Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1978, Síða 13
Mikil var trú þess blessaöa fólks, sem feröaöist um hálfan hnöttinn til þess aö leggjast undir hendur „skurö- læknanna" á Filiþpseyjum. Hér skal lýst fullri samúö meö sjúku fólki, sem eygir enga von um bata þrátt fyrir sjúkrahúsdvalir og stundun „venju- legra“ lækna og reynir slíkar ferðir sem síöustu von. Vonandi veröur því mörgu að trú sinni og ef til vill eru slíkar langferöir og fyrirhöfn nauösyn- leg til þess aö sá lækningamáttur, sem býr í líkamanum sjálfum og heftur er af einhverjum ástæðum, fái brotizt fram. í vísindalegri rannsókn, sem Erlend- ur Haraldsson og fleiri gerðu fyrir nokkru, kemur fram, aö mjög mikill hluti íslendinga trúir á „yfirnáttúru- lega“ hluti og telur sig hafa orðið fyrir dulrænni reynslu. En einnig er til þaö fólk meöal okkar, sem slær einu stóru striki yfir allt slíkt og álítur, aö andafundir og slíkt „kukl“ sé hinn mesti dragbítur á allar framfarir og afgreiöir meö einu oröi spurninguna um framhaldslíf: ekkert. Þaö er kannski þægilegt og áhyggjulaust aö sitja inni í svona afmörkuðum hring, en ósköp held ég, aö þaö sé leiöinlegt. Líka má á miili vera, hvort maöur trúir öllu eða engu í þessu sambandi. Ég hef farið á nokkra miöilsfundi og skyggnilýsingar án þess þó aö öölast Stóra sannleika um framhaldslíf, langt í frá. En á þessum fundum hefur margt athyglisvert komiö fram, sem ég set í samband viö hugsanaflutning. Mér finnst ákaflega gaman aö velta þessum málum fyrir mér og tel, aö með auknum rannsóknum á þeim séum viö fremur á framfarabraut en hitt. Framfarir eru ekki bara fólgnar í auknum hagvexti og fjárfestingu í steinsteypu og gleri. Ég geymi ennþá viötalið viö Birgi Sigurösson, höfund leikritsins Skáld- Rósu, sem birtist í Helgarblaöi Vísis 8. jan. s.l. Mér þótti svo skemmtilegt, þegar hann sagöi frá draumnum úm Rósu og tómu íbúðina og skilaboöun- um í gluggakistunni, frá selkópnum í Korpúlfsstaðafjöru og mismælum blaöamannsins um Pétur og Rósu. Fólk meö svo opinn huga bætir mörgum flötum og dýptum viö líf sitt og mætti margur af því læra og bæta þannig kryddi í sitt eigið hversdagslíf — án þess þó að vera trúgjarn um of. Ómögulegt finnst mér aö slá striki umhugsunarlaust yfir allar frásagnir og fullyröingar fólks um kynni sín af huldufólki og blómálfum. Mikiö öf- unda ég Margréti frá Öxnafelli af því aö fá aö sjá blómálfana hjá stofu- blómunum sínum og oft hef ég óskaö þess, að þeir væru líka í minni stofu hjá mínum blómum. Kannski er þaö líka svo, þó aö mér sé ekki gefin sú gáfa aö sjá þá. Kannski er nú líka til „álfkonan” sem ég hef hugsað mér, aö byggi í klettabænum viö skíöagöngu- leiö mína í Bláfjöllum. Síðast, þegar ég átti leiö þar framhjá, var oröið autt í „garðinum" hennar. Mér var óþarflega heitt og fór úr einni peysu og bað álfkonuna leyfis í hugbnum til aö geyma hana í „garöinum" hennar. Ekki varö ég vör viö svar, en klæddi mig samt úr peysunni og henti henni inn í „garðinn“, þar sem hún lenti í moldarflagi, þurru þó. Ég nennti ekki af skíöunum og ákvaö aö láta peysuna liggja, þar sem hún var komin á meöan ég gengi lengra inn á fjöllin. En þegar ég kom til baka, haföi peysan verið tekin upp, brotin snyrtilega saman og lögö ofan á sólvermdan stein. Anna María Þórisdóttir. Anna María Þórisdóttir AÐ, TRUA MÁTULEGA MIKLU krækiber BRIDGE Eftirfarandi spil er frá bridgekeppni og sýnir aö ýmislegt getur komiö fyrir viö spilaboröiö. Vestur Norður S: DG H: Á32 T: 852 L: KD873 Austur S: 107643 S: ÁK82 H: 984 H: 6 T: ÁKG63 T: 10974 L: — L: G652 Suður H: KDG1075 T: D L: Á1094 Sagnir gengu þannig: Norður Austur Suður Vestur 1 L P. 1 H 2 T 2 H 3 T 4 H P. P. 5 T 6 H P P. P. Ekki er hægt aö hrósa sögnunum N,—S., sérstaklega er opnun norðurs vafasöm. Einnig má segja aö sagnir A,—V. eru mjög takmarkaðar, því aldrei er. minnst á spaöann þrátt fyrir aö báöir spilarar hafi tækifæri til þess. Vestur taldi, aö eina vonin til aö setja spilið niöur, væri aö honum gæfist tækifæri til aö trompa lauf. Hann áleit því aö nauðsynlegt væri aö koma félaga sínum strax inn, áöur en trompin væru tekin. Vestur lét því í byrjun út tígul 3. Sagnhafi trúöi varla sínum eigin augum þegar hann fékk slaginn á tíguldrottninguna, en þaö var einmitt þaö sþil, sem vestur reiknaöi meö aö félagi hans ætti. Eftirleikurinn var auðveldur, því sagnhafi tók 6 slagi á tromp og 5 á lauf og