Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Qupperneq 11
Hulda Á. Stefánsdóttir
unnar í Asi. Sigurður Guðmunds-
son málari ferðaðist um æsku-
stöðvar sínar árið 1857. Dvaldi
hann þá um tíma i Asi. Hann og
húsbóndinn voru stystkinasynir.
Var Sigurður aufúsugestur í Asi
og talaði margt við Sigurlaugu
húsfreyju. Hreifst hún mjög af
hugsjónum hans og listfengi.
Sigurlaug var. mjög hög i höndun-
um. Var Asheimilið frægt fyrir
verkmenningu utan húss sem inn-
an.
Eftir að Sigurður kom aftur
suður sendi hann Sigurlaugu
marga uppdrætti til að baldýra og
skatta eftir. Hún var þá ekki sein
á sér og tók til óspilltra málanna
að sauma sér skautbúning. Sá
búningur mun enn vera til í eigu
afkomenda hennar.
Hjónin í Asi voru ákaflega sam-
Systurnar horfðu á
eftir bræðrum sínum
Konur að norðan riðu til Þing-
valla á þjóðhátíðina og sumar
tóku dæturnar með sér. Sú ferð
varð mörgum ógleymanleg. Þegar
heim kom var frá mörgu að segja,
m.a. var mikið rætt um kvenna-
skólann nýja í Reykjavík og undu
norðankonur illa sínum hlut.
I Skagafirði var brátt tekið til
óspilltra málanna að undirbúa
kvennaskólastofnun þar í hérað-
inu. Voru það einkum þrjú heim-
ili í Skagafirði sem létu sig málið
skipta. Var það heimilið i Ási í
Hegranesi, sýslumannssetrið að
Reynistað og Flugumýrarheimil-
ið.
Á Reynistað bjó þá Eggert
Briem sýslumaður og kona hans
Ingibjörg Eiríksdóttir, Sverris-
sonar sýslumanns. Var það mikið
menningarheimili. Þau hjón áttu
fjölda barna, sem um þessar
mundir voru á þroskaaldri eða
upp komin. Bræðurnir höfðu allir
gengið í skóla, sem kallað var en
þá var ekki um annan skóla að
ræða en Latínuskólann í Reykja-
vik. Systurnar horfðu á eftir
bræðrum sinum suður yfir fjöllin
með tárin í augunum. Hugur
þeirra var hinn sami og bræðr-
anna, þær þráðu meiri menntun,
en dyr skólans voru þeim lokaðar.
Systurnar á Reynistað stóðu þó
betur að vígi en flestar eða allar
stúlkur innan héraðs, því þegar
eldri bræðurnir kenndu þeim
yngri undir skóla og töku oft unga
sveina til náms heim að Reyni-
stað, þá nutu systurnar góðs af.
Kvennaskólinn á Laugalandi
en þá tíðkaðist. Voru þær Flugu-
mýrarmæðgur, Helga og dætur
hennar, Anna, Guðlaug og Kristin
traustir stuðningsmenn skólans.
Og svo var það Ásheimilið í
Hegranesi sem varð til þess að
reka smiðshöggið.
I Asi bjuggu þá sæmdarhjónin
Sigurlaug Gunnarsdóttir fædd og
uppalin að Skiðastöðum á Ytri-
Laxárdal í Skagafjarðarsýslu og
Ölafur dbrm. Sigurðsson bóndi og
alþingismaður. Hann var fæddur
í Asi og ólst þar upp hjá foreldr-
um sínum og bjó þar allan sinn
búskap.
Konur úr Rfpurhreppi
kallaðar satnan
Ólafur þótti mikill merkismað-
ur, hafði hann óvenjuglöggt auga
fyrir öllu er til framfara horfði.
Hann var að sögn fyrstur manna
hérlendis til að kaupa sér nýtísku
tæki til að létta búverkin og end-
urbætti sum þvi hann var hugvits-
maður og verkhygginn með af-
brigðum.
Sigurlaug húsfreyja í Asi var
sér hve mörg áhugamál húsfreyj-
an i Asi átti. Sem dæmi má nefna
að samþykktar voru tillögur um
að venja börn snemma við iðju-
semi úti og inni, að láta öll börn
læra að lesa skrifa og reikna, að
koma upp matjurtagörðum á öll-
um bæjum i sveitinni, að koma
vefstólum upp á þeim bæjum sem
þeir voru ekki fyrir og kenna
kvenfólki vefnað svo karlmenn
gætu farið til sjóróðra á vetrum.
