Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 9
Eins og menn hafa fylgst með af sjónvarpsþáttun-
um um keisarana í Róm, hikuðu hinir valdasjúku
ekki við að myrða nákomna ættingja og vénzla-
menn með eitri. En fall Rómaveldis varð ekki
aðeins innan frá. Kenningar Krists fóru að riðla
þessu mikla veldi áður en Agústus var allur.
Með nútíma deyfingartækni hefur mikið áunnizt í að
lina þjáningar fólks. Sú var tíðin. að meiri háttar
skurðaðgerðir kostuðu óiýsanlegar þjáningar.
Á jafn leyndardómsfullan hátt virðist
hugmyndin um krossferðirnar hafa orðið
til í hugarfylgsnum Péturs einsetumanns,
sem var uppi í Frakklandi á 11. öld. Hann
var svo gagntekinn af áhyggjum út af
örlögum Landsins Helga að jaðraði við
geðveiki. En með því að dreifa þessari
ástríðu sinni til allra, sem vildu hlusta á
hann, tókst Pétri að hrinda af stað
krossferðunum og með því að tileinka sér
arabíska menningu í þessum ferðum urðu
hinir grófu evrópsku barónar miklu
mannúðlegri og auk þess stuðluðu þeir að
byggingu ýmissa mannvirkja í nálægum
Austurlöndum, sem dáðst er að enn þann
dag í dag.
Arfleifð Jesú, Múhameðs og Péturs
einsetumanns leysti þannig úr læðingi
geysiöflugt þjóðfélagsafl, sem hafði áhrif
um allan heim í margar aldir og hefur enn
þann dag í dag.
Ákvaröanataka einstaklings hefur einn-
ig oft verið forsenda þess, aö margar
hinna miklu hreyfinga sögunnar hafa oröið
að veruleika. Bandaríski lögmaðurinn
Benjamin Barondess hefur bent á, að
Ameríka hefði oröið mjög frábrugðin því,
sem hún er í dag, ef Abraham Lincoln
heföi ekki ákveöiö aö bjóöa sig fram til
forsetastarfa skömmu fyrir þrælastríöið.
Barondess segir ennfremur, aö þaö sé
ekkert til, sem heiti saga, heldur einungis
saga einstaklinga. Athöfn heldur ekki öllu
mikilvægi sínu, nema viö þekkjum at-
hafnamanninn. Við viljum meö öðrum
orðum vita hvaö leikarinn, sem leikur
hlutverkið heitir. En kjarni málsins er það,
sem fyrst hefur haft áhrif til athafna eða
kveikja sjálfrar athafnarinnar.
Við vitum nokkuð um þau eölis- og
efnafræöilegu lögmál, sem gera líf
mögulegt og við getum sett saman
skynsamlegar kenningar um uppruna
þess og þróun. En þessi þekking skýrir
ekki þá sérstöku atburði í hugum Jesú,
Múhameðs, Péturs einsetumanns og
Lincolns, sem urðu þess valdandi, aö þeir
tóku ákvörðun á örlagaríkum' tímum og
hleyptu af staö þjóðfélagshreyfingum,
sem breyttu atburöarás mannkynssög-
unnar. Hinn frjálsi vilji, sem er ávöxtur
sannleikans og sannleiksástarinnar, er
vissulega sterkasta og áhugaverðasta
aflið í mannlegu lífi. Ef hægt væri að beina
hinum frjálsa vilja mannanna í sömu
braut, er ekkert sterkara afl til og ekkert
svo sterkt, aö þaö geti staöist styrk þess,
hvort sem þaö eru borgarmúrar, helsi eða
atómsprengjur. Sumum kann að viröast
full djúpt í árina tekið og aö fleira þurfi til
að koma, en er það ekki einmitt þetta sem
Einar Benediktsson á við í upphafi
íslandsljóða sinna, er hann segir af sinni
alkunnu snilld:
Þú fólk meö eymd í arf
Snautt og þyrst við gnóttir
lífsins linda,
litla þjóö, sem geldur stórra
synda,
reistu í verki
viljans merki, —
vilji er allt, sem þarf.
Skáldið gerir sér Ijósa grein fyrir mætti
hins frjálsa vilja. Raunvísindi eru alveg
hlutlaus frá siöfræðilegu og trúarlegu
sjónarmiði. Þessvegna er hægt að nota
þau bæöi til góös og ills svo sem núlifandi
kynslóð þekkir allt of vel. Það er komið
undir hinum frjálsa vilja mannsins, hvor
kosturinn verður fyrir valinu.
