Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Blaðsíða 9
segir ritstjórinn, Jökull Pétursson, i grein um Einar Jónsson: „Enda þótt Einar stundaði atvinnu sína, húsamálunina, af elju og áhuga, leitaði hugurinn stöðugt til hins list- ræna. Hann notaði sem sagt hvert tækifæri, sem gafst, til þess að teikna og mála myndir. Hefur Ingibjörg kona hans sagt mér, að á vorin og sumrin hafi hann að loknum kvöld- verði verið þotinn eitthvað út, ýmist upp að Skólavörðunni gömlu eða niður að sjó, til þess að teikna eða mála. Oft kom það fyrir á laugardags- kvöldum að Einar tók málaragrindina og litakassann á bak sér, snaraðist á bak reiðhjóli sinu og hjólaði til Þing- valla og síðan heim aftur næsta kvöld. Árið 1 920 var Eina að mála austur við Geysi, vegna fyrirhugaðrar kon- ungskomu næsta ár. Rannsakaði hann þá mikið leirinn þar í kring og hafði heim með sér nær því 20 mismunandi litategundir. Leir þenn- an malaði hann síðan með mjög frumstæðum tækjum, hrærði hann út í olíu og gerði sýnishorn af öllum litunum á plötu, sem enn mun vera til í fórum Ingibjargar konu hans. Það sem fyrir Einari.vakti með þessu, var að reyna hvort ekki mætti nota is- lenzkan leir til málningargerðar. Hann málaði einnig nokkrar vatnslita- myndir úr íslenzkum leir, sem hann fann bæði við Geysi og eins í Norður- landi". Einar Jónsson málari andaðist 5. nóv. 1922, 59 ára að aldri. Kona hans, Ingibjörg Gunnarsdóttir, lifði til ársins 1 962. Hún varð 89 ára. Hagmælska Eins og fram kom í Sögu Eldeyjar- Hjalta, var Einar „mjög hneigður fyris skáldskap og dável hagmæltur". Hinu síðasttalda til sannindamerkis skal brugðið á það ráð að birta nokkur dæmi um visnagerð hans. Fyrsta vísan snertir starf Einars sem leikhúsmanns. Við málun leiktjalds Til að binda endi á allt, sem myndartrega, Fjalla-Eyvindur fjöllin á flýði skyndilega. Næst er siglingavísa, sem fjallar um nafnkenndan formann, Ólaf Gunnlaugsson: Hrannir trylltust hvals um braut, hvítan faldinn skóku. Fram úr öllum öðrum þraut Ólafur á Jóku. Önnur siglingavísa er liklega austan úr Vík. Til þess bendir þriðja hendingin, sem getur átt við Reynis- dranga. U ndir söng í rá og röng, Rumdu göngin löngu. Ut hjá dröngum fengu föng og færðu svöngu Möngu. Einar var hvellfljótur að kasta fram stöku af ákveðnu tilefni eða umtali í daglega lífinu. Urðu þá til margar græskulausar kímnivísur, sumar kannski helzt til lausar við blygðunar- semi. Hér er ein af þvi tagi, en þó ekki svæsin. Hún mun hafa verið gerð á trésmíðaverkstæði Eyvindar Árnasonar, en þar var þá smiður, setn Jón Setberg hét. Hann gekk í augu á kvenþjóðinni og var sjálfur nokkuð upp á kvennhöndina að þvi er sagt var. Menn göntuðust yfir þessu þarna á verkstæðinu. Einar kvað i einni svipan: Mörg hefur bæjarbrúðurin bóndanum valdið tjóni og fengið efni í soninn sinn i Setbergi hjá Jóni. Einar hafði mikið dálæti á Síðunni, ei“« þar dvaldi hann um skeið við skreytingu Prestbakkakirkju o.fl. Hann lýsir staðháttum þar í nokkrum visum. Á Kirkjubæjarklaustri Á Kirkjubæjarklaustri eru klettarog mosató, áin í ótal bugðum ofan rennur i sjó. Einar Jónsson frá Fossi var bróðir Eldeyjar-Hjalta og gerðist í tómstundum einn af braut- ryðjendum íslenzkrar myndlistar. Hefur það vart verið metið sem skyldi. Hann var leiktjalda- málari nyðra og syðra og hann gerði merkilegar tilraunir með að búa til liti úr íslenzkum leir. Einar hefur verið róman- tízkur málari. Viðfangsefni hans var landið og hafið í bláma fjarlægðarinnar. Austur með öllum sjónum er eintóm vatnagljá, álar, sýki og sandar; — svo kemur Skeiðará. Sjá nœstu I síðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.