Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 4
„Almennt vidhorf var sjálfsagt hér eins og viöast, aö kvenfólk ætti fyrst og fremst aö hugsa um Það aö gjftast og helga sig síöan heimilisstörfum. Ég fór út í Þetta nám fyrst og fremst vegna Þess aö mig langaði til Þess og meö Þaö fyrir augum aö verða kennari. Þaö var mitt áhugamál.“ r » ‘ “n BEIÐ MÍN ENGIN QTADA oixHyíi og heldur var dapurlegt að koma heim” segir ANNA BJARNADOTTIR ra. æm var meðal stofnenda og í fyrstu stjóm Félags íslenzkra háskólakvenna, — og hafði þá lagt stund á málanám í Englandi Viðtal: Hulda Valtýsdóttir KVEN- STÚDENTA- FÉLAGIÐ 50ÁRA Þaö Þótti vissulega nýlunda ó fyrsta fjóröungi þessarar aldar aö íslenzkt kvenfólk færi utan til háskóianáms. Allnokkrar konur luku að vísu stúdentsprófi en flestar létu Þar viö sitja. Anna Bjarnadóttir fyrrverandi kennari og prófastsfrú í Reykholti er ein Þeirra, sem lét sér ekki stúdents- prófiö nægja en fór í Háskólann hér og hélt síðan utan til frekara náms árið 1919. Arið 1928 var stofnaö hér Félag háskólamenntaðra kvenna. Það félag var síðar opnað Þeim sem lokið höfðu stúdentsprófi og heitir félagið síðan Kvenstúdentafélag íslands en Félag háskólamennt- aöra kvenna er deild í pví. i vor átti Þetta félag 50 ára afmæli og var Þess minnst á sínum tíma. Anna Bjarnadóttir var ein Þeirra kvenna sem stofnuðu Þetta félag, var reyndar frumkvöö- ull að stofnuninni og fyrsti ritari Þess. Við heimsóttum hana á dögunum á heimili hennar við Miðbraut á Seltjarnarnesi og báöum hana aö segja okkur svolítið frá námsárunum og viö- horfi almennt áður fyrr til mennt- unar kvenna. Anna er fædd í Reykjavík 11. júlí 1897. Hún er dóttir dr. phil. Bjarna Sæmundssonar, kennara og fiski- fræðings og konu hans Steinunn- ar Sveinsdóttur. Dr. Bjarni var eins og kunnugt er lengi kennari við Menntaskólann í Reykjavík og menntaskólanám hefur pví sjálf- sagt verið ofarlega á baugi á heimilinu. Við spurðum Önnu hvort faðir hennar hefði fyrst og fremst hvatt hana til náms. „Hann var því fylgjandi a'ð viö systurnar öfluðum okkur menntunar, en aöallega var það móðir okkar sem hvatti okkur. Hún vildi að viö gætum staðiö á eigin fótum og hefur verið á undan sinni samtíö hvað það snerti. Kristín, systir mín, sem var tíu árum yngri en ég, hætti þó námi eftir gagnfræöapróf og iöraöist þess síöar. Hún varð ekkja meö fjögur börn og þurfti að sjá fjölskyldunni farborða." „Nú laukst þú stúdentsprófi árið 1916 með ágætiseinkunn. Það hlýtur að hafa þótt til tíðinda, ekki síst þegar kona átti í hlut?“ „Jú, ég átti auðvelt með að læra tungumál og stæröfræði. Mitt gáfnafar er þannig. Eg hugði líka á frekara nám strax eftir stúdentsprófið en átti ekki margra kosta völ. betta var á stríðsár- unum og foreldrar mínir þorðu ekki aö láta mig „sigla“ eins og þá var sagt. Ég fór því í norrænu deildina viö Háskólann hér og var þar viö nám í 3 ár. Þá var engin B.A. deild viö Háskólann og málakennsla var öll í norrænu deildinni. Þegar ég hóf þar nám var Björn Olsen aöalkennarinn í norrænum fræð- um oröinn veikur og því sú kennsla nokkuö í molum. Ég sótti einkatíma hjá honum um hríð, en hann kom ekki aftur til starfa viö skólann og andaðist skömmu síðar. Viö deildina störfuöu þó ýmsir ágætir kennarar sem mér eru minnisstæðir t.d. Bjarni frá Vogi sem kenndi miöaldalatínu, Jakob Smári, sem kenndi setningafræöi og Alexand- er Jóhannesson, sem kenndi saman- buröarmálfræöi. Svo og danski sendi- kennarinn, Holger Wiehe. Þriöja áriö sem ég var við nám kom Sigurður Nordal til starfa. Þá komst kennslan í norrænum fræöum í fast form á ný. Hann hélt fyrirlestra og setti okkur fyrir um ritgerðarverkefni. Meö mér í deildinni voru ágætir menn. Vilhjálmur Gíslason fyrrv. út- varpsstjóri, Pétur Sigurðsson, háskóla- ritari, Björn Karel, Arnór Sigurjónsson og Þorbergur Þóröarson. Þessi ár eða 1917-1918 vann ég líka viö oröabók Sigfúsar Blöndal — og reyndar aftur síöar áriö 1923 úti í Kaupmannahöfn. Ég vann viö aö „redigera" eins og kallað var, eöa hljóðmerkja orö eftir framburöi, setja viö þau framburðartákn og danskar þýöingar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.