Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 11
Guðmundur H. Eyjólfsson FARAND- SKÁLD / I LUKKU - LEIT Ólíkt ýmsum öðrum förumönnum var Símon Dalaskáld víða aufúsugestur og þótti hann skemmtileg tilbreyting í fásinninu Hér segir frá dálitlu ævintýri í lífi Símonar. Skáldið hreppti hnoss — en var allt í einu rokinn eins og ekkert hefði gerzt. Líklega hafa fáir verið þekktari og vinsælli i sveitum landsins en Simon Dalaskáld. Hann bar með sér glað- værð og yl, blessaður karlinn. Hann kom til okkar að Gamla Bjalla. Eg man vel þegar faðir minn kom með hann utan af engjum, en þar hafði hann legið sofandi í laut og vaknað við hundgá; annars hefði hann legið þar hver veit hvað lengi. Gisti hann siðan hjá okkur. Simon var meðal- maður á hæð, þrekinn með vanga- skegg og hafði vörtu á nefi, sem nokkur hár voru á og kallaði hann þetta skáldatopp. Hann var ekki fyrr kominn inn i baðstofu en hann byrj- aði að yrkja. Hann kom með fyrri hluta visnanna, en móðir min botnaði þær stanslaust. Símon taldi til ættar við móður mína, sem var sennilegt. Jón Steingrimsson og kona hans Þór- unn Hannesdóttir voru Skagfirðingar eins og Símon. Móðir min, Helga Sigurðardóttir, var af ætt Eldprests- ins. Sexmenningur Símonar silkiklæða rósin sagði hann. Simon orti visur um allt heimilisfólkið á Bjallanum, eitthvað man ég af þeim. Símon var i miklum metum hjá kvæðamönnum, en rímur voru þá kveðnar á kvöldvökum. Bestur kvæðamaður var Ólafur Sigurðsson í Húsagarði. Mér fannst hann kveða yndistega vel, en sumir kölluðu það spangól. Jónas Hallgrimsson réðst óþarflega harkalega á rímnaskáldin og rímurnar, en þær auðguðu islenskt mál. Eru þær margar fagrar, bæði karl- og kvenkenningarnar í rímun- um. Símon orti mikið, og á ég eftir hann rimur í fleiri en einni bók, og Smámuni, sem hann nefndi svo. Allt er þetta liðlega kveðið og ekki skeikar ríminu og ekki eru klúryrðin. Það var nú litið gert úr þessu — of lítið að mérfannst. Séra Matthias skrifaði um kveðskap Simonar og gerði lítið úr, en sagði að þó fyndust þar gullkorn saman við. Háðfuglinn Bólu-Hjálmar gerði sér mat úr þessu og í kviðlingi einum segir hann: Guðspjallasnakkur í Gufuvík syðra qullkornin tinir úr Simonar drit. Það var um haust fimm árum siðar, þegar hinn góði gestur Simon hafði gist hjá okkur, að maður kemur labb- andi með skreppu á baki. Það sást strax að gesturinn var langt að kom- inn. Maðurinn „færðist nær og nær. Við krakkarnir biðum í ofvæni. „Símon Dalaskáld," segir móðir okk- ar, „ó hvað það var gaman. Hann var nú finn maður i forláta lafafrakka, sem svo var kallað. Mig minnir að hann hafi sagt, að ekkjufrú Thorberg hafi gefið sér þessa góðu flik. Það hefur alltaf verið gott fólk í Reykjavik og gefið fátækum. Fátæka hafið þið alltaf hjá yður, en mig hafið þið ekki ætíð, sagði meistarinn frá Nazaret. í þá tíð tók fólk þakksamlega við þvi sem þvi var gefið og það kunni að meta þann hlýhug, sem fylgir hverri gjöf. Fyrsta maí á þriðja tug aldarinn- ar var ég hér i Reykjavík í vinnu. Það var útisamkoma þar sem nú er Al- þýðuhúsið, að ég held, og ræðumað- ur klifraði upp á grjóthrúgu og talaði þaðan til fólksins. Ekkert man ég úr ræðu hans annað en þetta: Þið