Lesbók Morgunblaðsins - 02.04.1978, Qupperneq 7
að ■ ég skyldi halda áfram störfum
mínum. Nú fékk ég annað herbergi sem
ætlað var gestum á sjúkraheimilinu
fyrir vinnustofu. Okkur var sagt að
mest um vert væri auðvitað að
sjúklingnum liði eins vel og kostur væri,
en það skipti líka máli að hinn sjúki
hefði ekki óþarfa áhyggjur af sínum
nánustu. Jane mundi líða betur ef hún
vissi að við værum ánægð.
Anægð? A slikt hugtak nokkurn rétt
á sér við þessar aðstæður? Þetta orð
notaði Jane þó oft um sjálfa sig þennan
tíma, þegar tekist hafði að stilla
kvalirnar. Þannig lýsti hún sínu eigin
hugarástandi og vildi að ég gæti sagt
það sama um mig. Ég lét sem svo væri
— hennar vegna. Mestu máli skipti
hvernig henni leið. Þá leit hún á mig og
brosti. „Pabbi, þú segir þetta bara en
meinar það ekki. Við skulum rökræða
þetta. Það er eina aðferðin við þig“.
Og síðan rökræddum við fram og
aftur, aftur og fram og á nýjan leik. Við
höfðum aldrei áður rætt afstöðu mína
til dauðans. Jane benti mér á það sem
ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður.
Ég var hræddur við dauðann, sagði hún,
og um leið og ég væri hræddur mín
vegna, væri ég það líka vegna hennar.
Sjálf sagðist hún ekki geta haldið
hugarró sinni gagnvart dauðanum,
nema hún gæti gefið mér hlutdeild í
henni líka.
Jane lét ekki kyrrt liggja. Hún talaði
um þetta við vini, sem heimsóttu hana
eins og hún hefði talað um þetta við
mig. Ef hún gæti aðeins fengið okkur —
eða mig — til að horfast í augu við
dauðann — ef hún gæti sannfært okkur
um að hægt væri að deyja í friði og með
sæmd, þegar röðin kæmi að okkur —
þá fyndist henni hún hafa miklu áorkað.
Það væri sú bezta gjöf sem hún gæti
gefið okkur. Og um leið og við tækjum
við þeirri gjöf, færðum við henni þá gjöf
aftur, að hún gæti dáið róleg. Og þannig
fór.
A sjúkrahúsinu þurfti Jane að biðja
um kvalastillandi lyf en þau fékk hún
aðeins í þeim skömmtum sem læknar
höfðu fyrir lagt með ákveðnu millibili.
A sjúkraheimilinu rannsökuðu
læknarnir hvar væri að finna upptök
sársaukans sem nísti líkama hennar og
eftir hvaða leiðum hann breiddist. Síðan
voru henni gefin lyf samkvæmt því. Nú
var ekki beðið þangað til deyfandi áhrif
lyfjanna höfðu fjarað út, heldur þess
gætt að kvalirnar fengju aldrei
yfirhöndina.
Fyrstu dagana ollu lyfjagjafirnar
ofskynjunum eða ofsjónum en brátt
hurfu þau áhrif. Einu sinni sagði hún
við mig brosandi: „Nú ertu skrítinn í
framan". Þegar ég setti upp undrunar-
svip sagði hún að eyrað á mér væri þar
sem nefið ætti að vera, augað væri á
kinninni og í gegnum gatið á enninu á
mér sæi í himininn. „Þú ert eins og
sæmilegt Picasso-málverk", sagði hún.
Lyfin linuðu verstu kvalirnar. Þó held
ég að þær hafi aldrei horfið alveg. Hún
hafði ánægju af að hlusta á tónlist. Einn
morguninn hafði ég valið hljómband
með verki eftir Mozart um það bil sem
hún var að vakna.
Hún opnaði augun og hlustaði með
augljósri ánægju í nokkrar mínútur.
„Hvaö skyldi hún vera að hugsa?,
hugsaði ég — að hún skuli þurfa að
yfirgefa þessa dýrð og hverfa í tómið?
En svo var ekki. „Þú gerir dauðann
fagran“, sagði hún.
Hún átti langar samræður við lækn-
ana og hjúkrunarkonurnar. Allir gáfu
sér góðan tíma til að tala við hana, eins
og reyndar alla sjúklingana. Það var
partur af læknisþjónustunni. „Hvernig
er að deyja?“ spurði hún einu sinni.
