Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 2
Brúðkaupsmynd af þaim Ingibjörgu Einarsdóttur og Jóni Siguróssyni. Hann fæddist á Bótólfsmessu á þeim tíma vorsins þegar vorsólin skín glaóast á því herrans ári 1811. En þá lá skammdegismyrkur eymdar og kúgunar yffir þjóölífinu. Bjarmann af frelsishreyfingum Evrópuþjóöa sunnar í álfunni bar aöeins viö sjóndeildarhring líkt og hrævarlog og íslenskt þjóðerni og þjóöin sjálf var nær því en nokkru sinni aö hverfa. Hann kvaddi þennan heim ffyrir réttum hundraö árum, hinn 7. desember þegar myrkur veturnóttanna er í alveldi sínu, en þá var gæfusól hinnar íslensku þjóöar löngu gengin yffír hvarfbaug í byggöum landsins og rak meö hverju ári brottu fleiri eymdar- skugga úr hugarheimi þjóöarinnar. Engum einum manni á þjóöin meira aö þakka þessi straumhvörf en Jóni Sigurössyni, Jóni forseta, eöa forsetanum eins og samtímamönnum var títt aö nefna hann. Hann tók viö forystu þjóöfrelsisaflanna viö upphaf sjálfstæöisbaráttunnar og ruddi brautina fyrsta áfangann. Hann smíöaöi þau vopn sem þjóö hans gat einum beitt gegn brynju kúgunarafla, afturhalds, misskilnings og fáfræöi, vopn réttlætis, studd sögulegum rökum og vísaöi arftökum sínum stefnuna allar götur þar til fullveldisáfanga var náö. Hann yfirgaf háskólanám í miöjum klíðum til þess aö gegna kalli stjórnmálaforingjans. Þó uröu vísindastörf annar aóalþáttur ævistarfsins og nær eina leiöin til öflunar lífsviöurværis þess manns sem fór 17 ára úr fátækum fööurhúsum, veganestiö aöeins óvenjulegir hæfileikar, einbeittni og ódrepandi löngun til þess aö veróa þjóö sinni til gagns og sjálfum sér til sóma. Frumsamin vísindaleg verk og vísindaútgáfur hans fylla margar bókahillur, rit um sagnfræói, bókmenntir, lögfræói, hagfræöi og viöskipti, flest brautryójandastarf og undirstöóuverk í senn, sem hafa lítt eöa ekki þurft endurbóta í meir en öld. © Á100. ÁRTH) BROT ÚR RARÁTTU- ■ ■ E. J. Stardal tók saman Enginn einn maöur hefur veriö jafngjörkunnugur högum og menningu þjóðar sinnar frá upphafi en Jón Sigurósson. Fyrstur manna lagöi hann alúö viö aö kynna sér hin vanræktu tímabil síöari alda og geröi sér grein ffyrir samhengi bókmenntaheföar þjóöarinnar frá upphafi til sinna daga. Sigrar lýöræöislegra stjórnarhátta meðal vestrænna þjóöa á öldinni sem leiö skópu nýja gerö stjórnmálamanna og stjórnskörunga. Þar gnæfa yffir nöfn manna eins og Lincolns, Gladstone, Disraeli, Bismarks, Orla Lehmanns, Brantings. Jón Sigurósson er fyllilega hlutgengur í hópi þessara samtíöarmanna sinna, þó, eöa kannski ekki síöur þrátt fyrir þaö aö hann væri leiðtogi lítillar þjóöar sem hinn stóri heimur vissi tæplega aö væri til. Hlutverk hans og þeirra var sama eölis, aöeins miklum mun erfiöara, aö fylkja saman og móta skoðanir hverflynds lýös og halda hylli hans, leiöa hann á braut til framfara og farsældar. Málgagnió Ný félagsrit varö ekki einungis boóberi skoðana hans heldur einnig kennarastóll þjóöarinnar allrar í hinum nýju fræóum lýðfrjálsra stjórnarhátta þingræöisins. Æviverk hans var unnið milli óttu og dögunar meöan þjóö hans var enn meö syfjudrunga margra aldra deyföar og kúgunar í vitund Meö nýju ári 1840 uröu straumhvörf í stjórnmálalífi íslendinga. Nýr konungur kom tii valda Kristján 8. Hann gaf þjóðinni fyrirheit um ráðgjafarsamkomu í landinu sjálfu, endurreisn al- þingis. Jón Sigurösson skip- ar sér þegar í forystusveit íslendinga. Hann leggur of- urkapp á aö koma út mál- gagni sem nái til landsbúa áöur en talsmenn þjóöarinn- ar hin dansklundaöa emb- ættismannastétt fjallar um máliö, til þess aö þeir hafi hitann í haldinu og svíkist ekki um. Ný Félagsrit ná vorskipum 1841. Fyrsti og mesti stjórnmálamaður islendinga í nútíma merkingu þess orös segir löndum sínum ekki einungis hvaö gera skuli heldur einnig hversvegna og hvernig. komandi frelsisdags. Foringja- efnið kveður sér hljóðs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.