Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 6
Á 100. ÁRTÍÐ JÓNS SIGURÐSSONAR Riddari af Dannebrog og „kláðakóngur“ Ariö 1855 birti einn kunnasti lögfræö- ingur Dana J.E. Larsen prófessor og rektor Hafnarháskóla ritgerö um réttar- stööu íslands og veittist þar að skoöun- um meirihluta Þjóöfundarmanna. Enginn hinna löglæröu íslendinga þá virtist treysta sér til andmæla. Jón Sigurösson var ekki lögfræöingur meö prófi en var um þessar mundir aö hefja útgáfu Lagasafns íslands. Þaö urðu 17 bindi alls. Hann var því ekki varbúinn aö svara Larsen, heldur lauk á mánaðar- tíma viö 108 bls. ritgerð þar sem hann tætir sundur röksemdafærslu prófess- orsins lið fyrir liö. Nú kom íslending um liðveisla úr nýrri átt. Konráö Maurer doktor í lögum og prófessor í Munchen ritaði um málið og lagöist á sveif meö Jóni. Hinn heimskunni maöur gat aö vísu fáu bætt viö röksemdir hins „ólöglæröa“ alþingismanns frá íslandi en nafn hans vóg þungt. Jón og Konráö skrifuðust á um fjölda ára en það er dálítið skrítið aö bréf þeirra fjalla á þessu tímabili ekki svo mjög um iögfræðileg efni, sögu eða bókmenntir heldur um kláöamaur á íslandi og varnir gegn honum. Enginn hernaðarandi haföi gripið um sig 1851 þegar svipta átti íslendinga þjóðréttind- um en í deilunum um baráttu gegn kláöanum komst allt í bál og brand og Trampe hefði verið meiri þörf soldátanna frá 1851 er hann fór á fund Eyfellinga aö skipa þeim aö baöa. Þrautaráö stjórnar- innar var að veita stórfé til lækninga hins sjúka fjár og senda Jón Sigurösson ásamt dönskum dýralæknitil íslands meö alræðisvald í kláöamálinu. Jón var hik- andi því hann vissi þá hættu þessu samfara aö baka sér óvinsældir og sundra flokki þjóöfrelsismanna sem voru klofnir í þessu hitamáli, enda fór svo að á alþingi 1859 var hann einkum studdur af konungkjörnum þingmönnum. En að- geröir þeirra félaga björguöu sauðfjár- stofni sunnanlands undan brjálæöisaö- gerðum niöurskuröarmanna. Aökast það sem Jón varö fyrir vegna þessa máls átti nokkurn þátt í aö hann kom ekki til alþingis næstu þing 1861 og 1863, þó fjarri færi að hann sleppti stjórnartaum- unum. Úr bréfi JS til Maurers í ársbyrjun 1859. Fyrir sjálfan mig og mína verö eg líka aö gæta þess, aö eg sleppi ekki því sem eg hefi til atvinnu fyrir þetta, án þess aö hafa neina vissu í aöra hönd, og hefi eg því í hyggju aö slá uppá, að þeir veröi aö láta mig hafa eitthvert embætti fast, og gefa mér siöan permission. Þar meö yröi eg léttari á kláöafénu, en vissari ef illa gengi. En umfram allt verö eg aö vera ótakmarkaöur kláðakóngur (því þaö yröi eg líklega kallaöur) og geta skipaö og skikkaö býsna frjálslega. Gaman þætti mér aö heyra hvað þér segið um þetta. Eg þykist viss um þér segiö: Þetta er allt gott, efþaö gengur fram, en það er hnúturinn. — Eg er nú orðinn riddari af Dannebroge samt, til aö byrja með. Á tímabilinu 1865 til 1871 risu deilur um framtíöarstórnskipun á íslandi hvaö hæst og blönduöust inn í þær deilur um fjárhagsleg skuldaskil milli landanna. Þaö mál haföi alla tíö verið í mesta ólestri, en engir hreinir reikningar til. Útgjöld danska ríkisþingsins vegna hjálendunnar fóru síhækkandi og var þaö lítt harmaö af íslenskum þjóðfrelsismönnum; fyrst danska stjórnin vildi ekki unna þeim sjálfræöis mætti hún þá einnig bera byröar af stjórn landsins. Dönsku stjórn- inni var hins vegar í mun aö láta nýlenduna standa undir sér fjárhagslega. Nú tókst Jón á hendur eitt risavaxn- asta verkefni sitt að kanna skuldaskil og fjárhagsviðskipti íslendinga og Dana og tekjur konungsvalds af landinu frá siöa- skiptum og sýndi fram á meö skjalfestum rökum hver gífurlegt fjármagn heföi streymt af íslandi til Danmerkur undan- farnar aldir án þess að nokkuð heföi komiö í mót. Geröi hann þá kröfu aö við skuldaskil milli landanna yröi íslandi endurgoldiö sumt þetta fé meö árlegu tillagi. Stefna hans á þessu tímabili var aö njörva saman fjárhagsmáliö og stjórn- skipunarmálið þannig að íslendingar sættust ekki á lausn hins fyrra fyr en tryggt væri aö þeir fengu viðunandi sjálfstjórn í eigin málum. Eftir því sem fjárhagsbyrði Dana ykist á fjárlögum þeim mun fúsari yröu danskir stjórnmála- menn aö slaka til. Kafli úr bréfi til Sig. Gunnars- sonar á Hallormsstað. Sept. 1866. Þaö gleður mig ósegjanlega mikið að þú ert samdóma í fjárhagsmálinu. ... Enda hefur þaö sýnt sig nú þegar aö þaö eina tángarhald á Dönum er aö hleypa upp kostnaöinum, því þá veröa þeir heldur frjálslegri ístjórnarmál- inu ef maöur á ekki eftirkaup. Hefur þú tekiö eptir því að í ár er þaö hérumbil 50.000 (ríkisd.) sem reiknaö er skotiö til íslands. — Við eigum aö drífa þaö sem mest upp þar til fjárhagurinn skilst að. Östervold 8, hús Jóns Siguróssonar í Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.