Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 10
TIZKA QG TIDARANDI Eftir Fríði Ólafedóttur fatahönnuð Frá tíma Maríu Antoinettu. Hér er hattur sem eitthvað kveður að. Englendíngar um 1880. Búninga og hatta af þessu tagi kannast flestlr við úr sjónvarpsmyndaffokknum um Onedin skipafélagiö. Höfuöbúnaöur er og hefur verið notað- ur ýmist til skjóls eöa skrauts eöa hvort tveggja. Þar sem hann er skjóls er hann mismunandi eftir hitabeltum og árstíðum og eftir því hvort hann á aö skýla aftari hluta höfuðs eða andliti t.d. fyrir sólu eða báöu fyrir kulda. Hiröflokkar og jarðyrkjuþjóöflokkar létu sér nægja aö leggja einfalda klúta, sem haldið var föstum með renning um höfuöiö (Japanir, Kínverjar, Indverjar). Aðrar þjóðir vöfðu höfuö sitt með stórum dúk (túrban), sem þeir jafnvelt skreyttu meö demanti (Persar). Hver fjölskylda hafði sínar venjur í fellingum og vafningu túrbansins. Stríösþjóðflokkar og veiöi- menn vöktu meiri athygli á höfuöbúnaði sínum þ.e. hann var þeim bæði hlífðar- búnaðar og valdatákn. Indíánar Norð- ur-Ameríku nota t.d. aöeins fjaðrir sem höfuöbúnaö eins og þeir vilji hafa þær sem tákn hraðra hreyfinga sinna. Áður var höfuöbúnaður því eingöngu notaðúr í hagnýtum tilgangi. Undantekning var stríöshjálmar eöa stríöstákn, sem ekki voru aðeins til hlýfðar gegn óvini, heldur og sem tákn um mannlegt hugrekki. Á miðöldum fengu höfuðföt mismun- andi lögun, svo sem hálfkúla, sýlinder, keila eða pýramidi og voru um leiö mest notuð sem íburður eða montbúnaður skreytt með fjöörum, böndum, perlum og jafnvel demöntum. Á 15. öld lýsti Gottskálk nokkur Hollen höfuðbúnaði heimsdömu þeirra tíma á þessa leið: „í 1. lagi hefur daman karlmannshúfu yfir slöri á höfðinu, í 2. lagi vandlega fellt dýrmætt slör, í 3. lagi þrí eöa fjórfalt silkinet, í 4. lagi gull eöa silfur höfuð-hárnál, í 5. iagi skartgrip á enninu (eöa brjósti), í 6. lagi glansandi hár keypt af látinni dömu og í 7. lagi rósakrans úr kórölum um hálsinn. Þetta þurfti hefðar- konan þá til að skreyta höfuö sitt og 100 gyllini hefði varla nægt henni til þess að afla sér þessa. Höfuöiö prýöa einnig alls konar tákn eöa einkenni fyrir hátíöleika, viröuleika, svo sem í kirkjum eöa til aö gefa til kynna akademiska gráöu eöa vinnustétt i.d. lögmenn, dómara, lögregla, hjúkrunarfólk, bakarar, skátar, hermenn, flugmenn o.s.frv. Ekki hefur sá eöa sú litlu hlutverki aö gegna sem ber kórónu á höföi, því að hún á að gefa til kynna stööugleika, festu, dýrö, mikilvægi og síöast en ekki síst veldi. Allt frá 16. öld og síöan um þriggja alda skeið var Ijós, hár höfuðbúnaöur einkenn- andi fyrir íslenska kvenbúninga. Ljósum efnisdúkum var vafið um höfuöiö, mis- munandi mörgum, eftir því hve hár eða stór höfuðbúnaðarinn átti að vera. Þetta báru konur hér á öllum aldri og var nefnt vaf. Aö mínu áliti er þetta furðulegt höfuðfat fyrir íslenska veðráttu, en það hefur sjájfsagt ekki verið spurt aö því meðan það var í tísku. Á málverkum frá seinni hluta 17. aldar má sjá aö íslenskar konur hafa látið hrífast af erlendum svörtum barðahöttum, sem þær tylltu ofan á vöfin. Álíka var þá gert erlendis. Um svipaö leyti var þá fariö aö nefna þennan höfuöbúnað kvenna hér sem vafinn var úr dúkum fald, krókfaldur, trafafaldur, skrautfaldur eftir gerö þeirra og lögun. Taliö er aö í lok 18. aldar hafi íslenskar konur farið aö bera skotthúfur hverdags í staö faldanna. Þetta voru prjónahúfur en hugmyndina að þeim fengu þær frá prjónuðu höfuðfati karl- manna, einkum húfum skólapilta á biskupsstólunum Skálholti og Hólum. Skotthúfur tilheyrðu þá þjóðbúningum margra Noröur-Evrópulanda og gera enn. Eftir þessum húfum var hverdagsbúningur kvenna hérlendis nefndur húfubúningur eða peysuföt. Kvenhúfurnar tóku margs konar breytingum í tímans rás, skottið lengdist og þrengdist en „lokiö" minnkaði. Seinna voru saumaðar skotthúfur úr flaueli í líkingu við prjónahúfuna. Skott- húfurnar voru skreyttar með mislitum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.