Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 3
Jón úr Vör fæddist 21. janúar 1917 á Vatneyri viö Patreksfjörð og ólst upp á Geirseyri viö sama fjörð. Foreldrar hans voru Jón Indriðason skósmiður og kona hans Jónína Guðrún Jónsdóttir. Jóni var ungum komiö í fóstur til Þórðar Guðbjartssonar verka- manns og konu hans Ólínu Jónínu Jónsdóttur. Hann gekk í unglingaskóla á Patreksfirði og var tvo vetur í héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði. Seinna var Jón í Brunnviks Folkhögskola í Svípjóð og fór á vegum pess skóla til náms við Nordiska Folk- högskolan í Genf. Kvæntur er Jón Bryndísi Kristjánsdóttur frá Nesi í Fnjóskadal. og eiga pau prjá syni. Jón var lengi fornbóksali í Reykjavík og yfirbókavöröur í Kópavogi. Hann var ritstjóri Út- varpstíöinda og hefur komið við sögu fleiri blaða og tímarita. Geta má Þess aö hann var um skeið einn af stjórnendum út- varpsbáttarins Raddir skálda. Eftir Jón úr Vör hafa komið eftirfarandi Ijóöabækur: Ég ber aö dyrum (1937), Stund milli stríða (1942), Þorpið (19^6). Með hljóöstaf (1951), Meö örvalausum boga (1951), Vetrarmávar (1960), Maurildaskógur (1965), Mjallhvítarkistan (1968), Vinar- hús (1972) og Altarisbergiö (1978). Mörg Ijóöa Jóns úr Vör hafa veríð pýdd á erlend mál. Þorpið hefur birst í heild sinni á sænsku og í Noregi og Finnlandi hafa komið út bækur með úrvali Ijóða skáldsins. Það helsta sem skrifað hefur verið um skáldskap Jóns úr Vör er að finna í íslenzkum nútíma- bókmenntum 1918—1948 eftir Kristin E. Andrésson, Ijóðaúr- valinu 100 kvæöi með formála eftir Einar Braga og íslenzkri nútímaljóðlist eftir Jóhann Hjálmarsson. Samtöl pau sem hér fara á eftir eru aö nokkru leyti unnin upp úr útvarpsviðtali í tilefni sextugs- afmælis Jóns úr Vör, en síðari hluti peirra er nýr. Jón úr Vör gaf út á síöastliðnu ári tíundu Ijóða- bók sína Altarisbergið par sem kveður við nýjan tón, einkum í Ijóöum með trúarlegu efni og auk Þess eru í bókinni Ijóö sem ort voru eftir heimsókn hans á bernskustöðvarnar fyrir vestan, en pær hafa löngum verið ein helsta uppspretta Ijóða hans. Á næstunni er Þorpið væntanlegt í nýrri útgáfu myndskreytt af Kjartani Guöjónssyni listmálara. mikiö í þetta verk til Svíþjóðar, nema ef þaö væri í sænskar þýðingar á aust- rænum og ensk-amerískum skáldskap. Þegar Steinn yrkir Tímann og vatnið hefur hann lokiö aöalverkum sínum, sínum rímuöu og laustbundnu heim- speki, ádeilu og háökvæöum. Hann var of fastmótaður af gamallri rímhefö til þess að honum væri unnt aö rífa sig lausan. Þótt undarlegt megi viröast veittist honum þetta öröugra en Jóhannesi úr Kötlum sem þó var mun eldri. Ung kynslóð sem ekki haföi þekkt Stein á þeirri tíö sem kalla mætti einkatíma hans í bókmenntunum, árin 1935 til 1944, fólkiö sem var aö vaxa úr grasi fyrstu árin eftir síðari heims- styrjöldina meö Matthías Johannessen í broddi fylkingar, kynntist Steini sem þjóösagnapersónu rétt áöur en hann dó og rétt eftir fráfall hans, það las Tímann og vatnið eins og nokkurs konar véfrétt, Ijóö sem höföu fagran hljóm, en þurftu ekki endilega aö hafa merkingu. Við hinir eldri áttum annan Stein — sem okkur var meir aö skapi. Ég er ekki rétti maöurinn til aö skipa Ijóöabókum og höfundum í bása eftir bókmenntastefnum, en samt leyfi ég mér oft aö efast um, aö þeir geti allir kallast miklir módernistar sem bók- menntafræðingarnir okkar og ungir ritdómarar setja á þann merkimiöa. Spurningunni um mismunandi aðferðir okkar Steins svara ég helst meö því aö benda á hve ólíkir menn við erum að allri gerö. Ennfremur mætti minna á þaö aö ég kynnist þessum skáldskap á hrifnæmasta aldursskeiöi, — en