Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1978, Blaðsíða 12
HVAÐ VARÐAR MESTU? Þœttir eftir Margaret Haikola Mörg okkar gera skrá yfir þau störf og erindi, sem við ætlum að reka. Við freistumst til að byrja á auðveldustu viðfangsefnunum í staðinn fyrir þau mikilsverðustu. En þá endist tíminn ekki til að leysa erfiðari verkefnin af hendi. Eiginlega ættum við aldrei að segja, að við höfum ekki haft tíma til að gera eitt eða annað. Við ættum heldur að segja, að við notuðum ekki tíma okkar til þess. Það er alltaf spurningin um að velja - að hafa reglu á hlutunum, þar sem við ættum að setja hið mikilvægasta efst á blað. Hvað við teljum mestu varða, segir ekki svo lítið til um manngerð okkar, þar eð hugsæ markmið eru komin undir mati okkar. Stundum flettum við ofan af okkur vegna þess, að við verðum að velja í skyndi. Hvað er það, sem við viljum fyrst og fremst bjarga í eldsvoða, næst á eftir mönnum og dýrum? Veljum við peninga, erfðagripi, bréf eða...? Fæst okkar verða fyrir svo hræðilegum atburðum, að við verðum að flýja og reyna að bjarga einhverju úr heimili okkar. En öll lifum við minni háttar hversdagsleg atvik, þegar óhjá- kvæmilegt er að velja og gera með því móti út um, hvað okkur finnst mikilvægt eða lítils virði. Við komumst smám saman að raun um, eftir því sem árin líða, að hið mikilvæga felur í sér eitthvað, sem hefur gildi fyrir langan tíma. Sumir menn beina sjón sinni að eilífu lífi, aðrir nema staðar við það sem er þessa heims. Á okkar dögum eru menn neydcþr til í ríkara mæli en áður aö taka afstöðu til ólíkra mögu- leika, vegna þess að um svo margt er að velja. Það á sérstaklega heima á efnissviðinu, þar sem auglýsingar með allar sínar freistingar dynja á okkur. En valið, sem við stöndum frammi fyrir, felur ekki það eitt HVERER í sér, hvernig við eigum að nota peninga okkar, heldur um leið hvernig við eigum að nota tíma okkar. Hvað á dagsverk okkar, að ná yfir umfram hið fasta starf, og hvernig eigum við að verja tómstundum okkar? Það á sér stað, að við byggjum upp nákvæm áform, en þá hefur allt í einu einhverju skotið upp, sem hefur komið okkur til að breyta því, sem við töldum mikilvægast. Ef einhver nákominn manni hefur orðið veikur, skiptir það eitt okkur máli, að hann verði aftur frískur. Ég er fús til þess að leggja til hliðar persónulega smásýslu mína til að hugsa um hann. Hafi mér verið falið starf, sem liggur mikið á að leysa af hendi, læt ég annað sitja á hakanum, sem ég álít skipta miklu máli við venjulegar aðstæð- ur. Það er hugarafstaða okkar hverju sinni sem sker úr um, hvernig við röðum niður á lista okkar, skrifaðan eða óskrifaðan. Því ættum við öðru hvoru að rannsaka okkur sjálf og gefa því gætur, hvernig við breytum röð- inni á skránni. Þá fáum við betur skilið mat annarra manna. Við ættum að hafa augun opin fyrir því, að það getur verið mikilvægt fyrir börn okkar að fást við eitthvað, sem okkur er framandi. Það hefur sannarlega sitt að segja fyrir gamla mann- eskju að fá að tala um sjúkdóm sinn eða þá um dauðann. Það hefur sína miklu þýðingu fyrir húsmóðurina sem vinnur heima, að koma öllu í röð og reglu í klæðaskápnum, engu síður en það hefur mikið að segja fyrir iðjandi karl eða konu að hugsa vel um verkefni sín á vinnustað. Mikilvægt fyrir mig — lítilvægt fyrir náunga minn. Mikilvægt fyrir hann — lítilvægt fyrir mig. Hver og einn er umluktur sínum hring, sem dreginn er upp á þeim miðpunkti, þar sem við sjálf stöndum. Stundum snerta hring- irnir okkar ekki hver annan. En á öðrum tímum skera þeir hver annan, svo að við eignumst sameiginlega stærra eða minna svið. Stattu ekki kyrr í miðpunkti þins eigin hrings, færðu þig heldur öðru hvoru yfir í hring náunga þíns! Það veitir þér nýja sýn yfir verðmæti lífsins og hjálpar þér til að skilja beturþað sem varðar mestu fyrir ólíka menn. Að velja þýðir alltaf að afsala sér einhverju. Tvenns konar vandamál eru til. eigin vandamál og annarra vandamál. 