Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 13
F Eg vinn eins og skurðlæknir segir Þórhallur Birgisson fiðluleikari Þeir Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Þórhallur Birgisson hafa Ieikið saman af og til frá 15 ára aldri samfara námi sínu, Gauti á píanó en Þórhallur á fiðlu. Nýlega luku þeir báðir cinieikarapróíi frá Tónlistarskólanum með tónleikum. Þorsteinn Gauti 19 ára, Þórhallur ári yngri. Ognú liggur leið þeirra beggja vestur um haf til framhaldsnáms í Bandarikjunum. Gauti lærirhjá manni að nafni Bugene Lisst, en Þórhallur hjá konu sem heitir CarroII Glenn. Herra List og frú Glenn eru hjón svo að enn liggja leiðir þeirra félaga saman. Þórhallur heíur lært hjá Guðnýju Guðmundsdóttur síðustu árin, en Gauti hefur sótt alla sína kennslu til Halldórs Haraldssonar. Myndir: Einar Guhnar Einarsson. oröinn alveg sjóöheitur, — þaö gerist allt þar en ekki í puttunum, sem er algengur misskilningur.“ „Ég skipulegg æfingarnar eins og skurðlæknir, sem röntgengreinir fyrst og sker svo." segir Þórhallur. ég vil ekki eyöa tímanum í hluti sem ég ræö viö, skilurðu. Þannig læri ég alltaf betri vinnubrögð með aukjnni vinnu. Enda kemur nú fyrir aö ég afkasta á einum degi því sem áður tók hálfan mánuö. Er skipulagsþörfin rík í þér aö ööru leyti? „Nei, hún nær ekki út fyrir tónlistina. — Reyndar veit ég ekki, hvort músíkin hefur beinleínis haft milil áhrif á líf mitt. Hún er heill heimur út af fyrir sig, eins og tungumál. Þaö má líkja því viö þaö þegar kafarinn fer niöur á hafsbotn; þaö veit enginn fyllilega hverju hann er aö lýsa fyrr en hann sér þaö sjálfur. Til dæmis þegar ég leik í kammermúsíkhópi er ég í sérstöku hugarástandi sem algerlega vonlaust er aö lýsa." Lágkúrulegast af öllu er að spila í lélegri hljómsveit. Viö ræddum stundarkorn hiö einkenni- lega tvískipta hlutverk fiölunnar í tón- halda þeir á því, knúsa þaö. Og fiölan gefur geysimikla möguleika á tónmyndun og alls kyns blæbrigöum sem ráöast af tilfinningu fiöluleikarans." Helduröu aö það skapi einhverja sér- staka þörf fiöluleikara fyrir einleiksafrek, hvað fiölan er mikið hóphljóöfæri? „Þaö er vissulega rétt, aö öörum hljóöfærum bjóöast frekar einleikskaflar í hljómsveitarverkum, hjá fiölunum fær konsertmeistarinn bara slíkt, en hinir fylgja á eftir. En ég held aö þaö sé gaman aö taka þátt í allri góöri tónlistarsköpun. Þaö aö spila í lélegri hljómsveit er hins vegar þaö lágkúrulegasta sem maður gerir." Manstu eftir aö hafa oröiö fyrir von- brigðum meö eigin túlkunarmöguleika eftir aö hafa heyrt í fiölusnillingum þegar þú varst að byrja að læra? „í rauninni ekki. Viðmiðunin er alltaf á sama stigi og maður sjálfur. Þegar ég var byrjandi, var ég líka byrjandi í að hlusta á sjálfan mig.“ Skólarnir sundra einbeitingunni og slétta út sjálfstæðið „Má ég fá tópas?" sagöi Þórhallur og leit á pakkann. Viö héldum áfram. „Ég veit ekkert hvar ég stend," sagöi hann. „Ég bara vinn, og árangurinn stendur, en hver hann er veit ég ekki fyrr en eftir á. Þaö má segja aö ég stefni hátt, — svo er það bara undir eigin dugnaði komiö, hvar ég verö. Músíkalitet, — ég veit ekki hvað ég á aö segja um það. Ég lít ekki á sjálfan mig sem neitt merkilegri en hvern annan.