nætur. Þá sneri hann hress og bömmerfrír til byggða og úthúðaði bömmerskrilnum i næstu sveitum svo hressilega að þeir tóku hann snariega úr umferð og æptu: „Hann bömmerar lýðinn!“ Upphófst þar með stórkostlegasta bömmerdrama vestan meginn Himalaya í seinni tíð. Meistarann grunaði að þessi yrði bömmerinn ekki sætur og var á öllum áttum og stundi við hátt: „Megi þessi beiski bömmer frá mér víkja“. En siðasta bæn hans fyrir þeim er haldnir eru hinum illa bömmer hefur flogið um lönd og álfur: „Faðir. Fyrirgef þeim, þvi að þeir vita eigi hvað þeir gjöra“. En það er einmitt illkynjaðasta symptóm hins illa bömmers að sá sem haldinn er af honum hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera, eða öllu heldur hvað hann eigi að gera. Sá sem ekki er á bömmer gerir það í dag sem bömmerist- inn „ætlar að gera eftir helgi". Annar stórmeistari fór á sjálfsmorðsbömmer um þrítugt af því að honum gekk illa að greina orðræður bömmeristanna í kringum sig. En þá tók hann að hugsa í tónum og aldarfjórðungi seinna skrifaði hann í síðasta tónverk sitt: „Verður það að vera? — Það verður að vera“. Og það varð. Þar með var sett fram afstæðis- kenningin í tónum. Halldór Laxness spókaði sig allsber á bömmer og „átti hvergi höfði sínu að halla" eftir að hann afklæddist kufli katólskunnar. En hann komst af bömmer þegar hann skrýddist skrúða sósíaiismans. Þetta eru aðeins örfá dæmi um eðli og vinnubrögð hins góða bömmers í mann- kynssögunni. En lengi væri hægt að halda áfram. Hinn vondi bömmer er hins vegar af allt öðru sauðahúsi. Hann á ekki upptök á himni og ekki á jörðu og heldur ekki í helviti. Hann er einsog tómið sem byrjar hvergi og endar hvergi. Hann er einsog tíminn sem liður ekki og stansar ekki. Hann er ekki ungur og ekki gamall. Hann er ekki heitur og ekki kaldur. Hann er ekki léttur og ekki þungur. Hann er ekki glaður og ekki hryggur. Hann er ekki bjartur og ekki dimmur. Hann er ekki mjúkur og ekki harður. Hann sækir ekki fram og hann hörfar ekki aftur Hann er ekki dagur og hann er ekki nótt. Hann er ekki vetur og hann er ekki sumar. Hann er ekki sýnilegur og hann er ekki ósýnilegur. Hann er ekki heyranlegur og hann er ekki óheyranleg- ur. Hann er ekki hér og hann er ekki þar. Sé hinn góði bömmer vegurinn, sann- leikurinn og lifið þá er hinn vondi bömmer refilstigurinn, lygin og dauðinn. Hann er sá ranghali er liggur frá engu til einskis, sú lygi er ekki þagnar, sú hel er ekki fæðist en aldrei deyr. Hvernig á það að þekkja hinn vonda bömmer? Og hvernig á að vísa honum út i ystu myrkur? Þar um var mér eitt sinn sögð þessi saga. Maður nokkur heilsu- hrausur, vel metinn og ríkur af efnaleg- um gæðum var á bömmer. Einn dag fékk hann sér nesti og nýja skó og yfirgaf ætt og óðul til að finna lausn undan oki bömmersins. Fyrst heimsótti hann vitring nokkurn er rómaður var fyrir að vita allt sem hægt er að vita. Maðurinn ávarpaði vitringinn: „Herra! Ég hef nóg að bíta og brenna en samt finn ég enga eirð í mínum beinum og er sem fló á skinni. Arum saman hef ég leitað haimingjunnar og svara við gátum lifsins. Vertu núsvo vænn að ráða mér heilt". Vitringurinn svaraði og sagði: „Vinur minn! Það sem sumum er hulið er öðrum augljóst. Og það sem sumum er augljóst er öðrum hulið. Ráð hef ég undir rifi hverju og skalt þú nú þeim hlýða þó kynleg kunni að virðast. Þú skalt leita uppi kátasta karl í heimi og er þú hefur hann fundið skalt þú biðja hann um að fá að klæðast skyrtunni hans. Mun þér þá borgið“. Og maðurinn hélt af stað til að finna káta karla. Spurði hann þá einn af öðrum. Og allur svöruðu þeir: „Já, víst er ég kátur en þó er einn kátari“. Þegar maðurinn hafði gengið lengi lengi úr einu landi í annað kom hann loks í borg þar sem almælt var að byggi kátasti k'arl i heimi. Heyrði hann hlátrasköll mikil milli húsaraðanna. Rann maðurinn á hljóðið og fann mann nokkur er sat flötum beinum í einu hlandportinu. „Ert þú kátasti karl í heimi einsog fólkið segir?“ spurði maðurinn. „Vissulega!" svarði sá káti. „Ég er á rjúkandi bömmer og veit hvorki hvað ég er né hver ég er. Vitrasti maður í heimi ráðlagði mér að hitta kátasta karl í heimi og fá léða skyrtuna hans til að ganga í. Fyrir guðs miskunn lát hana af hendi við mig og mun ég fyrir gjalda hvað sem þú óskar“: Kátasti karl í heimi leit á manninn og skellihló. Og hann hló og hann hló og hann hló. Þegar ofurlítið sljákkaðr í hon- um stundi veslings bömmermaðurinn í öngum sínum: „Ert þú svoddan níðingur að hlæa að þessari minni alvarlegu og auðmjúku bón“? „Má vera“, svaraði kátasti karl í heimi. „En ef þú hefðir látið svo lítið að hafa augun opin ættir þú að sjá að ég á enga skyrtu“. Og sér til stórrar furðu sá maðurinn að þar var kominn hinn sami vitringur og hann hafði fyrstan spurt ráða til að losna við bömmersins mátt og veldi. Á samri stundu fauk hans bömmer út í veður og vind og hefur maðurinn engar spurnir haft af honum síðan.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.