Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Side 13
Hér er hitað upp með rafmagni og notaöur til þess þilofn. Ókostir þilofna eru þeir, að þeir kólna mjög fljótt eftir að slökkt er, en vatnsofnar halda aftur á móti hitanum mun lengur og halda áfram að hita upp eftir að slökkt er. Hitaveitur Hitaveitur á landinu eru nú 19 talsins, og er talið mjög líklegt, að 7 geti bætzt við áður en mjög langt liður. I strjálli byggð eru hitaveitur oftast óhagkvæmar, einkum vegna mikils kostnaðar við lagnir dreifikerfa. Einnig er varmatap verulegt í löngum leiðslum, einkum ef vatnsnotkunin er litil. Mikið átak hefur verið gert á síðustu árum í jarðhitaleit, og hefur verulegur árangur náðst. Á siðustu tímum hafa einnig komið fram hug- myndir um að nýta varma, til dæmis frá loðnuverksmiðjum. Einnig hefur verið rætt um að byggja kyndistöðvar fyrir hitaveitur, sem gætu notað af- gangsraforku þegar hún væri fyrir hendi, en svartolíu á öðrum tímum. Svartolían er ódýrari en gasolia, og í slíkum stórum kyndistöðvum næst einnig betri nýtni, en i litlum kötlum. Kostir jarðvarmaveitna eru augljósir, þar sem ekki þarf að kaupa eldsneyti til þeirra fyrir dýrmætan gjaldeyri, þótt efni til dreifikerfa og dælustöðva þurfi að sjálfsögðu að kaupa frá út- löndum. Reynslan hefur einnig sýnt, að orkukostnaður frá hitaveitum, a.m.k. þeim eldri, er lægri en til dæmis oliuupphitun. Rafhitun Rafhitun er nokkuð útbreidd hér á landi, enda er hún oftast ódýr í stofnkostnaði fyrir húseigandann. Hún nýtir innlenda orku, þarf litið viðhald, er mengunarlaus og hefur ýmsa fleiri kosti. Gallarnir eru einkum þeir, að á þeim svæðum sem rafhitun er mikil, þarf öflug og dýr dreifikerfi fyrir raforkuna. Einnig er orkunotkun til upphitunar að jafnaði mest, þegar álag á raforkukerfi er i hámarki, vegna annarrar notkunar. Þá hefur orkuskortur i vissum landshlutum leitt til þess, að raforka hefur verið framleidd í all miklum mæli með disilvélum, sem er afar óhagkvæmt. Lægsti stofnkostnaður við rafhitun á heimilum fæst með því að nota þilofna. Slikri hitun fylgja þeir ann- markar að húsin kólna fljótt ef slökkt er á ofnunum, og má þvi ekki rjúfa straum af þeim nema stutta stund í einu, á mestu álagstímum rafveitunn- ar. Önnur aðferð við rafhitun er sú, að nota vatnsdreifikerfi í húsin, og ofna eins og um hitaveitu eða oliukynd- ingu væri að ræða. Er vatnið þá hitað i litlum vatnstönkum með rafmagns- elementum. Þessi kerfi kólna ekki eins fljótt og þilofnar, og þola því betur straumrof i nokkurn tíma. Þau eru á hinn bóginn töluvert dýrari í stofnkostnaði en þilofnahitun. Þá má nefna svokallaða næturhit- un. Er hún þannig að hafðir eru stórir vatnstankar í húsinu, og vatnið hitað í þeim á næturnar með rafmagni Straumurinn er siðan rofinn á daginn, en vatnið í tönkunum á að duga til upphitunar og neyzlu, þar til straumi er hleypt á að nýju. Ókostir þessara kerfa eru mikill stofnkostnaður, og auk þess taka tankarnir töluvert hús- rými. Kostur er hinsvegar, að með þvi að hita vatnið aðeins á næturnar fæst raforkan á mun lægra verði, því þá er litið álag á dreifikerfi rafveitna. Nokkuð hefur verið um að tankar þessir hafi sprungið með miklu afli, þótt sem betur fer hafi ekki hlotizt slys af. Óhöpp sem þessi munu næsta fágæt í nágrannalöndum okk- ar, og ættu ekki að þurfa að koma fyrir ef tryggilega er gengið frá öryggisbúnaði og eftirlit haft með honum. Munu nýjar reglur um gerð vatnshitatanka og tilheyrandi öryggisbúnaðar nú vera tilbúnar og er birtingar þeirra að vænta á næstunni. Loks er hægt að hita hús með varmadælum. Þær hafa rutt sér mikið til rúms i Evrópu á síðustu árum, til hitunar húsa og sundlauga. Varma- dæla er kælivél, sem dælir varma frá einum stað til annars. Þekkja þær flestir, því þær eru notaðar til að dæla varma úr kæliskápum og frystikist- um. Með þeim má einnig nýta varma, til dæmis frá jarðhitasvæðum, þar sem hitinn er of lágur til að unnt sé að nota hann öðrum kosti. Með því að nota varmadælur þarf aðeins brot af því rafmagni, sem þurfa myndi fyrir beina rafhitun. Helsti galli þeirra er hár stofnkostnaður. Verður ef til vill fjallað um varmadælur sér- staklega, siðar í þessum þáttum. Aðrir orkugjafar Allmikil varmaorka kemur inn um glugga vegna sólargeislunar. NokkurL sólvarmi kemur einnig inn um loft og veggi húsa. Fer mjög eftir stærð glugga, fjölda sólskinsstunda og fleiri aðstæðum, hve mikil orka nýtist á þennan hátt. Hiti frá lýsingu er mikill, og breytast um 90% af orku þeirri er venjuleg Ijósapera notar í varma, en aðeins 10% i Ijósorku. Þar sem lýsing er mikil, þarf því minna að kynda ofn- ana. Við matseld, suðu, bakstur o.fl. kemur mikill varmi, sem skilar sér að mestu til upphitunar herbergisins. Nokkuð tapast að visu með loft- ræstingu, en það fer eftir afköstum eldhúsvifta o.fl. Loks má geta þess, að maðurinn gefur einnig frá sér talsverðan varma, og kannast flestir við hvað mikið hitnarr i herbergi, er margt fólk hefur dvalið þar nokkra stund. Heimildir: Orkustofnun og Samband ís- lenzkra rafveitna. 1500 W 30 W 100 W 100 W 80 W 60 W Það er ýmislegt fleira en hitatækin, sem gefa varma. Sjónvarpstækið hitar upp, ljósin á heimilinu hita upp og hver fullorðinn maður hitar nálega jafnmikið upp og logandi kerti. Hér er sýnt í Wöttum, hverju þetta nemur. Hitastýritæki taka tillit til allra varmagjafa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.