Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Qupperneq 7
Baldur
Pölmason
Mikil-
hœfur
Mýrdœl
ingur
EINAR JÖNSSON
FRÁFOSSI
list-mðlara-meistari
í fyrsta kafla Sögu Eldeyjar-Hjalta
greinir frá uppruna söguhetjunnar,
Hjalta Jónssonar skipstjóra og kon-
súls frá Fossi í Mýrdal og nánu
skylduliði.
Þar stendur m.a.:
„Þau Jón Einarsson og Guðný
Jónsdóttir áttu átta börn, en aðeins
fjögur komust til vits og ára‘rVoru það
allt synir. Elztur var Jónatan, sem
mjög lengi var vitavörður í Vest-
mannaeyjum. Hann var ágætur smið-
ur og smíðaði sveinsstykki, sem ekki
var mjög algengt í þá daga. Hann
fékkst mikið við smáskammtalækn-
ingar og þótti allgóður læknir.
Næstur Jónatan að aldri var Jón.
Hann var þrek- og fjörmaður með
afbrigðum. Hann flutti snemma að
austan, var oft í kaupavinnu nyrðra á
sumrin, við vefnað í Reykjavík fram-
an af vetrum og reri suður með sjó á
vertíðinni . . .
Þá var Einar, þriðji bróðirinn,
sem varð kunnur víða um land fyrir
málverk sín. Hann var við teikni-
nám í Kaupmannahöfn einn vetur
(Innskot: Sjá leiðr. siðar). Hann var
ágætur smiður og smiðaði sveins-
stykki eins og Jónatan, bróðir
hans. Hann var mjög hneigður fyrir
skáldskap og dável hagmæltur.
Mun vart hafa getið listelskari
mann og um leið glaðlyndari en
Einar. Hann ólst ekki upp í föður-
húsum. heldur hjá Hjalta föður-
bróður sinum að Suðurgötum. Ein-
ar bjó um hrið á Sauðárkróki, siðan
á Akureyri — og loks i Reykjavik,
og þar dó hann.
Fjórði bróðirinn var svo Hjalti, sem
frá verður sagt í þessari sögu".
Trésmiður, málari,
listmálari
Um þann merka mann Hjalta fjallar
Guðmundur G. Hagalín rithöfundur í
tveimur þykkum bindum. Aftur á
móti verður lltillega fjallað um Einar
Einar Jónsson frá Fossi
ásamt konu sinni, Ingi-
björgu Gunnarsdóttur frá
Rofum í Mýrdal og Ragn-
hildi dóttur þeirra hjóna.
bróður hans í þessu greinarkorni, en
hann var líka hinn mætasti maður.
Einar Jónsson fæddist 19. apríl
1 863 á Fossi I Mýrdal. *
Hugur hans beindist snemma að
teikun og meðhöridlun lita, en þá var
I fá hús að venda I leit að tilsögn á því
sviði. Nokkra útrás fyrir litameðferð
og litskreytingar fékk hann eftir að
hann hafði lokið sveinsprófi I trésmíði
og gat farið að mála hús, húsgögn og
slika smíðisgripi nokkuð eftir eigin
höfði, en þá var slikt einnig í verka-
hring smiðsins. Var það áður en
málaraiðnin náði fótfestu hérlendis.
Þó fór svo eftir nokkur starfsár sem
smiður, að Einar hugðist sérhæfa sig í
málaravinnu og nema listræna málun
hibýla og húsgagna, s.s. eftirlíkingu
viðar og marmara. Einnig vildi hann
bæta handbragð sitt sem teiknari.
Réðst Einar þá til Danmerkurferðar
um þrítugsaldur og dvaldi í Kaup-
mannahöfn tvo eða jafnvel þrjá vetur
og sumarið (sumrin) milli þeirra,
sigldi utan 1893 eða 1894 og gekk
m.a. í skóla tækgifélagsins danska,
(Tekniske Selskabsskole), þann hinn
sama sem alnafni hans, myndhöggv-
arinn frá Galtafelli, gekk í um tíma
áður en hann fór i Listaháskólann.
Ekki mun nú vitað með vissu,
hvenær Einar frá Fossi sneri heim.
hvort það var vorið eða sumarið
1895 eða 1896, en siðarnefnda árið
tók hann sér bólstað norður á Sauðár-
króki, þar sem hann vann sem tré-
smiður og málari. Meðal verkefna
hans var málun og skreyting all-
margra kirkna norður þar. Fyrsta
kirkjan, sem hann gerði þannig til
góða, er talin hafa verið i Bólstaðar-
hlíð undirVatnsskarði.
En nú tók Einar einnig að stunda
listmálun, a.m.k. þegar hlé gáfust frá
brauðstriti. Og þessi árátta magnaðist
næstu árin. Er talið að Einar hafi
málað margt mynda úr Skagafirði og
Húnaþingi, svo og frá Akureyri og
nágrenni eftir að hann fluttist þangað
aldamótaárið.
Þá var Einar kvæntur fyrir þremur
árum, Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá
Rofum í Mýrdal. Hún var svo mikil
hannyrðakona að orð fór af. Bjuggu
þau á Akureyri til 1907. Árið áður
höfðu þau orðið fyrir gífurlegu
skakkafalli, er þau misstu megnið af
eigum sínum í brunanum mikla á
Oddeyri. Þ.á.m. brunnu flest málverk
og vatnslitamyndir Einars frá Sauðár-
króks- og Akureyrardvölinni, þ.e.a.s.
obbinn af listsköpun hans til þess
tíma.
Þó ætla megi að þá hafi honum
sviðið sáran, lét hann ekki hugfallast,
en hélt ótrauður áfram að stunda sitt
tviþætta málarastarf eftir að til
Reykjavíkur kom, þ.e. handiðn og
list, og segir nánara frá því nokkru
síðar í þessari grein.
Leiktjaldamálari
Á Norðurlandsárunum var Einar
Jónsson aðalleiktjaldamálari Skag-
firðinga og Eyfirðinga. í Sögu Sauð-
árkróks eftir Kristmund Bjarnason er
frá þvi skýrt, að Einar hafi farið með
hlutverk í sjónleiknum „Frænku Char-
leys" eftir Brandon Thomas veturinn
Sjá nœstu I
síðu ,/jl
©