Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1979, Blaðsíða 15
 Maríus Ölafsson ÚTMÁNAÐA SÖL Fannbreiöan logar í geislanna gliti, gullregniö hinn frostkalda snjó. Skammdegis drunginn sig dregur til baka, draumarnir vakna, er oss sumariö bjó. Draumar meö heiðríkju hækkandi sólar, hugboð um gróandans eilífa mátt; vonina að birti í mannshjartans myrkri, mannúöin veki þar bróöerni og sátt. J En leyfið mér nú að segja söguna eins og hún gekk fyrir sig. Vonandi trúiö þiö, kæru lesendur, sögunni betur en konan mín. Hún hefur ekki talaö viö mig núna í bráöum hálfan mánuö. En það er önnur saga, sem veröur seint sögö eöa fest á blað. Maðurinn leit líka til mín. Brosti, sagöi „bróöir" og rétti mér flöskuna. Og þar sem ég var dálítiö vankaöur eftir aö hafa uppgötvað hversu brigðult varnarkerfi dulvitundar minnar var, sleginn andartaks ofbirtu vegna sólarinnar og eins vegna þess að ég var ekki meö öllu grunlaus um aö maðurinn tæki því illa ef ég afþakkaöi boöiö, tók ég viö flöskunni, lyfti henni hikandi að munni mér — og drakk. Þaö veit trúa mín, aö þetta heföi aldrei gerst hefði ég verið meö sjálfum mér, nú eöa konunni. Ööru hvoru okkar, aö minnsta kosti, heföi tekist aö hafa fulla stjórn á aðstæöum. Ég endurtek: Ó, vei! enda er ég meö afbrigðum sómakær maöur. Ég skil ekki enn, hvað kom fyrir. Maðurinn brosti, enda var hann ekki iengur einmana. Hann hefur vafalítið haldiö, aö hór meö væri hann ekkí bara búinn aö eignast drykkjufélaga, heldur jafnframt borgunarmann þeirra veiga, sem vafalítiö væru í vændum. Hann tók viö flöskunni, hrópaöi: Skál, félagil og fékk sér vænan gúlsopa, leit svo aftur til mín, kankvís á svip eins og viö værum tveir réttarbændur á leiö aö flokka fé í dilka og breyta mörkum á lömbum óvildarmanna vorra. Sopinn sem ég haföi tekið var farinn aö brenna mig þægilega aö innan. Ég var eins og barn sem haföi fengiö dulítinn snert af sleikbrjóstsykri frá góöa frænda, sem lumaöi á meiru. Og „góöi frændi“ var óspar á veitingarnar. Og varnarkerfi dulvitundarinnar var horfiö meö öllu og aögátin fauk burtu ásamt sómatilfinning- unni, rétt eins og pappírsrusl sem haföi ekki enn komist í hrein torg-fögur borg áfangastað sinn. Og soparnir uröu fleiri ... og fleiri . . . ohg fhleihihri . . . Hvorugur okkar virti manninn sem sniglaöist lengi í kringum okkur viölits. Okkur leið ágætlega, og ég var allt í einu oröinn glaöur borgunarmaður meiri veiga, sem viö nutum óspart á rölti okkar um bæ og borg. Morguninn eftir sólardaginn vaknaöi ég heima í rúminu mínu og var ekki vel viss um neitt nema aö sólin var hnigin til viðar, aö minnsta kosti hvaö mig áhræröi. Klukkan nálgaöist óöfluga hádegiö, og konan var greinilega löngu risin á fætur. Soffía og Eiríkur litli voru trúlega farin í skólann og höföu væntanlega sloppiö viö að sjá fööur sinn á niöurlægingartímabil- inu. Ég hlaut aö hafa komið fjarska seint heim. Mér leiö illa. Smám saman komst skynjunin í starf- ÞE/R 9ÚA VF/R DUL ýTRTU STAÐRA& !NN íAÐ HAIDA AFRAM iNÓTT, ^ KAOS! -n RÆNUM HÆFH EIKUM 00 SKÓCURIN.V GERIR 8ANPALAG V/P ÞÁ ! ^ "O ! KAOF R/mUL y 00 NÚ V/L E<Z EA'C-IA/ ^ r L/NDAN8RÖOO 'ÞAÐ ER BEST AÐ KEÐJAN 00 KULfí/V GEYM/ ALLAR OAMLARM/NN- /N6AR. BVRJUM ÞAR 5 EM V/{> R/FUM TRÉÐ UPPMEÐ A K RÓTUM / Ú-ÆP.. . WRE/e/BUS! TREÐ,SEM\ ' V/Ð R/FUM UPP MEO RÖTUM i &ÆR,MEFURR/S/$ KupPFRA RbTUM/PAOtgr VFARÐUUPPr AFTUR SLÓG . SLUBBAP/.r OO NÆSTU NOTT.. BEA T! PAUPERES SP/R/TU 7SA..6AT..? ÞAÐRISIÐ? NÝVEMUR GRA- SLEPPURIHUNGUR EG. SHAL SKO SLOGDRAGA HANN! r AUDV/TAD! VW SENDUM N/PUR-^ RIFSSVEITIRNAR ALLTAF ÚTA0 NÆTURLAÚ/, ÞECAR FÓLK/D SEFUR T/L AD RÍFA KÓFADRASL 06 TRJÁ - ORÓPUK. 06 CrÖMLU 6AUL VERJARN IR ERU MESTU GAUP. Ekk/ a k VERPUR VART NE/NNA jM MÓTMJFLA FNN... ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráði við Fjölvaútgáfuna. hæft ástand, þó þaö væri fjarri því aö vera viðunandi, og ég varö var viö aö konan var aö sýsla í.eldhúsinu annaö veifið, en dytta aö rykinu í stofunni þess í milli. Svo heyrði ég aö hún settist niður meö blaðiö okkar og fletti því aöeins. Svo var ekkert nema þrúgandi þögnin, ógnvekjandi eins og logniö fyrir storminn. Skömmu síöar birtist hún í svefnher- bergisdyrunum — ekki beint glaöleg á svipinn. — Sæl, elskan, stundi ég og reyndi án árangurs aö brosa mannalega. Ekkert svar. — Hefuröu nokkuö hugsaö út í aö fara að flytja? spuröi hún á móti stutt í spuna. Ég hváði, og hún sýndi mér blaöiö. Þar var mynd af tveimur mönnum sem sátu á bekk og var annar aö súpa á flösku. Ég þekki þar sjálfan mig. — Neei, sko . . . Þetta er ég! sagöi ég. Svo varö afar vandræöaleg þögn, rétt eins og englahersing færi í stórhópum um herbergið. Ég leit aftur á blaöiö. Fyrirsögnin var Góöglaöir drengir í vorsólinni, og undir myndinni var einhvers konar lesmál um ofdrykkjuvandamál, farsótt og félagslega aöstoö. Gott ef Fríport var ekki nefnt í forbífarten. Mér sortnaöi fyrir augum og varö hugsaö til vinnufélaga minna, nágrannanna, vina barna minna, kunningja konunnar og afgreiöslufólksins í versluninni þar sem ég verslaöi upp á hvern dag. Síöan hefur konan varla yrt á mig einu oröi, og mér finnst ég vera dæmdur maður. Eina von mín er að brátt komi annar sólskinsdagur, og að það verði þá konan mín, sem setjist á bekk til aö sleikja sólskiniö . . . ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.