Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 8
„Við vitum nokkuð um Þau eðlis- og efnafræðilegu lögmál, sem gera líf mögulegt og við
getum sett saman skynsamlegar kenningar um uppruna Þess og Þróun. En Þessi Þekking
skýrir ekki Þá sérstöku atburði í hugum Jesú, Múhameðs, Péturs einsetumanns og
Lincolns, sem urðu Þess valdandi, aö Þeir tóku ákvörðun á örlagaríkum tímum og hleyptu
af staö Þjóðfélagshreyfingum, sem breyttu atburöarás mannkynssögunnar.“
M|r * %
væí
l5' VHn f's,"
henni sé aö leita í þeim frumeiginleikum
mannlegs eölis, sem vísindaleg þekking
hefur ekki ennþá afhjúþað. En til þess aö
viö getum með rökstuddum hætti gert
okkur grein fyrir, hvort viö höfum ástæöu
til þess að vera svartsýn eða bjartsýn um
framtíð mannkyns vil ég í stuttu máli
leitast viö aö leiða rök aö því, að þrátt fyrir
allt höfum viö ótvíræða ástæöu til þess að
vera bjartsýn.
Oft er sagt: Þar sem vísindin enda tekur
trúin viö. Hygg ég, aö meö þessu sé verið
aö gera trúna óræöari en hún er í raun. Ég
býst viö, aö Steingrími Thorsteinssyni hafi
ekki fundizt trúin óræö, er hann orti:
„Trúöu á tvennt í heimi,
tign, sem æösta ber:
guö í alheims geimi,
guö í sjálfum þér
né heldur séra Matthíasi, þegar hann
orti eftirfarandi í nýárshvöt 1893:
„Trúðu frjáls á Guö hins góða,
Guö er innst í þinni sál;
Guö er Ijós og lyfting þjóöa;
læröu Drottins Hávamál.
Hugsa mest um hvaö þú ert,
hræsnislaus og sannur vert;
rístu svo og rektu’ á flótta
rökkur-vofur þrældómsótta.
Ekki eru þjóöskáldin okkar ein um
þessa skoöun, því aö eitt fegursta orö í
enskri tungu, aö margra dómi, er orðið
enthusiasm. Þetta orð sem er komið úr
grísku er notað til þess að lýsa mönnum,
sem hafa einlægan áhuga á einhverju og
merkir upphaflega miklar öfgar eða
innblástur í þágu málstaðar, sem talinn
var vera guðs vilji, en frummerking þess
er en, sem merkir í og theos, sem merkir
guð eða í guði. Merkingu þessa fagra orðs
mætti því sem bezt þýða með orðunum
„guð í sjálfum þér“.
Af framansögðu og á grundvelli þess
skal ég nú setja fram nokkur dæmi, sem
sýna og sanna, hver áhrif trúin hefur haft
á framþróun mannlífs í gegnum aldirnar
og á hvern hátt hún hefur bæði beint og
óbeint stuðlað að bættum samskiptum
manna óg fegurra og betra mannlífi á
þessari jörð. Á hvern hátt hún hefur
breytt hjátrú í trú og myrkri í ljós. En í
þessu skyni vil ég beina athyglinni að
nokkrum einstaklingum, sem ég leyfi mér
að kalla frumeind þjóðfélagsins á
hliðstæðan hátt og efnisheimurinn er
samsettur úr frumeindum og sameindum.
Við athugun kemur í ljós, að uppruna
margra hinna áhrifamestu hreyfinga
sögunnar má rekja til einstaklings eða
öllu heldur til heimsmyndar viðkomandi
einstaklings, hvort sem við köllum hann
spámann, skáld, listamann, stjórnmála-
mann eða vísindamann. Og það kemur
einnig greinilega í ljós, að viðkomandi
einstaklingur hefur í sér fólgið það, sem
kalla mætti „guð í sjálfum þér.“
Á dögum Ágústusar, keisara, var
rómverska heimsveldið hið stærsta,
auðugasta og voldugasta í öllum heimi. Á
þeim tíma höfðu synagógurnar einnig
mikil trúarleg og þjóðfélagsleg áhrif á
Gyðinga í Palestínu. Þau þjóðfélagslegu
verðmæti, sem varðveitt voru innan
heimsveldisins og synagóganna hljóta að
hafa virzt svo óforgengileg að búast hefði
mátt við, að þau entust um tíma og eilífð.
En á þessu tímabili fæddist Jesú fjórtán
árum fyrir dauða Ágústusar og kenning-
ar hans hófu þegar að riðla þessu mikla
veldi.
í fyrstu voru hinir auðmjúku kristnu
menn mjög fáir og starfsemi þeirra illa
skipulögð, en eigi að síður höfðu þeir um
síðir meiri áhrif á mótun vestrænnar
menningar en sjálft rómverska heims-
veldið. Múhameðstrú á sér svipaða sögu
þar eð talið er, að hún hafi orðið til í huga
Múhameðs, sem var miðaldra kaupmaður
í Mekka snemma á 7. öld. Sá hópur
Araba, sem hann tilheyrði, var þá lítill
þjóðflokkur, sem var ákaflega fátækur,
að mestu leyti ólæs og að mestu
einangraður frá umheiminum. Samt
tókst Múhameð og fylgjendum hans furðu
fljótt að breyta þessum blásnauðu
Aröbum í harðsnúna baráttumenn, sem á
rúmri öld komu á stofn voldugu heims-
veldi, þar sem veraldlegur auður var
mikill og listir og menning á háu stigi.
Arabíska heimsveldið leystist að lokum
upp, en andleg arfleifð þess, sem það fékk
upphaflega frá Múhameð, er enn þann
dag í dag eitt sterkasta aflið í heiminum.
Það hlýtur að vera öllum mönnum
umhugsunarefni, aö á tímum vísindalegra
og tæknilegra framfara, sem eru meiri en
heimurinn hefur áður þekkt og leitt hafa til
vaxandi efnahagslegrar velmegunar um
allan hinn vestræna heim, skuli íslenzkt
þjóöfélag vera ósamstæöara og að
margra dómi í meiri hættu en nokkru sinni
fyrr. Þessar framfarir hafa leitt til þess, aö
einstaklingar geta búizt viö aö lifa lengur
og njóta betri heilsu og vellíöunar en
nokkru sinni áður í sögu mannkyns. Menn
viröast hafa talið sjálfum sér og öðrum trú
um, aö efnahagslegar framfarir, sem eru
ávöxtur vísinda og tækni, aukinn hagvöxt-
ur eins og þaö er kallaö, mundu leiða til
betra mannlífs og hamingjusamari ein-
staklinga, en virðast ekki hafa gefið því
nægilegan gaum, aö svo einfalt er þetta
því miður ekki og nú viröist ekki seinna
vænna, aö hin ýmsu öfl þjóöfélagsins snúi
bökum saman um aö reyna aö ráða bót á
þeim vandamálum, sem siglt hafa í kjölfar
aukinnar velmegunar, eigi ekki þjóöfélag-
iö í núverandi mynd að líöa undir lok.
Hvaö er þaö í fari mannsins, sem gerir
þaö aö verkum, aö hann viröist ekki þola
svo örar breytingar, sem orðið hafa á
þjóöfélaginu á síöustu áratugum? Svar viö
þessari spurningu ætla ég ekki aö ræöa
hér, en læt í Ijósi þá skoðun, aö svar við
„Menn viröast hafa taliö sjálf-
um sér og öðrum trú um að
efnahagslegar framfarir og
aukinn hagvöxtur mundu leiða
til betra mannlífs og hamingju-
samari einstaklinga“