Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 4
Bílar af örgerð 1978 II. Fiesta er smábíllinn frá risa- veldinu Ford Motor Company. Þessi smábíil er samkvæmt hinni vinsælu formúlu: Fram- hjóladrif, og þrjár hurðir, þar af ein á afturenda. Flutnings- rými verður mikið ef á þarf að halda, sparneytni situr í fyrir- rúmi og aksturseiginleikar "verða góðir, ekki sízt í snjó og hálku. Þessi bíll er m.a. settur til höfuðs Honda Civic frá Jap- an, sem sclst eins og heitar lummur í Ameríku. Verðið er hliðstætt og á Hondunni, eða 1890 þúsund. Þetta er ágætur „frúarbíll" með gæðastimpil amerísku Ford verksmiðjanna. Völ er um þrjár vélarstærðir; sú skarpasta er 53 hestöfl. Við- bragðið í 100 km hraða er 16,1 og hámarkshraði 145. Lengdin er 3,56m og breiddin l,57m. Mælaborðið í Fiesta Ghia, sem er einskonar lúxusútgáfa. I siöasta blaði kynnti Lesbök bílana frö General Motors. Nú segir af Ford, einkum þeim amerísku, en tveir tekn- ir meö, sem Ford framleiðir i Evröpu. Umboö fyrir Ford hefur Sveinn Egilsson h/f og greiðslukjör eru þau, að umboöiö lönar meö jöfnum afborgunum í 8 mönuöi sem svarar 20% af heildarveröi. Cortinan hefur í aðalatriðum gengið gegnum þrjú þróunarstig. Fyrst var hún veigalítill smá- bíll, sem þó hefur seiglast og reynst furðu vel. Síðan kom boglfnuskeiðið; stærri og mciri bfll, en rými fórnað fyrir iínurnar. Nýjasta Cortinan er ennþá meiri bfll, nánast þýzkur í útliti með beinum línum og háum rúðum. (Jdýrasta gerðin er á 2.600 þúsund, sem verður að telja þokka- lega góð bílakaup. Cortinan hefur verið að færa sig uppá skaftið og má telja, að hún sc f milli- flokknum miðjum. Dýrasta gerðin er þó íburð- armikill bíll. Lengdin er 4.34 og breiddin 136 cm. Völ er um fjórar vélarstærðir, minnst 57 hestöfl og þá er viðbragðið í hundraðið 19,8 sek, en stærst er 108 hestafla, 6 strokka vél og er þá viðbragðið 11,1 sek og hámarkshraði 173 km á klst. Samkvæmt upplýsingum verksmiðjunnar eyðir minnsta vélin 9,3 á hundraðið, en sex strokka vélin 10,1 lítra sem er næstum ótrúlega lítið miðað við þá vinnslu, sem upp er gefin. Ford Escort er næst minnsta gerðin, sem völ er á frá Ford. Hann hefur þróast með árunum og er mjög þokkalegur bíli af smærri sortinni, — margir mun dýrari bílar gætu til dæmis verið fullsæmdir af sætunum, mælaborði og yfirhöfuð útlitinu að innan. Að utan er Escort nokkuð fátæklegri, sem eðlilegt er, því hér er um ódýran bfl að ræða, — verðið er 2.150 þúsund. Þar mun átt við ódýrustu gerðina. Að auki fæst Escort GL, íburðarmeiri útgáfa og Escort Ghia með vinyl-þaki, sjálfskiptingu og allskyns aukahlutum. Sá fer í hundraðið á 13,2 og hámarkshraði er 162. Þá er að telja afturbyggðan Escort og Escort Sport, þar sem bætt er við fáeinum aukahlutum til skrauts og viðbragðið aukið í 13 sek sléttar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.