Að viðhalda þjóðerni voru eftir
megni m.a. með tilliti til klæða-
sniðs og láta ekki börn heita
óþjóðlegum nöfnum. Að láta ekki
óþvegna ull i kaupstaðinn og
þannig mætti lengi telja.
Þá hvetur hún konur til að
koma með til næsta fundar eitt-
hvert það verk er hver hafði bezt
unnið milli funda svo aðrar konur
læri það, ef það álitist þess vert.
Einnig biður hún konur að koma
með reikninga yfir arð af ýmsum
matföngum eða innanbæjar-
vinnu.
Þótt einungis sé drepið á fátt,
sýna þessar tillögur hug húsfreyj-
hent í öllu og jafnan fús til að
leggja góðu máli lið. Kvenna-
skólamálið hafði tekið hug Sigur-
laugar og bæði voru þau hjón á
einu máli um það, að þjóðin
þarfnaðist menntunar jafnt karl-
ar sem konur. Þrjá syni sína
sendu þau til náms erlendis, Sig-
urð til járnsmiðanáms, Gunnar til
vefnaðarnáms og Björn til náms í
augnlækningum. Var hann fyrsti
augnlæknir á Islandi. Sýnir slikt
framtakshug þeirra hjóna.
Buðust til að lána
skólanum húsnæði
En nú var úr vöndu að ráða með
kvennaskólastofnunina. Óvíða
voru húsakýnni þannig i Skaga-
firði að hægt væri að nota til
skólahalds og ekki fé fyrir hendi
til að byggja skólahús. Margir
Skagfirðingar, fleiri en hér eru
taldir höfðu lagt þessu skólamáli
lið en þær fjárhæðir sem safnast
höfðu hrukku ekki fyrir nýrri
skólabyggingu. I Asi hafði verið
reist timburhús sumarið 1863.
á Norðurlandi
Fyrir 100 árum þótti það mikl-
um tíðindum sæta, að tveir
kvennaskólar tóku til starfa á
norðlenskum sveitaheimilum.
Fram að þeim tíma áttu undan-
tekningalítið ungar stúlkur á Is-
landi ekki kost á öðru námi en
lestri. Þar við sat. Að kenna þeim
skrift eða reikning var mesti
óþarfi, ,sem einungis leiddi til
vandræða og varð þeim og þeirra
nánustu meira eða minna til
minnkunar. Slíkur var hugsunar-
háttur almennt fyrir 100 árum og
þarf ekki að skyggnast svo langt
aftur í tímann.
Það var því í mikið ráðist að
stofna kvennaskóla, er veita átti
ungum stúlkum almenna mennt-
un þótt eigi væri gert ráð fyrir
langri skóiagöngu í bráð.
Á þessum árum var enginn
skóli á norðurlandi. Sem kunnugt
er lagðist Hólaskóli niður um
aldamótin 1800 og annar skóli
hafði ekki komið í hans stað. En I
Reykjavlk gerðust þau tíðindi
þjóðhátfðarárið 1874 að kvenna-
skóli var stofnaður í Reykjavík.
Fóru þau gleðitíðindi um landið
allt og komu róti á hug fólksins.
Einkum voru það þó konurnar
sem fögnuðu þeim tfðindum. En í
kvennaskólann í Reykjavík
komst ekki nema Iítill hluti
þeirra kvenna sem þráðu að
menntast.
talin stórvel gefin kona og for-
ystukona í sinni sveit. Hún var
óvenju félagslynd og þótti mikil-
hæf á mörgum sviðum. Henni var
ljóst hvar skórinn kreppti. Hún
varð fyrst til að kalla konur úr
Rípurhreppi á fund með sér á Ási
7. júlí 1869 til að ræða ýms áhuga-
mál kvenna er varðaði heimilið og
þó einkum uppeldi barna. Var
slíkt fátítt á þeim tima eða jafnvel
eindæmi. Tveim árum siðar 1871,
stofnaði hún kvenfélag i sinni
sveit. Ýmsar tillögur Sigurlaugar
voru bornar upp á þessum kven-
félagsfundum og bera þær með
Einkum er þess getið að Elín og
Kristína sýslumannsdætur hafi
unnið ötullega að stofnun litla
kvennaskólans í Skagafirði, sem
tók til starfa þrem árum síðar.
