Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Blaðsíða 13
Bætt heilsa — betra líf Þættir um sjúkdóma, lækningar og fyrir- byggjandi aðgerðir. Eftir MichaelHalberstam. UM HREINSKILNI LÆKNA VIÐ SJÚKLINGA Allir meta sannleikann mikils. Samt segja allir ósatt aö staðaldri. Flestir færa Þaö sér til afsökunar, aö Þeir skrökvi ekki sjálfra sín vegna heldur annarra. Til dæmis aö nefna skrökva foreldrar oft Þegar börn Þeirra spyrja Þá hvort myndir sem Þau hafa teiknaö, eða annaö sem Þau hafa búið til á eigin spýtur, sé ekki fallegt. Vinir og kunningjar skrökva oft séu Þeir beönir álits á nýjum fötum, hárgreiðslu eöa ööru nýfengnu sem spyrjandi Þykist hafa valið af smekkvísi sinni og vill fá Þaö staðfest, og læknar skrökva oft að sjúklingum sínum, t.d. séu Þeir beðnir að segja fyrir framvindu sjúkdóms, ekki sízt ef hætta kynni aö vera á ferðum, og svo mætti telja endalaust. í Þessum tilvikum og öðrum álíkum færa menn Þaö vanalega sér til afsökunar, eins og fyrr var sagt, að Þetta hafi veriö hvít, Þaö er mein- laus, lygi, og ætluð til Þess aö Þóknast öörum, greiða samskipti, o.s.frv., og hafi hún einungis veriö til góðs. Þegar svo stendur á Þykir flestum sjálfsagt að hagræða sann- leikanum eöa klípa svolítið af honum. Fyrir skömmu var ég að lesa bók um petta efni; hún er eftir Sisselu Bok, prófessor í félagssiðfræði við Harvardháskóla. Bok er ekki sam- mála Því að oft sé verjandi að segja ósatt. Hún telur Það sárasjaldan afsakanlegt, og í rauninni aldrei, jafnvel ekki í tilvikum Þar sem flestallir aðrir sæju alls ekkert gagn í Því að sannleikurinn kæmi allur í Ijós. Hún ræðir ósannsögli bæði frá sjónarmiðum heimspeki og daglegs veruleika og kemst ævinlega aö sömu niöurstöðunni, sem sé Þeirri að Það sé enginn eðlismunur á hvítri lygi og svartri, aöeins stigsmunur. Bok fór snemma að fást við siðgæði í læknisfræöum sérstaklega, enda fjallar rit hennar aö miklu leyti um Þær hliðar málsins er að læknum snúa. Kemur Þar upp margt athyglis- vert. Til dæmis að nefna Það, aö í siðareglum Þeim sem læknar víða um heim hafa sett sér, og til að mynda í Hippókratesareiðnum sem Þeir vinna allir, er hvergi krafizt sannsögli og reyndar yfirleitt ekki minnzt á hana. Það mun líka nokkuð algeng skoðun lækna, að peim beri engin sérstök skylda að sýna sjúkl- ingum hreinskilni. Bok nefnir til nokkrar nærtækar ástæður fyrir Þessu og ræðirdpær en kemst að peirri niðurstööu, að í rauninni sé engin peírra frambærileg. Nú skal ég fyrir mitt leyti játa, að ég segi sjúklingum mínum ekki alltaf „sannleikann, allan sannleikann og ekkert nema sannleikann". Það er ekki oft, að ég lýg beinlínis að sjúklingum. Aftur á móti kemur stundum fyrir aö ég legg meiri áherzlu á eina hliö máls en aöra. Sé sjúklingur haldinn krabbameini segi ég honum pað — nema hann hafi áður beðið mig að leyna sig Því, ef svo reyndist. Hins vegar fer ég e.t.v. fljótt yfir Þaö, ef svo vill tíl, að 9 af hverjum 10 manns er fá petta krabbamein, sem um ræðir, deyja innan árs frá Því sjúkdómurinn finnst, en reyni heldur