Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Síða 3
Jön úrvör
UMTVÆRVÍSUR
OG FLEIRA
Þeir sem fást viö ritstörf af því
tagi, sem ég er kunnastur fyrir,
geta aldrei vitaö hvort eöa hvenær
þau orö sem þeir tína fram á blað,
koma á prent. Sumt bíöur síns
náöartíma — kynna viö prentsvert-
una og síðan kannski algjörrar
gleymsku — í áratugi. Jafnvel
pistilritari sá er hér hnoðar vinnur
sér til hægöarauka langt fram í
tímann. Ég er að fara til útfanda
einn júlídaginn og geri hvoru-
tveggja í senn glugga í Morgunblaö
— 19.7. — og felli saman handrit í
hæfilegri Rabblengd, handa Les-
bók einhverntíma í framtíöinni.
Pétur útvarpsþulur skrifar og minn-
ist vísu eftir vin okkar Leif Haralds-
son frá þeirri löngu liönu tíö, er ég
og fleiri góöir menn voru borös-
nautar hans í matsölu Alþýöuhúss-
kjallarans. Síöan eru liöin tæp 40 ár
og Leifur löngu horfinn til feöra
sinna, alltof snemma, og getur ekki
leiörétt neitt, sem eftir honum er
haft. Hann orti svona:
Ótal fávitar yrkja kvæði
án þess að geta þaö.
Á Ingólfskaffi ég er í fæöi
án þess að éta þaö.
Mér er nær aö halda, ao seinní-
partur vísunnar hafi nú verið höf-
undi hennar ríkari í huga, er hann
orti, en sá fyrri, því Leifur vildi hafa
mat sinn og engar refjar, engu
síöur en Grettir foröum, og geröi
sér ekki allt aö góðu sem fyrir hann
var boriö. En fyrrihluta vísunnar
hafa menn löngum barnaö fyrir
höfundinn og gert úr honum hróp
aö ungum skáldum, enda er þaö
hægt rímsins vegna. Þetta hafa svo
aðrir veriö aö reyna aö leiörétta og
er enn ein tilraun til þess gerö í
þessum línum.
Ekki alls fyrir löngu lagöi ungur
blaöamaður lykkju á leið sína og
heimsótti hjónin á þeim fræga bæ
Jörfa í Dölum. Bóndinn þar var
gamall sveitungi og kunningi Steins
Steinars. Hann minntist þar
kreppuáranna, vegavinnutíma
ásamt Steini og síöari fátæktarára
Steins í Reykjavík, þegar skáldiö
leitaöi til hans um fimmkrónu
víxillán fyrir kaffi eins og þá var
ekki ótítt og jafnvel nú þjóöfrægir
menn yröu aö grípa til. En í því
sambandi hefur blaðamaðurinn
eftir bóndanum tvær vísur. Og er í
annarri þeirra — vísu bónda —
sneitt aö Steini fyrir atómkveö-
skap.
Ég leyfi mér aö gera hér athuga-
semd viö tímasetningu þessa
skáldskapar. Atómstöö Laxness
kom ekki út fyrr en 1948. Þar kom
fyrst fram þetta misskilda orö, sem
síðan hefur veriö notaö sem köpur-
yröi um heila skáldakynslóö og
rúmlega þaö. Vísa bóndans hlýtur
því aö hafa verið ort á öörum tíma
en ritari hennar í dagblað vill vera
lata. En þvi fjölyröi eg um þetta, aö
bóndi er látinn telja fram í þessu
sambandi eftirfarandi vísu, sem
hann segir aö Steinn hafi ort:
Rigningin í fossum fellur
fyrir utan gluggann minn.
Þaö er einsog milljón mellur
migi í sama hlandkoppinn.
Þessi vísa hefur oftar en einu
sinni áöur komiö á prent. Ekki
alveg rétt í áðurnefndu viötali. Hér
besta gerö hennar. í íslenskri
fyndni Gunnars á Selalæk mun hún
vera og þar undir stafirnir E.B.
Næst þegar hún var svo birt var
hún eignuð Einari Benediktssyni.
Þaö er áreiöanlega vitlaust, enda
mun Gunnar hafa haft í huga annan
Einar, eitt af hinum þjóökunnu
Draghálssystkinum. En líklega er
það réttast, að hún sé eftir Stein.
