Lesbók Morgunblaðsins - 22.01.1978, Page 14
BÆTT HEILSA - BETRA LÍF
Þœttir um heilbrigöismöl sjúkdóma, lœkningar
og fyrirbyggjandi aögeröir. Effir Michael Halberstam
Sú var tíðin, að verkir í mjó-
hryggnum voru taldir atvinnumein
verkamanna, bænda, sjómanna,
verksmiðjufólks og annarra erfiðis-
manna. En bakverkir eru ekki lengur
bundnir við þessar starfsstéttir. Nú
eru þeir líka komnir í kyrrsetumenn,
og orðnir svo algengir í þeirra hópi,
að tak í mjóhryggnum er stundum
kallað „skrifstofuverkur".
Ekki er ótrúlegt, að sumsstaðar
valdi bakverkir fleirum óþægindum
en nokkurt annað mannamein, að
kvefi undanskildu. Að minnsta kosti
er það svo í Bandaríkjunum. Sam-
kvæmt tölum frá bandarísku heil-
brigðisþjónustunni leita 9 (níu) millj-
ónir Bandaríkjamanna sér lækninga
á ári hverju við ýmiss konar bak-
verkjum. En auk þess er sjálfsagt,
Slœmska í baki
að fjölmargir aðrir þjást af bákverkj-
um að staðaldri en leita ekki læknis
einhverra hluta vegna.
Ég get reynt að lýsa hér í stuttu
máli dæmigerðum baksjúklingi og
lifnaðarháttum hans. Hann er ein-
hvers staðar milli þrítugs og fertugs
að aldri. Hann situr við skrifborð eða
er heima við mestallan daginn.
Hann vegur 10—15 kílóum meira
en æskilegt er. Reyndar stundaði
hann íþróttir á yngri árum, en er nú
nærri alveg hættur þvl. Hann hangir
framan við sjónvarpstækið í nokkra
tíma á hverju kvöldi. Og hann geng-
ur helzt aldrei nema spölkorn í einu;
fer yfirleitt allra sinna ferða í' bíl.
Talsvert mæðir á honum í starfi, svo
og heima fyrir, enda er hann ekki
sérlega ánægður með lífið og sýnir
ýmis merki streitu.
Nú geta bakverkir átt sér ýmsar
orsakir; þeir geta stafað af sjúkdóm-
um í lifur eða gallblöðru, af krabba-
meini, magasári o.fl. En langoftast
eru þeir þó að kenna of miklum
kyrrsetum. Og það er vandséð við
þeim. Það hefur t.d. komið í Ijós í
rannsóknum, að tvisvar sinnum
meira reynir á brjóskflögurnar í
hrygg manns, þegar hann situr en
þegar hann stendur — og það
jafnvel þótt hann sitji alltaf eins og
hollast er.talið. Því má svo bæta við,
að þrýstingurinn er tvisvar sinnum
meiri, þegar maður stendur en þeg-
ar hann liggur. Brjóskflögurnar eru
nokkurs konar höggdeyfar milli
beinaliðanna í hryggsúlunni. Ef þær
láta undan lendir þrýstingurinn allur
á beini og taugum í hryggnum og
þá fer mann að verkja í bakið. Sitji
maður löngum stundum að staðaldri
fara magavöðvárnir líka að slakna,
en hryggurinn viðkvæmur, og er þá
von til þesSi að menn fari að kenna
sársauka i bakinu.
Helzta og haldbezta læknisráðið
við verkjum i mjóhryggnum er lík-
amsæfing. Ekki þó hvaða líkamsæf-
ing, sem er; einungis þær, sem
styrkja magavöðvana — sund,
göngur á víðavangi og hjólreiðar til
dæmis að nefna. Skokk er gagns-
laust við bakverkjum. Það styrkir
hjartað, en ekki magavöðvana. Séu
magavöðvar manns sérlega slakir
ætti hann að leita ráða læknis um
heppilegar æfingar. Ennfremur ætti
maður ekki að hefja æfingar meðan
hann hefur þrautir; hyggilegra er að
bíða þar til þær eru liðnar úr bakinu.
En hér eru svo að lokum fáein ráð,
sem að gagni mega koma við bak-
verkjum: — lyftið ekki þungum
hlutum að nauðsynjalausu. Ef þið
megið samt til skulu þið halda þeim
þétt að ykkur, er þið lyftið. —
Reynið að lyfta þyngslum alltaf með
heppilegustum hætti: verið bein í
baki, en beygið ykkur um mjaðmirn-
ar og í hnjánum — ekki um mittið.
