Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 6
þessarar gjafar. Þó kom þaö óneitan- lega flatt upp á mig, þegar hún baö mig aö afhenda andviröi herbergisins á skrifstofu Háskólans daginn eftir stjórn- arfundinn, en þú átt leið þangað, fyrst þú ferð í tíma í fyrramálið, sagði Katrín. — Mér var eiginlega hálf um og ó aö vera með þessa fjárhæð í peningum í töskunni minni, fyrst heim um kvöldiö fótgangandi úr austur- í vesturbæinn og síðan í skólann daginn eftir. — Kynni mín af félaginu á háskólaárun- um uröu ekki önnur en þessi, lítið var um fundi eða aðra samveru, en þau uröu mér vissulega minnisstæð og traustvekjandi, þaö finnst mér, þegar ég lít til baka. — Það liöu þó mörg ár, þangað til ég hafði aftur afskipti af félaginu, enda var á tímabili talsverð lægð í öllu félags- starfinu. Það var eiginlega ekki fyrr en félaginu var markaöur ákveönari starfs- vettvangur — sá, aö styrkja konur til háskólanáms utanlands og innan, sem aftur kom fjörkippur í félagsstarfið. Þaö reyndist þá auðveldara að fá konur til starfa, þvi flestar okkar þekktu það, að kvenstúdentum var all mikiö mismunaö við styrkveitingu af almannafé. — Margs skemmtilegs er óneitanlega að minnast í sambandi við styrkina m.a., aö við fórum ekki allskostar troðnar slóðir í öflun fjár. Þannig voru m.a. skipulagöir erindaflokkar fyrir útvarp og útbúin samfelld útvarpsdagskrá. Meö þessu var ekki einungis aflað fjár, sem rann í styrkjasjóö, hitt var ekki síður mikilsvert, að margar konur fengust til aö tala um hin margvíslegustu efni, og var það út af fyrir sig mjög þarft verk að laða fleiri hæfar konur aö útvarpinu, því þaö var sannarlega ekki daglegt brauö fyrir svo sem tuttugu árum, aö konur létu mikiö í sér heyra sérstaklega um fræöileg efni og má þó bæta viö, að meira mætti frá þeim heyra enn þann dag í dag. Eins og fram hefur komiö áður voru þaö 6 háskólamenntaðar konur, sem komu saman til aö stofna íslenzkt félag háskólakvenna 7. apríl 1928, öllu fleiri hafa þær ekki verið á landinu þá. Það hefur því sannast máltækið okkar, að mjór er mikils vísir, því nýlega var greint frá könnun, sem náði til 900 háskóla- menntaöra kvenna. — Enda þótt viö getum ekki þakkaö þennan vöxt okkar félagi, þá hefur þó félagiö reynt af fremsta megni að gæta hags mennta- kvenna á ýmsa lund, oft í samvinnu við önnur kvennasamtök, eins og rakið hefur verið. Mín fyrstu kynni af félaginu uröu einmitt í sambandi viö visst hagsmuna- mál okkar kvenstúdenta, meðan ég var við nám í háskólanum. Á þeim tíma var verið aö safna fjármunum til byggingar Nýja Garðs. Stjórn Kvenstúdentafé- lagsins, sem ég átti þá um tíma sæti í, ákvaö aö gefa andviröi eins herbergis, en gjöfinni skyldi fylgja sú kvöð, að kvenstúdentar ættu jafnan forgang að herberginu, ef þær sæktu um Garðs- vist. Vegna fæöar kvenstúdenta í Háskólanum haföi sjálfsagt ekki reynt á það hvort Garðsvist væri þeim heimil eða ekki, en kvenstúdentum var nú farið að fjölga talsvert, svo félagsstjórn- inni var það kappsmál að tryggja þeim þau hlunnindi sem Garðvist óneitanlega var og er. — Ég minnist þess, að við veltum því nokkuð fyrir okkur, hvort gjöf okkar með þessari kvöð yröi þegin eða ekki, en aö sjálfsögöu var hún þakksamlega þegin og athugasemda- laust. Hinsvegar var það ekki þegiö, að félagið útbyggi herbergið meö hús- gögnum, eins og áformað hafði veriö og raunar safnað fjármunum fyrir. — Öll herbergin skyldu vera eins og svo varð. Formanni félagsins — Katrínu Thor- oddsen lækni — fannst ástæöulaust aö gera nokkuö veður út af afhendingu Ragnheiður Guðmundsdöttir augnlœknir Stjóm Kvenstúdentafélagsins ásamt Önnu Bjarnadóttur. Taliö frá vinstri. Fremri röö: Halla Sigurjónsdóttir, Ingíbjörg Guðmundsdóttir formaður félagsins, Anna Bjarnadóttir, Signý Sen og Steinunn Einarsdóttir. Aftari röö: Nína Gísladóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Erna Erlendsdóttir, Brynhildur Kjartansdóttir, Bergljót Ingólfsdóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Ragnheiöur Guðmundsdóttir. MINN- INGAR UM LIÐNATIÐ MEGA EKKIVERÐA ALLSRÁÐANDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.