'A Nmar Snirit’ Ærm mwmwwrW Uvfll Mm Carter á göngu til Hvíta Hússins eftir innsetningu í embætti í janúar 1977. Þá var hann bjartsýnn og landar hans geröu sér miklar vonir um betri tíö í Hvíta Húsinu. Aö vera í návist Jimmy Carter sumarið 1975 var eins og aö vera í tómu herbergi. Augnaráöið var flöktandi — þaö voru tveir fölir fiskar í mjög köldu vatni. Hann virtist skellóttur í framan, og lófar hans voru kaldir og þvalir eins og kjallara- veggir. Hann var eirðarlaus eins og strákur, sem er aö horfa á tvísýnan fótboltaleik. Við komum saman í hótelíbúö Carters ásamt nokkrum framámönnum svert- ingja, sem þá voru á ráðstefnu í Atlanta. Þaö virtist veröa lítið úr Carter innan um þessa pólitísku jöfra. Viö virtum hann fyrir okkur forvitnislega. Hann var þá eini demókratinn, sem var tekinn til við aö hrista hendur manna hressilega, ári áöur en flokksþing demókrata skyldi haldið, og þaö virtist síður en svo vera honum auövelt — hann var hálfvand- ræöalegur við þaö. Svo stóð hann upp á stól og setti upp alvörusvip. Hann sagði nokkur orð fremur skrækum rómi. Svo sagöi hann: „Þegar ég er orðinn forseti...“ Blökkumennirnir, sem í fyrstu höfðu verið ósnortnir, tóku aö líta hver á annan. „Þegar ég er orðin forseti.. .„ Ég sá kímnina smám saman brjótast fram í svip blökkumannanna, þangað til hún varö að þöglum hlátri i augum þeirra. „Þessi hvíti náungi er ekki meö öllum mjalla." 1 apríl árið eftir stóö kosningabarátta Carters yfir í Pensylvaníu, en þar áttu þá að fara fram forkosningar þær, sem urðu til þess aö ryðja síðasta keppinautnum úr vegi og tryggja Georgíumanninum út- nefningu Demókrataflokksins. Að vera i návist Cartersþá, sagöi einn af aöstoöar- mönnum hans, „var eins og aö vera í flugstjórnarklefa stórrar þotu.“ Það er stórathyglisvert að fylgjast með því, hver áhrif nálægö valds hefur á menn. I Pennsylvaníu geislaði af Carter. Það suðaði í honum eins og rafali. Það hefði verið hægt að unga út eggjum í þeim pólitíska hita, sem af honum stafaði. Nú fór þetta stórmenni um meö fullskipuðu fylgdarliöi frá fjölmiðlum, langri lest af ómissandi fréttamönnum með viðeigandi áhöld, tæki og snúrur. Carter hafði gjörbreytzt. Það var fremur hjartnæmt en furðulegt að sjá þessar breytingar. Hann var orðinn að goðsagnarpersónu. Það var húsfyllir í feikistórum sal í Philadelphíu og eðlilegt hefði verið, að mannfjöldinn hefði verið hömlulaus og ekki látið að neinni stjórn, en hann var rólegur, eiginlega blíður á svip, fullur lotningar og eftirvæntingar. Ef baptistar notuðu reykelsi á samkom- um sínum, hefði ilmurinn af því fyllt loftið þarna. Þegar Carter stóð svo upp á stól og hóf bænasöng sinn um „ráðvendni... hreinskilni... samúð ... flekkleysi...“ bandarísku þjóðarinnar, hljómaði það eins og fagnaðarerindi. En Carter hafði lært ýmislegt. Nú sagði hann: „Ef ég verð forseti...“ XXX Vegna hinnar sérstöku og stundum áhrifamiklu atburðarásar, sem leiddi Carter til Hvíta hússins, þegar þessi utangarösmaður frá Sléttunum sagðiAmeríku eftir Vietnam og Water- gate, að hún gæti orðið yndisleg aftur, vakti hann óvenjumiklar vonir. En mikiö má vinna og miklu tapa á skömmum tíma í hinum æðislega breytilega heimi stjórnmálaflokkanna — ekki sízt Demó- krataflokksins vegna sundrungarinnar á síðustu árum. Þegar forsetaembættinu hefur verið náð, krefst það hæfileika og gáfna, sem eru allt öðruvísi en þeir eiginleikar, sem nauðsynlegir voru til að vinna kosningarnar. Ari eftir embættistöku Carters geta Bandaríkjamenn aðeins vonað, að hann búi enn yfir hæfileikum til að gjörbreyt- ast. Á leikhúsmáli — en Carter blandar illa saman leik og látbragði og veruleika, af því að það var leikur og látbragð, sem færði honum sigurinn — var fyrsta ár hans lítt sannfærandi, ruglingslegt og í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.