Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 12.02.1978, Síða 14
RÖNG- HENDI Framhald af bls. 6 sært holundarsári, en hann skyldi ekki láta á neinu bera. Hann gekk í gegnum fremri skrif- stofuna og brosti til Ijóshærðu stúlk- unnar, sem sat við ritvélina og var að snyrta á sér neglurnar. Aðrir voru niðursokknir í starf sitt. Hún sneri sér að honum og sagði að konan hans hefði verið að hringja rétt i þessu og viljað tala við hann. Hann tók upp símtólið og valdi númerið. Blið rödd konu hans svaraði og það fóru ónotakippir um hann. Ætlaði hún að segja honum það sim- leiðis? — Heyrðu elskan, geturðu ekki komið timanlega heim í dag, mig langar svo til að koma þér dálitið á óvart. Veðrið er svo fallegt. Kannski við fáum okkurökutúr. — Ég er hræddr um að það verði erfitt, svaraði hann, ég er störfum hlaðinn upp fyrir haus. — Ekki í þetta eina skipti? Þetta var allsekkert i eina skiptið. Þau höfðu oft farið út að aka á góðviðrsdögum þó að vinnu væri ekki lokið. En i þetta sinn vr þvi ekki við komið. Hann ætlaði að leggja lykkju á leið sina. — Kannski getum við borðað úti í kvöld þótt ég komi í seinna lagí, það er orðið svo langt siðan við höfm farið út saman. — Enn gaman. Þetta hafði mér einmitt dottið sjálfri i hug. Ég held stundum að við hugsum það sama. — Má vera, svaraði hann fjar- rænt. Ég verð að Ijúka verkefnum minum og svo kem ég beina leið heim. Það er indælt. elskan, ég ætla að fara i eitthvað, sem þú verðurógur- lega hrifinn af. Hann sá hana fyrír sér svífa á milli borðanna í vínrauða, skósiða sam- kvæmiskjólnum með gullmenið á brjóstinu og fagra eyrnalokkana, glæsileg og samkvæmisvön. Hún sýndist yngri en hún var og hún gætti vel að útliti sínu. Gæti hann elskað hana áfram á sama hátt og áður? Hann varð að yfirbuga sjálfan sig og láta aldrei á neinu bera. Viljastyrkur hans var ennþá óbugaður. Allt skyldi vera sem áður. Hann varð að biða eftír að myrkrið skylli á, það yrði ekki fyrr en um sexleytið Hann leit á úrið og gekk fram á fremriskrifstofuna. Ég verð að vinna eitthvað frameftir, sagði hann og sneri sér að Ijóshærðu stúlkunni. Er nokkuð, sem ég get hjálpað framkvæmdastjóranum við? spurði hún og deplaði augunum — Nei, væna min, ekki að þessu sinni svaraði hann, ég ætla að eiga það inni Hann sneri aftur inn til sín og fór að róta i skjalabunka, sem lá á borðinu, en honum var ómögulegt að festa hugann við nokkuð ákveðið verkefni Allt var á ringlureið i kollinum á honum og hann var ekki laus við brjóstsviða Minningarnar hrönnuðust upp i huga hans. Didi hafði hann kynnst er hún var i verzlunarskóla á siðasta áfanga. Hann var þá almennur skrif- stofumaður og nokkru eldri. Sameiginlegir kuisningjar þeirra kynntu þau. Hann var hlédrægur og iðinn, en hún var lifsglöð og fjörmikil. Hann heillaðist straks af henni. Hún var svo allt öðruvísi en hann, gat verið gáskafull og glettin og erti hann stundum, en hann tók varla eftir því svo blindaður af ást var hann. Allt skyldi hann veita henni hvað sem hann þyrfti i sölurnar að leggja, að- eins ef hann fengi hana. Hún var honum ekki fráhverf. Kannski fann hún til öryggiskenndar í návist hans. Með timanum tóku þau upp ástar- samband, hógvært og hlédrægt. Þannig hafði það raunar alltaf verið. Hann sýndi henni tillitssemi og hún endurgalt hana með bliðri undirgefni. Efnahagurinn varð fljötlega góðurþvi að hann vann sig fljótt til metorða í fyrirtækinu og allir báru virðingu fyrir heiðarleik hans og dugnaði. Börnin tvö fæddust með réttu millibili og sýndu i engu mótþróa eða kenjar einsog börnum óg unglingum er titt. Hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af þeim. En hvernig gat hún Didi tekið upp á þessu? Hann hafði farið i ibúaskrána og fundið nafn hans: Hermann Haraldsson. Iðjuleysingi, sem þóttist vera að fikta við listmálun. Verra gat það naumast verið. En hann skyldi binda enda á þetta. Skrifstofufólkið varað fara, hann heyrði skarkið í stólunum og hávært mas þess er það lokaði á eftir sér. Karl sökkti sér 'aftur niður í endur- minningarnar í hverju lá sekt hans — vinnunni? Hafði hann verið of skyldurækinn og metnaðargjarn, veitt henni of litla athygli? Hann hafði öll þessi ár gengið að henni visri á sínum stað, borðað matinn sinn, litið í blöð- in, hlustað á útvarpið eða horft á sjónvarpið Einstöku sinni komu gest- ir ef þeim var boðið. Hann blandaði líkjörinn sjálfur og veitti lítilsháttar konjak