Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 3
konan segir: „Ég þekki bara ekki manninn minn. Hann er aldrei heima og þaö liggur viö, aö ég þurfi að kynna hann fyrir börnunum“ o.s.frv. Allir eiga viö einhvers konar vandamál að stríöa einhverntíma á ævinni meira og minna. Ég nefndi það áöur, aö erfiöleikar í hjónabandi eru ekkert nýtt fyrirbrigöi, sem tilheyrir aöeins nútíma- þjóðfélagi. Viö tökum sem dæmi um Hrút og Unni, úr Njálssögu og höföu þau verið gift í eitt ár, þegar Unnur hittir Mörö, fööur sinn á þingi og hefur þungar áhyggjur af hjónabandi þeirra. Við látum liggja á milli hluta, hvort sagan er sönn eöur ei. Hér skiptir mestu þaö sem skrifað er og sagt um persónurnar og samskipti þeirra og viö getum dregiö einhvern lærdóm af. Erfiðleikar Unnar Vandamál Unnar eru okkur ekki kunn. Hún segir fööur sínum aö hún heföi óskaö þess, aö hafa aldrei fariö vestur meö Hrúti. Og svo grætur hún. Möröur finnur til meö henni, en reynir ekki aö þvinga hana til frekari frásagnar. Kannski veit hann þaö af reynslu, aö þaö gagnar lítiö aö þvinga fólk, svo vitur og kænn, sem hann var annars. E.t.v. veit hann, aö það verður viðkomandi fyrir bestu aö tjá sig um þaö fyrst og fremst sem hann hefur sjálfur þörf á hverju sinni. Möröur lætur þaö einnig „afskipta- laust", er dóttir hans grætur. Engin ræöa eða prédikun um, aö „grátur sé þýöingarlaus", „aö hún eigi heldur aö reyna aö leysa vandamálin en aö vera meö svona væl“ o.s. frv. Hann leyfir henni aö gráta. Margir á okkar dögum telja þaö skömm aö gráta. „Fullorðið fólk á ekki aö gráta“ — „karlmenn eiga alls ekki aö gráta“ — „trúaö fólk á heldur ekki aö gráta", o.s.frv. Þannig mætti lengi telja. En lífiö er ekki alltaf svona einfalt. Ég hef aldrei hitt fólk, sem hefur sagt frá því, aö þaö hætti allt í einu aö gráta af því að einhver annar „sagöi þeim aö gera þaö“. Grátur er orölaus tjáning. Tjáning er skilaboö. Grátur er því merki um, aö mikil alvara sé á feröum. Þannig var þaö meö Unni. En henni tókst ekki aö segja föður sínum frá megin vandamáli í samskiptum hennar við Hrút. Eftir aö hafa rannsakaö máliö, rætt viö Hrút og aöra menn aö vestan kemst Mörður að þeirri „lögfræðilegu“ niöurstööu, aö dóttir hans hafi í rauninni ekki yfir neinu aö kvarta og því skuli hún halda vestur aftur. Að tveimur árum liönum Næsta sumar fer Unnur aftur til þings, en Hrútur ekki. Hún hittir fööur sinn og taka þau nú tal saman, sem lýsir skemmtilegri samtalstækni Maröar og trausti því, sem Unnur bar til fööur síns — og eins hvaöa böndum hún var bundin honum, hvaö ættarböndin voru sterk og hvernig Meröi tekst aö laða fram „leyndar hugsanir“ og vandamál dóttur sinnar. Hann byrjar á því að spyrja, hvernig Hrúti líður. Margir á okkar dögum mundu segja, aö eðlilegast heföi veriö aö spyrja um hennar eigin líöan og heilsu, hvernig henni heföi vegnaö síöastliöiö ár o.s.frv., snúa sér beint aö vandamálum hennar sjálfrar og fikra sig þannig áfram stig af stigi. En Möröur notar sínar eigin aöferöir, sem viröast gefa góöa raun. Dóttir hans svarar strax: „Gott má ek frá honum segja Þat allt, sem honum er sjálfrátt." Setningin var ekki löng, en sagöi sitt. Möröur las líka meira út úr henni, en oröin gáfu til kynna. Kannski hefur hann fylgst með látbragöi Unnar, lesiö í andlitshreyfingar hennar og tónfalli, kunnaö aö finna út, hvaö hún sagöi með sinni orðlausu tjáningu. Hann verður hljóöur um stund, svarar engu, hugsar og veltir málinu fyrir sér. Þegar fólk ræöir um