Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 8
EINAR JÖNSSON FRÁFOSSI Til hægri: Kötlugosid 1918. Hér fjallar Mýrdælingurinn um efni sem honum er hugstætt. Myndin er máluð með vatnslitum og hangir uppi í Norrænu eldfjallastöðinni í Háskóla Islands. Að neðan: Konungshúsið við Geysi og bærinn í Haukadal nokkru innar. I baksýn er Bláfell, sem listamaðurinn hefur le.vft sér að breyta nokkuð í lögun og enn fjær sjást tindar Kerlingafjalla. 1898 og muni hann einnig hafa málað leiktjöldin. Á öðrum stað í bókinni er þess getið, að Einar hafi málað fortjaldið fyrir leiksviðinu, og mun það hafa verið notað um margra ára skeið Orðrétt segir: „Tjaldið var mikið málverk af eyjunum á Skaga- firði, gert af málaranum Einari Jóns- syni. Hafði fólk gaman af að horfa á tjaldið, meðan beðið var eftir að sýn- ingar hæfust. Það var fest á tvö trékefli, annað að ofan og vafðist það upp á það, hitt að neðan og dró það tjaldið niður. Voru miklir skruðningar, þegar tjaldið féll, því að oftast var kaðlinum sleppt lausum, svo að það félli sem skjótast". Og sem vænta mátti mundi Haraldur Björnsson leikari frá Veðra- móti í Gönguskörðum mæta vel eftir þessu leikhúslistaverki Einars. í ævi- sögu hans, sem Njörður P. Njarðvík færði i letur, stendur: „Fyrstu leiksýn- inguna sá ég í Góðtemplarahúsinu á Sauðárkrók, þegar ég var átta ára gamall (1899). Við krakkarnir á Veðramóti fengum alltaf að fara á „leikina" svokölluðu, sem sýndir voru almenningí í sýslufundarvikunni er síðar hlaut nafnið sæluvika. Það var gamli Skugga-Sveinn sem sýndur var og ég held að ég hafi aldrei orðið fyrir jafnsterkum áhrifum á leiksýningu. Þarna var leikið svo á ímyndunarafl barnsins að ég gleymdi gersamlega stund og stað. Fortjaldið hafði málað Einar Jónsson málari og sýndi útsýn- ið út Skagafjörð og til hafs. Sólin var að hniga til viðar. Mér fannst þetta dásamlega fallegt enda var hrifnæm- ið þá ekki kæft af hinni köldu, næst- um ósjálfráðu gagnrýni hugans, sem hefur spillt hæfileikum nútímamanns- ins til að njóta listar. Nú á allt að vera kalt, ópersónulegt og „skynsamlegt" og sérhver hlýjuvottur tilfinninganna er afgreiddur sem tilfinningasemi eða væmni. — Við sátum þarna á fremsta bekk börnin og horfðum hug- fangin á þetta stórkostlega fortjald. Svo var tjaldinu rúllað upp eins og vera ber því það á aldrei nokkurntíma að draga tjald til hliðar í leikhúsi eins og gert er í Þjóðleikhúsinu. Það er hrein smekkleysa. Það á að lyftast hægt og tignarlega upp af sviðinu og algerlega hljóðlaust. Það gerði það nú raunar ekki þarna. En upp fór það samt og leikurinn hófst." Svipað og sama verður uppi á teningnum eftir að Einar flyzt búferl- um til Akureyrar. Og því til sönnunar er viðtal, sem Elin Pálmadóttir blaða- maður átti við Ósvald Knudsen kvik- myndara og birtist í Morgunbl. 19. okt. 1 974. Þar segir: „Eg er ekki frá því, að þessi áhugi á ferðalögum upp um fjöll hafi vaknað þegar Skugga- Sveinn var leikinn á Akureyri, senni- lega 1906—07, svarar Ósvaldur spurningunni um það, hver hafi orðið kveikjan að þessu. — Þá lék pabbi Grasa-Guddu og ég fékk að fara í leikhúsið. Komið var að grasaferðinni i leikritinu og tjaldið var dregið upp. Annað eins hafði ég aldrei séð. Sól skein í heiði, víðsýni óendanlegt og hvítir jöklar lokuðu sjóndeildarhringn- um. Eg hafði aldrei séð aðra eins fegurð, og