Lesbók Morgunblaðsins - 30.07.1978, Blaðsíða 11
í morgunsárið á Patreksfirði.
dyrunum og út í vont flugveður (hann
ætlaði beint um borð í flugvél, sem b'eið
á vellinum): „Ég vona, að þú fiskir nú vel
á Selfossi Nonni“.
Þessu var lokið. Svo mikið er víst, að
þessi snerra við útgöngudyr Félags-
heimilisins á Patró í landlegu minnti
einhvern veginn á suð-suðvestan ...
óveðrið úti fyrir Vestfjöröum, þegar allra
veðra er von eins og menn telja fyrir
vestan.
Jón Magnússon — hvílíkt heljarmenni
og persónuleiki samkvæmt því, hvergi
smeykur hjörs í þrá. Okkur vantar
svoddan Pattona til aö bjarga þessari
svokallaðri þjóð okkar, sem er að koðna
niður í væl og veslældardóm — sjálfir
afkomendur víkinganna (?) Manni gazt á
vissan hátt vel aö Jóni þrátt fyrir allt, enda
er hann skyldur góðu fólki af Rauðasandi,
sem þjóðin þekkir, þeirra á meðal dr.
Kristin Guðmundsson, fyrrv. utanríkisráö-
herra og þeim bræðrum hans Einari Th.
héraðslækni heitnum á Eyrarbakka og fl.
— þeir bræöur allir heiðursmenn.
Fundurinn hafði staðið lengi og mál að
taka á sig náðir. Bekkurinn góði frammi
í stafni beið með sitt ullarteppi og svæfil
útprjónaðan af La petite dótturinni með
kisumynd á og einhverju ööru, sem minnti
á annað kært. ÍS-þrettán fór með friði
þessa nótt — aðfaranótt mánudags.
12. júní.
Mánudagur rennur upp. Landlega enn.
Skakformenn á stjái á bryggju. Flotinn er
kyrrlætislegur. Sama veðrið hélzt. Gengið
í land. Verzlað svolítið. Lagt inn póstkort.
Hringt í hvelli í fjarlægan staö. Svo var
tekið hús af prófasti Þór, þ.e. Þórarni vini
og hans heiðurskonu úr Rvík. Þar var
haldið áfram að skrifa þessa grein á milli
þess sem kaffi var drukkið. Upp úr hádegi
eöa síöari hluta dagsins er kapteinninn
hittur aö máli um borö. Þá er aftur farið
í land án einkennisbúnings en í góðri
peysu og seigum stígvélum. Forláta
bakkelsi bakað á Patró keypt með kaffinu
og eitthvað bætti Raven (Rafn) við
kostinn. Hann var farinn að búast við enn
lengri útilegu en hann hafði ráögert. Aldrei
aö vita, sagði hann.
Svo leiö dagurinn við skrif og skissur og
jákvæöa hugsun. Nóttin kom, farið að
sofa.
13. júní.
Beöið eftir veðurfregnum kl. 10:10.
Hann spáir áframhaldandi suövestan.
Kapteinn sér aö þaö ætlar ekki að gefa.
Fyrst er tekið vatn. Svo er strikið tekiö alla
leið noröur úr út af Hornbjargi. Það er
áfangi.
Það var lens. Alla leiðina héldum viö
sama kúrs um tvær mílur alla leið inn fyrir
Straumnes. Við höfðum farið þessa leið í
vondu veðri á leið á mið á Breiðafirði, en
höföum orðið að leita skjóls á Patreksfiröi
og höföum fengiö heldur lélegt fiskerí út
af Blakki í Patreksfjarðarflóa, og nú var
haldið á önnur mið norður og austur af
Bjargi. Þetta er töluverö leið eins og allir
vita og nú var þetta róleg sjóferð og
veðrið skánandi.
Við siglum fyrir Djúpið og þegar
Aðalvíkin var aö opnast þá var komin sól
eins og af guöi send. Þá var reynt að festa
allt á blað í myndum.
Ritur, Látrarbjarg, og síðast Hornbjarg.
Á leiðinni við Straumnes liggur Gamli
Goöafoss, sem strandaði þar 16. nóv.
1916. Hvernig hann strandaði verður fólk
að lesa um m.a. í Öldinni okkar.
Vitavörður í Hornbjargsvita er rit-
höfundurinn Jóhann Pétursson karakter á
heimsmælikvarða, sem þorir að standa
einn. Ritsmíöarhöf. langaöi til að heyra í
gömlum félaga sínum gegnum talstöö.
