Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 6
— Eg verð að flýta mér og vera
búin að taka fram ryksuguna áður en
hann kemur heim.
— Æ, alveg straks, mig langar svo
til að hvíla dálítið lengur við brjóst
þín. En það er alltaf hann. Hvers-
vegna losarðu þig ekki við hann?
— Þú veizt að það er ekki hægt.
Framtið barnanna, heimilið og svo
höfum við nú verið gift í fimmtán ár.
Það er svo erfitt að slíta böndin.
— Þetta hef ég heyrt hundrað
sinnum áður, en það er annað sem
undir býr, — peningar, öryggi og
velsæld. Þú villt engu fórna og ég
efast stundum um, að þú elskir mig.
En á engin veraldargæði nema karl-
mannsþrótt og þokkalegt útlit.
— Því læturðu svona? Þú veizt að
ég elska þig og vil öllu fórna til að
geta verið hjá þér. Það er bara fram-
tið . . .
— barnanna, heimilið og svo höf-
um við nú verið gift í fimmtán ár,
hermdi hann eftir henni.
Didi sneri sér undan og klæddi sig
án þess að svara. Þetta endaði svo oft
þannig. Hermann lá í rúminu og
horfði á hana klæða sig. Hún var ekki
ung lengur þótt hún héldi sig vel
miðað við aldur. Það voru engar
hrukkur eða kvap á likama hennar,
aðeins örlítill slappleiki. Hann teygði
sig í sigarettur og fékk sér að reykja.
— Vilt þú? spurði hann út í loftið.
— Nei, þakka þér fyrir, ég ætla að
'flýta mér, svaraði hún.
— Hvað ætlarðu að segja þegar
ég er orðin frægur listmálari? spurði
hann.
— Þá óska ég þér til hamingju
°g
— Sérð eftir öllu saman Tiu ára
Eflaust yrði hann fljótt leiðurá henni
og hvað tæki þá við? Karl mundi
halda heimili fyrir börnin, þau þurftu
ekki svo mikla umönnun nú orðið.
Hann léti þau hafa peninga fyrir föt-
um og skotsilfur til að skemmta sér
fyrir og yfirleitt það sem þau færu
fram á. Þau voru vel efnuð en auðvit-
að fengi hún ekki neitt ef hún hlypist
á brott.
Hún var hrifin upp úr þessum hug-
leiðingum er strætisvagninn stöðvað-
ist við biðstöðina. Það var fátt fólk i
honum á þessum tima dags þvi að
vinnu var óvíða lokið, það voru ein-
ungis konur og krakkar að koma úr
innkaupaleiðangri.
Hún tók til óspiltra málanna er hún
kom heim við tiltekt og þrifnað. Nú
ætlaði hún að vera reglulega blið við
Karl og jafnvel stinga upp á að þau
færu eitthvað út saman, horfðu á
kvikmynd eða brygðu sér inn á veit-
ingastað. Hún hafði ekki sýnt Karli
mikla ástúð undanfarið, eða siðan
hún kynntist Hermanni.
Karl stóð þungbúinn við hornið og
gaf útidyrunum á nr. 4 nánar gætur.
Hann frafði staðið þarna lengi og
’iiMl!'"' ÍQ'-}?
aldursmunur hefur ekkert að segja
þegar ástin er annars vegar. Ég þoli
ekki að deila þér lengur með öðrum.
Hann þagnaði og virti fyrir sér skell-
óttann pappann á loftinu. Dídi var að
setja á sig hattinn og hann nennti
ekki að reykja meira.
— Ætlarðu ekki að kveðja mig?
spurði hún.
Hann teygði fram armana og hún
lét fallast niðurá rúmstokkinn. Hann
kyssti hana einsog utan við og
hugsanir hans voru óra fjarri. Hún
fann það og fylltist örvæntingu.
Kannski var hún að missa hann, hann
hafði verið svo önugur undanfarið
nema bara þegar þau voru í rúminu.
Þá var hann ástheitur og ofsafenginn.
