Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Qupperneq 18
Til vinstrii Þórður Kristleifsson og Laugarvatnskórinn 1946.
Myndin er tekin í leikfimisalnum á Laugarvatni.
Að ncðan til vinstrii í marzmánuði 1955 kom Ásgeir Ásgeirsson,
forseti íslands að Laugarvatni og hlýddi á Laugarvatnskórinn. Á
myndinni flytur hann stjórnandanum, Þórði Kristlcifssyni,
þakkir.
Hér að neðani Kristleifur Þorsteinsson, bóndi og sagnaritari á
Stóra Kroppi. Myndin er tekin af honum áttræðum.
Rætt viö
ÞÓRÐ KRISTLEIFS-
SON
En hann hugsaöi miklum mun meira um
ættfræöi og fræöimennsku af ýmsu tagi
heldur en steinatök og aflraunir. Og ég
held mér sé óhætt aö fullyrða, aö hann
hafi veriö í fremstu röö þeirra „íþrótta-
manna“, sem lesa svo vel, að unun er á
aö hlýöa. Þaö mæddi því aö miklu leyti
á honum aö lesa upphátt allar kvöld-
vökur heima, frá því aö byrjað var að
tendra Ijós á haustnóttum og veturinn
út. — Hann haföi líka eftirtökusama
áheyrendur, þar sem hann flutti langa
sagnaþætti sína á námskeiðum og
samkomum í héraöinu. Stundum flutti
hann og frumort kvæöi eftir sig viö slík
tækifæri."
„Hófst söngferill þinn í baöstofunni
á Stóra-Kroppi?“
„Ég var tvo vetur í alþýöuskóla séra
Ólafs Ólafssonar í Hjarðarholti í Dölum
vestur, og Páll sonur séra Ólafs, síöar
útgerðarmaöur í Reykjavík, tók mig eins
og hverja aöra ótemju og lét mig kyrja
ósköpin öll og eftir þaö voru ekki grið
gefin, fyrr en ég ganaöi út á hina
flughálu og viösjárveröu braut söngs-
ins. Hvenær? Ég kvaddi æskuheimili
mitt Stóra-Kropp haustiö 1919, og var
þá þegar ráð fyrir því gert ég mundi
hafa útivist langa. Trúaö gæti ég, aö þá
hafi verið vandfundinn sá maöur í
Borgarfirði, sem ekki leit á þetta sem
hraklega slysni og ótrúlegt ógæfuspor.
— Ég dvaldist í Reykjavík næsta vetur
og læröi þá meöal annars undirstööu-
atriöin í þýzku hjá fluggáfuöum ungum
manni, sem þá sat í Menntaskólanum í
Reykjavík og var aö nema þar þessa
tungu hjá hinum rómaöa þýzkukennara
Jóni Ófeigssyni. — Ég rifjaöi einnig upp
dönskuna. —
Þessi afbraöskennari sýndi alveg
ótrúlega þolinmæöi og þrautseigju og
lagöi sig allan fram til aö troöa því inn í
hausinn á mér, hvernig ég ætti að lesa
nótur og snerta á píanói. — Hjá þessum
fingrafima og ósérhlífna kennara komst
ég fyrst í náin kynni viö mörg af
úrvalslögum Schuberts. — Frá þeim
fyrstu kynnum hef ég unnað honum af
öllu hjarta.
Voriö 1920 leysti ég landfestar, sigldi
til Kaupmannahafnar. Ekki hóf ég þó þá
þegar söngnám, heldur dvaldist á
búgaröi úti á Sjálandi um sumariö. —
Að vissu leyti fannst Dönum þetta hálf
kynlegur fugl; kominn frá íslandi og
kunni aö plægja akra eins og hann heföi
aldrei boriö annaö viö um dagana. —
Sem sveitastrákur haföi ég bæöi gagn
og gaman af því að kynnast búskapar-
háttum Dana, en skrambans lítiö miöaöi
nú áfram í söngnáminu, meöan ég hélt
um plógsköftin og sáöi í akra Sjálands,
enda kvaddi ég þennan sveitabæ um
haustiö og lagöi leiö mína til Kaup-
mannahafnar.
