Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1978, Síða 20
sonar
Geir V.
Vilhjálms-
son
Þriðji hluti
Fæðing Psykes, 1915—1918.
EM SISTREYMANDI LIND
©
Þegar gengið er inn um aöalfiyr
safnhúss Einars Jónssonar á Skóla-
vörðuhæð blasir við beint fyrir augum
stór lágmynd, Fæðing Psyches,
1915—1918. Mynd þessi er í sýningar-
skrá merkt tölunni 1. og gefur þessi
niöurröðun til kynna aö listamaöurinn
líti á viöfangsefni myndverksins, fæö-
ingu sálarinnar í samspili frumkrafta
náttúrunnar, sem grundvallandi afl í
listsköpun sinni.
Um þessa mynd segir prófessor
Raymond F. Piper í bók sinni, The
Hungry Eye: „Verurnar fjórar eru
fulltrúar jaröar, vatns, lofts og elds og
er þeim raðað upp sem samræmdir
armar mikils eldkross, en hann er fornt
tákn fyrir frjósemi og fæðingu. Frum-
kraftarnir sem þær tákna leggja hver
sitt fram til byggingar á táknmynd
sálarinnar, sem hér fæðist sem fögur
meyja í miöju myndarinnar. Hún teygir
sig upp til eldsins, en hann er sá
frumkraftur sem mest tengist anda
mannsins, tákn sköpunarorku hans og
afls.
Sá listamaður er vissulega hugaöur,
sem þorir aö tjá sig í gipsi og bronsi um
fæöingu vitundarinnar, en hér tekst
þetta meistaralega vel á skýran,
ákveöinn og ótrúlega fullkominn
hátt... Brúnir myndarinnar eru snerti-
fietir viö hlið óendanlega og ósýnilega.
Þetta skapandi listaverk skilur eftir hjá
mér traustvekjandi tilfinningu gleði yfir
því aö hafa skynjaö að sál mín er
samofin kærleiksríkum örmum viti
gæddrar tilveru/
Sú vísbending sem Fæöing Psyches
gefur um Einar Jónsson sem myndlist-
armann stenst nánari athugun. Vett-
vangur listsköpunar hans er mannleg
reynsla. Hin ýmsu vitundarstig manns-
sálarinnar birtast áhorfendum í fjöl-
breyttustu myndum allt frá örvæntingu
Samvizkubits, 1911 — 1947, skoðun
hans að kjarni mannsins sé síung
uppspretta frjómagns og sköpunar-
krafts, sem brotið geti af sér stöönun
hins ytra forms, meistaralega sýnt í
mynd hans Kjarninn, 1939 og í
myndinni í Tröllahöndum 1916—1923,
yfir í að sýna hljóðlátan styrk trúarinnar
í myndinni Bæn, 1939 og hið mikla
sameiningarafl kærleikans í myndinni
Komiö til mín, 1917—1950.
Þaö sem gefur myndmáli Einars
Jónssonar sérstööu er annarsvegar hiö
djúpsæja heimspekilega og trúarlega
ívaf sem einkennir mörg verka hans og
hinsvegar sú meistaralega mynd-