Aður en okkur gafst ráðrúm til að velja
svar, sagði hjúkrunarkona sem inn kom
í þessu: „Sennilega sofnar þú bara, Jane
og þú finnur ekki fyrir því“. Hjúkrunar-
konan vissi betur en við, að Jane vildi
vita hvort mikill sársauki væri því
fylgjandi. Jane lokaði augunum eins og
til að festa sér þetta svar í minni og
opnaði þau svo aftur með svip sem sýndi
að þessu trúði hún.
Þetta veitti henni meiri hugarró en
hún hafði búið við síðan hún veiktist.
Við getum ekki svarað þeirri spurn-
ingu hvernig á því stóð, að Jane varð
svona sátt við dauðann. Ekki er heldur
til neitt eitt svar við því. Ef til vill er
svarið að finna að einhverju leyti í
hundruðum smáatvika sem áttu sér stað
á sjúkraheimilinu. Einn daginn sagði
hún t.d.: „Mig langar svo til að snerta
flauel áður en ég dey,“ og þá var sent
eftir flauelsbút og hann lagður við bera
öxl hennar. Eða svo annað dæmi sé
tekið: Dag nokkurn færði vinur hennar
henni rósir. „Mig hefur alltaf langað til
að hafa rós í hárinu," sagði hún, „en
þorði það aldrei." Hjúkrunarkonan
stakk rós í hárið á henni og í hvert sinn
sem Jane var hagrætt, en það þurfti oft,
var þess rætt að rósin haggaðist ekki.
Richard bróðir Jane hafði farið á
undan okkur með persónulega muni
hennar og komið þeim fyrir í herberginu
áður en vð komum. Vinir og ættingjar
voru ávalt velkomnir í heimsókn á
hvaða tíma dags sem var, börn jafnt
sem fullorðnir. Þeir veittu henni oft
andlegan styrk þegar henni brást hann.
A sjúkraheimilinu er enginn asi á
fólki. Engin hlaup á göngum. Læknar
koma ekki í fasta vitjunartíma með
fylktu liði né hafa þeir hraðan á. Þeir
voru tveir læknarnir og komu til
skiptist og sátu lengi á tali við hana.
Éinn læknanna, Robert að nafni,
gerði okkur góða grein fyrir því í hverju
þessi þjónusta væri fólgin. „Aðalatrið-
ið,“ sagði hann, „væri að veita andlegan
stuðning um leið og komist væri fyrir
sjúkdómseinkennin og í því að sýna
sjúklingnum fullkomna einlægni. I
þessu fólst ekki aðeins að lina þjáningar
heldur líka að koma í veg fyrir ógleði,
stöðva kláða, eyða sárindum í hálsi eða
hjálpa Jane að skola munninn þegar
hún gat varla bært varnirnar — en gat
samt látið í ljós að þetta bætti líðanina".
í veikindunum hlýtur hún að hafa
hugsað um það margoft hve sárt það
væri að skilja við allt sem henni þótti
nokkurs virði — en nú þegar stundin
nálgaðist var það ekki 3árt lengur.
Munurinn á því sem hún kveið, og því
sem raunverulega varð, hlaut að vera
það þungur á metunum — og þar átti
sjúkraheimilið drjúgan þátt. Þetta voru
ríkustu dagar lífs hennar, sagði hún, því
ekkert er mikilvægara en að fæðast og
deyja. „Þegar ég fæddist," sagði hún,
„vissi ég ekkert. Við dauðann veit ég allt
sem ég mun nokkurn tíma vita. Og allt
er fallegt í kringum mig. Þannig er gott
að deyja."
Hún hafði dvalist á sjúkraheimilinu í
8 daga. Þá missti hún meðvitund og
andardrátturinn varð stopull. Samt var
henni hagrætt með stuttu millibili svo
vel færi um hana. Rósin í hári hennar
fölnaði og mátturinn þvarr úr líkaman-
um. Við héldum sitt í hvora hönd
hennar, þegar andlátsstunan leið af
vörum hennar í djúpum svefni, eins og
hjúkrunarkonan hafði lofað henni.
Við grétum dálítið, en við gátum líka
brosað. Jane dó 25. júní klukkan 5. Hún
hafði átt við sjúkdóminn að stríða síðan
í febrúar. Ösku hennar var dreift i
garðinn okkar eins og hún hafði óskað.
