Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1979, Blaðsíða 3
^JSt Þannig leit hinn verðandi hugsuður út 8 ára. Þeim til hughreystingar, sem eiga seinþroska börn, má benda á, að drengurinn Albert þótti seinn til máls og var ekki einu sinni læs á níunda ári. Albert Einstein ungur niuður ok ekki sérlega efnilegur. Hann þótti slá slöku við nám og lærifeður hbfðu ekki mikið álit á honum. Að námi loknu fékk hann vinnu sem „þriðja flokks sérfræðingur" á einkaleyfaskrifstofu í Bern. staöreynd, aö Einstein voru veitt Nób- elsverölaun fyrst árið 1921 , sextán árum eftir útgáfu afstæöiskenningarinn- ar og án þess aö mikiivægi þeirrar uppgötvunar væri sérstaklega umtalaö. Verðlaunin voru veitt aöallega fyrir rannsóknir á fótónunum fyrrnefndu. Margt hefur verið ritaö um afstæðis- kenninguna og veröa henni síst af öllu gerö tilhlýöileg skil hér. En viö skulum staldra viö hornsteina hennar og reyna aö gera okkur grein fyrir hinni gífurlegu byltingu sem hún olli. Fyrst og fremst grundvallaöi Einstein sköpun sína á þeirri tilgátu aö Ijóshraö- inn væri fastur stuöull. Michelson og Morley höföu mælt þennan hraöa, sem svarar til aö Ijósiö gæti fariö átta hringi umhverfis jöröina á sekúndu hverri við yfirborö. Tilgátan um fastan hraöa Ijóssins ásamt tilgátunni um eöli viö- miöunarkerfa leiddi til þess aö hiö sígilda þrívíöa rúm fékk nýja fræöilega vídd, tímann. Og eftir því sem hraöi hluta nálgast Ijóshraöann meir, þeim mun meira áberandi veröur þessi fjóröa vídd. Þetta voru viökvæmir strengir sem Einstein snerti. Tíminn er svo sam- gróinn lífi manna, aö erfitt var aö sætta sig við aö hann hlyti sérlegum lögmál- um; væri dyntóttur og teygjanlegur. Menn léku sér aö alls kyns mótsögnum sem hægt var aö leiöa af Lorentz-líking- unum fyrir afstöðu tíma, rúms og hraöa. Eitt skemmtilegt dæmi er sagan af tvíburabróðurnum sem geystist út í geiminn og var fjarverandi í ár, en sneri heim aftur og kom aö bróöur sínum öldungi á grafarbakkanum! (þessi mót- sögn á sér reyndar rangar forsendur því aö um hrööun er aö ræöa). Afstæöið sjálft var svo fjarri hinum „hversdagslega veruleika" aö ekki bætti úr skák fyrir vinsældir kenningarinnar. Ein sérkennileg og sönn „mótsögn" væri t.d. aö gera ráö fyrir aö geimfarinn fyrrnefndi gæti frá glugga geimfars síns séð Skaftárelda geisa um leiö og skákeinvígiö fór fram í Reykjavík! Þetta væri hægt aö setja upp með því aö aölaga nokkrar breytistæröir í Lorentz- líkingunum. Þó væri mismunurinn fólg- inn í því aö geimfarinn yröi ekki sammála fastalandsbúum um fjarlægö- ina á milli Skaftár og Elliöaánna! Samkvæmt afstæöiskenningunni er „fortíð" og „framtíð" háð athuganda, hraöa hans og afstæöum fjarlægöum. Ástæöan fyrir því hversu þessi síöasta saga er „óhugsandi" er að hraöi og hraöamörk okkar hversdagslega veru- leika eru aöeins örbrot af Ijóshraöan- um. Hljóöfrá þota í samanburöi viö Ijóshraöann er eitthvaö ámóta hlutfall og hægfara snigill í samanburöi viö þotu. Þannig er skynjunarhæfni manna takmörkuö- af þeim fjarlægöum og þeim hraöa sem þeir búa viö. En þar kom þó aö afstæöiskenning- una var hægt aö sanna aö einhverju leyti meö tilraunum. Einstein hafði meö útreikníngum sínum komist aö því, aö Ijósgeisli bognar í nálægö massa. Þetta voru meöal annarra niöurstaöa al- mennu afstæöiskenningarinnar 1916. Vegna þess hversu bognunin var lítil þurfti híminhnetti til þess aö sanna tilgátuna. Tilraunir leiddu í Ijós sanngildi Ijósbognunarinnar. Annaö atriöi var sú staöreynd aö braut Merkúrs um sólu fylgdi ekki alveg þeim niöurstööum sem