Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1979, Blaðsíða 4
A 100. ARTIÐ JONS SIGURÐSSONAR
Alþingi á að halda
fyrir opnum dyrum og
þjóðin að vita hvað
þar er gert
Varla hefi ég heyrt annaö und-
arlegra en þaö sem þú skrifar
mér, að heyrzt hafi aö koma muni
til alþingis bænarskrá úr Árnes-
sýslu um það, meðal annars, að
alþing verði haldið aö luktum
dyrum. Því væri trúanda, og það
eru ekki eins dæmi, að sumir af
alþingismönnum sjálfum væri því
mótfallnir að þingið yrði opið, af
því þeir væri hræddir um, að
sjálfa sig eða aðra bristi einurð til
að tala í margmenni því, sem þá
mundi verða, eða þeir óttuðust,
að þá mundi bera meira á, ef
eitthvað færi fram óskipulega á
þinginu, meðan menn eru aö
venjast við þetta þykir mér vork-
un, þar sem um þjóð er að tala,
sem orðin er afvana þjóðsam-
komum, en hitt hefði ég aldrei
hugsað, að neinn af þeim, sem
utan þings væri, mundi beiðast,
ekki einungis að honum sjálfum,
heldur og að allri þjódinni væri
bannaö, aö heyra á það, sem
fulltrúar þeir, sem stjórnin aö
minnsta kosti kallar kosna af
þjóöinni sjálfri, tala á þjóðfundi
um þjóðarmálefni: Eöa eru lands-
menn ekki búnir að fá nóg enn af
pukri því sem tíðkazt hefir helzt
of lengi í stjórnarmálefnum
íslands, og verið upphaf til margs
ills, er aldrei hefði borið á ef allt
heföi fariö fram augljóslega, það
sem alla varðar að vital Eru þá
gleymdar allar kvartanir yfir því,
að embættismenn skrifa stjórn-
ar-ráðunum hver í sínu nafni, á
ýmsan hátt, eins og hverjum er
lagið, án þess neinn annar viti
hvað skrifað er.
— Eða hvaö mega aðrar þjóöir:
Norðmenn, Svíar, Englar og Fra-
kkar, hugsa um oss, ef þeir
heyrði, að nokkrum af alþýðu
hefði dottið í hug að biðja um að
alþingi yrði lokaðl — aö stjórnin
hefði bannað að láta þingið vera
opið, því mundu margir trúa, en
enginn hinu, að þjóðin, eða nokk-
urr einn utanþings maður hefði
beðiö hana aö gjöra þaö.
Vér hvorki viljum né aetum
sókt réttindi vor meó valdi
Qömul saga og ný.
Húsið á miöri mynd-
inni stóð þar sem
æska Reykjavíkur
hittist og kynnist
núna, — á svonafndu
Hallnrisplani. Þar bjó
Einar Jónsson borgari
og þar hófust kynni
Jóns og Ingibjargar.
Málaö portrat af
Jóni frá 1844.
Áriö 1848. Aftur verða kon-
ungaskipti í Danaveldi. Bylt-
ingar geisa um alla álfuna.
Lafhræddur afsalar Friðrik 7.
sér einveldinu. Það er kvatt
til stjórnlagaþings í ríkinu.
Hertogadæmin Slésvík og
Holstein gera uppreisn. Kon-
ungur heitir Islendingum
með bréfi 23. sept. 1848 að
ekkert skuli verða ákveðið
meö stöðu landsins í ríkinu
fyrr en sérstök samkoma,
stjórnlagaþing, samkvæmt
skilningi þjóöfrelsismanna
undir forystu Jóns Sigurðs-
sonar hafi sagt álit sitt. Jón
ritar Hugvekju til íslendinga
og setur fram hugmynd sem
í augum danskra íhaldsafla
var firnadjörf ef ekki hlægi-
lega vitlaus.
I upphafi ritgeröarinnar
var atburðarásin í Danmörku
rakin og gerð grein fyrir
þeirri mikilvægu breytingu
sem yrði á stjórnarháttum
viö það að völdin færðust úr
höndum einvaldans til fólks-
ins og fulltrúa þjóðarinnar.
Síðan varpar hann fram
spurningum. Hvernig fyrir-
komulag á stjórn Islands
kynni að verða og annari
mikilvægari.
En hver eru réttindi íslands, og
hvernig er þeim varið?