Ég skal aöeins minnast á nokkur atriöi
af mörgum, þar sem ég tel, aö vísindin
hafi unniö umtalsveröan siöfræöllegan
sigur, en ég skal jafnframt viöurkenna, að
forsenda hans voru kenningar hinna miklu
höfunda trúarbragða og siöfræði. Ef ekki
á illa að fara vegna framþróunar vísinda
og tækni tel ég, aö trú, vísindi og siöfræöi
verði aö haldast í hendur ekki aðeins í
hugum fagmanna í þessum greinum
heldur alls almennings. En einmitt
hlutleysi vísinda í þessum efnum varö til
þess, aö þau gátu oröið forsenda mikilla
siöfræöilegra framfara í mannlegu samfé-
lagi bæöi meö því aö eyöa hjátrú og
líkamlegum og andlegum sársauka.
Maöurinn er frábrugðinn dýrum að því
leyti, aö við teljum hann gæddan
skynsamlegu viti í ríkari mæli en þau, en
þessi skynsemi hans hefur oft veriö
sampfin hroðalegum hleypidómum.
Vegna þessa eiginleika síns þarf maöurinn
aö finna skýringar á öllu og fyrir tilkomu
raunvísinda voru skýringar hans og ráð á
stundum sjúklega grimmúðlegar. Þaö
hefur komið í Ijós, að hin forna aðferö
Maya indíánanna í Mið-Ameríku til þess
aö framkalla regn, var aö limlesta ungar
meyjar meö steinöxi og fleygja þeim síðan
í hina heilögu tjörn. Galdraofsóknir, sem
voru fólgnar í grimmilegum ofsóknum
gegn saklausu fólki, sem átti til að mynda
aö hafa galdraö nytina úr mjólkurkú
nágrannans, er einnig greinilegt dæmi um
hugsunarhátt og framferöi fyrir daga
raunvísinda.
Annar mikilvægur siðfræöilegur sigur
vísinda var aö gera sársauka hjákvæmi-
legan. Fáir einstaklingar hafa þann „guö í
sjálfum sér“, aö þeir geti sett sig
fullkomlega í spor annarra manna.
Þessvegna er ákaflega erfitt aö skilja til
hlítar ástand, sem styöst ekki viö
persónulega reynslu. En sú var tíöin, og
hún ekki fjarlæg, aö ekki voru til nein lyf til
þess aö lina líkamlegar þjáningar manna
og allar meiriháttar skuröaögeröir kost-
uöu ólýsanlegar þjáningar. Ef sjúklingur-
inn liföi aögeröina af, var ein9» líklegt aö
hann dæi vegna blóðeitrunar, sem
vísindamenn höföu þá ekki lært aö varast.
Aögerö, sem í dag þykir varla umtalsverö,
mátti þá heita dauöadómur.
Svæfingarlyf til notkunar viö skuröað-
gerðir voru fyrst reynd af Morton í
Bandaríkjunum áriö 1846 og fyrsta hreina
verkjadeyfandi lyfiö, morfín, var einangrað
af Þjóöverjanum Sertúrner áriö 1805.
Þessir menn veröa því aö teljast meöal
merkari vísindamanna og siöfræöinga,
sem uppi hafa veriö. Þessum og öörum
tilraunum til þess aö lina líkamlegan
sársauka var tekiö fálega fyrir rúmlega
eitthundraö árum af stórum hópi manna,
sem báru fyrir sig guölega forsjón, en
samkvæmt henni var mannkyninu ætlaö
aö líða þjáningar. Þessum rökum var
sérstaklegí beitt gegn gjöf svæfingarlyfja
við fæöingar og var þá vitnað í 1.
Mósebók þar sem segir: „meö þraut skal
þú börn fæöa“. Þessi mótstaöa dvínaöi
ekki aö marki fyrr en Viktoría drottning
reiö á vaðið og lét gefa sér svæfingarlyf,
þegar hún fæddi Leopold, prins, áriö
1853.
Sá vísindamaður, sem átti mestan þátt í
aö leggja grundvöll aö sótthreinsunar-
fræöinni, var Frakkinn Louis Pasteur.