Með þessu móti reynir mest á vöðv-
ana á lærum og fótleggjum. —
Forðizt snöggar hreyfingar og snún-
ing. — Hvílið bakið með því að
krossleggja fótleggina ellegar setja
eitthvað undir fæturna svo, að hnén
beri hærra en mjaðmirnar. — Þegar
þið sitjið undir stýri skulu þið sitja
sem næst fótstigunum. — Reynið
að húka ekki á stólum, heldur sitja
alltaf bein í baki. — Sofið í hnipri á
hliðinni. Ef þið sofið á bakinu ættuð
þið að setja púða í hnésbæturnar.
— Sitjið ekki tímunum saman í
einu; reynið a.m.k. að standa upp
við og við. — Ef bakverkir halda
áfram eða fara versnandi kann það
að benda til þess, að eitthvað annað
og alvarlegra sé á ferðum og ættuð
þið þá að leita læknis.
- mein kyrrsetumanna jafnt sem erfiðismanna
Jakob Bjarnason Hauststemming
viö tjörnina Sölnar nú störin mín fríða, stutt er þitt æviskeið. Þú bylgjast sem báran stríða, bognar þinn veiki reyr. Allt lýtur því lögmálsafli í lífsins eilífa tafli, blikar, bliknarog deyr.
lífsviðhorf mitt
Ég á allt og ekki neitt, allt er mér að láni veitt. Bátur minn er báruskel, bústaðurinn himinhvel. -
- Þar pukrast...
Framhald af bls. 13.
ekkert eftirlætistónskáld, nema ef við
tökum dægurlög út af fyrir sig; þá
held ég mest upp uppá þá Burt
Bacharac og Sergio Mendes.
Í seinni tíð hefurfremurfarið í vöxt,
að textarnir skiptu einhverju máli;
væru jafnvel notaðir til þess að koma
einhverjum boðskap á framfæri. Text-
ar geta skipt miklu máli og jafnvel
upphafið lag í æðra veldi. Ekki má
heldur gleyma hlutverki útsetjarans.
Sé hann snjall, getur hann gert lista-
verk úr lítilfjörlegum lagbút.
En það er þetta með boðskapinn.
Ég er á móti pólitík í allri listsköpun
og finnst að hún eigi ekki heima á
þeim vettvangi. Ég vil fjalla um lifið
og tilveruna án þess að vera með
einhverskonar trúboð, eða með öðr-
um orðum: Ég vil fremur lýsa lífinu,
en segja fyrir um, hvernig það ætti að
vera. Lausn á lifsgátunni treysti 'ég
mér ekki til að koma fram með og það
verður bara að hafa það. Og ég ætla
mér ekki heldur að bjarga heiminum.
Auðveldast er að dæma, en það er
engin lausn og nær að reyna að
skilja. Enginn þráir það vonda; allar
stefnur hafa fagurt mannlíf að mark-
miði. Kristnamurthi sagði, að hver og
einn yrði að hafa fyrir því sjálfur að
finna sannleikann. Maður verður að
klífa tindinn, — ekki kemur tindurinn
niðurtil manns".
„Ég er ein og óstudd og verð
umfram allt að treysta á mig sjálfa. í
þeirri aðstöðu þætti kannski ein-
hverjum eðlilegast að ég skipaði mér
undir merki rauðsokka, en því fer
fjærri. Skoðun mín á þeim er sú, að
þær séu kynferðislega óánægðar og
virðast ekki hafa gert sér grein fyrir
því, að karl og kona eru ekki sköpuð
eins. Þær þora ekki að vera konur og
ástunda eðlilega, kvenlega fram-
komu, heldur verða þær að koma
fram í hálfgildings karlgerfi. Þessar
karlkonur vilja helzt ganga í Ijótum
fötum, illa klipptar og hárið á að fara
sem verst. Auk þess hreyfa þær sig
eins og karlar og reykja pípu. Þennan
boðskap vil ég ekki sjá og mannhatr-
ið, sem þær kunngera stundum á
trúboðssamkomum sínum, frábið ég
mér.
Innst inni vill konan hafa manninn
sterkan og geta hallað sér að honum;
það er lögmál úr náttúrunnar ríki,
sem ekki er hægt að ganga i berhögg
við. Ég er nú þánnig stemmd, að ég
gæti ekki hugsað mér að setja mann-
inn minn í að þvo upp og ryksuga og
annað þessháttar. Einhversstaðar
segir, að þótt náttúran sé lamin með
lurk/ leiti hún út um síðir. Ég vil
halda í þessa hefðbundnu verkaskipt-
ingu vegna þess að hún á rætur í
eldgamalli hefð og lögmáli. Konan á
að gefa sig á vald þeim, sem hún
elskar; hún missir ekkert við það og
getur öðlast jafnrétti fyrir þvi. Ég væri
til með að mæta þessum karlkelling-
um og ræða við þær; mæta þeim
skartklædd og hakka þær í mig glitr-
andi.