Hún vildi enga jarðarför en bað um að
veizla yrði haldin í garðinum í stað 25
ára afmælisdagsins sem ekki var
haldinn hátíðlegar vegna þess að þá var
hún í sjúkrahúsinu. Vinir hennar og
kunningjar komu allir og léka þeir sem
höfðu hjúkrað henni í veikindunum. Við
eignuðumst fleiri vini á þessum mánuð-
um en okkur hefur áður tekist á
mörgum árum.
(Þýtt og stytt úr Guardian)
Ljóð eftir Nóbelsverðlaunaskáldið
VICENTE ALEIXANDRE
ELEGÍA
Viö dauöa Miguel Hernandés skálds. Hann lézt í fangelsi 1942 dæmdur í 30
ára þrælkun.
I
Ég veit þaö ekki. Þaö var án tóna.
Augu þín stór blá
opin uröu eftir undir skynlausu tóminu,
himinn úr myrkum steini,
flatur klumpúr, kemur niður hægt og lykst um þig,
líkami þú einn, gríöarstór,
sá eini á Jöröinni í dag,
og flýr meö þig þétt aö sér umhverfis sólirnar.
Stjarngröf á ferð yfir fjarlægöirnar
með hann einan, meö líkama hans sem er ekki lengur.
Heita Jörö sem meö beinum hans einum
flýgur þannig, og fyririítur mennina.
Þeystu burt! Flýðu. Þaö er enginn;
í dag aöeins ofur-þungi innsæis hans,
Jörö, á leiö þinni um elskandi himintunglin.
Aöeins þetta Tungl sem enn er áfram í nóttinni
mun viröa fyrir sér lífsfjalliö.
Sturluð, elskuleg, hald honum viö brjóst þitt,
Jörð, ó Miskunn, sem þú býður honum án klæða.
Ó einsemd himnanna. Ljósin
í dag lýsa aöeins upp jaröarfararlíkama hans.
II
Vicente Aleixandre
Nei, né eitt einasta auglit manns
lagöi gter sitt yfir himneskan marmaraann.
Þiö snertiö hann ekki. Þiö gætuö þaö ekki. Hann vissi,
einungis hann vissi. Maður, þú einn, faöir alls
úr sársauka. Hold aöeins fyrir ást. Líf aðeins
vegna ástar. Já. Fljótin
hraði för sinni: vatnið
verði blóö: fjaran
hlaöi upp gróöri sínum: straumurinn
til hafsins sé tii þín, mikilfenglegi líkami,
göfugi líkami úr Ijósi sem þú gafst þér aö bresta
af ást, eins og mold, eins og klettur, líkt og hróp
samruna, eins og snöggur geisli hitti heilan
barm þess eina sem lifir.
Enginn, enginn. Ekki nokkur maöur. Þessar hendur
gripu dag eftir dag um stjarnháls hans. Þær kæföu
þetta Ijósker sem baöaöi mennina.
Þessa brotnandi dýrð, gjafmildu sem dag einn
heföi opinberaö mönnunum örlög sín; sem talaöi
eins og blóm, eins og sjór, eins og fjööur, líkt og stjarna.
Já hyljiö, hyljiö höfuðin. Sökkviö þeim á þessari stundu
í mold, grafið ykkur gröf fyrir hina myrku hugsun,
og nagið í moldinni hendurnar, neglurnar, fingurna
sem þiö drekktuö ilmandi lífi hans meö.
III
Aldrei mun nokkur stynja svo nægi.
Fagurt hjarta þitt fætt til að elska
sló ekki meir, var drepið, kramiö til ólífis,
grimmilega stungiö af hatri.
Æ! Hver sagöi að maöurinn elski?
Hver sagöi aö sálirnar bíöi ástarinnar og blómstri
uppviö skugga hennar?
Aö Ijúfur söngur hennar sé til fyrir hlustir mannanna?
Fráa Jörö, fljúgöu!
Fljúgöu þú ein og flýðu.
Flýöu frá mönnunum, föllnum, glötuöum,
blindum leifum haturs, fossi grimmra
líkama sem þú, hin fagra, þeytir burt í dag og fyrirlítur.
Flýöu fagra, sigurvissa,
um himingeiminn ein, með fjársjóö þinn.
Þungi hans, viö brjóst stjarnlífs þíns
gefur tilgang, og þú berö fagra skínandi limi hans
ódauölega um alla tíö til mannlauss Ijóssins.
(Birt 1953)
Siyrún Á Eiríksdóttir þýddi úr spönsku
©