Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Qupperneq 3
franska og persneska. Þennan skóla sækja börn frá öllum stéttum þjóöfélags- ins. Þar ráöa ekki erföir, heldur hæfileikar. Viö gerðum Reza þaö snemma Ijóst, aö hans biöu síðar þung verkefni og miklar skyldur. Viö fórum þó aö því meö allri gát, því aö ekki vildum viö trufla gleöi bernsku hans. , Oft sendum viö börn okkar á laun til annarra landshluta. Ástandiö í þorþunum, fátæktin og þekkingarskortur íbúanna, tók mjög á Reza. Einu sinni sagöi hann: „Ég get ekki ímyndaö mér, að pabbi viti, hvernig þar er umhorfs né hve fátæktin er hræöileg." Viö skýrðum þaö fyrir honum, af hverju fátæktin stafaöi, og aö ástandi, sem skapazt heföi öldum saman, yröi ekki breytt meö skjótum hætti. Farahnez, Ali Reza og Leila, hin þrjú börnin, eru aö sjálfsögöu ekki háö jafn strangleika í upieldi og ríkisarfinn. Samt sem áöur veit ég, aö þau veröa aldrei aö öllu leyti eins og önnur börn. Mörgum ofur einföldum hlutum, sem börn læra á strætunum, kynnast þau ekki. Þau munu þó ekki læra, hvernig bregöast skuli viö, ef þau eiga þaö eftir aö lenda í efnalegum öröugleikum. Stundum veröur mér þaö erfitt aö skipta tímanum milli drottningarskyldunn- ar og móöurskyldunnar. Þegar mér kemur í hug oftsinnis, aö börnin veröi afskipt, hugga ég mig vi þaö, aö framtíö landsins sé um leiö framtíö barnanna minna. Ekki vil ég nú villa ykkur sýn og segja, aö ævi okkar sé eintómum rósum stráö, og áhyggjur höfum viö margar. Ég get minnt á, aö 10. apríl 1965 varð ég fyrir þungri reynslu. Klukkan hálftíu um morguninn kom keisarinn inn í marmara- höllina. í sama bili og hann gekk inn um anddyriö mátti heyra marga skothvelli. Hermaöur úr lífverði keisarans haföi þotiö inn í höllina og skaut af vélbyssu í allar áttir. Báöir veröirnir viö inngönguhliöiö flýöu í dauöans ofboöi. Þjónn einn reyndi árangurslaust aö loka huröum. Morðing- inn ruddist áfram aö skrifstofu keisarans og skaut og skaut látlaust. Tveir aörir veröir reyndu aö stööva hann. Hermaöur- inn skaut þá til bana á sömu stundu. Keisarinn heyröi aö vísu skothvellina, en hann sat hinn rólegasti viö skrifborö sitt. Kúla flaug gegnum huröina, og munaði minnstu, aö hún hæföi keisarann. Á flötinni fyrir utan mátti heyra, aö skipzt var á skotum. Þá reis maðurinn minn á fætur og gekk út á ganginn. Framan við skrifstofudyrnar lágu þrjú lík. Keisarinn bauö ráöuneytisstjóra sínum að koma öllu aftur í röö og reglu, settist síöan við skrifboröið og hélt áfram aö vinna. Ég haföi engan grun um þetta. En rétt í þessu heyrði ég símhringingu. Þaö var móöir keisarans, sem talaöi af þungum ekka: „Veiztu, hvaö komið hefur fyrir?“ „Nei.“ „Það hefur verið skotiö á keisarann!" Ég hélt, aö hjartað í mér væri aö stöövast. Dauöskelfd beiö ég, en hún endurtók snöktandi: „Þaö hefur veriö skotið á hann.“ Enn liöu nokkrar sekúnd- ur, þar til hún sagöi þaö, sem hún heföi átt aö segja í upphafi: „En vertu alveg róleg. Hann varö ekki fyrir neinu tjóni." Og ég hijóp sem mest ég mátti til mannsins míns. Málið var svo grafaivarlegt, að Frakk- landsforseti, Valery Giscard d‘Estaing fyrirskipaði aö stokka upp fangelsismál- in, hlegið var að dómsmálaráðherranum, pegar hann reyndi að útskýra málið í pinginu og sjálfur rak hann úr embætti forstöðumann fangelsanna. Þessi leiðindamál voru sprottin af pví, að óvinur franska ríkisins númer eitt: Jacques Mesrine, stakk af úr nákvæmri gæzlu í einu öruggasta fangelsi lands- ins, Santé í París, ásamt öðrum hættu- legum glæpon. Hvernig gat pað átt sér staö, að menn sem verðir hafa varla augun af, dag og nótt, geti allt í einu labbað út eins og ekkert sé og horfiö? Mesrine, sem er 43 ára, á aö baki fjölskrúðugan glæpaferil og var byrjaður aö afplána 20 ára dóm fyrir árásir og bankarán. Áður hafði hann tvívegis sloppiö úr gæzlu, en Santé-fangelsiö er umgirt 15 metra háum múr og par aö auki átti svo aö heita aö vakað væri yfir hverju fótmáli fangans. Flóttinn úr Santé-fangelsi virðist hafa verið vandlega undirbúinn