Hún vissi ekki hvað hún átti að segja
og hún gat ekki farið án þess að segja
eitthvað.
— Hermann, það er eitthvað að á
milli okkar, það er ekki einsog það
var.
— Þú með þitt öryggi, en ég öf-
unda þig ekkert, þú villt engu
fórna . . .
— Ekki segja þetta einusinni enn,
bað hún og tár runnu niður keinnarn-
ar. Ég þarf að hugsa mig betur um,
ég vil allt til vinna aðeins ef ég fæ að
vera hjá þér.
Hann rétti henni munnþurrku, sem
lá á náttborðinu, og hún þerraði sig i
framan.
— Þetta er nýtt hljóð i þér. Ég
vildi gjarna fá frekari útskýringu á
því. Ertu þá i alvöru farin að hugsa
um að skilja við Karl? spurði hann.
RONG
HENDI
— Ég er svo utan við mig i dag,
ég veit ekkert hvað ég segi eða geri,
kannski reyni ég að tala við WARL I
KVÖLD. Eigum við að hittast eftir
hádegið á föstudaginn og gera út um
málin?
— Þú ræður því, svaraði hann
ólundarlega.
Hún lokaði á eftir sér hurðinni.
Dídi flýtti sér fyrir hornið að næstu
biðstöð til að fara með strætisvagnin-
um heim, það var minna áberandi en
að taka leigubil. — Skyldi Karl vera
farið að gruna eitthvað, hann hafði
horft svo undarlega á hana upp á
siðkastið. Nei, það gat ekki hugsazt,
hún hafði alltaf farið svo varlega og
verið komin heim á undan honum.
Hún hélt húsinu hreinu og var nær-
gætin við börnin. Þau voru orðin
stálpuð og henni eftirlát. Hún talaði
ekki mikið við þau nú orðið þvi að
íima sínum eyddu þau mest í skólan-
um eða með félögum sínum utan
heimilisins. Hvað voru þau annars
alltaf að gera langt fram á kvöld? Hún
hafði ekki leitt hugann mikið að því,
þvi að hennar eigin vandamál voru að
vaxa henni yfir höfuð. Hermann var
fallegur og ástheitar, en þekkti hún
hann nokkuð að öðru leyti? Var það
ekki glapræði af konu á hennar aldri
að leggja ást á sér miklu yngri mann?
Smásaga eftir Halldór Stefánsson
bylgjur efasemda þutu um höfuð
hans. Var þetta kannski tóm imyndun
— hugarórar, sem hann hafði inn-
byrlað sér? Hvað hafði Jói frændi
hans átt við með dylgjum um ein-
hvern auðnuleysingja og samband
konu hans við hann? Hann fékk ekk-
ert frekar út úr Jóa, enda vissi hann
ekki neitt og var sennilega að fleipra.
Jói var ekki svo áreiðanlegur. En
samt gat hann ekki að sér gert að
veita henni eftirför dag einn og það
kom heim. Hún fór inn í númer
fjögur. Hún var í flaksandi rauðri
kápu með slegið hár og hljóp við fót.
Það var einsog allar hreyfingar henn-
ar brostu og tilhlökkun og óþreyja
geisluðu af andlitinu.
Hann beið lengi alveg eins og núna
og einsog hann hafði gert svo oft
áður. Kippirfóru um munn hans og
herðar líkt og hann væri að gráti
kominn. Hann ók löturhægt til skrif-
stofu sinnar og skeytti því engu þótt
flautað væri á hann. Hann var djúpt
sokkinn niður í hugsanir sinar og
heyrði það ekki. Um að gera að láta á
engu bera. Hann varð að halda i hana
hvað sem það kostaði, þvi að hann
elskaði hana og heimilið þeirra og
börnin þeirra og allt sem þau höfðu
átt saman. Framtíð hans byggðist á
traustu hjónabandi, sem enginn blett-
ur mátti falla á. Hann treysti sér ekki
til að leggja hugann að þvi hvað yrði
ef allt færi út um þúfur. Stolt hans var
Framhald á bls 14.