vandamál sín skiptir tíminn miklu máli. Þaö gagnar lítið aö ætla aö leysa vandamál á „mettíma". Þaö hefur slæm og óþægileg áhrif, ef sagt er: „Flýttu þér nú. Viö skilum Ijúka þessu af hiö bráðasta“ o.s.frv. En afmarkaður tími er oft nauðsynlegur, því aö enginn hefur ótakmarkaöan tíma — og eftir nokkra stund segir Möröur, aö hann sjái ekki annað en aö dóttir hans vilji engum segja leyndarmáliö nema honum einum, og treysti honum best til þess aö finna úrræöi um mál hennar. Samtal Maröar og Unnar um sambúöarerfiöleika vestra Þau feöginin ganga nú afsíöis, þar sem enginn gat heyrt mál þeirra. Þaö var nauðsynlegt, þar sem um var að ræöa svo alvarlegt mál sem innstu og dýpstu vandamál Unnar í samskiptum hennar viö Hrút. Hér var um algjört trúnaðarmál aö ræöa, sem aöeins var á milli Unnar og Marðar. Mörður: „Seg þú mér nú allt þat, er á milli ykkar er, ok lát þér þat ekki í augu vaxa.“ Unnur: „Svá mun vera verða. Ek vilda segja skilit viö Hrút, ok má ek segja þér, hverja sök ek má helst gafa honum. Hann má ekki hjúskaparfar eiga við mik, svá at ek mega njóta hans, en hann er at allri náttúru sinni annarri sem inir vöskustu menn.“ Möröur skilur ekki fullkomlega, hvaö dóttir hans á viö og verður því að spyrja áfram. Hann hlustar á virkan hátt, svo aö dóttir hans finnur, aö hann vill reyna aö skilja hana og hjálpa henni til þess aö tjá hugsanir sínar og tilfinningar. Hann svarar ekki aðeins meö já-i og nei-i, heldur meö heilum setningum, sem hjálpa dóttur hans áfram til þess aö útskýra betur, hvaö hún á viö. Hann segir því: „Hversu má svo vera? Og seg enn gerr.“ Unnur: „Þegar hann kemur við mik, þá er hörund hans svá mikit, at hann má ekki eftirlæti hafa við mik. En þó höfum við bæði breytni til þess á alla vega, at vit mættim njótast, en það verðr eigi. En þó áður við skilim, sýnir hann þat af sér, at hann er í æöi sínu rétt sem aðrir menn.“ Hér lætur Unnur staöar numiö. Mörður skilur nú, aö megin vandamál Unnar í sambúðinni við Hrút, er það, aö þau hjónin reyna aö elskast á allan venjulegan hátt, en geta ekki notið hvors annars á fullkominn hátt. Hún haföi búist viö meiri fullnægingu á þessu sviöi, en varð stööugt fyrir vonbrigöum. Og smám saman breytast vonbrigöi hennar í beiskju, sem stööugt eykst og verður aö miklu vandamáli. Margar konur og reyndar menn líka, kannast við slík vandamál. Sífellt lækkar meðalaldur þeirra, sem ganga í hjóna- band, og sífellt fleiri spyrja, hvaö unglingar og ungt fólk viti um kynltf og samspil þaö, sem því fylgir bæöi til líkama og sálar. Nóg er um ástarsögur og æöislegar samfarir meö tilheyrandi lýsingum — en er þaö eina veganestið, sem unga fólkiö hefur með sér tii framtíðarinnar? Og hvernig var þaö meö Unni og Hrút? Hvers konar augum litu þau á kynlífið? Hvernig reyndu þau sjálf aö leysa sín eigin vandamál? Hvaö um Hrút — átti hann viö einhver vandamál aö stríða, sem Unnur vissi hreint ekkert um? Og hvernig fór svo með ráðlegging- ar fööur hennar, sem var svo lögfróöur og vitur maður? Viö skulum reyna aö líta aöeins nánar á sögu þeirra og örlög í næsta þætti. Leiötil siömenningar Á öndverðum vetri var mér gengið þar hjá, er miðaldra maöur, sem ég er málkunnugur, var að festa upp auglýsingu á húsvegg. Þetta var í miðbæ Akureyrar í Bótinni, sem við nefnum svo. Maðurinn kallaði til mín og bað mig aö rétta sér hjálparhönd. Auglýsingin greindi frá væntanlegri kvöldvöku Ferðafélagsins. Ég spurði þá, hvað þar yrði á dagskrá. „Við ætlum m.a. að skoða litskyggnur frá ferðalögum á liönu sumri, rifja upp skemmtileg atvik yfir kaffibolla og syngja saman.