og Þaulskipu- lagður, en ekki er vitað hver geröi hann mögulegan með pví að smygla pangaö vopnum og ööru, sem með purfti. Mesrine hafði á sínum snærum hvorki meira né minna en 16 lögfræðinga sem verjendur í hinum og pessum afbrota- málum. Par á meðal var til dæmis mannrán. Einn af lögfræðingum hans, kona að nafni Christiane Giletti var í embættiserindum að tala við fangann og pegar svo stendur á, er báðum vísað inn í dálítinn klefa með glerhurö, svo vörður geti fylgst með pví sem fram fer. Par inni eru aðeins tveir stólar sinn hvorum megin viö borð og milligerö til pess að ekki sé hægt aö afhenda fanganum neitt. Til frekari öryggis er leitaö á fanganum bæði á undan og eftir. Mesrine sagði lögfræðingnum, aö samfangi hans, Francois Besse, hefði í sínum fórum skjöl með áríðandi upplýs- ingum, sem kæmu að gagni við vörnina. Vörðurinn var beðinn að skreppa og ná bæði í Besse og pappírana. Ekki var vörðurinn fyrr farinn en Mesrine klifraöi upp á boröið og lögfræðingurinn sá sér til mikillar furöu, að fanginn kippti hlíf frá loftræstingartúöu og seildist eftir pakka, sem reyndist innihalda fimm skammbyssur, hníf, merkiblys, táragas- sprengju og nælonkaðal. Hinn fanginn, Francois Besse, reyndist hafa í fórum sínum úðabrúsa með táragasi og á leiðinni til Mesrines, beindi hann brúsanum allt í einu að andliti varðarins, — og ekki purfti hann meira. Fyrsta verk þeirra félaga var síöan aö leysa úr haldi pann priðja, Carman Rives, og skyldi hann á flóttanum sjá um skothríð til varnar hinum tveimur. Vopnaðir skammbyssum réðust peir Þrír inn á fund, par sem sátu framámenn fangelsisins. Voru peir neyddir til að afklæðast og fóru fangarnir í föt peirra. Þeir fóru pvínæst út í fangelsisgarðinn og náðu í háan stiga, sem notaður hafði veriö viö aö endurnýja járnrimla fyrir gluggum. Þeir Mesrine og Besse voru fljótir yfir fangelsismúrinn; tóku trausta- taki bíl, sem par var og hurfu. Þriðji fanginn, Rives, staldraöi við og beindi skothríð að vörðum, sem reyndu eftirför, en féll fyrir skoti frá peim. Lögfræðingurinn Giletti var tekinn í karphúsið, en látinn laus vegna skorts á sönnunargögnum. Einnig purfti snör handtök aö veita nauösynlega vernd nokkrum dómurum og öörum, sem Mesrine hafði hótað að drepa. Mesrine er sonur auðugs kaupsýslu- manns í París og var á sínum tíma við nám í arkitektúr. Hann var kvaddur í herinn á dögum Alsírstríðsins og hlaut þar orður fyrir vasklega framgöngu. Honum geðjaðist mjög vel að stríðs- átökum og leiddist að strjðinu lohhu. Þá byrjaði glæpaferillinn. Árið 1972 var hann fyrst handtekinn. Þá hafði hann rænt auðugum Kanadamanni. En hann slapp úr haldi og drap tvo menn á flóttanum. Mesrine pykir góöur leikari og mjög vel greindur. Þegar lýst var eftir honum, mátti sjá svohljóðandi áminn- ingu frá lögreglunni: „Athugið: Mesrine er hættulegastur, pegar hann brosir." Mesrine hélt glæpaferli sínum áfram í Frakkalndi, var handtekinn og slapp enn með því að notfæra sér skammbyssu, sem hafði verið falin á salerni og beindi hann vopninu að dómara í málinu. Áður en langt um leið, var hann bak við lás og slá að nýju og smyglaði út úr fangelsinu endurminningum sínum sem síðan voru gefnar út undir heitinu „Dauðahvötin.“ Bókin seldist dræmt. Aftur á móti keypti kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondi kvikmyndaréttinn fyrir upphæð sem svarar til 26 milljóna ísl. króna. Franska stjórnin lagöi hald á Þá fjármuni. í endurminningum sínum kveðst Mesrine hafa framið 39 alvarlega glæpi og drepið fimm manns. Hann segir: „Ég elska áhættu, — hætta verkar á mig eins og övímugjafi." Ekki sízt vegna Þess, búast menn viö að eitthvað sögulegt geti átt sér stað áður en Mesrine næst bak við lás og slá aö nýju. Aö ofan: Santé fangelsið í París, sem átti að vera alveg öruggt. Fimmtán metra hár múr umlykur það. Til hægri: Glæpamaðurinn Jacques Mesrine. HÆTTU- LEGASTU R ÞEGAR HANN BROSIR Af Jacques Mesrine, övini franska ríkisins nr. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.