Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1978, Síða 9
Ipanema er eitt af fínustu hverfum í Rio de Janeiro. Náttúran gefur pessari borg hinn óviöjafnanlega blæ. Höfundur að þakka á sinn hátt fyrir afbragðs máltíö á matsölustað. Þær eru hressar og kátar pessar bráðfallegu stúlkur og bera gjarnan norræn nöfn eins og Krímhilda eða Ingeborga. Arembepe í Bahía voru þar allir þorpsbúar komnir til aö taka þátt í leitinni. Blásnauöur almenningurinn ferðast í langferöabílum um landið, oft með aleigu sína í einum poka. Á þessum feröum gefst gott tækifæri til aö kynnast þjóöarsálinni á löngum leiöum eins og t.d. milli Rio de Janeiro og Salvador da Bahia í noröaust- ur Brazilíu, um 1700 km leiö eöa 32 tíma akstur. Þar sá maöur ekki ósjaldan gamlan fátækan bónda úr þurrasvæöum í norðausturhéruöum landsins á atvinnuleit suður, opna poka sinn og deila því litla sem hann var með út til feröafélaga sinna. Og síöast en ekki síst: lífsgleöin. Brazilíubúar viröast vera fæddir með þann eiginleika að kunna aö gera sér dagamun. Þaö er ekki aðeins á stórhátíö- um eins og á Karneval í Rio, þegar þessi eiginleiki kemur fram. Hann sést í aumasta fátækrahverfi þegar nokkrir 10—12 ára snáðar slá sambataktinn á gömlum ryðguðum olíutunnum, það sést í garöveizlunni í Rio de Janeiro þegar „jet l set“ fólkiö stígur dansinn og þaö sést á verkafólkinu úr fataverksmiöju í Salvador, sem er aö fara í eins dags skemmtiferö út á ferjubátnum. Þegar það „marserar“ með sína sambahljómsveit syngjandi, dans- andi og hlæjandi um borö, er unun aö horfa á alla þessa kaffibrúnu skrokka iðandi af músík. Ennfremur sést lífsgleöin hjá listamanninum og vini mínum Jean Jacques sem býr í pínulitlu húsi á pálmaströnd í Buzios viö Atlantshafið, er hann galdrar fram á augnabliki Ijúffeng- asta matinn, fyrir 15 manna hóp sem er kominn í óvænta heimsókn. Frumskógar, hestaslóöir, strákofar á pálmaströnd Náttúrufegurð er mikil í Brazilíu, en túrisminn er til allrar guöslukku ekki nema rétt aö byrja. Sum svæöi hafa fram á okkar daga veriö gjörsamlega sambands- laus viö umheiminn. Þannig er t.d. fyrst núna verið aö byggja Transamazonica, þaö er um 12.000 km bílvegur meö hliðargötum upp meö Amazonasfljótinu frá Atlantshafi til Andesfjalla og er mesta stolt stjórnvalda þar í dag næst á eftir byggingu höfuöborgarinnar nýju inn í landi. Sagt er aö hér sé verið aö afhjúpa síöustu leyndardóma jaröar og sem dæmi má nefna aö viö byggingu vegarins uppgötvaöist fljót á stærö viö Rínarfljót, sem menn vissu bókstaflega ekkert um fyrr. Gaman heföi veriö aö sigla niöur Amazonasfljótiö á kajaknum mínum en þaö verður aö bíöa betri daga. En Brazilía er stórt land. Þaö er stærra aö flatarmáli en öll Evrópa, um 8 millj. ferkílómetra og hafi maður áhuga á ósnortinni náttúru þá er hún svo sannarlega aö finna hér. Þaö er ævintýri líkast aö fara leiðangra inn t' landið og þræöa þar t.d. fornar hestaslóöir í fjalllendum Minas Gerais, þar sem dagleiðir eru milii bæja og fólkiö meö afbrigöum gestrisiö eöa „uppgötva" eina af hinum endalausu pálmaströndum þar sem harösnúnir fátækir fiskimenn í sólbökuðum strákofum sínum eru aö búa sig undir veiöiferð út á hafiö í opnum eintrjáningum. Götumynd frá Ouro Preto. Hér ræður einfaldleikinn. Rauöbrún stölluð þök, hvítkalkaðir veggir, allir gluggar í sömu stærð. Ekki er annað að sjá en petta sé hiö skemmtilegasta umhverfi. 