að brýna fyrir manninum aö sumir, og Þótt ekki sé nema einn af hverjum tíu, lifa lengur. Komi til mín maður með sjúkdóm, sem ekki er búið aö greina til fulls flíka ég yfirleitt ekki öllum peim möguleikum, sem til greina koma; ýmsir peirra og kannski allir verða útilokaðir hvort eð er og mér finnst Þarflaust að baka sjúklingnum áhyggjur af Þeim fyrirfram. Ef hætta er á ferðum og sjúklingur spyr hvort svo sé viðurkenni ég Það, en legg eins og endranær, á Það áherzlu að ekki sé búið að greina sjúkdóminn til fullnustu. Það er skoðun Sisselu Bok, að læknar sem telja sig vera að hlífa sjúklingum sínum með Því að segja peim ósatt eða hálfsatt séu í rauninni fremur að blekkja sjálfa sig en sjúklingana. Óhreinskilni geti komið lækni í koll pannig, aö sjúklingur trúi honum ekki pegar hann segir loks sannleikann. Hún segir að pjóðsögur einar, að sumir sjúklingar leggist í Þunglyndi og fremji jafnvel sjálfs- morð sé Þeim sagt, aö Þeir gangi meö illkynjaðan sjúkdóm. Um síðast nefnda atriðið er Það að segja, að trúlega hefur verið gert meira úr Því en efni standa til. Hins vegar vita Það allir læknar, aö vonin er bráðnauðsynleg Þeim sem pjást af alvarlegum sjúkdómum, og reynd- ar nauðsynleg fjölmörgum minna sjúkum. Fáir eru svo æðrulausir að ekki setji að Þeim hroll, pegar dauðinn nálgast. Það er gott og blessað að læknar setji sér strangar og afdráttarlausar siðareglur. En pegar öllu er á botninn hvolft hljóta peir fyrst og fremst að hugsa um bata og vellíðan sjúklinganna. Og pegar petta samrýmist ekki sannleikanum veröur sannleikurinn stundum að víkja. Röð nýrra Mercedes Benz-bifreiða, sem Amin lét flyta sérstaklega inn til að aka í Afríkuleiðtogum, sem héldu þar fund. Á eftir gaf hann vinum sínum og stuðningsmönn- um bilana. - Amin Framhald af bls. 7 Slíkar staðhæfingar eru aðeins ætlaðar tii innanlands neyzlu, og hið sama gildir um hin ýmsu símskeyti hans til erlendra þjóðarleiðtoga, en mörg þeirra eru orðin víðfræg að endemum. Hann sendi Nixon skeyti til dæmis, þar sem hann óskaði honum skjóts bata eftir Watergate, á þeim tíma sem Nixon neitaði að hafa haft nokkur afskipti af þeim málum. Ford, forseta, sagði hann í skeyti: „Mér þykir vænt um þig“ („I love you“) og bætti því við, að hann ætti að fela völd sín blökkumanni. Nyerere, forseta, sagði hann, að hann myndi giftast honum, et hann væri kona. Þetta á að sýna Ugandabúum, hvað hann geti talaö óþvingaö við helztu valdamenn heimsins, og hið sama gildir um fréttir af utanlandsferöum hans, en þær fer hann nær alltaf fyrirvaralaust að kalla. í september 1975 fór hann á þing Sameinuðu þjóöanna meö dags fyrirvara. Þar las túlkur hans ræðu hans, þar sem hann kraföist brottrekstrar ísraels úr Sameinuöu þjóðunum og afnáms þess sem ríkis. „Zíonistar hafa búið um sig í CIA,“ sagði hann, „og breytt henni í morösveit“. Þaö var eftir þennan fund, sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóöunum, Daniel Moynihan, kallaði Amin „kynþáttamorðingja". Því miður getur Amin sannfærzt um það sjálfur, aö aðferðir