vann spiliö. Láti vestur í byrjun út tígulkóng eöa spaða, þá má reikna meö aö spiliö veröi 3 eöa 4 niöur. húmanistunum þykir framleiðsl- an ekki nóg. Þessvegna er nú í ráöi aö flytja inn 50 — fimmtíu — arkir af lýrik „virkilegum bókmenntum” frá Ameríku. Þaö heyröi jeg í gær. Þaö er líkt um blómdaggar- úöalýrikina og um sírópið. Hún er andleg fæöa handa einföldum sálum, sem þekkja ekki aöra betri. Jeg gat lesið hana þegar jeg var um tvítugt, þaö geta margir á þeim aldri. Ef jeg væri einvaldur, skyldi jeg láta ríkar stúlkur á'aldrinum frá 16 til 25 ára framleiöa alla lýrik í landinu fyrir ekkert. Jú, mjer er alvara, jeg get varla hugsað mjer auöviröilegra karlmannsverk, en aö sitja og prjóna saman hend- ingar. Svo telja þeir alþýðunni trú um, aö lýrikin sje „fín“, svo aö hún þorir varla aö lesa þaö sem hún hefir gaman af. Sjer er nú hver vitleysan. Jeg get ekki stilt mig um aö minnast á „Stúdentablaöiö“ í þessu sambandi, þó aö jeg eigi ekkert útistandandi við stúdent- ana, síður en svo, Þeir halda aðalhátíð einu sinni á ári og gefa þá út blað. Nú skyldi maður halda, aö þegar stúdentar — „blóminn af íslenskum æskulýö" eru þeir venjulega nefndir — leggjast á eitt til þess aö gefa út eitt aöalblaö, einu sinni á ári, mundi þar gefa á aö líta eitthvað nýtt, eitthvaö djarft og skemmti- legt, óvanalegt. En margt fer ööruvísi en ætlað er. Þar voru eitthvaö um tuttugu kvæöi, aö jeg held, jeg týndi blaöinu og taldi ekki kvæöin. Og þau voru öll í þessum venjulega dúr, eöa rjettara sagt moll, þar vantaði hvorki „Vornótt“ nje „Sumar- kvöld" og kyrfilega hugsa jeg aö „Horfnar ástir" hafi setið þar á sínum staö, þó aö jeg muni þaö ekki. Öll voru skáldin sem jeg las þar full af heilagri alvöru, engum stökk bros. Ekki svoleiðis, þetta var allt sauömeinlaust og hneyxlaöi engan. En vei þeim, er ekki veldur hneyxlunum. Betra> væri honum aö skrifa eins og Þórbergur eða Kiljan, svo aö einhver nenti aö lesa þaö, þó aö útí kynni aö slá fyrir honum viö og viö — hvar vorum viö nú aftur? Jú, jeg var að skrifa um Stúdentablaöiö, til þess aó sýna, hvernig „bókmenntirnar“ liggja eins og farg á hinum mentaöa æskulýð landsins. Jeg sný mjer svo aftur aö skólunum. Húmanistarnir segja, aö þeir sem þurfi endilega aö læra þessa stæröfræöi og eðlis- fræöi eöa hvaö þaö nú er, geti þá farið í stærðfræðideildina í mentaskólanum. En þetta er alveg rangt. Bæöi er þaö, aö skólarnir eru tveir, hvor á sínu landshorni, en stærðfræðideildin ein, og svo miklu frekar hitt, aö þaö er eigi von á því, að unglingar um fermingu, sem nú taka gagnfræðapróf, geti strax áttaö sig á því, hvorn veginn þeir eigi aö fara, og leiti því heldur til hinnar deildarinnar, þar sem þeir eiga frekar von á feitum vitnis- buröum, án þess aö þurfa aö gera sjer þá fyrirhöfn aö setja sig inn í greinir, sem þeim veitist erfitt að læra. Þar þurfa þeir ekki annað en fletta upp í oröabók- um, og sjá! Þær leysa fyrir þá öll próblem. Er þaö ekki munur? Þó er mjer ekki grunlaust um, aö ýmsir nemendur máladeiidanna í menta^kólanum hjerna hafi eitt- hvert hugboö um, að hjer sje ekki alt meö feldu, en þaó er varla hægt að snúa viö, þegar búið er aö velja. Þeir veröa að halda áfram meö sínar smásög- ur og sín kvæöi, á latínu, ensku, þýsku, frönsku, dönsku og ís- lensku, eintómar smásögur og kvæöi, því aö efni kenslubók- anna er aldrei annaö. Annars hefi jeg heyrt, aö í nágrannalöndunum sjeu ný- mála-deildirnar langmest sóttar af kvenfólki, sem leiti sjer svo atvinnu viö skrifstofustörf og þessháttar að afloknu stúdents- prófi. Sjeó hefi jeg sjálfur skólaskýrslu frá Danmörku, þar sem í máladeild var einn karl- maöur, hitt alt kvenfólk, en í stærófræöideildinni voru tómir karlmenn. Og mjer hefir verið sagt af kunnugum að í enskum skólum sje algengast aö karl- menn sæki stærðfræðideildirn- ar, þá fornmáladeildirnar, en síöur hinar. En hjer er alt ööru máli aö gegna, því aö hjer svífur „bókmenta“-andinn yfir vötnunum. Þaö er nú af sem áöur var. Þaö stendur einhversstaðar í mínum historíubókum, aö viö innganginn aö skóla Platons í Aþenu hafi verið letruö oröin: Þessum oröum ættu nú húmanistarnir okkar aö víkja við, og letra yfir útganginn úr sínum skolum: Þýöing á grísku setningunni: 1. Enginn, sem ekki þekkir geometríu, skal koma hér inn. 2. Enginn, sem þekkir geo- metríu, skal koma héöan út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.