Það er kanski spurning um einhverja lágmarksgreind. En svo eru Ifka til undrabörn, og þau ætla ég ekki aö reyna aö skýra. Undrabörn. Þau leiöa hugann aö æsku- árunum. Viö ræddum þaö, hvernig æsku- manns lyndi viö tónlistina. Þórhallur Birgisson hleypti undirrituö- um inn, leiddi hann til stofu, þar sem hann hafði verið að æfa sig, settist yfirvegaöur andspænis gestinum og svaraöi strax skilmerkilega fyrstu spurningunni um paö, af hverju píanó og fiðla ættu vel saman. En pegar minnzt var í annarri spurningunni á próftónleíkana í Háskólabíó á dögunum, sagöi hann kurteislega: „Ég vil ekki að viðtalið sé um pessa tónleika." Þeir snertu ekki pað sem átti að ræða. Svo hélt hann áfram aö svara öllum spurningum jafn eðlilega og upplýsandi og í byrjun, allan tímann hreinn og beinn, eins og petta væri bara hluti af afgreiðslu daglegra skylduverka. Hann endaði gjarnan setningar á „— skilurðu" í uppfræöingartón, og paö sem hann sagði, hljómaði eins og niöurstöður vísindalegra rannsókna. Og pá í vísinda- anda, með fullri meðvitund um að petta væru bara fyrstu niöurstöður í langri leit. Faöir Þórhalls rekur eigiö fyrirtæki og starfsdagur hans er langur. „Jú, ég hef erft vinnusemi frá honum," svaraöi Þór- hallur. „En aöalástæða þess, að ég er búinn meö einleikaraprófiö svo ungur er sú, aö ég hætti í menntaskóla. Þetta er svo flókinn hæfileiki sem ég er aö rækta meö mér aö hann krefst mjög mikillar vinnu." Eins og pegar kafarinn fer niöur á hafsbotn. „Ég byrjaöi aö læra 8 ára, sagöi Þórhallur. „Þaö veitti töluvert aöhald, aö „Ég er náttúrulega ungur að árum, en að sumu leyti finnst mér að sá maður standi svolítið í öðrum sporum sem er búinn að einbeita sér á eina braut og þróar hæfileika sína þar.“ foreldrar mínir voru músíkáhugafólk og auk þess voru eldri systkini mín bæöi í píanónámi. Þetta er því einhver innri spenna, aö veröa ekki eftirbátur og gefast upp." „Síöan hef ég bara fundið getuna jafnvaxa, — þaö hefur ekkert spennufall orðiö hjá mér, eins og tónlistarfólk verður stundum fyrir. Ég reyni yfirleitt aö vakna snemma og kalla þaö þá gott, ef ég er byrjaöur aö æfa mig upp úr 9, þótt þaö takist ekki alltaf. Hugurinn þarf aö vera „Það er út í hött að reyna mikið að hugsa um framtíðina listarheiminum. Annars vegar myndar hún með systrum sínum öldugang hljóm- sveitarverkanna, sem aörir tónar synda í eöa fljóta ofan á, — og hins vegar er hún þessi ótrúlega rödd einleikarans á sviö- inu. Kannski kemst ekkert hljóöfæri nær túlkun mannssálarinnar en þegar góöur fiöluleikari lætur fiöluna sína syngja. „Já, fiðluleikarar tengjast hljóöfæri sínu meira en t.d. píanóleikarar. í fyrsta lagi eru þeir alltaf meö sama hljóðfæriö, og þaö hefur mikið aö segja. En auk þess „Maöur lítur sjálfsagt of alvarlega á sig," sagði Þórhallur, „og ég er nátturu- lega ungur aö árum, en að sumu leyti finnst mér aö sá maöur standi svolítiö í öðrum sporum sem er búinn aö einbeita sér á eina braut og þróar hæfileika sína þar, skiluröu. Þaö er töluverð staöfesta aö vera 18 ára búinn aö ákveöa svo gersamlega sína framtíð. Þaö hefur kanski þau áhrif, aö sá maður fer aö eldast fyrr, þar sem hann er ekki ráfandi í hverju sem er.“ „Menntaskólarnir, reyndar allir skólar, eru auövitaö stórhættulegar stofnanir. Þeir slétta út sjálfstæöi fólks og sundra allri einbeitingu þess meö þessu margskipta námsefni. Ég held þaö sé farsælast aö menn fái aö læra nákvæmlega þaö sem þeir vilja. Þeir veröa kannski leiöir á'námi um stund, taka sér frí í lengri eöa skemmri tíma en geta svo allt í einu fengiö ofsalegan áhuga á einhverju fagi og læra þá meira í því á stuttum tíma en þeir heföu annars gert í nokkur ár. Gallinn er sá, aö menn vantreysta börnum og unglingum tii aö taka eigin ákvaröanir, sem ég held aö sé reginmisskilningur." „Ég er á ákveöinni braut, og nú get ég þróað mína tækni," sagði Þórhallur að lokum. „Menn hægja mikiö á upp úr tvítugu hvaö þaö snertir. Þá sé ég hvaöa spil ég hef á hendi. En þaö er út í hött aö reyna mikið aö hugsa um framtíðina, þaö er eins og að hugsa um þaö, hvaö maður ætli aö gera viö happdrættisvinning sem ekki hefur unnizt enn. Þessari miklu vinnu fylgja örar breytingar dag frá degi, og viðhorfin breytast hratt." HHH.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.