Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 6
Blóðveldi — greinarlok í utanríkismálum hefur stefna Amins veriö mjög á reiki og einkennzt af blygðunarlausri eigingirni og ágirnd. Engin bjóð treystir honum deginum lengur. Þó hefur hann komizt af, því að hann er ónæmur fyrir áliti sínu erlendis, meðan Því er ekki lýst með berum orðum og svo fremi Þaö hafi ekki áhrif á peninga eöa varning honum til handa. Samskipti hans við aðrar Þjóðir miðast einvörðungu við tvennt, svo furöulega frumstætt sem Það er: Þörfina á peningum og löngun til að sýnast mikill. Allt er réttlætanlegt, ef Það Þjónar Þessum markmiðum. Það fór vel á með Amin og Bretum í fyrstu, en þeir voru fyrstir til að viðurkenna stjórn hans. Sú vinátta skipti hann miklu máli, því að Súdan, Sómalía, Guinea, ýmis Samveldislönd og Aust- ur-Evrópuríki sýndu honum lítilsvirðingu. Bretum líkaði illa við Obote, sem hafði hótað því á Samveldisráðstefnunni, rétt áður en Amin steypti honum af stóli, að segja Uganda úr Samveldinu, ef Bretar hættu ekki að selja vopn til Suöur-Afríku. Vildi koma sér í mjúkinn hjá Bretum Þegar eftir valdarán sitt hóf Amin að hlaða lofi á brezku þjóðina, lífsmáta Breta og drottninguna. (Hann hefur enn dálæti á henni, og myndir af henni hanga uppi í mörgum skrifstofum hans). Hann hafði Þannig vill Amin að hann líti út í augum heimsins: Hinn mikli hershöfðingi og þjóðhöfðingi í senn, sem orðum prýddur hlustar á ræðu á þingi Sameinuðu þjóðanna. Amin í augum heimsins verið í brezka hernum og verið vinsæll meðal breskra liðsforingja, og það notfærði hann sér til hins ítrasta. Hann klæddist einkennisbúningi af brezkri gerð og var af einhverjum ástæðum hrifinn af Skotum og sekkjapípublæstri þeirra. Hann óskaöi einnig eftir brezkum liðsfor- ingjum til að þjálfa her sinn. Svo mjög var honum í mun að gera Bretum til hæfis, að eitt af hinu fyrsta, sem hann geröi, var að senda John Vorster, forsætisráðherra Suöur-Afríku, skeyti, þar sem hann kvaðst vonast til aö geta komið í opinbera heimsókn til lands hans. Og honum var full alvara, því að hann var reiðubúinn til að gera hvað sem var — jafnvel þótt það kostaði fjandskap annarra leiðtoga Afríku — til að koma sér í mjúkinn hjá Bretum. ísraelsmenn, sem þá höfðu mikil áhrif í Uganda, fögnuðu því einnig, að Obote hefði verið velt úr sessi. Obote var um það bil að breyta um afstöðu gagnvart ísraelsmönnum, en Amin hafði góöa samvinnu við ísraelska liðsforingja og lét oft í Ijós hlýhug sinn til ísraels. En Bretum og ísraelsmönnum líkaði ekki lengi við Amin. Hann snerist fyrst hatrammlega gegn ísraelsmönnum, og ástæðan til þeirrar stefnubreytingar var einfaldlega ágirnd. ísraelsmenn vildu ekki ausa fé í Amin. En Libya var vel aflögufær. Það fór því ekki á milli mála, hvorn Amin myndi velja. Eftir að Amin fór í heimsókn © til Gaddafis í febrúar 1972, hefur Libya haft langmest áhrif á efnahagslíf Uganda. Bein afleiðing heimsóknarinnar þangaö var, að Amin tileinkaði sér þá afstöðu og þau gífur- og glamuryrði, sem Gaddafi geðjaðist bezt. Hann ákvað að veröa ofsafenginn gyðingahatari, neyða heiminn til að líta á Uganda sem ríki múhameös- trúarmanna og nota hálfmarxistískt oröagjálfur við hæfi Gaddafis. í marz skipaði Amin ísraelsmönnum að verða af landi burt innan þriggja sólarhringa. Eftir fjöldamoröin é. Olympíuleikjunum í Miinchen lýsti hann ánægju sinni yfir drápunum á ísraelsku íþróttamönnunum og bætti því viö, að hann dáöist af Hitler fyrir að „brenna ísraelsmenn lifandi með gasi á þýzkri jörð.