Pasteur var mikill mannvinur og trúmaður
og fór ekki dult meö þaö. Hann sagöi, aö
mesta ástríöa iífs síns heföi verið
vísindastörfin, sem hann liföi fyrir og var
hamingjusamur þegar hann sá, hvernig
hægt var að nota þau til gagns fyrir
meðbræður hans. Hann tókst á hendur öll
sín störf meö þeirri alúö aö fágætt er og
þaö kemur berlega fram í ritum hans, aö
hann geröi sér þess Ijósa grein, aö þaö
var guö, sem studdi hann, gaf honum
guölega andagift og aö hamingja hans
stafaöi af því. „Mikilleiki mannanna verka
veröur kvaröaöur eftir því, hvaðan kveikja
þeirra kemur. Hamingjusamur er sá, sem
á guö í sjálfum sér“, sagöi hann.
Meö svipaðri alúö og Pasteur beitti
tónsnillingurinn Beethoven sinni guölegu
sköpunargáfu. Þegar hann átti í mestu
erfiðleikum lífs síns, var hann aöeins 32
ára gamall. Þessir erfiöleikar voru
heyrnarleysi, sem haföi ágerst nokkur ár á
undan og þá haföi hann aöeins samiö
fyrstu simfóníu sína af níu. Hann fluttist þá
til útborgar Vínarborgar, sem heitir
Heiligenstadt og þar skrifaði hann m.a.
eftirfarandi um sára lífsreynslu sína:
„Ó hversu harkaleg vonbrigöi hlaut ég
aö reyna, þegar ég missti heyrnina og mér
var ómögulegt aö segja viö viömælendur
mína talaöu hærra, hrópaöu vegna þess
aö ég er heyrnarlaus. Hvernig var
mögulegt fyrir mig aö viðurkenna veik-
leika þess skilningarvits, sem ætti aö vera
næmara í mér en öörum; skilningarvit,
sem eitt sinn var fullkomnara í mér en í
flestum ef ekki öllum í minni starfsstétt.
Hvílík auömýking, þegar einhver stóö viö
hlið mína og heyrði flautuhljóm í fjarska,
en ég heyröi ekkert eöa einhver heyröi
smalann syngja en ég heyröi heldur
ekkert. Slík atvik geröu mig frávita af
örvæntingu og ég var kominn aö því aö
svipta sjálfan mig lífi. Aðeins listin aftraöi
mér frá því, þar eö mér fannst ég ekki
geta yfirgefið heiminn fyrr en ég haföi gert
þaö, sem guðleg forsjón haföi ætlað mér
aö gera.“
Og hvaö var þaö, sem forsjónin haföi
ætlað Beethoven aö gera? Aö semja
hvorki meira né minna en 8 simfóníur og
ýmis önnur verk, sem hvert er ööru meira
listaverk og andlegur fjársjóöur núlifandi
og óbornum kynslóöum.
Flestir dómbærir menn hafa lokiö upp
einum munni um 9. simfóníu Beethovens,
en trúlega hefur enginn gengiö lengra en
spænsk-ameríski heimspekingurinn
Santayana, er hann sagöi, að Guö heföi
skapaö heiminn til þess aö níunda"
simfónían yröi samin. En um hvaö fjallar
þá þessi simfónía? Hún er í raun og veru
einn samhljóma sálmur um sköpunarverk
Guös og gleöi til lífsins. Leyndardómur og
boöskapur þessa svanasöngs Beethovens
er eining mannkyns í bræöralag ástarinn-
ar. Aöeins alheimsástin getur breytt og
endurleyst heiminn. Hún er kenning Jesú
frá Nazaret, Búdda, Zoroaster, Plato og
Spinosa. Hún er kening þessara hugsuöa
túlkuö í tónum í staö orða. Verið umvafin
ást. Hér er koss handa öllum heimi. Þrátt
fyrir ósigra og efasemdir, er hjarta
heimsins heilbrigt, áætlun Guös er góö og
örlög mannsins eru gleöi vegna þess, aö
grunntónn lífsins er ást. Þessvegna höfum
við, þrátt fyrir allt, ástæöu til þess aö vera
bjartsýn um framtíð mannkyns.
Aöventuerindi flutt í Hafnarfjarðarkirkju
fyrsta sunnudag í aöventu, 28. nóvember
1976.