með kaffinu. Hann þoldi ekki áfengisneyzlu nálægt sér nema mjög í hófi. Sjálfur neytti hann ekki víns. Hann hélt uppi samræðum víð gest- ina helzt um veðrið og kannski óstöðugleika í markaðsmálum og dýr- tíð Allir voru sammála um að eitt- hvað þyrfti að gera og svo gufaði samkvæmið upp á tólfta timanum Gestgjöfunum var þakkað fyrir veittan beina og „þið verið endilega að láta sjá ykkur fljótlega, það er svo huggulegt að hittast svona ", og svo voru þau ein eftir — Skemmtirðu þér vel i kvöld? spurði hann. — Nei, beiddu fyrir þér, alltaf þessi deyfð og andleysi eins og allir séu að missa í brækurnar — En Didí þó, hvernig geturðu látið annað eins út úr þér. Þetta er allt sómafólk, sem ekki má vamm sitt vita og hegðar sér eins og fólki sæmir. — Sómafólk! Þarna komstu með það. Það hlýtur að drepast með sóma eins og annað fólk, annað væri ekki sæmilegt. — Við skulum fara að hátta. góða min, það amar eitthvað að þér. Hann fór að afklæðast en hún sýslaði eitthvað frammi i eldhúsi. Hann bylti sér i rúminu en honum var eitthvað órótt Af hverju lét hún svona einmitt í kvöld. Þetta hafðí Framhald á bls. 16. BÆTT HEILSA - BETRA LÍF Eftir Michael Halberstam Farið varlega í skyndilega áreynslu Trimm hefur orðid æ vinsælla á vcsturlöndum á undanförnum árum. Trimmurum hefur fjölgað jafnt og þétt eftir því sem efnahagur hækkar og vinnuvikan styttist. Er nú svo komið, að „tómstundatrimmarar", fólk sem stundar einhvers konar Ifkamsæfingar aðalléga um helgar, skiptir áreiðan- lega milljónum. Tómstundatrimmarar leggja stund á allar mögulegar fþróttagreinar. Þeir byrja jafnan uppfullir cldmóðs. Þegar hugsjónin grípur þá rjúka þeir út og festa kaup á rándýrum íþróttabúnaði, ganga í íþróttaklúbba og viða að sér fræðibökum og leiðarvísum um lík- amsrækt (þetta á auðvitað ekki við um þá alla, en margir munu samt kannast við það). Aftur á móti hugsa þeir flest- ir Iftt eða ekki um hætturnar, sem svona tómstundalíkamsrækt getur haft í för með sér. Ilættan á meiðslum eða heilsutjóni í tómstundatrimmi eykst í réttu hlut- falli við kyrrsetur trimmarans. Það er sem sé ekki nóg að hlaupa á fjöll eftir mat á laugardagskvöldum ef menn standa tæpast upp af stólnum hina daga vikunnar. Hætt er við því, að vöðvarnir séu komnir úr æfingu, lung- un hafi misst þolið og þrekið ekki lengur til stórræða fyrirvaralaust. Samt virðast margir tömstunda- trimmarar gera ráð fyrir því, að líkam- ir þeirra taki hikstalaust áreynslu, sem lýja mundi þrautþjálfaða fþróttamenn. En tölur um meiðsl af völdum íþrótta benda eindregið tii þess, að kapp sé bezt mcð forsjá í þessu efni. Sam- kvæmt opinbcrum tölum bandarískum (frá 1975) eru eftirfarandi íþrótta- greinar (og búnaður þeim viðvíkj- andi) hættulegastar. Þá er reiknað eft- ir fjölda þeirra, sem komu til meðferð- ar í slysavarðstofur. Hættulegastar eru hjólreiðar, þá fótbolti (rugby), þar- næst hornabolti, körfubolti, skíðaiðk- un, sund, fiskveiðar, hokkf og fimleik- ar reka lestina, þ.e.a.s. þessa lest. En annars virðast menn geta slasað sig í hvaða íþróttum, sem er, jafnvel keilu- spili, golfi og billjarði. Hjólreiðamenn festast í pílárunum og detta af baki. Badmintonleikarar fá fá boltana í aug- un. Lyftingamenn fá aðsvif af áreynslu. Skfðamenn brjóta sig og snúa allavega. Þeir, sem leggja stund á brimbrettasiglingar fá þykkni á brjóst eða hné nema hvort tveggja sé. Er það þó meinlaust f samanburði við ýmis- legt, sem sjóskíðamcnn mega vænta. Yfirleitt getur sá, er lítur yfir slysa- skýrslur, ekki varizt þeirri hugsun, að hættulaus fþrótt sé víst ekki til. Nú mega menn auðvitað ekki láta þennan hrakfallalista fæla sig frá því að haida heilsunni við. Ekki er nema gott um það að segja, að kyrrsetumenn fari að stunda líkamsæfingar en menn ættu bara að byrja með gát. Og hér eru nokkur heilræði handa viðvaningum, sem hyggjast fara að stunda íþróttir í frítímum sfnum: — Gangizt undir rækilega læknis- skoðun áður, svo að Ijóst verði, hvort þið hafið heilsu til þeirrar íþróttar, sem þið hafið hugsað ykkur. — Kynnið ykkur vel allar öryggis- reglur og hugsanlegar hættur fylgj- andi fþróttinni. — Byrjið á léttum undirbúnings- æfingum til þess að „komast í form“. — Reynið að fá kennslu f íþróttinni. — Lengið æfingatímann smám sam- an. Það er ekki hyggilegt að æfa sig á skíðum eða leika tennis sex tíma í lotu fyrsta daginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.