— Þetta er vandamikil spurníng úr
að leysa, því þaö hefir lengi veriö, aö
enginn hefir veriö fús á aö fara fram á
að gjöra þaö Ijóst fyrir mönnum. Þaö
lítur svo út, sem stjórnin hafi haft gott
skynbragö á, aö gjöra réttindi konúngs
skiljanleg, þó hún hafi aldrei látið
auglýsa konúngalögin sjálf á íslandi, en
íslendingar hafa aptur á móti farið sér
ofur hægt aö gjöra sér Ijóst hver
réttindi landið og þjóðin ætti, og sumir
hafa látiö sér um munn fara, aö þau
mundu engin vera, nema þau sem
konúngur veitti af náö sinni. Þetta er
og aö svo miklu leyti satt, aö hag
vorum er svo variö, aö vér hvorki
viljum né getum sókt réttindi vor meö
valdi, en vér vonum aö eiga þann
konúng, sem meö réttvísi og góövilja
metur ástæöur vorar, og styrklr oss til
aö ná þeim málalyktum sem á rétti eru
bygöar.
Þaö er öllum kunnugt, sem nokkuö
vita um sögu landsins, aö íslendíngar
gengu í samband við Noreg á seinasta
stjórnarári Hákonar konúngs Hákonar-
sonar og fyrsta ári Magnús lagabætis,
sonar hans. ísland gekk í samband viö
Noreg sjálfviljuglega, ekki sem sér-
stakt héraö eöa ey, sem heyröi Noregi
til, heldur sem frjálst land, sem haföi
stjórnaö sér sjálft um rúm 300 vetra,
án þess aö vera Noregi undirgefið í
neinu. Þaö samtengdist Noregi meö
þeim kjörum, sem íslendíngar urðu
ásáttir um við Noregs konúng, og þar á
meðal þeim kosti, að öll stjórn þeirra
og lög skyldi vera innlend, og enginn
nema þeir eiga með aö dæma menn úr
landi. Hversu frjálslega samníngurinn
var gjöröur af íslendínga hálfu vottar
bezt þessi grein samníngsins, sem er í
öllu tilliti ágætlega samin, og vottar
jafn fagurlega veglyndi eins og frelsis-
tilfinníng þjóöarinnar: „Halda viljum
vér ok vorir arfar allan trúnaö viö yör,
meðan þér ok yörir arfar halda trúnaö
viö oss.“ Þó frumrit sáttmála þessa sé
aö öllum líkindum tapaö fyrir laungu,
einsog flest hin fornu ríkisskjöl Noregs,
þá hafa íslendíngar skrifaö samþykkt-
argreinirnar í lögbækur sínar, og með
því móti hafa þær geymzt. Til er einnig
hollustueiður sá, sem svarinn var
Hákoni konúngi og Magnúsi, og staö-
festir hann, aö slíkt bréf hafi til verið,
og á sama tíma önnur ýngri samnínga-
bréf og bænarskrár, sem skírskota til
hins fyrsta, en of lángt yröi aö telja
nákvæmlega á þessum staö. Þess eins
má geta, aö til er bréf frá íslendíngum
til ríkisráösins í Noregi ár 1319, má þar
af sjá, aö „sáttmélinn" hefir veriö í
fersku mlnni, og einkum sú grein hans,
aö ísland væri laust viö hann þegar
hann væri ekki haldinn af konúngs-
hendi. „Vitiö fyrir víst“, segja þeir í
bréfinu, „aö vér þykjumst lausir, eptir
því fornasta bréfi, sem vort forellri sór
Hákoni konúngi gamla, ef vér fáum ei
at sumri þat sem oss er játaö af honum
ok nú mælum vér til; viljum vér þann
tíma sverja en ekki fyr, sem ríkisins
ráös bréf meö innsiglum er oss sent,
ok þar meö fram komi góövili." Þeir
hylltu eigi heldur konúng í þetta sinn,
en líklegt er aö einhver „góövili" hafi
veriö sýndur, að minnsta kosti Katli
hiröstjóra, því hann gekkst fyrir aö
taka hollustueiöa áriö eptir. Um þetta
mund var þaö og víst, aö bæöi
hirðstjórinn eöa jarlinn og lögmenn og
sýslumenn voru íslendíngar. Þegar vér
skoöum nú sáttmálann, þá er hann aö
vísu í sumum atriöum nokkuö ógreini-
lega saminn, og einkum er sá galli á
honum, aö hann víkur svo mjög
ógreinilega á það atriöi, sem segir fyrir
hversu fara skuli meö, þegar kært er
aö samníngurinn sé ekki haldinn; en
slíka galla finna menn nú á öllum
slíkum skjölum frá þeim tíma, og er
þaö bæöi vegna þess, að menn voru
skemmra komnir í öllum slíkum efnum,
og af því, að mart er oss nú efasamt,
eptir svo lángan tíma, sem þá þótti
augljóst og auöskiliö. En taki menn rétt
þá grundvallarreglu sambandsins, sem