16*. Do PMSO IGI&SÍA Oo OMLM 0 IG*. ÞOS.PRStoSL Þök og kirkjuturnar í gamla miðbænum í Salvador. Hin horffna list indíána, arfurinn frá Afríku og byggingarlist frá Portúgal Ólíkt og í Andesfjallalöndunum Bolivíu, Perú og Ekvador, þar sem list indíána er fram á okkar daga mjög áberandi í daglegu lífi — sbr. vefnaö, skartgripi, muni úr tré og leir — leitar maður árangurslaust eftir slíku í Brazilíu. Sem dæmi má nefna aö bróöir minn sem vann í þrjú ár í gullnámubænum Líma í fylkinu Minas Gerais lenti í stökustu vandræöum aö byggja kennslu sína á fornum hefðum þegar hann kenndi bláfátækum námuverkamönnum úr gull- námum eins konar heimilisiönaö til að bæta lífsafkomu þeirra. Ástæöan er víst sú aö indíánar í Brazilíu hafa — burtséö frá nokkrum tiltölulega fámennum flokk- um í afskekktum svæöum Amazonas- frumskógarins — blandast gjörsamlega hinum nýju landnámsmönnum, þ.e. Portú- gölum, ásamt öörum Evrópubúum og þeldökkum þrælum sem þeir fluttu meö sér frá Afríku. Aftur á móti hafa innflytjendur frá Afríku komiö meö og haldið í ýmsa gamla siöi, sem eru mjög áberandi í landinu í dag. Þaö hefur áöur í því sambandi verið bent á rytmiska tónlist og tilheyrandi dansa svo sem Samba. Einnig má reka hinn svokallaöa „macúmba“ kúlt beint til Afríku. Þetta er einskonar fórn til guös eöa guðanna sem mjög hefur gripið um sig á síöustu árum. Það er svo komið að hvervetna í borg og bæ, á baöströndum eöa viö húsveggi á fjölförnum gangstéttum, aö maður sér leirkrukkur meö nýsoðnum baunagraut í, vindlapakka ásamt eldspýtustokk eöa úrvals vín í nýopnuðum flöskum með tilheyrandi glösum og dýrindis blóma- vendi sem fólk skilur eftir handa guöi sínum. Byggingarlistin var mótuö mest af Portúgölum þegar þeir tóku aö flytja inn í nýja landiö fyrir u.þ.b. 400 árum. Frá þeim tímum eru til perlur í iandinu sem minna mikið á miöjaröarhafsarkitektúr. Því miður er tímans tönn að vinna mjög á þessum byggingum og í Rio de Janeiro hverfa hinir skemmtilegustu bæjarhlutar frá þessum tímum úr miöbænum. Þetta eru tveggja tii þriggja hæöa húsaraðir meö svölum og handmáluöum brenndum leirflísum og á alla vegu hin eftirminnileg- ustu mannvirki. En í staö þeirra rísa 30 hæöa skrifstofu- og bankabyggingar sem eru á góöri leið meö að eyðileggja þennan sérkennilega staö. En þetta er nú ekki bara brazilíanskt fyrirbæri — sbr. þróun síöustu ára i Reykjavík. Til heiöurs brazilíönskum arkitekta- kollegum verð ég aö segja að þeir hafa margir hverjir mótmælt þessari þróun mála. Þeir hafa aö mínu mati einnig sýnt fram á það aö meö næmri tilfinningu fyrir náttúru, umhverfi og byggingarefni er hægt að byggja — t.a.m. á steinsteypuöld — sérkennilegar byggingar. Gömlu borgirnar Salvador da Bahia og Ouro Preto En þrátt fyrir þaö aö þróunin er svona í Rio, þá eru sem betur fer til í landinu bæir Sjá næstu sfðu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.