Þá er þess getið að Flugumýrar-
heimilið hafi komið mikið við
sögu þessa skólamáls. Á Flugu-
mýri var þá læknissetur. Ari
læknir og kanseliráð Arason bjó
þar. Kona hans var Helga Þor-
valdsdóttir prests Böðvarssonar i
Holti undir Eyjafjöllum. Voru
börn þeirra hjóna þá upp komin
og höfðu fengið meiri menntun
Hundrað ár frá
stofnun kvennaskóla
Þóttu fáar jarðir i sveitum nær-
léndis svo vel hýstar sem As. Til
þess að flýta fyrir skölastofnun-
inni buðust þau Ashjón til að ljá
skólanum húsnæði til að byrja
með og Sigurlaug húsfreyja
bauðst til að hafa skólastjórn á
hendi og styrkja skólann fyrstu
skrefin. Sér til aðstoðar fékk hún
Jónu Sigurðardóttur frá Möðru-
dal á Fjöllum. Siðar kenndi hún
við Laugalandsskólann. Hún gift-
ist svo Gunnari Einarssyni frá
Nesi í Höfðahverfi Asmundsson-
ar. Jóna þótti ágætur kennari og
var mjög vinsæl meðal náms-
meyja. Var boði þeirra Áshjóna
vel tekið og var skólinn settur um
veturnætur 1877. Skólanum var
skipt i þrjú tímabil. Stóð hvert í
níu vikur. Var stúlkunum heimilt
að vera þar öll tímabilin eða eitt,
fór það eftir efnum og ástæðum.
Þeirri tilhögun var svo haldið sið-
an.
Þetta þóttu góð tiðindi. Var
skólanum vel fagnað og fengu
færri en vildu skólavist. Kennslan
var bæði munnleg og verkleg.
Einna mest áhersla var lögð á
fatasaum, hússtjórn og innan-
bæjarstörf, þá var kenndur út-
saumur, hekl, prjón og knipl.
Munnlegar námsgreinar voru
skrift, réttritun, reikningur,
danska og landafræði.
Ás — Hjaltastaðir,
Flugumýri
Ekki var skólinn nema eitt ár i
Asi. Þá fluttist hann að Hjalta-
stöðum i Blönduhlíð. Hafði þá
Gisli hreppstjóri á Hjaltastöðum
Iátið byggja framhús á bæ sínum
með lofti yfir. Þótti það tilvalið
skólasetur, stofan höfð fyrir
kennslustofu og loftió notað sem
svefnhús námsmeyja. Þarna var
skólinn i tvo vetur og tók Elín
Briem frá Reynistað, þá 22 ára, að
sér kennslu og skólastjórn. Var
mikið látið- af, hvað kennslan og
skólastjórn fór _ henni vel úr
hendi.
Haustið 1880 flytur skólinn frá
Hjaltastöðum að Flugumýri.
Helga húsfreyja tekur að sér
skólastjórn og kenndi fatasaum,
en Kristin dóttir hennar var aðal-
kennarinn. A Flugumýri var
kennslutíminn 30 vikur hvert
timabil 10 vikur.
Sama haust flytur Elín Briem
vestur að Lækjamóti og tekur við
stjórn og kennslu kvennaskóla
Húnvetninga, sem stofjjaður
hafði verið að Undirfelli i Vatns-
dal haustið áður. Húnvetningar
undu þvi illa að vera eftirbátar
Skagfirðinga í þessum skólamál-
um og sjá á eftir húnvetnskum
heimasætum norður yfir fjöllin
til að leita sér menntunar. Og
sjálfsagt hefur þessi breyting, að
Elín fer norður gert gæfumuninn.
Ekki er vitað með vissu hve
margar stúlkur nutu kennslu
fyrsta vetur skólans að Flugu-
mýri. Stúlkur komu víðsvegar að
úr Skagafirði, nokkrar komu
norðan úr Eyjafirði og einnig úr
Húnavatnssýslu. Talið er að
næstu 4 vetur sem skólinn starf-
aði hafi 40 stúlkur notið þar
kennslu. Sr. Zophonías Halldórs-
son siðar prestur í Viðvík var þá
prestur í Goðdölum. Var hann
prófdómari við skólann öll árin og
gaf skýrslu um framfarir og
kunnáttu námsmeyja. Lét hann
ávallt vel yfir hvorutveggja og má
fullyrða að kvennaskóli Skagfirð-
inga hefur gegnt vel hlutverki
sínu og er þvi full ástæða til að
minnast þessa merkilega fram-
taks skagfirskra kvenna, þvi
vissulega voru þar konurnar i far-
arbroddi þótt sjálfsagt hafi þær
notið stuðnings manna sinna.
Talsvert fé fékkst til skólans
með frjálsum samskotum innan-
héraðs en ekki er vitað með vissu
hve há sú upphæð var. Fyrsta árið