eigið að henda gefna grautnum og gefnu lörfunum aftur i broddborgarana, og hann talaði af svo miklum ofsa, að fölsku tennurnar fuku út úr honum og varð þá almennur hlátur. En nú var skáldið i lukkuleit. Hon- um hafði vitrast það, að konuefnið væri að finna á Þjórsárbökkum og nú var hann búinn að fara að vestan með Þjórsá frá fjöru til fjalls. Hann var nótt hjá foreldrum mínum á Nýjabajlla, en svo kölluðum við bæinn eftir að hann var fluttur undan sandágangi út í Kálfhaga. Simon fór bæ frá bæ. Hann kom að Flagveltu og þaðan sagðist hann ætla að Hvammi, hafði frétt að þar væri falleg stúlka, dóttir Eyjólfs. Þá kvað Jón Jörundarson bóndi í Flagveltu: Upp að Hvammi leggur leið Ijóðasmiður Símon frægur, lukka fylgir málma meið. meyja þar er hópur nægur. Ein þar langt af öðrum ber, unaðsrík með dyggða gnóttir, mærin sú mun þóknast þér, það er Landshöfðingjadóttir. Sagt var, að Landshöfðinginn hefði látið sér fátt um finnast er hann heyrði þennan kveðskap. Nú fór að styttast í æfintýrið. Hann rakti alla bæi og frá Fellsmúla fer hann sem leið liggur að Stóruvöllum. Stóruvallalækur rennur nokkra faðma frá bænum. Skáldið fer úr sokkum og skóm og veður lækinn og gengur berfættur heim að bænum. Hann þurfti ekki að hafa fyrir því að kveðja dyra, því i dyrunum stendur stúlka sem tekur gestinum innilega, leiðir hann að rúmi sinu og krýpur sem Magðalena forðum og fer að þurrka og strjúka fætur þessa Meistara, færir hann í sokka og skó og dekrar við hann á allan hátt. Þessi stúlka hét Margrét Helgadóttir. Hún hafði vist aldrei verið við karlmann kennd, svo henni var það nýnæmi að fá mann i rúmið, og það þrjár nætur í röð. Guðbrandur á Stóruvöllum kom að Bjallanum og hann og pabbi vóru úti að tala saman, en ég var að sníglast í kringum þá, þótti skritið hvað þeir hlógu mikið og heyrði að Guðbrandur sagði: Það blánkaði á rassinn á hon- um þegar hann fór upp i til hennar og baðstofan lék á reiðiskjálfi. Þeir voru að taka í nefið af handarbökum sin- um en tóbakið fór allt niður hjá þeim, því þeir hristust svo af hlátri. En daginn eftir kemur skáldið og er nú brugðið. Hann segir sínar farir ekki sléttar: Iðunn hans hefur reiðst honum, hann getur ekkert ort, hann tefur lítið, þiggur engar góðgerðir, biður móður mina að fylgja sér út, talar við hana nokkra stund, kveður og hraðar sér úr hlaði. Oft verða æfintýrin endaslepp, en þrátt fyrir það gefið þeim góðar minningar um þessar þrjár nætur i sama rúminu i baðstofunni á Stóruvöllum. — Við horfðum lengi á eftir skáldinu, það sá ég aldrei framar. En góðar minningar á ég um þennan góða mann, Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur segir Davíð Stefánsson. Simon var siðasta farandskáldið á íslandi. Það fennir fljótt i flestra spor en seint í Simonar. Hann var þekkt skáld, én enginn var hann gæfumað- ur. Bakkus djöfull sá um það. A unga aldri stundaði hann sjóróðra hér syðra og drakk allt út: Er ég lenti í syðra svakk seggjum meður knáum út þá mötu alla drakk ég á vikum fáurh. Símon var enginn kvennamaður, það var bara í nösunum á honum; alltaf að tala um kvenfólk, og ábyggi- lega var hann aldrei hjónadjöfull.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.