Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 12
Orkunotkun í heimahúsum •; ÞRIÐJA GREIN stýringu o.s.frv. Stærð húsanna, yfir- borðsflatarmál þeirra og hitastig inni i þeim, hafa einnig mikið að segja. Talið er, að lækkun á hitanum um hverja eina gráðu einhversstaðar á bilinu frá 20°C niður í 12°C, lækki orkunotkun ársins um 5—6%. Kem- ur vel til greina að spara upphitunar- kostnað með því að lækka hitann á nóttunni, eða til dæmis i svefnher- bergjum Má einnig benda á, að liklega er algengt að óhæfilega mikill hiti sé í hibýlum fólks, en það veldur meðal annars þurrara andrúmslofti. Hitun húsa hér á iandi I skýrslu Iðnaðarráðherra um nýt- ingu innlendra orkugjafa i stað oliu, frá 14. marz 1974, er talið að um áramót 1972/73 hafi um 46% þjóðarinnar notið jarðvarma til húshit- unar, um 7% rafmagnshitunar og 47% hafi hitað hús sín með oliu. Nú munu rúmlega 60% þjóðarinnar njóta hitaveitu, og liklega nálægt 10% rafmagnshitunar og 30% oliu- hitunar. Er hér um að ræða mikla breytingu á skömmum tíma og er talið, að á næstu árum muni hlutur hitaveitna enn vaxa, upp í 74%. Ekki er- Ijóst að hve miklu leyti þau 26% þjóðarinnar, sem ekki er fyrir- sjáanlegt að fái hitaveitu á næstunni, muni nota rafhitun eða olíuhitun. Kostnaður við flutnings- og dreifikerfi raforku, sem nauðsynleg eru ef auka á rafhitun verulega, er mjög mikill. Má því búast við, að þar sem leggja þyrfti lengstar linur verði enn um nokkurt skeið notuð olia til upphitun- ar. Olíuhitun Oliuhitun er algengasta húshitun- araðferðin í strjálbýli, en hún er einnig mikið notuð á þéttbýlisstöðum viða um land. Helztu ókostir hennar eru 1) mikill stofnkostnaður húseig- enda 2) óþrif og nokkur mengunar- hætta 3) eldhætta 4) mikill kostnaður við eldsneyti sem þarf að kaupa erlendis frá 5) nokkur viðhaldskostn- aður. Kostur er hins vegar að raforku- notkun brennara og dælu er fremur litil, og ekki þarf að leggja öflugri heimtaugar að húsunum vegna þeirra. í skýrslu Rannsóknarnefndar hitunarmála um samanburð á hag- kvæmni orkugjafa til húshitunar, er út kom i júní 1975, er gert ráð fyrir 65% meðalnýtni olíu i kötlum Talið er að nýtni i olíukynditækjum sé mjög misjafnlega góð, og stafi það einkum af rhisgóðu viðhaldi. í febrúar 1975, gerðu nemendur i 3. stigi A við Vélskóla Islands, mælingar á elds- neytisnotkun kynditækja á Akra- nesi. Kom i Ijós að tækin voru viða vanstillt, og illa um þau hirt. Um- ráðamenn virtust hafa litla þekkingu á tækjunum og höfðu sumir katlarnir til dæmis ekki verið sóthreinsaðir i allt að 10 ár. Einnig var ýmsum öryggis- þáttum viða ábótavant. Við aðgerðir Vélskólanemanna óx meðalnýtni um 10% og töldu þeir, að hún hefði getað batnað um allt að 12—13%, ef betri timi hefði gefist til aðgerð- anna. TIL UPPH Hvernig er unnt að spara Einangrun húsa hefur mjög mikil áhrif á upphitunarkostnað. Hafa orðið miklar framfarir í þeim efnum á siðari árum. Má nefna sem dæmi, að nú mun nær eingöngu notað tvöfalt gler í glugga, og jafnvel þrefalt Dregur það mjög verulega úr varmatapi, einkum i húsum með stórum glugg- um. Almennt er nú notuð betri einangrun en áður fyrr. Þarf þó að gæta þess, að ekki er nóg að nota þykka og góða einangrun, ef illa er frá henni gengið. Þar sem rifur myndast eða illa einangraðir fletir og kuldabrýr, t d. þar sem steypt gólf- plata nær út í útvegg, getur orðið um verulegt varmatap að ræða. Óþéttir gluggar og hurðir, loftventlar og fleira, geta einnig valdið verulegu tapi á varma úr húsum. Algengt mun vera, að i húsum með steinsteyptum loftum, og háalofti þar yfir, séu efstu loftin illa eða alls ekki einangruð. Þá þarf að gæta að því hvernig hitastigi inni í húsum er stjórnað. Stundum er sagt, að sumir stjórni hitastigi í ibúðum sinum með þvi, að opna eða loka gluggum. Mun það einkum eiga við á hitaveitusvæðum, þar sem varminn hefur verið ódýrast- ur. Þótt þetta sé einföld og þægileg aðferð, þá leiðir hún til sóunar á orku og fjármunum. Sjálfvirk stýritæki er hægt að nota við öll þau hitakerfi, sem almennt eru notuð i húsum hér á landi. Með slíkum tækjum fæst að jafnaði mun betri nýting á varmanum og jafnari hiti í húsunum. Stofnkostn- aður við uppsetningu þeirra er því oftast fljótur að borga sig. Orkumagnið sem þarf til upphitun- ar húsa fer ekki eingöngu eftir veður- fari, einangrun húsanna, góðri hita- Orkunotkun til upphitunar húsa er mjög mikil hér á landi Vegna norð- lægrar legu landsins, og umhleyp- ingasamrar veðráttu, þarf að hita vistarverur manna næstum alla daga ársins. Varmamagnið sem nota þarf til að halda hæfilegum hita innan- húss, er þó að sjálfsögðu mjög breyti- legt frá degi til dags, eftir veðri, t.d. hitastigi, vindstyrk og sólfari Til að framleiða hita þarf mikla orku. Má nefna sem dæmi að venju- legur hraðsuðuketíll, 1 600 Wött not- ar jafn mikið rafmagn og 40 Ijósa- perur af stærðinni 40 Wött hver, í jafn langan tíma. Kostnaður vegna húshitunar Samkvæmt athugun sem gerð var árin 1 975 og 1 976 á um 50 Viðlaga- sjóðshúsum á Suðurlandi, var meðal- heimilisnotkun rafmagns um 3.662 kilówattstundir á ári. Húsin voru 124 fm að stærð og 350 rúmm. Rúmlega helmingur þeirra var hitaður með rafmagni, og reyndist orkan sem fór til upphitunar húsanna, vera 22.497 kílówattstundir að meðaltali á ári. Fór því ríflega sex sinnum meiri orka til að hita upp húsin, en til Ijósa, eldunar, baksturs, þvotta, sjónvarps og allra annarra raftækja í húsunum. Rétt er að benda á, að orka til upphitunar, t.d. olía, vatn frá hita- veitum og raforka, er ódýrari á hverja orkueiningu en raforka til almennrar heimilisnotkunar. Stafar það að nokkru af því, að framleiðslu- og dreifingarkostnaður raforku er hærri, en oliu og vatns frá hitaveitum. Þá er raforka til hitunar að hluta seld sem afgangsorka á þeim tímum sem ekki er fullt álag á raforkukerfunum Að hluta er einnig forgangsorka seld til hitunar á lágu verði og koma þar pólitískar ákvarðanir bl sögunnar. Eftir Örlyg Þórðarson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.