Þar átti ég sannarlega hauka í horni,
Harald Sigurðsson píanéleikara—frá-
Kaldaðarnesi og konu hans frú Dóru
Sigurðsson söngkennara. — Meiri
góövild og hjálpfýsi en þau auðsýndu
mér er vart hægt aö ímynda sér. — Þau
leiöbeindu þessum „sveitamanni“ á
allan hátt á „hálkunni" og studdu hann
meö ráö og dáö. — Enda þótt ég nyti
þegar tónlistar- og tungumálakennslu
þar í borg, hvöttu þau mig til aö leita
mér frekari menntunar í Þýzkalandi, þar
sem var víökunn og þrautræktuö
tónlistarmenning. Eftir nýjár 1921 hélt
ég til Dresden og þar stundaði ég
tónlistar- og tungumálanám til 1925 og
síöar lá leiðin til Milano.
Þýzkaland var í sárum eftir fyrri
heimsstyrjöldina, er þangaö kom. Þar
var matarskortur mikill og flestra gæöa
á þeim vettvangi vant.
Haraldur Sigurðsson taldi ekki eftir
sér aö sénda mér margan matarpinkil-
inn í pósti. — Ef þessar sendingar voru
auðkenndar með oröinu Liebesgabe,
þá voru póstþjónarnir ekkert aö rexa í
þessu háttalagi. — Smjör og fleira, g.em
mér barst stundum aö heiman kom sér
einnig mætavel; annars heföi maður
oröið rýr í roöinu. Á þessu tímaskeiöi
töldu Þjóðverjar sjálfir matarskortinn
sízt minni en á stríösárunum, og kom
þó margur mjósleginn úr þeirri orrahríö.
En þótt hrammur styrjaldarinnar
hefði víða skilið eftir sig fingraför
ófögur, þá var gróandi í tónlistarheimin-
um í Dresden á þessum dögum__________
Músíkín var smyrsl á sárin; huggun í
þrengingum og hörmum.
Fritz Busch var þá aöalhljómsveitar-
stjóri óperunnar, glæsilegur forystu-
maöur og röggsamur og haföi um sig
úrvalsliö listamanna í hljómsveit, kórum
og af óperusöngvurum.
En þaö voru fleiri ómetanlegar
uppsprettur menntandi tónlistar þar í
borg. Flesta sunnudaga hlýddi ég á
fögur kirkjutónverk í kaþólsku kirkjunni;
smærri eða stærri tónverk eftir höfuð-
kempurnar, Bach og Handel og marga
fleiri höfunda. Þetta voru aöallega
„söngguösþjónustur“ og öllum opnar.
Þá var ein heilsulindin af þessu tagi í
Krosskirkjunni. Viö orgelið sat hinn
blindi orgelsnillingur Bernhard
Pfannstiehl, einn víðfrægasti konsert-
organleikari sinnar samtíöar. Hann varö
blindur nokkurra mánaöa gamall í
skarlatssótt. Pfannstiehl TíáfÓÍ sér til
aöstoöar og Krosskirkjan sér til
álitsauka heimsfrægan drengjakór.“
„Einhverjir fleiri landar hafa veriö í
Dresden um þetta leyti?“
„Jú, — Halldór Laxness var um skeiö
í Dresden, skömmu eftir aö ég hóf nám
mitt þar. Hann var þá liölega tvítugur,
ákaflega hugþekkur og skemmtilegur
ungur maöur. Hvort hann var þá
ákveðinn í aö veröa rithöfundur? Já,
svo sannarlega; þar var nú engin
hálfvelgja. Hiklaust skyldi stefnt á
brattann og allar brýr brotnar aö baki
sér.