Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 14
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu Isíi&fe. r- j ~ J - 'sf ■,» < S I ~T u. A t* T l Ð 1* Hr I .fpr- i K L Æ R R V £> •t'* 5 A' 1 rAKH' Sif"4 f«y. u R P A N A M A U R Í#J7 N jO T a" Y X T U. R K B A N N L l R Kvíw- pý/i I V/tllP u ! t P R A ~F T E N Aj A ! T A F L I N U R tt o M ~Cs <£-ð A L ? £ JS M a L A N il't'L 9fíw 0. a * L i~"K 0. R ~R A R \V R A 5lr4 P- VOílív hL/L» : •- ■ N B 4 R A R. 6**6« F u A S U. A 5 PZ L U K A R a ÁR Fí r R. Ý T J> A tA A A-fii E V p ] A LA WD 7 S L A M b mcc.‘9 Í«£L R V ■b F R '1 K U L N A e I ~N A R. s L fi‘0 L- 'A .« t- A L L A £ R A' £> A , ^ 4 A A «800 3 L A R K J+ R V R ■ R — ■ llú D\ . ePTiR (T T^'1' H lT- flUÍP- SÆR FUClL V SMRW a«. 1 |G£! NS HFKv- 1 Æ-M f w "vl FÆÍ If5 SÚLHR. FUC.L 'n-'n t y*ifc 5 K'/ T- KA 5T ú.uS> Lokka WISS- Ifl- * FARAR TX.K\Í> ULUC.C.- a e AT- þRKfl ai c.17- H f\<R a/em- TJAFkl HRAÐ' A R C.R . DdL- URMOR eup- topu- flúuT' E/JD- /NO. RtOD- f) - L IÐ 1 AÐIR eiNí. ÓL'ÍFD’- AN OSLAR éÖR- / H W*LS\ R AHíJlO- l-Ð IP, <KoTt <,\J£LCs- 1 r-J N VpT/9 SLAÍ.F- A ST L'lKflMÍ- HLUT/NH FAMfi- MAORT A/ö F SN- gMNf? RoDD/N fii HDl LX << " STfitwe flUÐ- LINJD H/t£> ■ bTÆL£>- I rz fMMtF/H f?«'S áELT IR F\ EfhU SlCN- £T HRE'fF- INH- 1N K'oM- 1 ST - Deilur um fornritaútgófu Framhald af bls. 5. Skúli Guðmundsson, Steingrímur Stein- þórsson, Sveinbjörn Högnason, Þorst. Briem, Bjarni Bjarnason og Jörundur Brynjólfsson. Nei sögðu: Einar Olgeirsson, Héðinn Valdimarsson og ísleifur Högnason. Fjarstaddir voru 12 þingmenn. — Laxdæla hin nýja var komin út; var unnið í kaþp við alþingi og boðuð bannlög þess gegn nútímastafsetningu á fornrit- um. Var skrafað og skrifað um bókina, deilt utan þings og innan. Ragnar Ásgeirsson ritaöi til að mynda grein í Vísi, raunar ekki fyrr en sumarið 1942. Hann hefur vafalítið í huga uppnámiö á alþingi er hann skrifar á þessa leið: Bjarni komst m.a. svo að orði í ræðu sinni: „Nýlega er kominn fram á sjónarsvidið nýr bókaútgefandi, kaupmaður hér í bænum, sem hefur auögast mikið á að selja aimenningi „margarine". En vegna verðlagseftirlits gat hann ekki lengur auðgast á því. Hann fékk því í lið með sér sæmilega vinnufæra menn, sem meta það mikils að fá erfiöi sitt allvel borgað... Þessir menn vinna nú aðeins á fyrsta stigi þess skemmdarverks að teija ungu fólki trú um, aö það eigi ekki að lesa fornmálið, heldur þær bækur, sem birtar eru með þeirri stafsetningu, sem lögboðin er á hverjum tíma. Undantekningar megi þó gera, ef til séu móöins rithöfundar, þrátt fyrir það, aö þeir afskræmi málið...“ Frumvarpíð var rekið áfram með afbrigðum og nú tekið til þriðju umræðu 19. nóvember. Þingmenn vildu ekki rökræða málið, heldur rétta upp hendurn- ar að viija þeirra sem mestu réðu í þinginu. Einar Olgeirsson flutti nú stutta ræöu. Umræðu lokið. Tjaldið féll. „Hinn ágæti og mikílvirki rithöfundur , H.K. Laxness, hefir tekið mjög einarð- lega afstöðu tif stjórnmála. Því verkar nafn hans á pólitíska andstæðinga hans, — sem sumir hafa fengið slæmar og djúpar rispur eftir penna H.K.L., — eins