Rafn var svo elskulegur að leyfa slíkt. Því
fór nú verr, að skáldið og ævintýramaður-
inn var ekki heima — haföi brugöið sér
suður í erindagjörðum og annar maöur
haföi leyst hann af um hríð. Kapteinn bað
um skilaboð frá bátsmanni sínum Stein-
grími Sigurðssyni til Jóhanns vitavaröar.
Það lá við, að sá, er þetta ritar, yrði ekki
eldri við þessa meldingu kapteins Rafns,
en heldur var hann þó upp með sér en
hitt.
Klukkan var um átta, þegar staðar var
numið beint út af Horni. Þar létum við
reka og byrjuðum að renna fyrir fisk.
Eitthvað fengum við, en allt of fáa væna.
Kvöldsólin yljaði. Hún var logabjört og
varpaði gulli og silfri á hafflötinn, sem var
örlítið yrjóttur.
Miönætursóla út af Horni. Þaö er
reynsla og ekki hægt aö lýsa í orðum í
hæsta lagi í mynd í litum.
Laust eftir átta þá um kvöldið haföi
Rafn að vísu sett í gang og leitað að
fisklóðungum (sýni í fisksjá og í dýptar-
mæli.) Sjórinn var óvenju kaldur eöa fjórar
gráður, en venjulega er hann átta gráður
á þessum tíma árs.
14. júní.
Veðrið um nóttina hafði verið gott,
hægviðri og sjór hélzt sléttur. Um
morguninn var keyrt 33 mílur austur af
Horni út á Hornabanka. Þegar þangað
kom, var rennt fyrir fisk og skakaö og
skakað. Eitthvað veiddist hjá okkur þrem.
Um hádegi þennan dag fer hann að
hvessa aö norðaustan. Upp úr hádegi,
hvessa, komin norðaustan helvizk bræla
og fljótlega orðið ófært veiðiveðut og
varla hægt að skaka í þessu veðri.
Talsstöðin hafði verið í gangi sem
jafnan og nú var talað og talað:
„Það koma svona rennsli annað slagið
— það er svona svipað og í gær — það
er frekar smátt" Þetta segir einn.
Annar spyr: „Hefurðu ekkert tengið?"
„Fjögur htindruö kíló — þetta er ekki
neitt — þetta getur kannski lagast"
Svo segir sá þriðji: „Heftirðu verið að
kroppa eitthvað í morgun?"
„Það er tómur ræfill. Ég veit ekki, hvað
á að gera í þessu."
Hinn segir: „Þú ert örtigglega með betri
fisk en við Bjössi. Það kemur stór fiskur
annað slagið."
Svo fóru menn og bátar að tygja sig til
heimfarar. Kapteinn og menn hans á
ís-þrettán hífðu inn, stokkuðu tipp
veiðarfæri. Fiskurinn ísaður út í stím. Frá
því kl. tvö til sjö var látið reka og sjá, hvað
yrði úr veðri og hlustað á veðurfregnir.
Um kvöldverðar-leytið var endanlega
ákveðið að halda heim.
Fleiri bátar voru á heimleið. Sjór úfinn
og bátar sumir áferðarfallegir Það var
eins og sunuim þeirra lægi á heim,
kannski til kvenna sinna (þar er átt við
sæfarendur) — hver veit.
Við Ritur var höf. falin stjórntæki.
Heiður að honum fannst. Það var komin
nótt og svartalogn. Kapteinn og Gunnar
ungi sváfu á sitt eyra.
Tilhlökkun að koma heim að endaðri
ferð. Þetta hafði verið fjör sem betur fer.
Kapteinninn var ræstur mitt á milli óttu
og miðmorguns.
Plássin Skálavík, BOlungarvík, Hnífsdal-
ur og þá isafjöröur eru upptendruð í
morgunsól
Rafn gengur að talstöðinni rétt áður en
hann rennir up aö bátabryggjunni, grípur
um míkrafóninn og mælir fram:
„isafjörður Radio isafjörður. Gunnar
Sigurösson. Verðum í höfn eftir tíu
mínútur . . Þakka þér fyrir."
Skrifað um borð í is—13, 11—15. VI
og í Bjarkarlundi í byrjun júlí 1978
stgr
í RAUN 6' Þðttur ettir
0G VERU Margaret Maikola
Allir menn verða fyrir þjáningu í einni
eða annarri mynd. Ýmist kemur hún
snögglega yfir okkur eöa hún veitir
okkur sársaukafullan umhugsunarfrest.