“ Ég innti manninn eftir því, hvers konar fólk sækti þess háttar samkomur. „Það er fólk á öllum aldri,“ ansaði viömælandi minn. „Það er einmitt höfuðkostur- inn viö starf Ferðafélagsins hér, að þar þekkist ekkert kynslóðabil. í öræfaferðum kann þess að gæta í upphafi, að hópurinn sé ekki sam- stiiltur. Unga fólkið er þögult og eins og á báðum áttum, hvort það eigi nokkra samleiö meö þeim eldri, en við erum varla komin úr byggð, þegar hópurinn er orðinn eins og ein stór fjölskylda. Þá ríkir frjálsmann- legur og skemmtilegur andi, svo allir njóta ferðarinnar og ekkert þykir sjálfsagðara, en að sýna gankvæma tillitsemi. Já, paö þarf enga eitraða gleðivaka í því samfélagi“. Ýmsum þykir þetta líklega ótrúlegt, vegna þess að þróun félagslífs í landinu hefur verið á þann veg, að sífellt er lögð meiri áhersla á að stía fólki í sundur eftir aldri. í skemmtanalífi eru sett ákveðin aldurstakmörk og veldur þar m.a. leyfi samkomuhúsa til vínveitinga, sem ætlaðar eru fullorðnu fólki. Það breytir því þó ekki, að drykkjuskapur er sumstaðar orðinn algengur á meðal barna og unglinga. Aðalatriðið sýnist því vera þaö, að hver aldurshópur drekki þá út af fyrir sig og reyni aö skýla niðurlægingu sinni og skepnuskap fyrir hinum. Þetta er raunar hinn átakanlegasti skrípaleikur, vegna þess aö samvistir barna, unglinga og fullorðinna eru heilbrigðasta og vænlegasta leiðin, til þess aö koma á sannri siðmenningu í landinu. Auðvitað er rótarmeinið upplausn heimilanna, sem veldur pví aö kyn- slóöírnar fjarlægjast hver aðra. Því er sú ákvörðun Sameinuðu þjóðanna ekki út í bláinn, að helga börnunum þetta ár, sem nýlega er upp runniö. Þaö er vonandi ekki gert með það fyrir augum, að sælgætisskammtur- inn verði aukinn, þ.e.a.s. þær launa- greiðslur verði hækkaðar' til barn- anna, sem sætta þau við fjarvistir foreldranna og afskiptaleysi. Barna- árinu hlýtur að vera ætlað það hlutverk, að opna augu fullorðinna fyrir því, að börnin eru í þörf fyrir samfélag þeirra. Um skeið hefi ég verið að kanna sendibréf rituð af vitrum manni, reyndar skáldi, sem uppi var á 19. öld. Eitt af því, sem hefur vakið athygli mína viö þann lestur, er hversu handgenginn bréf- ritarinn hefur verið börnum sínum allt frá því þau voru ómálga í reifum. Hann þreytist ekki á að lýsa þeim fyrir vinum sínum í fjarska, líkamleg- um og andlegum framförum þeirra. Hann gefur skemmtileg sýnishorn af barnamáli þeirra og ýmsum töktum. Það kemur oft fram, aö þau eru að ærslast í kringum hann á meöan hann er aö skrifa í þröngu kamesi inn af baðstofunni. Og á rökkur- stundum tekur hann lítinn hnokka eða litla tátu og setur upp fyrir sig í rúmið og þá verða til nokkur einföld og innileg erindi, sem hann sönglar fyrir þau. í vökulokin gerir hann oft hlé á bréfaskriftum til þess að fara fram og syngja með fólkinu. Börn þessa manns urðu mætir og nýtir þegnar og ýmsir afkomenda hans koma viö sögu íslenskrar Þjóðar, framfarasinnaðir og þjóðholl- ir. — Sagan er skóli, sem við getum síst án veriö, ef ekki á illa að fara fyrir íslensku lýöveldi. Hún leiðir glöggt í Ijós, aö kynslóöabilið, þetta ótótlega afsprengi afskiftaleysis og sérgæsku, er þegar oröið illt cg myrkt gljúfur, sem okkur ber að brúa. Þó að þaö reynist meira verk- efni en Borgarfjarðarbrúin, þá er það óháö fjárlögum eða verðbólgu. Bolli Gústavsson í Laufási.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.