og „veifað sé rauðri dulu framaní naut“. Og er það fréttist að hann sé að vinna að starfi sínu við Laxdælu, er farið aö reyna að telja landsfólki trú um að nú sé H.K.L. aö „umskrífa" Laxdælu, „Þýöa Laxdælu á kiljönsku“, og þar fram eftir götunum. Andlegar pestir eða veikindi eru smit- andi, eins og líkamleg, og hysteri — svonefnd móðursýki — er bráðsmitandi. Kom svo langt að H.K.L. var heitið tugthúsvíst, fyrir að þýða Laxdælu, í blaöi íslensku bændastéttarinnar.“ — Frumvarpiö var tekið fyrir í efri deild sama dag og neðri deild samþykkti það. Virðist hafa átt að hespa máliö af þar, helst umræöulaust, því enginn var tiltækur sem framsögumaður. En þetta fór á annan veg. Umræður urðu langar og harðar. Magnús Jónsson snérist harka- lega gegn frumvarpinu og tók til máls viö allar þrjár umræðurnar, sjö sinnum. Var hann einn mesti mælskumaður þingsins og beitti stundum allnöpru háöi og skopi. Þá gerðist það aö Árni Jónsson frá Múla tók mjög í sama streng, og mun hafa komið á óvart vegna fyrri afstöðu hans. Þá talaði Brynjólfur Bjarnason gegn frumvarpinu tvisvar. Með frv. töluðu Jónas Jónsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Jakob Möller, sem kom úr neðri deild til þess að stíga í ístaöiö með Jónasi og fylgifiskum hans. Magnús Jónsson þm. Reykvíkinga, guðfræðiprófessor, tók fyrstur til máls. Hann sagði, að þingið hefði nú setið í sex vikur athafnalítið og væri leiðinlegt ef þaö léti það vera hérumbil sitt eina afrek að afgreiða löggjöf eins og þessa. Alþingi hefur mikið vald, sagði Magnús, en valdinu fylgir ábyrgð: „Ef á að setja löggjöf um slíkt mál sem þetta, mætti með sama rétti setja lög um að láta menn í gapastokkinn fyrir að fara ekki í kirkju... Einmitt löggjöf eins og þetta er vantraustsyfirlýsing á menningu þjóðarinnar. Meðan ekki er um að ræða, að verið sé að grafa undan þjóðskipulagi og góöum siðum, á löggjöfin ekki aö grípa inn á þetta svið. Það gætu þá komið lög um, í hvaöa formati ætti að gefa út fornritin... En í frumvarpinu er allt svo óákveðið. Fórnsögurnar mega ekki vera með þeim „máfblæ", að menning og tungu þjóðar- innar bíði tjón af. Hver á að dæma um þetta? Af hverju bíöa menningin og tungan tjón? ... Mér datt satt aö segja ekki í hug, að háttvirt Neðri deild mundi gera svo lítiö úr sér að fara aö afgreiða málið... Ég held, að okkur takist ekki aö vernda menningu okkar, ef hún er svo á heljarþröminni, að eítthvað ætti að geta komið fyrir til næsta þings, sem skemmdi hana til muna... Eg greiði atkvæði á móti frumvarpinu, enda er málið rekið áfram með ofurkappi með margföldum afbrigðum, mál, sem ekkert liggur á.“ Árni Jónsson sagði, að hann hefði í fyrstu skilið þetta svo, að umrita ætti fornsögur á nútíðarmál, „og það varð til þess, að ég skrifaði grein og gerði ráð fyrir, að svo kynni aö fara, að ef hin fræga setning Guðrúnar ðsvifursdóttur: „Þeim var ek verst, er ek unni mest“, yrði þýdd á nútíma íslensku, gæti hún orðið svona: „Auövitað kynntist ég mörgum agalega sætum strákum, þegar ég var ung, en til allrar bölvunar var ég langtíkarlegust við þann, sem mér þótti vænst um.