newtonska aflfræöin geröi ráö fyrir. Almenna afstæöiskenningin, sem var í senn djúp og fagurfræöilega hönnuö, gerði ráö fyrir breytingu frá fyrr útreikn- aöri braut og leiörétti haná. Þegar þetta er ritaö eru vísindamenn við Massachusetts háskóla, sem skoð- aö hafa tvístirni í himingeimnum sann- færöir um, aö þeir hafi fundiö dæmi um þyngaraflsbylgjur, sem Einstein reyndi aö gera grein fyrir meö almennu afstæöiskenningunni. Það var síðasta stórátakiö sem hann tók sér fyrir hendur. Einstein var sannfæröur um aö þyngdarsviö og rafsegulsviö væru sam- ofin fyrirbrigöi. Sú kenning hefur verið nefnd sameinaöa sviöskenningin. Um óbeinu áhrif afstæöiskenningar- innar er ekki hægt aö fjalla eins örugglega. Víst er að heimspeki, listir og listsköpun fóru ekki varhlutann af þessum hræringum í vísindunum. Af- stæöiö endurspeglaöist víða í bæði tónlist og myndsköpun. Atómöldin á rætur sínar í orku-massa-jöfnu Ein- steins; við komum að þeim þætti síðar. Á íslandi ortu menn „atómljóð" — og nafniö kannski helst gefiö til kynna aö fornu Ijóöformi var splundraö. Steinn Steinarr, „atómskáldiö" var heillaöur af hinu nýja viöfangsefni vísindanna og gaf því fagurfræöilegan blæ í Ijóöi sínu TÍMINN OG VATNIÐ: ... Og tíminn er eins og mynd sem er máluö af vatninu og mér til hálfs ... Og dularfullir eiginleikar rúmsins: ... A hornréttum fleti milli hringsins og keilunnar vex hiö hvíta blóm dauöans ... Tíminn er afstæöur, jafnvel kyrr eins og hér: ... Og líf mitt stóð kyrrt eins og kringlótt smámynt sem reist er upp á rönd ... Áður en við hverfum frá þættinum um áhrif kenningarinnar er ekki hægt aö láta ógetiö, aö meö henni opnaöist ný vísindagrein, alheimsfræöin, sem beitir aðferöum almennu afstæöiskenn- ingarinnar á alheiminn og leitast viö aö svara áleitnum spurningum um fyrir- brigöí eins og endanleika, aldur og útþenslu hans. Túlkun á geisiun frá fjarlægum sólkerfum rúmsins væri óhugsandi án þeirrar vitneskju sem í kenningunni felst. Með alheimsfræöinni varö 20. öldin landafundatími og öld kortlagninga á ný eins og þegar skip Magellans kortlögöu jöröina, sem einu sinni var „alheimur" mannkyns. Sjálfur haföi Einstein mikil afskipti af þjóöfélagsmálum seinni hluta ævinnar. Hann trúöi því að aðeins yrði jafnvægi þjóöfélagslega ef menn fylgdu rökfast einföldum forsendum, og sannleikurinn var honum mikilvægur í mannlegum samskiptum. Einstein naut mikils álits og orö hans voru nánast lög. Þetta olli því aö félagasamtök og hagsmunahóp- ar sóttust eftir honum sem eins konar skrautfjööur til þess aö helga málefni sín. Stundum gekk þetta of langt. Einn lífsþáttur olli Einstein nokkrum áhyggjum og hefur eflaust valdiö hon- um vissri sjálfsásökun. Þetta var atóm- sprengjan, sem á sínar dýpstu fræöi- legu rætur í efnis-orku líkingum Ein- steins. Afskipti hans af atómsprengj- unni voru fólgin í bréfi sem hann sendi Roosevelt Bandaríkjaforseta aö áeggj- an Fermis og fleiri þekktra vísinda- manna, þar serri hann varar viö þeirri hættu aö Þjóöverjar gætu hagnýtt sér þá þekkingu sem eðlísfræðingar höföu á hugsanlegri keðjuvirkni,— spreng- ingu. Bréfiö átti ríkastan þátt í aö hafist var handa viö gerð sprengjunnar. Mikiö hefur veriö deilt á þessa gjörð Einsteins og þykir sumum bréfiö vera blettur á ferli hans. Eitt er víst aö sprengjan haföi sterk áhrif á hann þegar honum voru flutt tíðindin 6. ágúst 1945. Eftir aö hafa lifaö landflótta vegna gyöinglegs uppruna síns varö Einstein bandarískur ríkisborgari 1940. Hann 1 lamhald á bls. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.