Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 3
JONS SIGURÐSSONAR
Hugur og tilfinningar mæla með
Þingvelli sem samkomustað, en
skynsemi og forsjálni með
Reykjavík.
NÝ félagsrit
1. árg.
Varla er sú list, aö menn hafi jafn lengi
þreytt með óvissum árángri og land-
stjórnarlistina. Hinir mestu spekingar
sem jörö vor hefir boriö hafa hverr eptir
annann sagt fyrir landstjórnarreglum*),
og sumir reynt aö framkvæma þær sjálfir,
og þó ber öllum saman um, aö eitthvaö
megi meö sanni aö öllum stjórnariögun-
um finna, þó ekki sé öllum eins ábóta-
vant. Þaö er því ekki kyn, þótt ýmislegt.sé
álit manna um þaö efni, jafnvel þeirra,
sem sjálfra sín vegna hvorki skeyta um
aö bakast viö náöargeisla ens einvalda,
né aö láta skrílinn bera sig á höndum.
Enn eru þau lönd, sem siðuö eru kölluö,
þar sem menn hafa bundizt í aö lúta
sérhverju boöi og banni 12—14 vetra
gamals úngmennis, ef svo hittist á aö þaö
er kallað konúngsbarn, þó ekki hafi þaö
neina þá kosti aö því sé trúanda fyrir
jörö, hvaö þá fyrir lífi og velferö þúsunds-
innum þúsunda af bræörum þess. Yfir-
höfuö má svo aö oröi kveða, sem allt hafi
veriö reynt þaö sem mönnum hefir mátt
til hugar koma í þessu efni. Asíumenn
hafa lengst kunnaö því, aö konúngar
þeirra liföu ósýnilegu lífi, og birtust eigi
þjóöinni nema í Ijóma dýröar sinnar.
Gyöingum var ætlað aö hafa sjálfan guö
fyrir konúng, en stjórn hans var gjört ráö
fyrir aö væri viðlíkt löguö og stjórn
konúnganna í Austurálfu, og prestana
haföi hann fyrir meöalgaungumenn. Á
Egiptalandi og Indlandi voru stéttirnar
strengilega aöskildar, og rammar skorö-
ur reistar viö, aö nokkurr sá sem var
borinn í einni stétt gengi í nokkra aöra
síöan. Hjá Grikkjum lýsa sér stjórnarvís-
indin einna merkilegast: Allt sýnist þar aö
vera sundraö í fyrsta áliti, en þegar á
reynir halda allir undrunarlega saman,
meöan þjóöarandinn var óspilltur, og þó
er mesti munur á stjórnarlögun hverrar
borgar um sig: þar sem hverr maður er í
Spörtu alinn upp á alþjóðlegan kostnaö,
eöa á sveit, sem vér mættum kalla, og
enginn á ráö á sjálfum sér því síöur
öörum, þar er í Atenuborg hverjum einum
leyft aö tala um og leggja ráö á sérhvaö
þaö sem öllum kom viö. Þetta tóku
Rómverjar eptir Atenumönnum, en þá
vantaöi djúpsærni og reynslu til aö laga
þaö aö sínum þörfum, og því hlaut þaö,
þegar fram liðu tímar og atkvæöaréttur-
inn varö mjög margskiptur, aö steypast,
og kollvarpa þjóöfrelsinu meö sér...
Þó vekur þjóðlífiö og stjórnarhátturinn
á íslandi aö maklegleikum mesta undrun
á þessum öldum, því allt er jafn-
aðdáanlegt: á aöra hönd kjarkurinn, aö
láta ekki kúgast af ræníngjanum Haraldi
enum hárfagra; áræöiö, aö voga sér meö
öllum sínum á litlum skipum út á
reginhafiö, og þekkja þó ekki til leiösagn-
ar nema nokkrar stjörnur eöa blótaöa
hrafna; og dugnaöurinn, aö leggja undir
sig svo mikið land sem ísland er, og
rækta það meö þeim forvirkjum sem enn
sér merki í dag, eptir svo margra alda
niöurnýöslu, og síöan að taka sér Græn-
land og nokkurn hluta Vesturálfu, en
halda þó jafnframt samgaungum viö
ættfrændur sína í Norvegi, Danmörku,
Svíþjóö, á Englandi, írlandi, Orkneyjum
og Skotlandi. En á aöra hönd eru eigi
síður aödáanleg þolgæöi þeirra og trygö,
einurð og hugrekki og margir aörir
mannkostir, og þó siðirnir væri eigi eins
nett sniðnir einsog menn nú vildu æskja,
þá eru margir þeir menn sem vér höfum
sögur af, aö eigi mundi þykja óprýði aö
hvar sem þeir ættu heima enn í dag, því
mannkostir þeir, sem góöur þjóöfélagi
þarf aö hafa, eru ávallt auöþekktir, á
hverri öld sem þeir koma fram.