hans beri árangur. Einingarsamtök Afríkuríkja hafa aldrei fordæmt hann, að nokkru leyti sennitega vegna þess að sum þeirra beita hans eigin aðferöum í sínum löndum, þótt í minni mæli sé. Og Einingarsamtökin hafa jafnvel varið hann stundum, því að þau hafa litið á alla gagnrýni á blakka Afríkuleiðtoga sem árás á þá sjálfa. Og þeir vilja ekki skapa fordæmi fyrir gagnrýni á innan- landsmál ríkjanna. Erfitt um vik meö skipulagða andstööu Uganda þjáist af stjórnmálalegri og efnahagslegri drepsótt. Hún hófst 1971, en hvað getur hún staðið lengi? Þjóðinni er ekki bani búinn sem slíkri, held ég, en án utan að komandi hjálpar gæti ógnarstjórn Amins staðið enn í mörg ár, en þá hugsun get ég ekki hugsað til enda. Viöbrögð Amins við hvers konar gagnrýni og mótþróa eru slík, aö menn eiga ávallt á hinu versta von, svo illu, aö þeim sem ekki eiga viö slíkar aðstæður að búa, virðist það óskiljanlegt. Skipulegri andstöðu er því mjög erfitt að koma á, hvort sem hún miðaði að byltingu eða samsæri. Hugsanlegir samsærismenn ættu að byggja að einu leyti á reynslu Amins sjálfs. Þegar hann hrifsaði til vín völdin 1971, gerði hann engar áætlanir né hafði sterk sambönd að baki sér. Obote vissi því ekki, við hverja hann ætti að berjast, þótt hann væri farið aö gruha Amin. Allar tilraunir til að velta Amin úr sessi eöa drepa hann veröa að byggjast á fámenn- um hópi í mesta lagi. Og reyndar gæti einn einbeittur einstaklingur veriö fær um að Ijúka því hlutverki. Siöferöilegar 'fordæmingar umheimsins nægja ekki í sjálfu sér. Athafnir veröa að fylgja orðum, ef þau eiga að hafa eitthvert gildi. Og hér gæti Bretland riðið á vaðið. „Whisky-rútan“ Þrátt fyrir nýbirtar upplýsingar virðast fáir gera sér grein fyrir því, hversu mikilvæg fyrir Amin hin svokallaöa „whisky-rúta“ er, en hún gengur tvisvar í viku milli Stanstaed flugvallar í Englandi og Entebbe. Vöruflutningavélar flytja þá dýrindis varning hvers konar, sem einvörðungu er ætlaður tll að viöhalda hollustu illþýðis Amins. Með þessum varningi eru fylltar búðir, sem skósveinar og ódæöismenn Amins hafa einir aðgang að, og það eru þau forréttindi, sem ráða fylgi þeirra, en ekki ást þeirra á Amin né traust þeirra á honum, sem nýtur þess aö lítillækka menn. Meöan Bretar halda uppi eða leyfa „whisky-rútuna“, er fordæming þeirra á Amin að minnsta kosti ekki pottþétt. Utanríkisráðherra Breta, David Owen, hefur sagt, að það myndi bitna á alþýðu manna í Uganda, ef viðskiptatengslin væru rofin milli landanna. Þetta er einfaldlega ekki satt. í verzlunum hermanna Amins er allt það að fá, sem nauðsynlegt er til að lifa í munaöi á Vesturlöndum. Það sem menn Amins og fjölskyldur þeirra kynnu ekki að þurfa, geta þeir selt á svörtum markaði alþýðunnar, sem Owen hefur áhyggjur af. En fáir hafa efni á að kaupa. Verzlanir þessar eru birgðar upp með vöruflutning- um um „whisky-rútuna“, og svo er nú komið, að hún er oröin neglan í báti Amins. Og þaö eru aðeins Bretar, sem geta kippt henni út.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.