“ Um stafsetninguna sagði Árni meðal annars: „Ýmsir menn, þar á meöal háttvirtur þingmaður Suður-Þingeyinga (Jónas Jónsson) hafa tekiö upp kafla úr fornsögum í bækur sínar, breytt þeim að stafsetningu og jafnvel orðfæri. Háttvirt- ur þingm. S. Þing. ætti því ekki að telja það höfuðglæp, þegar aöeins er um að ræða aö breyta stafsetningunni. Ég hef blaðið í Laxdælu hinni nýju, og þegar maður er búinn að lesa eina eða tvær síður, fer maður að gá á kápuna, hvort rétt sé skilið um stafsetninguna. Ef þetta gæti oröiö til að hæna fólk að fornsögunum, held ég aö mjög vel sé farið.“ Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður Dalamanna var meö böggum hildar fyrir hönd umbjóöenda sinna. Hann komst svo að orði í stuttri ræðu: „Það sýslufélag, sem ég er við riðinn, hefur nú orðiö fyrir því óláni aö fá meginsögu sína, Laxdælu, gefna út með nýmóðins stafsetningu, formála-, registurs- og skýringalausa og alla meira eða minna skrumskælda, og ég segi fyrir mig, að ég vil ekki óska öörum héruðum að lenda í sama foraðinu, og tel því rétt að stemma nú þegar á að ósi.“ Magnús Jónsson sagði, að hann gæti því miöur ekki huggaö Þorstein vegna Dalamanna, og var ekki viss um að þeir spilltust mikiö vegna þessarar útgáfu, og var ekki viss um að þeir liföu mikiö á Laxdælu. Magnús spurði: „Hvernig hefur þjóðin komist af á undanförnum öldum? Þessi rit hafa verið til í meira og minna ónákvæmum handritum. Hver öld hefur haft sína stafsetningu, og við höfum ekkert af frumstafsetningu þessara rita. En menn virðast ánægöir með, aö á þeim sé stafsetning frá 15. öld, bara að það sé ekki okkar stafsetning.“ Jakob Möller: „Þaö er fullkomin ástæöa til þess að leggja hömlur á þaö að leyfa útfáfu fornritanna í þeirri mynd, sem birtist í hinni nýju Laxdælu. Ég veit ekki, hvernig mönnum líkaði það, að fariö yrði að gefa út rit Páls postula á „Laxnessku"... Hitt er ég einnig sannfæröur um, að menn kynnu því afar illa, að farið yrði aö gefa út fornritin á einhverju allt öðru máli en íslensku.'1 Brynjólfur Bjarnason talaði síöastur í fyrstu umræðu. Þá var málinu vísað tii annarar umræðu og menntamálanefndar. í henni voru Jónas Jónsson, Sigurjón Á. Ólafsson og Árni Jónsson. Menntamálanefnd klofnaði í málinu. Jónas og Sigurjón Á. vildu samþ. frumvarpið, en Árni frá Múla fella það. Jónas hélt langa ræöu sem framsögu- maður meirihluta, og kom ekkert nýtt fram í máli hans. Árni og Magnús svöruðu ræðu Jónasar ítarlega. Magnús komst svo aö orði í lok ræöu sinnar: „Ég sný ekki aftur með það, aö Alþingi mun enga sæmd hafa af því að setja lög eins og hér er frumvarp um, og síst af því að leggja svo mikið kapp á það að sjtja að næturlagi síðustu daga þingsins yfir löggjöf sem þessari. Ef þjóðin dæmir þetta þing hart fyrir athafnaleysi, þá er það að bæta gráu ofan á svart af þinginu, þegar það er búið að Ijúka því verki, sem hélt því hér, að sitja yfir því aö búa til eins hlægilega löggjöf eins og þessa, sem er hin lakasta og tilgangs- lausasta löggjöf, sem hefur komið fram á hæstvirtu Alþingi... Ég þykist sjá, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.