ég er ekki frá því, að þetta hafi verið kveikjan að þessari ástríðu minni í ferðalög. Ég man eiginlega ekki eftir öðru úr þessari leiksýningu á Skugga-Sveini. Það segi ég kannski ekki alveg satt, þvi hún Ásta í Dal þótti mér yndisleg. Ég hef oft séð Skugga-Svein síðan, en enginn hefur getað farið í fötin hans Einars Jóns- sonar málara, sem gerði grasasenuna á Akureyri. Ætli annar eins málarí hafi nokkru sinni verið til eða önnur eins leikkona og hún Rúna í Gilinu, sem lék Ástu í Dal. En ef til vill væri viðhorf mitt þó breytt núna". Þetta hefur að líkindum verið síð- asta vetur Einars nyrðra, og hefur hann þá ekki gert endasleppt framlag sitt til norðlenzkrar leiklistar. Þarna er. svo að sjá, að hann hafi átt sinn þátt í að kveikja áhuga hjá tveimur snilling- um, hvorum á sinu sviði, Haraldi Björnssyni og Ósvaldi Knudsen. Syðra varð Einar svo lengi atkvæða- mesti leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur. Áður en skilið er við Norðurlands- dvöl Einars má gjarnan nefna atriði, sem koma fram hjá Kristmundi Bjarnasyni i Sögu Sauðárkróks: „Ein- ar Jónsson var góður hagyrðingur og mjög hraðkvæður, iþrótta- og fjalla- maður mikill, og glæddi hann áhuga Sauðkrækinga á íþróttum". Reykjavíkurárin Þegar til Reykjavikur kom, keypti Einar Jónsson fremur nýlegt timbur- hús með risi, ekki stórt að flatarmáli. Það stendur enn á sinum stað við Skólavörðustíg og er nr. 27. Á meðan Einar var lífs og lengur þó, gekk það undir nafninu „Hús málarans", og raunar væri það réttnefni enn i dag, þvi að þarna býr sonur hans, Hjalti málarameistari, f. 1904 á Akureyri. Hann kvæntist Sigríði Sveinbjörns- dóttur, en þau hjónin slitu samvistum 1943. Einar og I ngibjörg kona hans eignuðust alls fimm börn. Tvö þeirra dóu kornung, en hin komust til full- orðinsára. Elzt barnanna var Ragn- hildur, f. 1893, áður en foreldrar hennar gengu i hjónaband. Hún gift- ist Bjarna Jónssyni verkstjóra í vél- smiðjunni Hamri. Ragnhildur andað- ist 1973. Yngri sonur Einars málara var Gunnar vélfræðingur, f. 1907. Hann var kvæntur Þóru Borg leik- konu en lézt af slysförum eftir skamma sambúð þeirra hjóna árið 1942. í Reykjavík stundaði Einar húsa- málun sem áður, þ.á.m. listrænar skreytingar innanhúss. Einnig fékkst hann ætið talsvert við að mála myndir og hélt tvisvar sinnum minniháttar sýningar á þeim. En sjaldan er ein báran stök. Aftur varð hann fyrir þeirri hremmingu að missa mörg mál- verk sín í bruna. Þegar Hótel Reykja- vik brann árið 1915, voru þar geymdar allmargar myndir hans, vart faérri en 20 stór málverk, sem fengin höfðu verið að láni til að skreyta sali ogvar á hótelinu brunanóttina. Einarfrá Fossi rannsakaði islenzkan leir með litagerð i huga, liklega hvað fyrstur íslenzkra manna, og leitaði hann lengi fyrir sér i þeim efnum. Málaði hann allmargar mynda sinna úr þessum islenzku leirlitum, og eru sumar þeirra til enn i dag Virðast litirnir hafa staðizt vel tímans tönn. Seinna munu aðrir málarar hafa farið eittfivað inn á þessa braut, en hvort þeir hafa komizt að forskriftum Einars skal ósagt látið. Kannski getur ein- hver gefið upplýsingar um það. A.m.k. er þetta merkilegt atriði, sem vert er að kanna og gera sem itarleg- ustu skil. í grein i Málaranum (timariti Mál- arameistarafélags Reykjavikur) 1957

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.