þetta var Steini aö mestu lokaöur heimur á þeim aldri sem hann þá var. Hannes Sigfússon, nokkrum árum yngri en ég, var líka í Svíþjóö rétt eftir stríö. Hver okkar fyrir sig unnum viö úr þessum kynnum og auðvitaö hver á sinn hátt. Hið breytta þjóölíf eftirstríðsáranna hér heima og í hinum stóra heimi kallaöi ekki á Ijóö Steins meö sama hætti og fyrr. Þetta var með vissum hætti vonar- og hvíldartími. — ^n hvarlar þaö kannski aö okkur aö Steinn hafi ekki fundið sínum andlegu umbrot- um nýtt tjáningarform sem hann gat sætt sig við? Hann geröi alltaf til sjálfs sín miklar kröfur. Ég held aö Tíminn og vatniö hafi veriö millispil. Dauöagrunur og dauöinn sjálfur komu í veg fyrir framhaldiö. Hann liföi sem Ijóöskáld síðustu ár sín í þögn. Þú varst ekki fyrstur til að yrkja órímuð Ijóð. Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson, Sigurður Nordal og fleiri voru á undan Þór. Jón Skúlason Thoroddsen sendi frá sér heila bók með órímuðum Ijóðum 1922: Flugur. Hvaóa augum lítur þú órímuð Ijóó Þessara skálda? Eru órímuó Ijóó Þin öóruvísi en Þeirra? Því tímabili sem þú hér minnist á hefur ekki enn veriö gert viðhlítandi skil í bókmenntasögunni af þeim fræöi- mönnum sem til þess eru kjörnir, sem kannski er ekki viö aö búast. Þaö er helst aö þú hafir fjallað um þennan tíma í bók þinni um nútíma Ijóðlist. Ég hef oft og mikiö talaö um þessi skáld og vikiö aö þeim og þeirra þætti í þróunarsögu íslenskrar Ijóöagerðar, m.a. í blaöa og útvarpsviðtölum. Þú spyrö um mismun á gerð Ijóöa minna og þeirra. Mín aöferö er beint framhald af Ijóöstefnu þeirra Jóhanns Sigurjóns- sonar og Jóhanns Jónssonar. En þeir létu eftir sig aöeins örfá kvæöi sem ekki komu á bækur fyrr en áratugum eftir lát þeirra. Áhrifa þeirra gætir líka hjá Steini. Fornar ástir Nordals tel ég mjög hæpiö aö kalla Ijóö. Ég flokka þá bók meö Ijóðrænum skáldsögum, líkt og Pan og Viktoríu Hamsuns. Ljóörænustu kaflarnir í Heli Nordals minna mjög á norska skáldiö Sigbjörn Obstfelder. Ég afneita algjörlega hugtakinu prósaljóö. Á íslensku ruglum við aö vísu oftast saman merkingu orðanna rímað og bundiö mál, en í nútímamáli ætti aö nota bæöi hugtökin um Ijóö. En hér bagar stööugt hin forna merking oröanna sem í gildi hefur veriö fram á okkar daga. Fyrir mér táknar orðið Ijóö eöa kvæöi alveg sérstakt tjáningarform. Það er hinn vængjaöi söngleikur hugsunarinn- ar. Fyrir mér sker þaö eitt úr um skilgreiningu og stööu Ijóös hvort þaö höföar til mín meö sambærilegum hætti og t.d. tónlist sker sig úr öörum háttbundnum hávaöa. Og í þessu sam- bandi má ekki gefa orðinu hávaöi óvirðulega merkingu. Tónlist og Ijóölist eru skyldastar allra listgreina. En hvaö er þá Ijóö og hvaö óbundiö mál? Úr þessu sker smekkmaöur meö sama hætti og hann finnur hvort rímað mál er skáldskapur eöa leirburður. En óbundiö mál getur auövitaö veriö skáldskapur þótt þaö sé ekki Ijóö. Vissa kafla úr lausamálsritum góöra rithöfunda væri hægt að velja úr og þar væru komin Ijóö. Eins væri hægt aö fella órímuö erindi úr Ijóöum, eöa heil Ijóö, inn í sögur, leikrit eöa ritgerðir svo að Ijóðið hætti aö vera Ijóö. Meö öörum Sjá nœstu ] síðu Jón úr Vör í Héraösskólanum aö Núpi 1934. íslenzk skáld á ferö í Kaupmannahöfn 1946. Jón úr Vör, kona hans Bryndís op Elías Mar. Elías sendi peim hjónum myndina meö svohljóöandi áritun: „A pessari mynd hefur bæöi veriö tekiö ofan af mér og neöan af mér, Bryndís mín. Það er ósköp aö sjá mig. Þarna stend ég líkt og verndarengill viö hliö ykkar (Þína, öllu heldur) og meö hendur fyrir aftan bak. Elías.“ Fóstri Jóns úr Vör: Þóröur Guö- bjartsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.