Það er eölilegt að finna til ótta frammi
fyrir þjáningunni. Ég óska, að ég gæti
sagt við annan mann: „Óttastu ekki það,
sem þú verður að þola," en oröin heimta
framhald til þess aö vera sannfærandi.
Ég verð að tala um, hvers vegna hann
þurfi ekki að óttast.
Þjáningin er af ýmsum toga. Stundum
eigum við heldur að reyna að ryðja
orsök hins illa úr vegi en hjálpa manni
til aö ganga undir ok hennar. Oft er þó
þjáningin óhjákvæmileg, eins og þegar
um sjúkdóm er aö ræða.
Ég á vinkonu, sem bíöur þess að vera
skorin upp. Ef til vill hjálpar það henni
ekki, þótt ég segi að flestir sleppi vel frá
því. Sjúkdómur hennar getur líka verið
svo alvarlegur, að það væri ekki satt.
Verkefni mitt sem vinkona eða vanda-
bundin er ekki alltaf það aö auka
lífskjark hennar. Stundum verð ég að
hjálpa henni til að öðlast styrk frammi
fyrir dauðanum.
Ég vil einmitt reyna að veita mönnum
öryggi, en öryggiskenndin er ekki
eingöngu fólgin í tryggingu fyrir ))ví að
sleppa lifandi frá þjáningunni. Ég má
ekki einungis tala um þá tíma, þegar
þjáningin er liðin hjá. Hughreysting mín,
að óttast ekki þjáninguna, má ekki hafa
viðaukann „brátt er tími þjáningarinnar
liðinn hjá og gleymdur," heldur „þú hefur
öðlazt nýja lífsafstöðu sem viö hlið
hinnar neikvæðu reynslu geymir og
möguleika að einhverju jákvæðu.
Margir af okkur hafa séð eftir á, að
þeir hafa lært ýmislegt í þjáningunni. Sá
lærdómur kom ekki allt í einu, er byrðin
varð léttari, heldur óx hann hægt í hvert
skipti, sem okkur heppnaöist að komast
yfir einhverja hindrun á vegi lífsins.
Stundum höfum við ekki mátt í okkur að
komast yfir hindrunina, heldur vikum við
undan, en þá fundum við, að vaxtar-
möguleikinn var tapaður.
Við spyrjum oft um tilgang þjáningar-
innar. Ekkert algilt svar getum við gefið,
en við getum sagt, að þjáningin veitir
okkur tækifæri til þess að vaxa, dýpka.
Hún veitir okkur meiri innsýn en nokkur
önnur reynsla.
Þjáningin er einn af skilmálum lifsins.
Hún er brot af margslungnu tilfinningalífi
okkar, sem felur í sér allt milli gleöi og
sorgar.
Við skulum muna, að sú þjáning, sem
felst í líkamlegum sársauka, þjónar lífinu
í raun og veru. Ef við fáum illt í fingur,
felur það í sér aðvörun. Misstum við
möguleikann að finna til. gæti bólgan
breiðzt út og skaðað allan líkamann.
Það sem gildir um líkamlegan sársauka
á aö vissu leyti líka heima um sálina. Við
verðum að reyna aö bæta úr.
Þegar þjáningin hefur veitt okkur vöxt
hið innra, fær hún einnig þýöingu utan
okkar sjálfra. Við getum betur skilið og
hjálpað öðrum mönnum, sem hafa við
örðugleika að stríöa. Ef maður verður
fyrir líkamlegri þjaningu, fáum við bent
honum á, hvernig hugsanalítið getur
veitt honum styrk. Ef hann reynir
andlega þjáningu, fáum við vísað til
þess, hvernig þjónusta í verki getur
aukið honum kraft. Þungi þjáninga
manns fær jafnvægi í krafti, sem
upphefur, svo að hann megnar að þola
erfiðleika sína.
Upp úr þjáningu mannsins getur
sprottið kraftur, sem verður öðrum til
blessunar. Sá kraftur fær borizt frá
manni til manns, svo að hann nær lengra
en svo að hægt sé að greina áhrif hans.
Við vitum, að í nær tvö þúsund ár hafa
menn öðlazt hjálp fyrir kraftinn, sem
spratt upp af þjáningum Krists.
Þjáningin beinir hugsununum inn á viö.
Hver skuggi vitnar um Ijós. Hver
sársauki vitnar um lif.