Hvergi væri hátíðlegri staöur enn
við Öxará til að byrja starf það,
sem vekja skal oss og niöja vora til
föðurlandsástar og framkvæmdar-
semi, slíkrar sem sæmir siðuðum
og mentuðum mönnum á þessari
öld. Hvergi væri upphvatníngin
berari enn á þessum stað, til þess
að láta sér annt um að allt færi sem
bezt úr hendi, þar sem menn hafa
dæmið stöóugt fyrir augum, hversu
hatur og úlfúð og flokkadrættir og
stjórnleysi og heimska höfðíngj-
anna og afskiptaleysi alþýðu hafa
komið landinu í ena mestu örbirgð
og volæði. Á þessum stað er
þaraðauki kyrt og glaumlaust, full-
trúarnir geta hugsað þar um erindi
sitt og talað um hagi landsins og
nauösynjar, bæði á þínginu og
utanþíngs, því enginn sollur glepur
þá. En þótt hugur og tilfinníngar
mæli fram með þíngvelli, þá mælir
að minni hyggju skynsemi og
forsjálni meö Reykjavík, og tek eg
til ástæöur: 1) frá landstjórnarmiði
því (finis politicus), sem eg ímynda
mér að vér íslendíngar ættum að
hafa fyrir augum fyrst um sinn; 2)
frá Reykjavík og 3) frá þínginu
sjálfu eður ætlunarverki þess. Eg
get ekki skilið, hvernig ísland geti
komizt á nokkurn varanlegan vel-
gengnis fót, né íslendíngar þolað,
eða haft gagn af til lengdar að
njóta þjóöarréttinda, án þess að á
landinu sjálfu sé innlendur stofn,
(eður Centrum), bæði í stjórn,
lærdómi, mentum og handiönum;
en til þess þarf að vera einhverr sá
aðalstaður, að öll framför landsins
og mentan, sú er sambýður þessari
öld og hverri enna komandi, megi
safnast á, og útbreiðast þaðan og
viðhaldast á íslandi *
Til þvílíks aðalstaðar virðist mér
Reykjavík allvel fallin: þar er ekki
ófagurt bæjarstæöi ef vel er til
hagað, og nóg útrými til byggínga;
þar er eldiviðartekja nóg, ef vel
væri á haldið; þar er höfn góð og
víð, og má verða ágæt bæði vetur
og sumar með kostnaði; já, fyrir
höfnina og bæinn mætti setja
óvinnandi skotvígi, ef svo lángt
kæmist; þar er styttst til aödrátta
bæði á sjó og landi frá enum beztu
héröóum, og samgaungur eru það
an jafn-hægastar til alls landsins;
viö útlönd eru þaðan einnig hægust
viðskiþti, þareð þángað er einna
styttst leið, og óhættust fyrir haf-
ísum.
Menn hafi lengi hatazt viö
Reykjavík, af því hún væri danskt
óræsti og mótsnúin öllu þjóðerni
íslendínga, en mér finnst það
standi í voru valdi að gjöra hana
íslenzka ef vér viljum, og ef vér ekki
gjörum það, þá er það einþykkni
vorri að kenna eða dugnaðarleysi.
‘)Svo eg hafi nokkur nöfn fyrir mig aö bera,
þá hefir þetta veriö meining bæöi Gísla
Magnússonar frá Hlíöarenda og Páls Vídalíns
og Jóns Elríkssonar.
Jón Sigurösson hsfur verið bæði
fríður og svipmikill ungur maöur og
ekki voru það sízt augun, sem vöktu
athygli. Þetta málaöa portret af Jóni
ungum, er elzta myndin sem til er af
honum.
Um
þá sönnu
fööur-
landsást
Jóni er Ijóst að ráögjafar-
þingið er aðeins upphafið.
Afnám einveldis og þingræö-
ið hlýtur að fylgja innan
tíðar. Þjóðin þarf að læra til
stjórnmála og félagsstarfa
og umfram allt að vanda val
fulltrúa sinna. Ýmsum finnst
e.t.v. þessi orð í fullu gildi í
dag.
Það sem mest á ríður fyrir þann,
sem fulltrúi á að vera, er, að hann
hafi sanna, brennandi, óhvikula föð-
urlandsást. Ég meina ekki þá föður-
landsást, sem ekkert vill sjá eða við
kannast annað en það, sem við
gengst á landinu á þeirri tíð sem
hann er á, sem þykir allt fara bezt
sem er, og allar breytíngar aö öllu
óþarfar eð ómöguligar, en ef breyt-
ingar eru gjörðar sem eru móti hans
geði, dregur sig óðar' apturúr og
spáir að allt muni kollsteypast; eg
meina heldur ekki þá föðurlandsást,
sem vill gjöra föðurlandinu sínu gott
eins og ölmusumanni, sem einkis
eigi úrkosti, vill láta umhverfa öllu og
taka upp eitthvað það sem liggur
fyrir utan eðli landsins og lands-
manna, eða sem hann hefir þótzt sjá
annarsstaðar, vegna þess hann sér
ekki dýpra enn í þaö, sem fyrir
augun ber. Ég meina þá föðurlands-
ást, sem elskar land sitt eins og það
er, kannast við annmarka þess og
kosti, og vill ekki spara sig til aö
styrkja framför þess, hagnýta kost-
ina en bæja annmörkunum; þá
fööurlandsást, sem ekki lætur gagn
landsins eða þjóðarinnar hverfa sér
við neinar freistingar, fortölur né
hótanir, skimp né skútyröi; þá föö-
urlandsást, sem heimfærir allt það
sem hann sér, gott og illt, nytsamt
og óþarft, til samanburðar við þjóð
sína, og sér allt eins og í gegnum
skuggsjá hennar, heimfærir allt
henni til eptirdæmis eða viðvörunar.
Þetta er að lifa þjóðlífi, og það er
augljóst og óbrigöuít, að sá sem
þannig lifir, hann mun ekki spara
neitt ómak til að útvega sér hinn
annann kost, sem verður að vera
þessum fyrsttalda samfara, ef hann
á ekki að verða tómt skrum og
grundvallarlaus og ávaxtarlaus hé-
gómi, sem þýtur útí loptið viö
minnsta vindblæ mótmælanna, eöa
slitnar við minnstu áreynslu.
Sjá næstu síðu
©