Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Blaðsíða 10
Hóladómkirkja. Turninir var reistur til minningar um Jón biskup Arason. Kirkjan er elzta guðs- hús á landinu, vígð 1763. Atriöi úr ieikritinu: Jón Arason eftír séra Matthías Jochumsson, sem leikið var á Hólum undir berum himni í tilefni 11 alda íslands- byggðar 1975. Jón Ara- son (leikinn af Rúrik Haraldssyni) stendur í fullum skrúða fyrir miöjum kirkjudyrum. Þátttakendur á starfsmannanámskeiði kirkjunnar, sem haldið var í húsakynnum bændaskólans á Hólum í Hjaltadal dagana 8.—10 júlí 1977. Myndin er tekin við anddyri Hóladómkirkju. Ljósm. Jón Friðbjörnsson kennari Stofnendur Prestafélags hins forna Hólastiftis Fremsta röð: (talið frá vinstri) Séra Eyjólfur Kolbeins Eyjólfsson, prestur Staðarbakka, séra -Zóphónías Halldórsson prófastur Viðvík, séra Hjörleifur Einarsson prófastur Undirfelli, séra Stefán M. Jónsson prestur Auðkúlu. Miðröð: Séra Árni Björnsson prestur Sauðárkróki, séra Hálfdán Guðjónsson prestur (síöar vígslubiskup) Breiöabólstaö Vesturhópi, séra Björn L. Blöndal prestur Hofi Skagaströnd, séra Jón Pálsson prestur Höskuldsstöðum, séra Vigfús Jónsson prestur Hvammi. Efsta röð: Séra Pálmi Þóroddsson prestur Höfða, séra Björn Jónsson prestur Miklabæ, séra Ásmundur Gíslason prestur Bergsstööum, séra Vilhjálmur Briem prestur Goödölum, séra Jón Ó. Magnússon prestur Mælifelli, séra Sveinn Guðmundsson prestur Ríp. (Myndin var { eigu Gunnlaugs Björnssonar Harastööum Skagahr., sem fékk hana að gjöf frá séra Stefáni M. Jónssyni. Á myndina vantar séra Hallgrím M. Thorlacius prest Glaumbæ.) Um Prestafélag hins forna Hólastiftis. Eftir sr. Pétur Sigurgeirsson Félagshreyfing norðan fjalla Þórarinn Björnsson sagði um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: „Meðan hans naut við, var Norðurland veitandi í andlegu búi þjóðarinnar." Þórarinn var orðhagur og djúpskyggn, enda er hér viturlega mælt. Norðurland hefur fóstrað menn og hugsjónir ekki aðeins fjórðunginum til ávinnings heldur þjóðarheildinni. Þar er fyrst til að taka, er Hólastóll var settur 1106. Með tilkomu hans örvast menning íslendinga. Um síðustu aldamót urðu félagshreyfingar norðan lands, sem fóru vítt um byggðir landsins. Þar má nefna ungmen nafélögin og góðtemplararegluna. Gamall draumur Með stofnun Prestafélags hins forna Hólastiftis 1898 vaknaði hreyfing, sem hafði víðtæk áhrif. Þá var að rætast gamall draumur norðlenskra presta. Þegar Ebenezer Henderson var á ferð um landið gisti hann í Hvammi í Laxárdal 1815 hjá séra Vigfúsi Reykdal. Henderson segir frá kynnum sínum af séra Vigfúsi: „Það hefur lengi verið ósk hans og margra stéttarbræðra hans, að haldinn væri á -norðurlandi árlegur fundur, er þeir prestar sæktu, er til þess fyndu sig knúða, í því skyni, að þeir veittu hver öðrum hvatningu til þess að vinna Drottni. Eins og ástatt er fyrir prestum, þar sem þeir eru útilokaðir frá samneyti hver við annan, finna þeir lítið til þess, að þeir séu sameiginlega að gegna einu og sama hlutverkinu. Er hætta á því, að hið mikla takmark hverfi í þoku, jafnvel þó að það hafi eitt sinn verið í augsýn, en þar af skapast sorglegt skeytingar- leysi, ef ekki beinlínis guðleysi. En ef þeir kæmu saman einu sinni eða tvisvar á ári Framhald á bls. 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.