“ Hann sendi einnig skeyti til Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, og mælti ákaft með því, að allir ísraelsmenn yrðu fluttir frá Miðausturlöndum og sendir aftur til föðurhúsanna í Bretlandi. Lensríki undir ræningjahöfðingja Það var harla auðvelt fyrir Amin að verða andstæðingur ísraelsmanna og fylgismaður Palestínu-Araba. En það er einn þáttur í hugsanagangi Gaddafis, sem Amin gat ekki og getur ekki aðhyllzt: þaö er yfirlýstur marxismi hans. Það efnahags- kerfi, sem Amin hefur byggt upp í Uganda, að svo miklu leyti sem hægt er að kalla það kerfi yfirleitt, er byggt á persónuleg- um gjöfum hans. Það byggist á getu hans til að eiga allt það í Uganda, sem hann vill, og gefa þaö hverjum einum, sem hann vill. Þess vegna hefur hann tekið að forðast að flækja sér inn i sósíalistískan eða kommúnískan orðaforða um efnahags- mál. Þess vegna er hann æ ofan í æ að staðhæfa, að Uganda sé hvorki kapítalis- tískt né kommúnistískt. Og hann hefur á réttu að standa — hann hefur breytt landinu í lénsríki undir ræningjahöfðingja. Það má furöulegt heita, en utanríkis- stefna Amins hefur boriö árangur. Honum hefur tekizt að fá Arabaríkin til til að sjá sér fyrir peningum — þó að ekkert af þeim renni til íbúa Uganda í heild sinni — og hefur komið í veg fyrir gagnrýni Araba með því að halda því fram, að hann sé leiðtogi ríkis múhameðstrúarmanna. Hin upphaflega velþóknun Breta á Amin hvarf með öllu þegar Amin krafðist þess, að Asíumenn hyrfu úr landi, en sú afstaða og gjörð stjórnaðist af gegndarlausri ágirnd hans. Þetta var verknaður ræn- ingja, þar sem eignum eins minnihluta var deilt út meðal annars minnihluta — hans eigin. Þrátt fyrir harða andstöðu með stjórnmálalegum leiðum af hálfu Bret- lands, Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóöanna stóð hann fast við ákvörðun sína. Það skipti hann engu máli, þótt þetta myndi tákna slit á öllum eiginlegum tengslum við Bretland, sem yrði neytt til að taka við hinum þrjátíu þúsund Asíumönnum, sem höfðu brezk vegabréf. „Mjólkuöu kúna án pess aö fóöra hana“ Hin raunverulega ástæða aö baki ákvörðunar hans var að sjálfsögðu aldrei skýrð. Hann leyndi tilgangi sínum meö því að halda því fram, aö Asíumenn væru útlendingar í landinu og „mjólkuðu kúna án þess að fóðra hana.“ Þannig gat hann sjálfur komið fram sem svertingjaleiötogi, sem veröi rétt svertingja gegn erlendu arðráni. Hann væri, sagði hann, að „úganda“landið og gaf þannig í skyn, aö hann væri að þurrka út leifar heimsvelda- stefnu hinna hvítu. Amin hélt því fram í útvarpinu, að Asíumenn hefðu verið fluttir til landsins af heimsveldissinnum til að byggja járnbraut, sem hafi verið notuð til að flytja burt auð Uganda. Þessi rök- semdafærsla var ekki alveg út í bláinn, og hún sýndi hæfileika Amins til að grípa brot af sannleika og snúa því sér í hag. Þegar Bretar reyndu að mótmæla brottrekstri Asíumanna sem freklegu kynþáttamisrétti — eins og rétt var — þá komust þeir að raun um, að slíkar röksemdir skildu Afríkumenn almennt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.