Lesbók Morgunblaðsins - 13.10.1979, Síða 4
American Gothic — Mál-
verk efftir Grant Wood
1930.
„Til eignar skal unnið. Með
erffiöi sínu skapar maðurinn
auð úr jörðu“, sagöi Locke,
„og þannig helgar hann sér
landið".
Marcus Cuncliffe
EIGNA-
HYGGJAN
OG
LEITIN AÐ
HAMINGJUNNI
Nokkuö má greina breytileg viöhorf
samfélags á því, hvernig sum grund-
vallarhugtök breyta um merkingu. „Eign“
er eitt þeirra meiri háttar hugtaka, sem
styr hefur staöið um í bandarískri sögu.
Ýmsir sagnfræöingar og útskýrendur
kynni aö segja, aö hugmyndir manna um
eign (í merkingunni einkaeign) hafi gjör-
breyst á tveggja alda ævi Bandaríkjanna.
Sumir hverjir rekja síöan ástæöurnar fyrir
þessum breytingum á gildismati Banda-
ríkjamanna til þess, aö vinnukraft þjóöar-
innar er nú ekki lengur helst að finna
meðal smábænda, heidur launþega í
iöjuverum, og til þess, aö eignaraðild og
stjórnun eru orönir aöskildir þættir í
stjórfyrirtækjunum. Aörir halda því fram,
aö ímugustur „stofnfeöra" vorra (þ.e.
stofnenda Bandaríkjanna) á ríkisafskipt-
um hafi misst broddinn á tuttugustu öld
viö þaö aö ríkiö tók raunverulega í
taumana og velferöarríkiö var smám
saman til.
Ég leyfi mér hins vegar að halda því
fram, aö þrátt fyrir allar breytingar á
bandarísku þjóðfélagi, þá hafi hug-
myndafræöi einkaeignarinnar jafnan
skipt sköpun í Bandaríkjunum. Hér nota
ég orðið hugmyndafræöi um samstæöu
hugmynda og gildismats, sem veröa
mönnum oft hvatning til aögeröa eöa
0
aögeröaleysis. Ég geri mér grein fyrir, aö
á ofanveröri síöustu öld komu fram ötulir
málsvarar fyrir þjóönýtingu auðs eöa
almannaeign í Bandaríkjunum, vegna
þess aö mörgum fannst óséö hvaö gott
leiddi af einkaeigninni um þær mundir.
En slíkar hugleiöingar eiga ekki sérstak-
lega upp á pallboröiö hér og nú. Banda-
ríkjamönnum upp til hópa þykir sem svo,
aö þessar hugmyndir hafi ekki skilaö svo
frábærum árangri í öðrum þjóöfélögum.
Þeir mega enn heyra boöskapinn og
ræöa hann, en hávaöinn af fólki er hollur
trúnni á gildi einkaeignarinnar og hafa
horn í síöu ríkisstjórna sem vasast í of
miklu.
Ég hef reynt að koma oröi yfir hina
ýmsu þætti sem tvinnast saman í trú
Ameríkana á einkaeigninni og hef í því
skyni varpaö fram hugtakinu
eignahyggja (propertarianism). Aó mínu
mati felast í henni ýmsir þættir —
einstaklingshyggja, persónufrelsi,
auðgunarleiö — og allir þættirnir sam-
tvinnaöir. í eigninni feist eins konar
sjálfstjáning, þ.e. aö einstaklingseóliö
speglist með nokkrum hætti í eigninni. í
henni kemur einnig fram síngirni, þaö er
trú á rétti sínum til aö eiga og auka viö
eign sína. Af þessum sökum er geysierfitt
— í Bandarikjunum eins og í öörum
löndum meö blandaö hagkerfi — aö
greina á milli þess, sem einstaklingurinn
telur sig eiga rétt á, og skyldum hans
gagnvart samfélaginu. Þrátt fyrir þetta og
þrátt fyrir þaö, aö eignahyggjan hafi
breyst talsvert í meöförum gegnum árin,
þá er þaö tilgáta mín, aö hún sé enn einn
af hornsteinum amerískrar hugmynda-
fræöi, sem mótar hugi skálda og rithöf-
unda, hagfræöinga og félagsfræöinga,
verkalýðs og umsvifamanna, róttækra
jafnt sem íhaldsmanna.
Eign og „hamingjuleit“
Þegar litiö er yfir þróun eignahyggjunn-
ar, hæfir vel aö byrja á Sjálfstæöisyfir-
lýsingunni frá 1776, sem Thomas
Jefferson setti saman. í inngangi hennar
standa einhver fleygustu orö í sögu
Bandaríkjanna: „Álítum vér augijós sann-
indi, aö allir menn eru fæddir jafnir, aö
skaparinn hefur ætlaö þeim viss réttindi
sem ekki verða frá þeim tekin, aö til
þeirra teljast líf, frelsi og eftirsókn eftir
hamingju.“
Þetta er hreinasta náttúruréttinda-
kenning, sem rekja má aö mestu til John
Locke (einkum í Aöra ritgjörö um
stjórnarfar, 1690). Hver mannvera er
fædd til vissra réttinda, sem eru eldri og
helgari en nokkurt valdboö. Sú stjórn,
sem brýtur á þessum rétti, hefur og
fyrirgert rétti sínum til aö stjórna í nafni
þegnanna, og því er lögmætt, aö
almenningur taki til sinna ráöa og setji
hana af. Algengast var aö setja þessi
réttindi fram sem þrenningu á sama hátt
og Locke og fleiri geröu: líf, frelsi og
eignarrétt.
Sagnfræöingum ber ekki saman um,
hvers vegna Jefferson vildi heldur segja
„líf, frelsi og hamingjuleit“. Sumir álíta, aö
honum hafi þótt eign ónotalegt orö og
viljaó setja hömlur á einstaklingseignar-
rétti og stefna heldur fram jafnrétti og
almannaheill. Önnur tilgáta er sú, aö
hann hafi kosiö hamingjuleitina, vegna
þess aö hún var stórbrotnari og ekki eins
lögfræöileg og eignarrétturinn — eins og
hæföi í aðfaraoröum sem áttu aö hljóma
vel og Ijóma af ósérplægni. Enn aðrir
fræðaþulir halda því fram, aö Jefferson
hafi bara tínt upp þaö sem var bitastætt í
venjulegu náttúruréttindakveri (eins og
Jefferson viöurkenndi reyndar sjálfur).
Oftar en einu sinni notaöi Locke hugtakiö
hamingjuleit (t.d. í Ritgjörö varöandi
mannlegan skilning). Bæöi hugtökin
koma fyrir og eru nátengd í réttindaskrá
þeirri, sem upp var tekin í Virginíu,