Það var eitt af hans stíleinkennum í
munnlegri frásögn aö hann eignaði
öörum vísur sínar á stundum. Þetta
hafa svo síöaritíma blaöaritarar
tekiö upp eftir honum, eins og fleira
skemmtilegt. Þetta er, eins og
menn sjá, enginn góöærisskáld-
skapur. Sá sem yrkir eignar sér
glugga, ekki er þaö nú meira,
enginn stássíbúö eöa svíta, þaö
orö ekki komið á blaö hér á
yrkipgartíma vísunnar.
En kannski ég víki til gamans aö
öörum pistli eftir Pétur. Hann nefnir
í fráhjáhlaupi spaug ÚlfarseÞóröar-
sonar augnlæknis, vegna þess aö
kunnur borgaci í tíö Þóröar á Kleppi
fööur Úlfars geröi aö gamni sínu
viö ættfööurinn í upphafi aldarinn-
ar, tilefniö hér nokkuö langsótt. En
þaö er eins meö brandara og vísur
að margt vill þar skolast viö mikla
brúkun.
Ég er úr sjóbúö og kenndi mig
viö vör. Þegar Hafliöi bróöir minn,
garöyrkjustjóri, fór aö rita um
annaö en garöyrkju, kallaði hann
sig frá Eyrum, en svo var Patreks-
fjaröarkauptún áöur fyrr kallað,
systir mín ein þýddi bók og ritaöi í
trúmálablöð, og fleiri okkar syst-
kina heföu getað skrifaö. Viö Haf-
liði sáum, aö þarna var efni í
hótfyndni og fórum aö gamni okkar
aö kenna eitt þeirra viö enni annað
viö kinn og svo framvegis.
Skömmu seinna sáum viö þetta á
prenti og var fyndnin eignuð garö-
yrkjumanni, sem þá ritaði töluvert í
Vísi. Þetta var fyrir mörgum árum.
Auðvitaö er þetta græskulaust
gaman.
Þessi athugasemd átti nú bara
aö vera hluti úr öörum pistli, en þaö
hefur teygst úr henni, svo þaö
veröur víst ekki pláss fyrir meira aö
þessu sinni.
Gaman væri ef einhver, sem vel
var kunnugur þeim Steini og Leifi
Haraldssyni, tæki sig til og safnaði
tilsvörum þeirra og vísum. Ég á
dálítiö af því tagi í fórum mínum.
Jón úr Vör.
Órn Snorrason
VAKA
Örlögum ráöa enginn fær
þótt ýmsum bregðist vaka.
Best er nóttin sú er nær
næstum því til baka,
og stjörnu þá, er skein svo skær,
má skugginn aldrei taka.
En hvar er Ijós, sem hvergi skín,
og hví eru dagar taldir?
Var aldrei ratvís ástin mín,
og allir stigir faldir?
Seinna ber mig samt til þín.
— Sól hefur risið um aldir.
Einhvern veginn í mér var
undarlegur varmi.
En getur nokkur gefið svar
við geig í sínum barmi?
En fáist svar — og þú ert þar,
mun þegar lokið harmi.
Þaö viröist eldfimt efni í mér,
sem ekki þoldi mátiö.
Um miöjar nætur mætti ég þér,
— og margt var ósagt látið.
Ég trega nú þaö tár, sem er.
Því tári var aldrei grátiö.
íI maí 1978.
Örn snorrason
Stefön Ágúst
ÞORBJÖRG HÓLMASÖL
Hólmasól,
ó Hólmasóll
í draumi þú birtist mér,
björt var nótt.
í biómskrýddum hólma,
fyrir ellefu öldum,
vió árniö Ijúfan,
vafin björtum kvöldum,
vaknaði til lífs
fyrsta mær fagnandi Eyjafjarðar,
frumgetin dóttir landnámshjóna,
prinsessa gróðurs jarðar.
Við lóukvak var Ijúft
að líða í svefninn rótt.
Eg lít þig í mínum draumum
í laufskrýddum hólma,
laugaöan bláum straumum,
loka björtum brúnaljósum
þar Eyjafjarðará
rann aö ósum.
Og blómin kinkuðu kolli,
þau kysstu þig, góða nótt.