Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Síða 2
Veturinn í fyrra varð sá kaldasti á öldinni í Bandaríkjunum
og orsakir þess eru raktar til tveggja samverkandi þátta,
sem áhrif höfðu á yfirborðshita í Kyrrahafinu. Hversvegna
það gerðist, er hinsvegar ráðgáta. Markús A. Einarsson
veðurfræðingur svarar einnig þeirri spurningu, hvort slíkar
breytingar fyrir vestan hafi bein áhrif á veður hér á landi.
Gísli Sigurðsson tók saman.
VENJULEGUB JANÚAR
Á annarri myndinni sjást venjulegir loftstraumar i janúar og hinsvegar það
mikla frávik, sem varð síðastliðinn vetur. Venjulega stefnir loftstraumurinn
af Kyrrahafinu þvert austur yfir Bandarikin og Atlantshafið. Frávikið ■ fyrra
varð með þeim hætti. að feykilega viðáttumikil lægð settist að á norðurhluta
Kyrrahafsins. Jafnframt stóð hæðarhryggur norður með Kyrrahafsströnd
Bandarikjanna og beindi loftstraumnum af hafinu langar leiðir til norðurs.
Eins og sést á veðurkortinu, sneri hann aftur til suðurs i Alaska og tók þá
með sér þann kulda og snjókomu, sem Bandarikjamenn fengu að kenna á.
allt suður i Suðurriki.
Ótrúleg sjón og sjaldgæf: Grýlukerti á appelsinutrjám suður á Florida
veturinn 1977. Aldrei hafði það átt sér stað áður i manna minnum.
Geysistórt lægðasvæði byrjar að
myndast yfir nyrzta hluta Kyrra-
hafsins haustið 1976 og i janúar-
mánuði náði það orðið yfir allt
Norður-Kyrrahafið.
JANÚAR 1977
Óflugt háþrýstisvæði á Norður-
pólnum hafði þau áhrif. að lægðir.
norðan við meginland Ameriku
létu undan eins og örin sýnir og
tóku sér stöðu miklu sunnar en
venjulega. eða yfir Kanada.
Óvenju heitur sjór undan strönd-
um Kaliforniu er talinn hafa átt
sinn þátt i að hæðarhryggur hélst
langt framá vetur. Rakur Kyrra-
hafsvindurinn barst allar götur
norður til Alaska. en vesturhluti
Bandaríkjanna fékk ekki deigan
dropa.
Perústraumurinn
flytur kaldan
sjó norður i
miðbik Kyrrahafsins
Oökkblái liturinn táknar kaldan
sjó. sem kannski orsakaðist af
skýjafari og köldum vindum og
byrjaði að koma i Ijós sumarið
1976. Það kann að hafa styrkt
lægðina miklu fyrir norðan.
Veturinn 1976 — 77
Hversvegna
bráveðrið
útaf venju í
Vesturheimi?
©